Á þessum degi...

...fyrir um það bil 2000 árum, gerðist þetta þegar Jesús dó:

Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu, grafir opnuðust og margir líkamar helgra látinna manna risu upp. (Matt 27.51-52)

Þetta stendur í Matteusarguðspjalli, og þar segir höfundurinn líka að þessir uppvakningar voru það kurteisir að bíða með það að birtast öðru fólki þangað til gröfin hans Jesú fannst á sunnudeginum.

Eftir upprisu Jesú gengu þeir úr gröfum sínum og komu í borgina helgu og birtust mörgum. (Matt27.53)

Af einhverjum ástæðum fannst hinum guðspjallamönnunum (eða bara almennt annað fólk) þetta ekki nógu merkilegur atburður til að minnast á hann.

Já, guðspjöllin eru svo rosalega áreiðanlegar heimildir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar menn einblína á aukaatriðin missa þeir af því sem máli skiptir.

Jesús Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn, menn eins og mig og þig. 

Það stórkostlegasta af þessu öllu saman er að Guð, skapari heimsins, skuli líta til okkar syndugra manna og að Hann skuli elska okkur.  Og í mínum huga er það hreint frábært að Hann skuli elska mig eins og Hann elskar þig.

Kæri Hjalti, Guð gefi þér og þínum gleðilega páska.  Hann er upprisinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.4.2011 kl. 20:32

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Tómas, allt þetta sem þú talar um eru bara kristilegar goðsögur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.4.2011 kl. 21:18

3 Smámynd: Hörður Þórðarson

Já, Tómas. Guð bjó til "synduga menn" og svo sendi hann son sinn með pompi og pragt til að frelsa þá. Halelúja. Auðvitað varð það að gerast með tilheyrandi fýrverkeríi, krossfestingu, upprisu og þess háttar til að við syndugu sauðirnir myndum nú átta okkur á því hvað þetta var allt saman merkilegt.

Við verðum að hafa í huga að þessi saga er öll ritskoðuð af Rómverjum.

"The history of Jesus and the history of Christianity that we know today is the dogma that the Roman empire forced on all its provinces."

http://www.scaruffi.com/politics/jesus.html

Á sama stað um guðspjall Tómasar:

"The truth is that it probably stayed closer to Jesus' thought precisely because it was not contaminated by Roman power."

Leitið og þér munuð finna...

Hörður Þórðarson, 22.4.2011 kl. 21:25

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað er þetta Hjalti...veistu ekki að þetta eru allt myndlíkingar? Að vísu get ég ekki sagt þér havða þær merkja enda er þetta leyndardómurinn sem Jesús hefur ekki afhjúpað enn.

Hörður: jesusneverexisted.com

Tómas Minn, ertu á réttum stað til að vera að evangelísera? 

Þið eruð sveimér eins og segulbönd á autorepeat.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2011 kl. 22:16

5 Smámynd: Hörður Þórðarson

Takk, Jón. Ef Jesú er til í þínum huga, þá er hann til. Mér finnst það einfaldlega synd hvað margir nota Jesú Rómverja til að móta sínar hugmyndir.

Að ætla sér að finna hvað er satt og logið af því sem stendur um Jesú er vonlaust verk. Við verðum að treysta á okkur sjálf til finna sannleikann. 

Hörður Þórðarson, 22.4.2011 kl. 23:56

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig finna menn sannleikann ef það er vonlaust verk?

Hvaða Jesú ert þú annars að tala um ef það er ekki Jésú Rómverja? Er hann eingöngu að finna í torræðu spakmælasafni í svokölluðu Tómasarguðspjalli? (Raunar kennt við Tómas þótt það komi hvergi fram. (Menn hafa ályktað svo eða skilgreint vegna þess að í sama bindi voru önnur verk kennd við hann)

Það þarf annars ekkert að grafa mjög júpt til að komast að því að gaurinn er hugarburður og fabúla. Leitið og þér munuð finna.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.4.2011 kl. 00:52

7 Smámynd: Hörður Þórðarson

Við finnum sannleikann með því að stunda íhugun og slökkva á röddinni sem segir okkur stöðugt hvernig hlutirnir líta út fyrir að vera. Að ætla sér að finna sannleikann í bókum er vonlaust vegna þess að það sem í bókum stendur er í besta falli gagnleg lýgi.

Þinn Jesú, Jón er sá sem þú hugsar um þegar þú hugsar um Jesú, hvaðan sem sú ímynd er upprunnin. Þannig er að líka, hjá mér, Siggu, Gunnu, Pétri og Páli. Við höfum öll eitthvað í huganum sem við teljum vera Jesú (svo fremi að við höfum á annað borð heyrt hans getið). 

Jesú fyrir utan huga okkar er ekki til. Jesú sem er nákvæmlega eins og einhver bók segir að hann sé er ekki til heldur. Ekki dettur nokkrum manni í huga að sá Jesú sem þeir hafa í huga sé nákvæmlega eins og einhver bók segir til um, bók sem hefur oft á tíðum verið þýdd úr dauðu máli, skrifuð af fólki sem lifði fyrir meira en 1000 árum síðan. 

Ef þinn Jesú er fabúla, Jón, þá er hann það svo sannarlega í þínum huga.

Hörður Þórðarson, 23.4.2011 kl. 03:31

8 identicon

Þú ert að krefjast þess af guðspjöllunum sem þau gerðu ekki tilkall til. Það er ósanngjarnt.

Halli (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 14:40

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Halli, útskýrðu endilega betur hvað þú átt við.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.4.2011 kl. 15:18

10 identicon

Dauðinn er ekki raunverulegur krakkar... stendur í þessari gömlu bók, í alvöru, endalaust líf í lúxus vegna þess að Guddi, sem er sonur og pabbi sjálfs sín, hann fyrirgaf okkur fyrir erfðarsynd forfeðra okkar... en aðeins ef við segjum að hann sé bestur og styðjum við meinta umboðsmenn hans.

Right

doctore (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 15:42

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það stendur nú ekkert um að "Guddi" sé sonur og pabbi sjálfs síns í biblíunni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.4.2011 kl. 15:47

12 identicon

Í stað þess að nálgast guðspjöllin á þeirra eigin forsendum, í þeirra eigin samhengi og spyrja kannski hverju þau eru að reyna að koma til skila, t.a.m. í þessum köflum sem þú vitnar til, þá lestu þau með þínar eigin kröfur til þeirra í huga og segir svo að þau standist þær ekki. Spurðu frekar: um hvað eru þessir textar heimildir? Það sem þú ert að gera er eins og að segja að Ronaldo sé lélegur af því hann hittir aldrei úr þriggja stiga skotum. Það er ósanngjarnt og maður fær sterklega á tilfinninguna að þú sért að lesa textana með eitthvert annað agenda en að koma heiðarlega fram gagnvart þeim.

Halli (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 17:30

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Allt í lagi Halli, þú vilt sem sagt halda því fram að hér sé það ekki tilgangur höfundarins að segja frá einhverju sem á að hafa gerst í raun og veru. Ég er alveg opinn fyrir því að það gæti einhvern tímann átt við, en mér finnst það ekki eiga við í þessu tilviki. Af hverju heldurðu að þetta eigi við hérna?

Svo máttu ekki gleyma því að fólkið sem ég er að ræða við telur að það sem guðspjöllin segja frá hafi raunverulega gerst, t.d. að Jesús hafi sagt það sem honum er eignað.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.4.2011 kl. 17:51

14 Smámynd: Arnar

Akkuru voru ekki sýndar neinar Zombie myndir í sjónvarpi um páskanna.  Ætti það ekki að vera baráttumál kristinna?

Arnar, 26.4.2011 kl. 11:29

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Arnar, mjög góð ábending. Við ættum að benda Rúv á að sýna hátíðarlegar myndir (eins og Dead Alive, The Evil Dead 3 og Shawn of the Dead) næstu páska.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2011 kl. 17:07

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það má síðan benda á að sjálft Nýja testamentið talar um Jesú sem uppvakning: "En guð vakti [Jesú] upp frá dauðum."

Vakinn upp frá dauðum = Uppvakningur, sem er auðvitað "zombie" á ensku.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2011 kl. 17:10

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

þetta er úr Postulasögunni 13.30

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.4.2011 kl. 17:10

18 identicon

Hún heitir "Shaun of the Dead", ekki "Shawn of the Dead".

Grettir frá Gilá. (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 12:22

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

" Ekki dettur nokkrum manni í huga að sá Jesú sem þeir hafa í huga sé nákvæmlega eins og einhver bók segir til um, bók sem hefur oft á tíðum verið þýdd úr dauðu máli, skrifuð af fólki sem lifði fyrir meira en 1000 árum síðan. "

Þetta er undarleg fullyrðing Hörður. Það er augljóst að þú þykist hafa höndlað sannleikann framar öðrum þó og það hlýtur að gefa manni smá kokhreysti.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.4.2011 kl. 13:44

20 Smámynd: Sigurður Rósant

Athygliverð færsla hjá þér Hjalti. Ekki áttaði ég mig á þessu undir handleiðslu trúaðra hér á árum áður, né maraþonhlaupi svínanna sem þú bentir á 11. sept 2009 í færslunni Maraþonsvín.

Hundruð álíka dæmi má benda á í þessum þjóðsögum Hebrea sem trúaðir Gyðingar, kristnir og múslimir vilja benda á sem Heilagar ritningar, annað hvort innblásnar af Heilögum Anda eða jafnvel skráðar af sjálfum Guði.

Er hægt að gera Guð öllu minni en einmitt með því að bendla honum við þessar illa skráðu sögur?

Sigurður Rósant, 7.5.2011 kl. 15:55

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég skil ekki alveg, á hverju áttaðirðu þig ekki hér á árum áður? Að uppvakningarnir voru svo kurteisir að bíða með að birtast fólki? Ef þú vilt fræðast meira um þessa sögu, þá mæli ég með því að spyrja presta út í hana. Það er rosalega gaman :D

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.5.2011 kl. 17:19

22 Smámynd: Sigurður Rósant

Ég meinti, maður er svo 'bláeygur' undir handleiðslu trúaðra sem barn eða unglingur, að maður kemur ekki auga á svona ósamræmi í frásögnum þessara þjóðsagna Hebrea, sem þú bendir á.

Það er engu líkara en 'uppvakningarnir' hafi beðið inni í gröfum sínum frá þeirri stundu er Jesús var krossfestur og þangað til hann reis upp sjálfur.

Enn eitt dæmið af hundruðum sem gefa til kynna að þarna er um flökkusögur eða þjóðsögur að ræða, fremur en einhver innblásin "orð guðs".

En ég er löngu hættur að eyða tíma í það að ganga sérstaklega á fund presta eða prestlærðra til að fá svör við álíka spurningum.  Slíkt gefur manni engan "fróðleik" eins og þú gantast með.

Sigurður Rósant, 7.5.2011 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband