Hrós dagsins...

...fær Helgi í Kastljósi. Í dag mættust ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson (sem líkar eitthvað voða illa við mig) og Illugi Jökulsson. Ég var ekki ánægður með frammistöðu Illuga, en Helgi stóð sig mjög vel.

Þegar Þórhallur ræðir um aðskilnað ríkis og kirkju, þá virðist hann vera gjarn á það að segja fólki að allt stórkostlega starf Þjóðkirkjunnr myndi leggjast af ef til aðskilnaðar kæmi, sem dæmi námskeiðin hans (sem hann minntist á). 

Helgi spyr Þórhall hvort að það eigi að skilja að ríki og kirkju. Þórhallur byrjar að tala að “út um allt land fer fram mjög mikil þjónusta við þjóðina” á vegum Þjóðkirkjunnar og meira í þeim dúr. Þá spyr Helgi hvort að það myndi leggjast niður við aðskilnað, Þórhallur neitar því og fer að ræða um eitthvað allt annað.

Síðan minnist hann á að Hjálparstarf kirkjunnar hjálpi fólki án þess að spyrja um trúfélagsaðild. Helgi spyr að því hvort það myndi breytast við aðskilnað. Þórhallur neitar því. Hvað var Þórhallur þá að minnast á allt þetta?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeim er mikið í mun að koma þeim skilningi yfir að verið sé að fara fram á að kirkjan og jafnvel Kristni verði lögð niður í landinu.  Það er skilningur fjölda fólks, sem ég hef talað við, svo þeir eru að vinna vinnuna sína úr prédíkunarstólunum.

Ég reinaði svo sem ekki með sanngirni og sannleika frá þeim...

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2010 kl. 22:27

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjartanlega sammála!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.8.2010 kl. 22:46

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er náttúrlega skelfilegt prospekt.  Fólk óttast að ef "níðingunum" tekst ætlunarverk sitt að "eyða kristninni", þá muni það rotna í fletum sínum óhuslað eftir dauðann, geti aldrei bundist tryggðarböndum við ástina sína og eigruðu nafnlaus um götur og torg Í besta falli skilgreint af háralit og eyrnamarki eins og aðrir sauðir,  

Ég hef í alvöru séð ávæning að slíkum rökum frá safnaðarnefndapútum hér á blogginu.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2010 kl. 23:40

4 Smámynd: Einar Karl

KR, Oddfellow, Íslandsdeild Amnesty, Zonta-klúbburinn, RKÍ, Ferðafélag Íslands ...

Öll þessi félög vinna frábært starf og munu ábyggilega dafna um ókomna tíð. Samt eru þau alveg sjálfstæð og rekstur þeirra ekki í samkrulli við ríkissjóð.

Einar Karl, 26.8.2010 kl. 08:28

5 identicon

Það kemur að því að kristni verður alfögð með öllu... hvað voru þeir búnir að reikna í USA.. að kristni yrði algerlega að engu árið ~2226

Prestarnir eru náttúrulega að hugsa um sinn hag.. Þórhallur er prestur, og konan hans líka... miðað við það sem maður hefur heyrt af launum presta þá má gera ráð fyrir því að laun þeirra hjónakorna slagi upp í allt að 2 milljónir á mánuði samanlagt....
Ekki alveg eftir biblíu ;)

doctore (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 09:27

6 identicon

Hvað var í gangi með Illuga, mér fannst ég sjá nokkrum sinnum á svip hans að honum þótti málflutningur Þórhalls fráleitur... hvers vegna tók Illugi ekki betur á honum.. why the mercy :)

doctore (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 15:19

7 identicon

Ég veit ekki annað en að íþróttafélög fái einhverja styrki frá ríki og borg til að hjálpa við að reka sitt ágæta starf.  Mannvirkjagerð og annað.  Svo því sem haldið til haga.   Annars er orðræðan hjá ykkur úti í haga að naga úldið bein.

Þór Hauksson (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 15:23

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þór, mér finnst kominn tími til að stofna sérstakt ríkis-íþróttafélag!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.8.2010 kl. 16:15

9 identicon

Þór, þú verður bara að biðja þykjustu pabba þinn að borga fyrir Galdrahúsin sín; Ég meina, þykjustu pabbi þinn er sterkasti pabbi í heimi, og hann kann að galdra.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 17:26

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Steinar hefur það umfram mig að uppnefna fólk og gera því upp skoðanir eftir því hvaða trúarbrögðum  það tilheyrir - sérstaklega  ef viðkomandi tilheyrir þjóðkirkjunni.  

Í tilefni af innleggi hér að ofan er mér því spurn: þorir þú, Jón Steinar, að kalla múslimakonu safnaðarnefndarpútu?

Kolbrún Hilmars, 26.8.2010 kl. 17:27

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kolbrún. Ef múslimsk kona er í safnaðarnefnd einhverskonar, mjálmandi yfir vondu trúleysingjunu, þá þori ég því já.  Leysir þetta angist þína mín kæra?

Afskaplega hvað athugasemdir þínar eru annars skemmtilega afhjúpandi um skammsýni þína. Með fullri virðingu.

Annars sé ég að þú tekur þetta til þín að óþörfu. Kannski vegna þess að þú ert einmitt ein af þeim sem telur að aðskilnaðarmálið snúist um að leggja niður kirkju og kristni í landinu. (Útrýma trú! Jesús minn!) Þar ert þú að gera mönnum upp annað en í málinu felst. Þarft þess líklega til að hafa eitthvað að segja gegn því.

Ég er ekki að gera upp á milli trúarbragða hér mín kæra, en þar sem hér er til umræðu hin kristna evangelíska kirkja, þá tala ég að sjálfsögðu um hana. Ekki gera mér upp viðhorf og skoðanir.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.8.2010 kl. 23:06

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Steinar, enn að misskilja :)

Þetta með safnaðarnefndarpúturnar tók ég til mín, því orðalag þitt að öðru leyti vísaði til samskipta okkar á öðrum vettvangi.

Auðvitað hef ég, eins og aðrir - þú líka, mína trú og/eða vantrú sem ég þarf hvorki að afsaka fyrir öðrum né skammast mín fyrir. Mannréttindayfirlýsing SÞ tryggir mér þann rétt og þótt ég sé, "by default" skráð í þjóðkirkjuapparatið, þá nýt ég sama réttar og væri ég ásatrúar, múslimatrúar, baháíi eða eitthvað annað.

Ef þú gerir ekki upp á milli trúarbragða, þá væri betra að þú sýndir það í orði - þá myndi enginn gera þér upp viðhorf.

Kolbrún Hilmars, 28.8.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband