Um gyðinga og samkynhneigða

Kristið fólk sem telur samkynhneigð ekki vera synd reynir oft að afsaka texta í biblíunni sem virðast boða allt annað. Ein vinsælasta vörnin er sú að segja að textarnir fjalli alls ekki um samkynhneigð heldur "vonda samkynhneigð". Dæmi um þetta er texti úr ályktun kenninganefndar ríkiskirkjunnar:

Þessir staðir fordæma ekki samkynhneigð sem slíka og heldur ekki þá einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfesti. # 

Svo við tökum frægan kafla úr Rómverjabréfinu sem dæmi, þá væru rökin þau að þar er aldrei fjallað um “kærleiksríka sambúð ástar og trúfesti” samkynhneigðra, og því sé samkynhneigð sem slík ekki fordæmd.

Þetta eru ansi vafasöm rök. Við gætum alveg eins notað sömu aðferð til að komast að því að nasistar hafi í raun og veru ekki talað um gyðinga, heldur bara vonda gyðiga. Ímyndum okkur að þetta hafi staðið í einhverju áróðursriti þeirra:

Þessar rottur sem telja sig afkomendur Abrahams, drápu Jesú og vilja engum manni gott og eru í raun og veru að reyna að ná yfirráðum yfir mannkyninu.

Ef við setjum á okkur í sömu stellingar kristna fólkið, þá myndum við segja að þarna séu gyðingar ekki fordæmdir sem slíkir, heldur einungis fólk sem vill engum manni gott og reyna að ná yfirráðum yfir mannkyninu.

Málið er að við höfum allt aðra mynd af gyðingum heldur en nasistarnir, þeir eru bara venjulegt fólk sem er hvorki betra né verra en annað fólk, og því passa lýsingar nasistanna ekki við gyðinga að okkar mati, en það þýðir alls ekki að þeir séu að tala um allt annan hlut.

Í fyrsta kafla Rómverjabréfsins er talað um menn og konur sem stunda óeðli og brenna í losta með því að stunda samkynja kynlíf. Þarna kemur í ljós að höfundurinn telur samkynhneigð vera ógeðslegt óeðli. Það að við tökum ekki undir lýsingu þessa manns á samkynhneigð þýðir ekki að hann sé ekki að tala um nákvæmlega það.

Kristna fólkið sem afsakar biblíuna ætti að hætta að stunda þennan leik og sætta sig bara við það að boðskapur biblíunnar skiptir engu máli, að við ættum ekki að pæla í biblíunni þegar það kemur að ákveða hvað sé rétt og rangt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hugðist hrósa þér fyrir að vera ekki í grænsápuguðfræðinni.

En það er ekki samkynhneigð, sem Biblían fordæmir, heldur samkynja mök.

Kýs að hafa ekki mikið fleiri orð um það, Hjalti minn, en alvörukristnir leitast jafnan við að taka fullt mark á Nýja testamentinu og ekki síður á Páli en hinum postulum Jesú.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 06:16

2 identicon

Muna að biblían hans JVJ segir líka að það eigi að grýta óþekk börn til dauða... en JVJ er sama, það er vegna þess að JVJ telur sig fá mútugreiðslur.
Er þetta ekki frábært, hinn mútuþægi JVJ segir svo að hann sé að vinna að betri framtíð íslands

NT segir líka að GT sé besta bók evar... án GT er NT núll og nix.. og líka með.

doctore (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 09:39

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er lygi gervidoktorsins, að Biblían segi, að það eigi að grýta "óþekk börn" til dauða. Gamla testamentið (sem okkur ber ekki að fara eftir í þessu efni) leyfði hins vegar grýtingu ísraelskra sona sem gerðu uppreisn gegn feðrum sínum. Þetta er ankannalegt réttlæti, en það er margt í Móselögum sem miðaðist við frumstæðar aðstæður, þar sem ekki var um tryggt réttarfarskerfi að ræða og því tekið visst tillit til þess og mönnum látið eftir að vera með vissar refsingar, sem tóku tillit til "hjartaharðúðar" þeirra, eins og Jesús sagði, en tjáðu í raun ekki vilja Guðs. Vilji hans er opinberaður til fulls í Kristi, og með orðum hans (Jóh. 8) voru grýtingar aflagðar og ekki til þeirra gripið í kristnum sið (ólíkt múslimskum sið, enda lagði Múhameð ekki bann við grýtingum).

Svo ætti þessi orðagjálfrari, gervidoktorinn, að hætta að bregða mér um "mútuþægni", ég tek ekki við neinum mútum. Hér á hann trúlega við það, að múturnar séu loforð um himnaríkisvist. Hann ætti þá að láta sér nægja að segja það, en ég tel mig, ólíkt hreinlútherskum, ekki geta verið vissan um mína sáluhjálp, meðan ég er hér á þessari lífsins pílagrímagöngu.

Ég veit engan meiri orðasóða á íslenzka netinu en gervidoktorinn.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 12:12

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður fyllist bara andakt við....hvað á maður að segja...bleikingarguðfræði...Jóns Vals...gerviguðspekings. 

Þótt Bilían tali um að grýta börn, nú eða fólk sem vinnur á sunnudögum (lesist laugardögum)... þá er ekki beint átt við það (Þótt blessaðir Gyðingarnir séu logandi hræddir við að vinna á hvíldardegi)

En þegar kemur að þeim sem hafa kynhneygð til sama kyns án þess að fá útrás fyrir hana, þá er það gott og blessað. Það er hinsvegar enginn afsláttur af því að menn séu að gutla í kakóinu hver á öðrum.

Það er þó ekkert minnst á samkynja þvagfæragælur kvenna. Svo allavega er þetta ekki algilt. Svo bölva menn kvenréttindum Biblíunnar. Fussum svei.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2010 kl. 13:41

5 identicon

Kristna fólkið sem afsakar biblíuna, er ekki kristið fólk. 

Þegar kemur að því að ákveða hvað sé rétt eða rangt, þá dugar ekki brjóstvitið, þótt til dæmis, ýmsir Íslendingar, haldi það.  Menn þurfa leiðavísir, þar dugar biblían vel, eins og til dæmis GPS áttaviti, sem bendir okkur nákvæmlega á pólstjörnuna, til þess að forða okkur frá villum vega, á ferðum okkar um dimma dali, þá segir biblían kristnum, til dæmis, að misnota hvorki líkama sinn né annarra, ásamt mörgu öðru sem borgar sig að viðhafa, til þess að forðast óhamingju og dauða, af kynsjúkdómum til dæmis, sem koma fljótt og örugglega við iðkun saurlifnaðar.

Robert (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 13:48

6 identicon

Nauts er JVJ kominn með sérdíl við Gudda... þó svo að meintur messíash hafi sagt að GT sé besta bók evar, að hún sé í fullu gildi þar til yfir líkur...

Kristni krefst mútuþægni... þannig að ég stend við orð mín: JVJ er mútuþægur maður.... eitthvað sem ég myndi aldrei treysta... hvað þá manni sem dýrkar skrímslið í biblíu.. fjöldamorðingi, barnamorðingi, styður við nauðganir... hatar konur... elskar faktískt ekkert nema það að láta kyssa rassgatið á sjálfum sér... Minnir óneitanlega á hina ýmsu einræðisherra hér á jörðu... sem allir voru með sama motto: Kiss my ass or else

doctore (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 14:05

7 identicon

En það er ekki samkynhneigð, sem Biblían fordæmir, heldur samkynja mök.

Rangt, Páll talar um menn sem brenna í losta hver til annars. Er það ekki hneigðin, JVJ?

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 14:45

8 identicon

Það er nóg að hugsa dirty BANG Jesú hatar þig... og vill að þú klippir af þér líkamsparta...

Kristni er svona sex cult, og þá sérstaklega kaþólska kirkjan... hún notar konur og menn eins og útungunarmaskínur, til að búa til fleiri sauði.. sama er í íslam
BREED BREED like rats, make our scam the largest scam of them all

doctore (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 14:58

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki hin undirliggjandi hneigð einber, Birgir, sem þarna um ræðir í Rómverjabréfinu, heldur girnd sem hefur verið alið á mjög eindregið (og í mörgum tilvikum í athöfnum), sbr. Jak. 1.14-15 og 4.1-2 í almennum orðum þar um girnd á háu stigi.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 16:14

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvor er marktækari Páll eða Jakob hér Jón Valur?  Er þessi túlkun þín, eða stendur þessi hárklofningur einhverstaðar í bókinni?  Þú lítur heldur kjánalega út með þessari þvoglu.

Hvað um Þögn Jesú um málefnið?  Sást honum yfir að árétta þessa ófyrirgefandi reginsynd eða var honum slétt sama? Var h ann kannski Gay sjálfur?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2010 kl. 16:56

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Robert, hefur þú komist á Pólstjörnuna með hjálp GPS??

Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2010 kl. 17:01

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég nenni ekki að ræða þetta við þig, Jón Steinar.

Vísa þér á þessa vefslóð.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 17:09

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gróf og freklega meiðandi ummæli þess, sem kallar sig "doctore", hér á síðunni verða kærð.

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 23:22

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvaða ummæli eru það Jón Valur? (ps ég skil vel óþol þitt á doctore)

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.9.2010 kl. 23:53

15 identicon

Ekkert gróft við þetta hjá mér JVJ, bara sannleikurinn.. sem særir eins og ekkert annað.

Hjalti... hvernig skýrir þú óþol þitt á mér.. .er það vegna þess að ég er ekki með krúsindúllur.. og tek bara mjólkina af kúnni eins og hún kemur fyrir... Eða er það kannski vegna þess að ég hef stærri lesanandhóp en þú... 170 lönd og hundruð heimsókna á dag.. vex með hverjum degi... með sama áframhaldi verð ég kominn með þúsundir heimsókna á hverjum degi fyrir árslok.

En hey, ég veit að það er ekki hægt að gera öllum til hæfis... og ég hef heldur ekkert sérstakt óþol gegn þér :I)

doctore (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 08:56

16 identicon

Er JVJ að spá í að kæra mig
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1095093/

Þetta getur orðið spennandi... bókin hans JVJ segir að það eigi að myrða mig... og samkynhneigða og konur sem eru ekki hreina meyja á brúðkaupsnótt og óþekk börn og konum sem er nauðgað

Endilega að kæra mig JVJ, skemmir aldrei fyrir að fá dogma biblíu í fréttir...

doctore (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 11:39

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Óþol mitt útskýrist hvorki vegna þess að þú sért ekki með "krúsindúllur" né með stærri lesendahóp heldur aðallega vegna þess að:

1. Þú virðist ekki leggja neitt í það að gera athugasemdir þínar læsilegar: t.d. notarðu "..." margfalt oftar en "." og að því virðist er það algerlega handahófskennt.

2. Þú tekur ekki þátt í umræðum, heldur kemur bara með sömu gömlu slagorðin og upphrópanirnar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.9.2010 kl. 14:28

18 identicon

Ahh The ~Grammar spell police :)

"...." Geri ég ósjálfrátt þegar ég er að hugsa næsta orð

Ég er alltaf að koma með ný slagorð sko, var lengi vel með Nígeríusvindl og svo eitt og annað :)

En í alvöru Hjalti, eitt hef ég lært á að tala um trúmál, það nennir ekki nokkur maður að tækla biblíu á einhverjum trúarnótum/heimsspeki.
Við erum ekki að reyna að ná til manna eins og Mofa, eða presta; Við erum að reyna að ná til fólksins, fólksins sem veit EKKERT um hvað biblía/kóran segir; Hefur enga löngun eða vilja/getu til að taka þátt í slíkum umræðum.
Reyndar er það svo að fæstir nenna að lesa eitt né neitt ef það tekur meira en nokkrar línur.

En hey, þú tekur presta, ég tek alla :)

doctore (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 15:04

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"...." Geri ég ósjálfrátt þegar ég er að hugsa næsta orð

DoctorE, þú ættir að reyna að venja þig af þessu, bara að skrifa ekki neitt á meðan þú ert að hugsa. Ég er hugsanlega að ganga of langt með því sem ég segi næst, en þetta er í sama flokki og ALL-CAPS.

En í alvöru Hjalti, eitt hef ég lært á að tala um trúmál, það nennir ekki nokkur maður að tækla biblíu á einhverjum trúarnótum/heimsspeki.
Við erum ekki að reyna að ná til manna eins og Mofa, eða presta; Við erum að reyna að ná til fólksins, fólksins sem veit EKKERT um hvað biblía/kóran segir; Hefur enga löngun eða vilja/getu til að taka þátt í slíkum umræðum.
Reyndar er það svo að fæstir nenna að lesa eitt né neitt ef það tekur meira en nokkrar línur.

Ég veit vel að við erum ekki að reyna að ná til manna eins og Mofa og presta, heldur fólks sem er á hliðarlínunni.

Og ég get alveg tekið undir það að það sé þarfaverk að benda fjöldanum á að biblían er ógeðsleg og að það þurfi að gera það í stuttu máli og jafnvel hreinskilnu. En ég held að þú gætir gert betur með því að laga framsetninguna þína örlítið, vanda betur athugasemdirnar þínar og reyna að setja inn athugasemdir sem tengjast umræðunum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.9.2010 kl. 15:27

20 identicon

"En það er ekki samkynhneigð, sem Biblían fordæmir, heldur samkynja mök."

 Hvernig á maður að skilja þessi ummæli þín Jón Valur? Það er sem sagt alltí lagi að vera hommi, svo lengi sem maður sefur ekki hjá aðila af sama kyni?

Siggeir F. Ævarsson (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 17:12

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég held að Jón myndi ganga lengra en það, t.d. væri það líklega synd hjá hommanum að líta á karlmenn "með girndarauga" (sbr ummæli Jesú).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.9.2010 kl. 17:39

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

... ut manifesto patet per veritatem Sacræ Scripturæ.

Hanc testimoniam autem non adiuvat bloggentem alios islandice proferre.

Jón Valur Jensson, 16.9.2010 kl. 06:59

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hoc testimonium!

Jón Valur Jensson, 16.9.2010 kl. 07:02

24 identicon

Quidquid Latine dictum sit altum videtur?

Siggeir F. Ævarsson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 14:10

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Semper ubi, sub ubi! :P

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.9.2010 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband