Þegja sumir prestar um barnaníð?

Vegna nýlegra frétta um presta og þagnarskyldu hafa að ég held nánast allir bloggandi ríkiskirkjuprestar Íslands reynt að svara fyrir stéttina. Svarið virðist alltaf vera hið sama: „Prestum ber, samkvæmt öllum lögum að tilkynna viðeigandi stjórnvöldum það, ef verið er að níðast á barni.“, þessu fylgir síðan oft hneykslun á lélegum vinnubrögðum hjá blaðamönnunum.

Það sem prestarnir virðast ekki skilja, eða þá að þeir eru bara reyna að færa umræðuna í annan farveg, er að um þetta er alls ekki deilt.

Það sem er fréttnæmt er að í þessum umræðum virtust sumir prestar segja að þeir myndu ekki tilkynna barnaníð, þrátt fyrir skýran bókstaf laganna, af því að þeim fannst þagnarskyldan vera æðri. Ég hef að minnsta kosti ekki heyrt útskýringar þessa bloggandi presta á þessum ummælum:

 

Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson leggur áherslu á að þagnarskyldan sé algjör. Prestar séu fulltrúar heilagrar kirkju og framar beri að hlýða Guði en mönnum.

 

 

Sr. Geir G. Waage lagði áherslu á að um algjöran trúnað væri að ræða. Presturinn segði engum frá neinu og skipti engu máli um hvað væri að tefla. Hverjum ætti að vera hægt að treysta ef frjálst væri að halda þagnarskyldu? Prestafélag sem er frjálst félag innan þjóðkirkjunnar getur ekki lýst því yfir ótilneytt og bundið félagsmenn sína við þá stefnumörkun að fremur beri að hlýða mönnum en Guði. Sagðist vel geta lifað við að slíkt stæði í lögum en skyldur hans sem prests gengju lengra en mannanna boð. Gæti vart verið félagi í P.Í. ef þessu yrði breytt.
 

Munið eftir því að breytingartillagan var sú að minna presta á að þagnarskyldan þýddi ekki að þeir væru undanþegnir tilkynningaskyldu barnaverndarlaga! Blogg-prestarnir minnast ekkert á þetta en endurtaka aftur og aftur að prestar séu skyldaðir til þess að tilkynna svona hluti, en vandamálið er að sumir kollegar þeirra telja það vera allt í lagi að brjóta þessi lög, af því að „fremur beri að hlýða guði en mönnum“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er einhver hissa á að prestar feli barnaníðinga og annað... eplið fellur sjaldan langt fra... Það er löngu ljóst að barnaníð og ofbeldi ýmisskonar er viðloðandi öll trúarbrögð.
Það liggur í hlutarins eðli þegar fullorðið fólk trúir á galdra og galdrakarl.. að algerrar undirgefni sé krafist, að fyrirskipunin sé að bannað sé að hugsa...

Þegar kirkjuklukkur hringja.. þá eru það aðvörunarbjöllur... og ekkert annað.

doctore (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 09:05

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svavar Alfreð er fullkomið dæmi um það sem ég tala, athugasemdir hans fjalla um það að prestar verði eins og aðrir að fara eftir lögum og svo framvegis, en aldrei fjallar hann um þessi ummæli félaga hans. Frábært dæmi:

Erum við alla vega ekki sammála um að refsa beri þeim sem brjóta lög?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.8.2010 kl. 11:59

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sigríður Guðmarsdóttir skrifar á Facebook: "Sjálfri finnst mér þessi umræða á Prestastefnunni 2007 vera skandall, eins og ýmislegt fleira sem gerðist á þeirri stefnu."...

Kirkjan hefur sem betur fólk sem er duglegt að gagnrýna innan frá og er Sigríður Guðmarsdóttir ein þar fremst í flokki.  

Þó að aðrir prestar séu ekki að tjá sig um orð kollega sinna þýðir samt varla að þeir séu sammála þeim,  enda gefa pistlar þeirra vísbendingar um annað.

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.8.2010 kl. 12:22

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Flott hjá Sigríði. Vandinn er að fólkið sem að heyrist hæst í frá kirkjunni eru þessir blogg-prestar sem virðast verja kirkjuna og hennar fólk sama hvað gerist.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.8.2010 kl. 12:24

5 identicon

Er það Jóhanna... þetta mál með biskup... segir allt aðra sögu; Þöggun er málið.

Pistlar presta með hvað þeir sjálfir eru góðir gæjar... það segir mér bara að nú voru þeir nappaðir með buxurnar á hælunum... því er farin af stað svona djúpsteikingarherferð til að reyna að bjarga sjálfum sér.



doctore (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 12:26

6 identicon

Vesalings littli biskupinn sá ekki bréfið hahahaha, þetta eru sömu afsakanir og maður heyrir frá Vatíkaninu
http://www.dv.is/frettir/2010/8/16/biskupi-yfirsast-bref-organista/

doctore (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 12:37

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað á Þórir Jökull við með því að það heiti að fylgja guði halda jarðneska ritúöl og þagnareiða?  Hvar er hægt að finna þá skipun í bókinni? Hvað þá vinnureglur fyrir presta yfirleytt, fyrir utan meðferð sláturfórna.

Þeir stökkava svona norm, til að koma sér hjá ábyrgð. Norm, sem þeir hafa diktað upp eftir hentugleikum sjálfir. Heldur vilja þeir láta morðingja og níðinga ganga lausa en að klikka á þessu prinsippi, þótt þeir klikki raunar á öllum hinum. Bæði þeim manngerðu og geistlegu.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.8.2010 kl. 13:21

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Doctore - ég er ekki í klappliði biskups,  svo það sé á hreinu!

Jóhanna Magnúsdóttir, 16.8.2010 kl. 14:10

9 identicon

Og ég sem hélt þú stjórnast af skynsemi og rökhugsun, Hjalti.

1. Prestur segir við skjólstændingana sínum að hann lítur ekki svo á að það sem sagt verður hjá honum er í trúnaði = enginn kjaftir frá (er það ekki lógík?).

2. Prestur segir við skjólstændingana sínum að hann lítur svo á að það sem sagt verður hjá honum er í trúnaði = kannski kjaftir enhverju frá en það nær ekki lengra.

Ergo, það skiptir ekki málið ef trúnaði ríkur eða ekki hvað varðar t.d. mál sem verður sent til yfirvalda. Svo, hvers vegna ekki bara virða ákvöðun prestsins ef hann velja 100% trúnaði?

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 18:42

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jakob, er punkturinn þinn þá að barnaverndarlög séu vitlaus og þess vegna sé allt í lagi ef prestar segjast ekki ætla að fara eftir þeim?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.8.2010 kl. 19:28

11 Smámynd: Dexter Morgan

Eru ekki einu og sömu lögin í landinu þegar kemur að níð gegn börnum og önnur kynferðisleg nýð.

Afhverju þarf kirkjan að stofna sérstakt ráð/nefnd til að fjalla um þessi mál innan sinna raða "fagráð kirkjunar um kynferðislegt ofbeldi". Ég hélt að þeir sem væru uppvísir af slíku bæru þá skildu á herðum sér að tilkynna þetta til yfirvalda. Það þarf ekkert að "taka" á þessu með einhverju pukri, sem veldur tortryggni, innan þjóðkirkjunar. Landslög eiga að gilda um/fyrir kirkjunar menn eins og aðra.

Dexter Morgan, 17.8.2010 kl. 00:41

12 identicon

Það er alveg ljóst hvers vegna trúarsöfnuðir stofna svona "fagráð"... það er ekki eins og það hafi aldrei gerst áður; 
Þetta er alltaf gert til að verja kirkjur og kufla....

Það besta er að ef kirkjur eru svo nappaðar þrátt fyrir allar varnir hennar... þá má alveg búast við því að söfnuðurinn taki sig allur saman og verji prestinn...
Nei presturinn okkar er svo góður gæi... hann gerir ekkert illt..

Ég sé svona sögur vikulega, stundum oft í viku þar sem prestur hefur nauðgað börnum, konum,drengjum.. rænt söfnuðinn... samt segja sauðirnir að presturinn sé besti gaur evar.


DoctorE (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 07:23

13 identicon

Ég hef ekki lagt það í vana minn að svara nafnlausum (aumingjum) bréfum eins og hjá D...E.  En ég hlýt að spyrja mig.  ER EKKI ALLT í LAGI HJÁ ÞÉR!

Þór Hauksson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband