3.9.2010 | 18:51
Góðar breytingar
Þessir 2170 sem skráðu sig utan trúfélaga (og þá líklega úr ríkiskirkjunni) hafa með þessu minnkað útgjöld ríkisins um um það bil 26 milljónir á ári.
Mér finnst betra að peningurinn minn fari í hluti eins og heilbrigðiskerfið, frekar en að borga launin hans Karls æðsta biskups (þrátt fyrir að prestunum finnist þessi 900 þúsund sem hann fær á mánuði vera skammarlega lág).
Nú er síðan hægt að breyta trúfélagsskráningunni sinni á netinu. Eftir hverju ert þú að bíða?Mikil fækkun í þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Löngu búinn, gekk í Ásatrúarfélagið, og til liðs við hina ,,einu sönnu þjóðtrú" okkar Íslendinga.
http://www.asatru.is/
Þar eru engin ,,boðorð" að þvælast fyrir manni, og hver og einn ábyrgur fyrir eigin orði og æði.
Kynnið ykkur málið.
Börkur Hrólfsson, 3.9.2010 kl. 19:10
Ég er ekki viss um að útgjöldin hafi minnkað neitt samt, er það ekki þannig að ef fólk skráir sig úr þjóðkirkjunni fara gjöldin til Háskóla Íslands? Það var allvega þannig.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 19:54
Þessu var breytt í fyrra Jón.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.9.2010 kl. 20:00
Þeir sem hafa ekki skráð sig út eru ofurseldir útrásarjesúlinga dogma dauðans...
Best að standa utan við þetta allt saman, trúarbrögð eru BRÖGÐ.. .og þið sem eruð í þeim eruð fórnarlömb
doctore (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 13:30
Hjalti. Peningurinn sem þú segir að ríkið spari er ekki úr vasa ríkisins. Ríkið innheimtir fyrir hvaða viðurkennda trúfélag sem er félagsgjöld/sóknargjöld þess sem í það er skráður og er ríkissjóður því bara meðalgöngumaður um fjármunina.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2010 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.