Staða Þjóðkirkjunnar

Í fréttinni kemur fram að Þjóðkirkjan segi þetta:

Þjóðkirkjan stendur með þeim einstaklingum og samtökum sem vinna með þolendum ofbeldis...

Ég persónulega sé ekki hvernig það er hægt að taka mark á þessu á meðan Karl Sigurbjörnsson er æðsti maður Þjóðkirkjunnar. Ég vil minna fólk á aðkomu hans að máli Ólafs Skúlasonar, alveg óháð því hvort hann hafi verið sekur eða saklaus, þá er ljóst að Karl vildi bara þagga í málinu með afskaplega óheiðarlegum hætti:

 

Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvennanna gegn séra Ólafi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú dómkirkjuprestur, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sínum til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í fréttinni segir meðal annars að prestarnir tveir hafi átt tíða fundi með konunum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi,“ segir í fréttinni.

 

 

Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreindur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu „handafli“ hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. [frá DV.is]

mbl.is Starfsmenn kirkjunnar skimaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir voru nappaðir með kuflinn á hælunum.... spurningin er hvort íslendigar ætli að láta taka sig í rassinn eins og kaþólska kirkjan hefur tekið marga af sínum sauðum.

Ekkert skiptir máli fyrir kufla.. nema kirkjan/stofnunin... þannig hefur það alltaf verið.. þannig mun það alltaf verða, svo lengi sem trúarbrögð eru til

doctore (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 14:16

2 identicon

Óhugnarlegt

Þorbjörg (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 23:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það stendur ekkert í yfirlýsingunni sem segir að þjóðkirkjan standi með fórnarlömbunum sjálfum.  Þeir hafa legið lengi yfir þessu orðalagi. Það er ákveðin list að sýnast segja eitthvað án þess að vera að segja nokkuð. Kirkjan er fremst meðal jafningja þar, augljóslega.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2010 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband