Pappírslíkneskið

Nokkrir bloggarar hafa minnst á biblíuna og samkynhneigð vegna færeyska þingmannsins. Ég verð að segja að mér finnst margir þeirra sem telja samkynhneigð vera í lagi (sem sagt ekki “bókstafstrúarmenn”) nálgast umræðuna á kolvitlausum forsendum.

Oft reyna þeir að halda því fram að biblían sé í raun og veru ekkert svo vond í garð samkynhneigðra, versin sem um ræðir eru ekki svo slæm ef þú pírir augun og reynir þitt besta að láta þau hljóma vel.

Þegar fólkið gerir þetta, þá er það að mínu mati oft ekki að tækla rót vandans, en er þess í stað að reyna að fegra biblíuna, reyna að gera hana betri og merkilegri en hún er í raun og veru.  Ég held að það sé miklu gagnlegra að segja bara: Biblían skiptir ekki máli. Mér er sama um hvað hún segir, og þér ætti líka að vera sama.

Ímyndum okkur að við værum að ræða um samkynhneigð og einhver myndi benda á að í Gilgameskviðu stæði að samkynhneigð væri ógeðsleg og hræðileg. Hvort myndum við reyna að túlka textann þannig að það líkist betur þeim skoðunum sem við erum sammála, eða myndum við segja “Það skiptir engu máli hvað Gilgameskviða segir.”?

Trúfólk, hvort sem það er “bókstafstrúar” eða ekki, hefur biblíuna ranglega á háum stalli. Vandamálið er ekki það að þetta fólk túlki biblíuna asnalega, heldur að það heldur að þetta sé bók sem skipti einhverju máli. Með því að afsaka biblíuna erum við að viðhalda þessari ranghugmynd í stað þess að hrekja hana. Við þurfum að ná henni niður af þessum stalli.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Svo má velta þessu frá öðrum sjónarhóli. Höfundar biblíunnar eru margir, sumir hverjir þekktir, aðrir óþekktir en allir voru þeir uppi á svipuðum tíma. Á tímum Rómverja en það er sá tími sem að biblían er skrifuð ef að söguþekking mín er rétt var samkynhneigð þekkt fyrirbæri. En alla vega höfundar biblíunnar voru menn, rétt eins og ég og þú. Maður velti því fyrir sér hvort að höfundar biblíunnar hafi trúað því í raun og veru að samkynhneigð væri ekki guði þóknanleg eða þá hvort að þeir sjálfir hafi verið á móti samkynhneigð.

Jóhann Pétur Pétursson, 8.9.2010 kl. 09:07

2 identicon

Mér finnst best þegar krissar tala sí og æ um að þeir séu með nýjan sáttmála.. svo gera þeir fátt annað en að vitna í þann gamla.


Disclaimer
Það er ekki neinn nýr sáttmáli... Sússi elskaði gamla testamentið + að berja þræla til dauða ;)

doctore (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 10:04

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sumir hafa líkt biblíudýrkun við skurðgoðadýrkun.

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.9.2010 kl. 15:19

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Hroki og bull Hjalti Rúnar. Ég get allt eins sagt þetta: "Vantrúarmenn túlka Biblíuna asnalega og heldur að þetta sé bók sem skipti engu máli. Með því að rangfæra Biblíuna eru þeir að viðhalda þeirri ranghugmynd í stað þess að styðja hana". Vantrú þín er á háum stalli í goðalíki sem þið dýrkið sem guð.

-----

Ég hefði haldið að ef þú ert kristin, Jóhanna, sem mér heyrist á öllu að þú sért, ættirðu að styðja við trúsystkin þín frekar en Vantrúarguttana. Kærleikur getur gengið út í meðvirknisöfgar.

Guðmundur St Ragnarsson, 8.9.2010 kl. 17:00

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég get allt eins sagt þetta: "Vantrúarmenn túlka Biblíuna asnalega og heldur að þetta sé bók sem skipti engu máli. Með því að rangfæra Biblíuna eru þeir að viðhalda þeirri ranghugmynd í stað þess að styðja hana".

Guðmundur, þú gætir alveg sagt þetta. Og þá gætum við farið að ræða kjarna málsins, í stað þess að reyna að búa til einhverja glansmynd af biblíunni. Ég held að það sé nokkuð ljóst að biblían á ekkert erindi inn í umræður um siðferðismál frekar en Gilgameskviða eða fleiri álíka bækur.

Vantrú þín er á háum stalli í goðalíki sem þið dýrkið sem guð.

Ha?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.9.2010 kl. 18:47

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hjalti Rúnar, maður á ekki að borða biblíur. Það er því ekki nema von, að þær standi í þér, þegar þú étur allt hrátt.

Þegar Gyðingdómur varð til og fylgjendur hans gerðu sér grein fyrir því að Drottinn var einn, og einnig hin trúarbrögðin sem eru stolinn og skrumskældur Gyðingdómur, var nauðsynlegt að viðhalda viðkomu ættarinnar, ættbálksins, þjóðarinnar, þjóðanna sem sameinuðust um einhvern guð. Þess vegna var það litið hornauga, að einhverjir væru að glíma við rassinn á hvorum öðrum eða þegar stúlkur voru í sleik inni í tjaldi, í stað þess að vera að hlaða niður afkomendum. Síðar, þegar hin synduga glíma varð þolanlegri, eftir heimsbyltingar, helfarir og heift fólks af þinni gerð, og ekki minnst eftir að menn gerðu sér grein fyrir því að samkynhneigð væri fyrst og fremst "galli" í frumunum, eru nú flestir sem taka ekki bókstaflega, þótt ritningin sé vond í garð homma. Með undantekningum í Færeyjum og Íran ... og víðar.

En ég hef líka hitt ófáa trúleysingja, sem virkuðu á mig sem hinir verstu hómófóbar. Hvernig má það vera. Voru þetta skápstrúleysingjar? Öðlast menn ekki fullkomnun við trúleysi, eða er það bara andleg sjálfsfróun eins og sumir ykkar kalla það?

Farðu svo að setja betri mynd af þér við þetta mótmælendablogg þitt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.9.2010 kl. 22:14

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vilhjálmur, þetta er frábær mynd af mér. Ég nenni ekki að svara öðru frá þér.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.9.2010 kl. 22:23

8 identicon

Góðar pælingar.

með ofsjónir á ofsahraða á miklubraut (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband