25.8.2010 | 22:05
Hrós dagsins...
...fær Helgi í Kastljósi. Í dag mættust ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson (sem líkar eitthvað voða illa við mig) og Illugi Jökulsson. Ég var ekki ánægður með frammistöðu Illuga, en Helgi stóð sig mjög vel.
Þegar Þórhallur ræðir um aðskilnað ríkis og kirkju, þá virðist hann vera gjarn á það að segja fólki að allt stórkostlega starf Þjóðkirkjunnr myndi leggjast af ef til aðskilnaðar kæmi, sem dæmi námskeiðin hans (sem hann minntist á).
Helgi spyr Þórhall hvort að það eigi að skilja að ríki og kirkju. Þórhallur byrjar að tala að út um allt land fer fram mjög mikil þjónusta við þjóðina á vegum Þjóðkirkjunnar og meira í þeim dúr. Þá spyr Helgi hvort að það myndi leggjast niður við aðskilnað, Þórhallur neitar því og fer að ræða um eitthvað allt annað.
Síðan minnist hann á að Hjálparstarf kirkjunnar hjálpi fólki án þess að spyrja um trúfélagsaðild. Helgi spyr að því hvort það myndi breytast við aðskilnað. Þórhallur neitar því. Hvað var Þórhallur þá að minnast á allt þetta?
25.8.2010 | 20:43
Bjarni Karlsson og hótanir
Ég furða mig oft á því hvernig trúmenn meðhöndla biblíuna. Frjálslyndir prestar virðast þó vera sérstaklega slæmir. Stundum eru fullyrðingarnar þeirra svo augljóslega rangar að mig grunar að þeir séu bara vísvitandi að fara með rangt mál, til að fegra biblíuna. Frábært dæmi er nýleg bloggfærsla eftir ríkiskirkjuprestinn Bjarna Karlsson?*, þar segir hann:
Eina samhengið þar sem Guðspjöllin varðveita hótandi orðalag haft eftir frelsaranum er þegar hann tekur sér stöðu við hlið barna sem ekki geta borið hönd yfir höfuð sér. Þá ræðu má lesa í 18. kafla Matteusarguðspjalls en niðurlagsorð hennar eru þessi: Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður." #
Og taki einhver ekki við yður né hlýði á orð yðar, farið þá úr því húsi eða þeirri borg og hristið dustið af fótum yðar. Sannlega segi ég yður: Bærilegra mun landi Sódómu og Gómorru á dómsdegi en þeirri borg. (Matt 10.14-15)
Ef þið takið ekki við lærisveinunum mínum, þá munuð þið brenna. Frekar hótandi orðalag. Og guðspjöllin eru full af þessu.
*Bloggið er reyndar merkt bæði Bjarna og konunni hans, ríkiskirkjurestinum Jónu Hrönn, en ég er nokkuð viss um að þetta er eftir Bjarna.23.8.2010 | 14:02
Leiðbeiningar
Það er mjög einfalt að skrá sig úr Þjóðkirkjunni, hérna eru leiðbeiningar.
Um að gera að hætta að borga launin þeirra Karls og Geirs.
![]() |
Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2010 | 13:56
Staða Þjóðkirkjunnar
Í fréttinni kemur fram að Þjóðkirkjan segi þetta:
Þjóðkirkjan stendur með þeim einstaklingum og samtökum sem vinna með þolendum ofbeldis...
Ég persónulega sé ekki hvernig það er hægt að taka mark á þessu á meðan Karl Sigurbjörnsson er æðsti maður Þjóðkirkjunnar. Ég vil minna fólk á aðkomu hans að máli Ólafs Skúlasonar, alveg óháð því hvort hann hafi verið sekur eða saklaus, þá er ljóst að Karl vildi bara þagga í málinu með afskaplega óheiðarlegum hætti:
Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvennanna gegn séra Ólafi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú dómkirkjuprestur, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sínum til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í fréttinni segir meðal annars að prestarnir tveir hafi átt tíða fundi með konunum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi, segir í fréttinni.
Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreindur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu handafli hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. [frá DV.is]
![]() |
Starfsmenn kirkjunnar skimaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2010 | 08:43
Þegja sumir prestar um barnaníð?
Vegna nýlegra frétta um presta og þagnarskyldu hafa að ég held nánast allir bloggandi ríkiskirkjuprestar Íslands reynt að svara fyrir stéttina. Svarið virðist alltaf vera hið sama: Prestum ber, samkvæmt öllum lögum að tilkynna viðeigandi stjórnvöldum það, ef verið er að níðast á barni., þessu fylgir síðan oft hneykslun á lélegum vinnubrögðum hjá blaðamönnunum.
Það sem prestarnir virðast ekki skilja, eða þá að þeir eru bara reyna að færa umræðuna í annan farveg, er að um þetta er alls ekki deilt.
Það sem er fréttnæmt er að í þessum umræðum virtust sumir prestar segja að þeir myndu ekki tilkynna barnaníð, þrátt fyrir skýran bókstaf laganna, af því að þeim fannst þagnarskyldan vera æðri. Ég hef að minnsta kosti ekki heyrt útskýringar þessa bloggandi presta á þessum ummælum:
Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson leggur áherslu á að þagnarskyldan sé algjör. Prestar séu fulltrúar heilagrar kirkju og framar beri að hlýða Guði en mönnum.
Sr. Geir G. Waage lagði áherslu á að um algjöran trúnað væri að ræða. Presturinn segði engum frá neinu og skipti engu máli um hvað væri að tefla. Hverjum ætti að vera hægt að treysta ef frjálst væri að halda þagnarskyldu? Prestafélag sem er frjálst félag innan þjóðkirkjunnar getur ekki lýst því yfir ótilneytt og bundið félagsmenn sína við þá stefnumörkun að fremur beri að hlýða mönnum en Guði. Sagðist vel geta lifað við að slíkt stæði í lögum en skyldur hans sem prests gengju lengra en mannanna boð. Gæti vart verið félagi í P.Í. ef þessu yrði breytt.
Munið eftir því að breytingartillagan var sú að minna presta á að þagnarskyldan þýddi ekki að þeir væru undanþegnir tilkynningaskyldu barnaverndarlaga! Blogg-prestarnir minnast ekkert á þetta en endurtaka aftur og aftur að prestar séu skyldaðir til þess að tilkynna svona hluti, en vandamálið er að sumir kollegar þeirra telja það vera allt í lagi að brjóta þessi lög, af því að fremur beri að hlýða guði en mönnum.
15.8.2010 | 17:39
Góð skrif prests
Ég mæli með pistli eftir séra Baldur Kristjánsson: Þrasliðið á Vantrú!. Það er gaman að sjá ríkiskirkjuprest koma með svona málefnalegt innlegg í trúmálaumræðuna. Samkvæmt Baldri hef ég víst meðal annars lélegan lesskilning, alls engan húmor og alls ekkert vitsmunalegt svigrúm. Svo er ég auðvitað meðlimur í stúpid sértrúarsöfnuði og gerilsneyddri klíku.
Þetta er að vísu ekki jafn fallegt og það sem Þórhallur Heimisson sagði um mig, að ég væri níðingur og léti ekkert gott af mér leiða (ef ég man rétt).
9.8.2010 | 20:42
Lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við
Í ályktun kirkjuþings segir að kirkjan vilji sættast á 5% niðurskurð ef sóknargjöld breytist ekki fyrir árið 2011. Mér finnst að ríkið eigi að koma með gagntilboð, og bara framkvæma það strax. Allt í lagi, leyfum sóknargjöldunum (sem eru ekki félagsgjöld) að standa í stað árið 2011. En við skulum einfaldlega leggja niður þau sérréttindi ríkiskirkjunnar að fá árlega 590 milljónir í Kirkjumálasjóð og jöfnunarsjóð sókna.
![]() |
Ekkert svigrúm til að hlífa kirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |