19.6.2009 | 18:55
Er eitthvað að marka afsökun Karls?
Eins og ég hef áður bent á, þá var aðkoma Karls að þessu máli aðallega það að reyna að fá konurnar til þess að kæra Ólaf ekki, og þá meðal annars með því að leggja áherslu á kostnaðinn sem því hefði fylgt að standa í málarekstri gegn biskupi. Örugglega allt gert með hag kvennanna í huga.
Ef Karli er alvara með þessari afsökun sinni, þá sé ég ekki hvernig fólk getur verið sátt við það að maður sem hefur komið svona fram sé í forsvari í kirkjunni sinni.
Annað hvort ætti það fólk að krefjast þess að hann segi af sér, eða þá að skrá sig úr kirkju sem leyfir svona manni að sitja áfram. Hérna er eyðublað (*.pdf) til þess að skrá sig úr kirkjunni og það er hægt að senda það sem símbréf til Þjóðskrár (s. 569-2949) eða fara með það beint á Þjóðskrá á Borgartúni 24.
![]() |
Nær sáttum við Þjóðkirkjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2009 | 19:22
Skjótt skiptist skoðun í presti II
Ég hef áður skrifað um ótrúlegar umskiptingar ríkiskirkjuprestsins Gunnar Jóhannessonar. Einn daginn skammar hann einhvern trúleysingjann fyrir að vera svo ósvífinn að halda einhverjum fram, en eftir ár eða tvö þá er hann kominn á þá skoðun.
Í tilefni af síðustu færslu minni, þá langar mig að benda á fínt dæmi.
Þetta byrjaði allt á grein sem birtist í Mogganum, þar stóð:
Kærleikur kristninnar í eilífðinni stendur þeim einum til boða sem játast Jesú, hinir eiga vísa vist í helvíti eins og okkur er öllum kunnugt um. #
Í lok ársins 2006, þá fannst Gunnari þetta vera alveg ótrúlega forneskjulegt og vitlaust:
Þá viðrar Arnold þá röngu hugsun, líkt og fleiri guðleysingjar hafa gert, að meta megi kristna trú og kristin boðskap á grundvelli bókstafskenndrar túlkunar á einstaka ritningagreinum Biblíunnar. Eins og annað hófsamt fólk, trúað sem vantrúað, er ég ekki talsmaður trúarlegrar bókstafshyggju og bið ég alla að forðast slíka umgengni við Biblíuna. Ein afleiðing slíkrar biblíunotkunar er sú tímaskekkja (anakrónismi) sem Arnold gerir sig sekan um þegar hann reynir að upplýsa fólk um eðli kristni og kirkju í dag í ljósi dapurlegrar kirkjusögu fortíðarinnar og úr sér gengnum boðskap um helvítisvist. Tímaskekkja af þessum toga er því miður algeng í umræðunni. Ef Arnold vill eiga uppbyggilegt samtal um trúmál í íslensku samfélagi í dag bið ég hann að staðsetja sig einmitt þar og kynna sér kirkjuna með opnum huga eins og hún er í samtíma sínum. [feitletrun mín Hjalti] [#]
Ári seinna sagði Gunnar hins vegar þetta um helvíti:
Staðreyndin er sú að ef við útilokum þann möguleika að til sé helvíti í einhverri mynd þá hriktir fljótt í stoðum kristinnar trúar.Ef helvíti er útilokað þá skipta gjörðir okkar í lífinu alls engu máli. [#]
18.6.2009 | 17:37
Helvítis vesen hjá prestum
Helvíti er frekar óvinsælt hjá ríkiskirkjuprestum. Í þau fáu skipti sem þeir minnast á það, þá eru þeir oftast að búa til einhvað nýtt diet-helvíti. Ef maður skoðar það sem Jesús segir í guðspjöllunum og játningar kirkjunnar, þá hendir guð fólki í helvíti eftir dauðann og það kemst ekki þaðan þó svo að það vilji. Ríkiskirkjuprestarnir átta sig á því að svona guð er ekki góð söluvara og því er helvíti núna staður þar sem fólk ákveður sjálft að fara í og það getur hvenær sem er ákveðið að fara til himna.
Gunnar Jóhannesson og Þórhallur Heimisson eru góð dæmi um ríkiskirkjupresta sem skammast sín fyrir helvíti.
Helvítið hans GunnarsHérna er fegraða mynd Gunnars af helvíti:
Þegar vikið er að helvíti þá spyr fólk sig oft: Hvernig getur góður Guð sent fólk til helvítis? Þessi spurning gerir ráð fyrir því að fólk fari til helvítis gegn vilja sínum. Það er ekki svo.....
Dyrnar að helvíti, ef svo má að orði komast, eru því læstar að innanverðu. Allir sem ganga þar inn velja það sjálfir. [#]
Þannig að samkvæmt honum velur fólkið sjálft að fara í helvíti og þar sem dyrnar að helvíti eru læstar að innanverðu ætti fólkið sem er þar að geta komist úr helvíti ef það vill það.
Það væri gaman að vita hvernig Gunnar telur sig vita þetta. Einu rökin hans eru vísun í orð Jesú í Mt 7.7 (Þeim mun gefast sem biðja; þeir munu finna sem leita; fyrir þeim sem banka mun upp lokið verða.), en þarna virðist Jesú vera að tala um áhrifamátt bænarinnar en ekki um eðli framhaldslífsins. Gunnar ímyndar sér ef til vill að þarna hafi Jesús verið að segja að Jesús muni opna dyr himnaríkis fyrir hverjum þeim sem bankar á þær. En aðrir staðir í guðspjöllunum, sem fjallar klárlega um lífið eftir dauðann, sýna fram á að þetta er vitlaust túlkun hjá honum.
Helvíti í guðspjöllunum
Til að byrja með segir Jesús oft að fólki verði kastað í helvíti. Það bendir til þess að það fari ekki þangað að eigin vilja. Gott dæmi um þetta er í einni dæmisögunni hans:
Konungur sagði þá við þjóna sína: ,Bindið hann á höndum og fótum og varpið honum í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.` (Mt 22.13)
Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk? Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn. (Mt 7.22-23)
Auk alls þessa er mikið djúp staðfest milli vor og yðar, svo að þeir, er héðan vildu fara yfir til yðar, geti það ekki, og eigi verði heldur komist þaðan yfir til vor.` (Lk 16.26)
Þannig að þó svo að þú viljir komast frá helvíti, þá er það ekki hægt.
Helvítið hans Þórhalls
Hérna er fegrun Þórhalls á helvíti:
Helvíti- það er tákn fyrir að vera án Guðs. Þú getur því líka verið í Helvíti í þessu lífi. En að lokum mun Jesús einnig snúa þeim til sín sem þannig er komiðfyrir og leiða þá inn i fögnuð himinsins....
Til eru þeir sem kjósa að snúa baki við orði Jesú, við fyrirgefningu hans og náð. Þeir dæma sig sjálfir til þess að vera án Guðs. Ekki bara handan dauðans heldur þegar í þessu lífi. En að lokum mun Jesús einnig snúa þeim til sín og leiða þá inn i fögnuð himinsins. Kristnir menn játa nefnilega ekki fyrst og fremst dómarann heldur frelsarann sem dó fyrir okkur. Að vera Guðlaus er að vera staddur í víti þegar í þessu lífi. Margir reyna það á sjálfum sér. En Jesús mun um eilífð leitast við að bjóða þeim samfylgd við sig, m.ö.o. himnaríki, þegar í þessu lífi. Kjósi einhver aftur á móti um eilífð að hafna því ríki, dæmir hann sjálfan sig til Guðlausrar eilífðar. [#]
Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: Herra, herra, ljúk upp fyrir oss. En hann svaraði: Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki. (Mt 25.11-12)
Þegar ég spurði Þórhall út í þetta, þá var eina svarið hans að efast um að þessar meyjar hafi í raun og veru viljað komast inn.
Játningarnar
Eins og ég hef áður bent á, þá segir Einar Sigurbjörnsson (sem kenndi þeim líklega trúfræði í HÍ) að þetta sé hin sígilda lútherska kenning um helvíti:
Eftir dóminn, hreppa þeir, sem með vantrú og þrjósku hafa hafnað Guðs náð, eilífan dauða eða eilífa glötun. Líf þeirra verður ævinlegt kvalalíf í sambúð við illa handa, endalaus angist og örvænting án allrar vonar um frelsun. Þetta er og kallað hinn annar dauði.
Ennfremur kenna þeir: Kristur mun birtast við endi heims til að dæma og mun hann uppvekja alla dauða. Guðhræddum mönnum og útvöldum mun hann gefa eilíft líf og eilífan fögnuð. Guðlausa menn og djöflana mun hann fordæma, að þeir kveljist eilíflega.Þeir fordæma endurskírendur, sem álíta, að endir verði bundinn á refsingu fordæmdra manna og djöflanna. [#]
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
9.6.2009 | 18:23
Prestur skilur ekki þrenninguna
Þessi titill er í raun og veru rangur. Enginn skilur þrenninguna, því að hún er óskiljanlegt bull og vitleysa. Trúmenn nota auðvitað ekki þessi orð heldur tala þeir um að þrenningin sé leyndardómur.
Þrenningarkenningin á að vera mitt á milli tveggja villutrúarkenninga, sem báðar eru auðskiljanlegar. Annars vegar er það þrígyðistrú, sú trú að það séu þrír guðir. Hin villutrúarkenningin er miklu algengari, og ef einhver segist skilja þrenninguna, þá er hann að öllum líkindum að ruglast á þrenningunni og þessari villutrú. Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson er gott dæmi:
Íhugunarefni þrenningarhátíðar er eðli Guðs og hvernig Guð mætir okkur í lífinu. Nafn þrenningarhátíðarinnar er dregið af því að Guð birtist okkur á þrennan hátt, sem þrjár persónur. Þessi birting Guðs í heiminum hefur frá fornu fari verið kölluð heilög þrenning.#
Þessi villutrú kallast módalismi og er í stuttu máli sú trú að guð sé þrír að því leytinu til að hann birtist okkur á þrennan hátt. Það er engin furða að Þórhallur telji þrenninguna vera einfalda og auðskiljanlega, hann er villutrúarmaður.*
*Það er auðvitað mögulegt að hann viðurkenni að þrenningin sé "leyndardómur", en að hann lendi bara í módalisma þegar hann reynir að útskýra hana.
4.6.2009 | 17:18
Í tilefni hvítasunnu
Í Postulasögunni er sagt frá því að eftir uppstigningu Jesú hafi lærisveinarnir safnast saman og þá hafi þeir fyllst heilögum anda:
Þeir fylltust allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum, eins og andinn gaf þeim að mæla. (P. 2.4)
Færri vita að í Jóhannesarguðspjalli fá lærisveinarnir heilagan anda frá Jesú þegar hann birtist þeim upprisinn:
Og er hann hafði sagt þetta, andaði hann á þá og sagði: Meðtakið heilagan anda. (Jh 20.22)
Höfundur (eða -ar) Jóhannesarguðspjalls könnuðust líklega ekkert við þessa frásögn í Postulasögunni og fundu því annan stað til þess að láta lærisveinana fá heilagan anda.
Það er afar skemmtilegt að sjá hvernig trúmenn bregðast við þessari mótsögn. Fyndnasta skýringin sem ég hef séð er frá einhverjum ókurteisum bandarískum trúvarnarmanni sem Mofi hefur stundum vísað í, þetta er útskýringin hans:
Helms incorrectly sees Jesus imparting the Holy Spirit to the disciples in John 20:22 -- this was not an impartation but a symbolic enactment of the Pentecost event #
Það er afar gaman að ímynda sér þetta: Hinn upprisni Jesús birtist lærisveinunum segir við þá Meðtakið heilagan anda! um leið og hann andar á þá. Ekkert gerist. Eftir smá stund segir einn lærisveinanna: Veistu hvað Jesús, ég finn engan mun á mér. Jesús útskýrir fyrir vitlausa lærisveininum: Auðvitað ekki, ég var bara að leika á táknrænan hátt atburði hvítasunnu.
4.6.2009 | 15:30
Tvískinnungur bahæja
Það kom mér á óvart að fulltrúi bahæja* á friðarstundinni í Hallgrímskirkju hafi verið kona. Ég skil nefnilega ekki hvernig konur geta verið bahæjar.
Því jafnvel þó að þeir segist styðja jafnrétti kynjanna, þá mega bara karlmenn vera fulltrúar í æðstu stofnun trúarinnar. Ástæðan? Einhver 19. aldar persi sagði það og þess vegna er þetta óbreytanlegt viðhorf í bahá'í trú.
Myndi einhver taka stjórnmálaflokk alvarlega sem segðist vera fylgjandi jafnrétti kynjanna, en vildi banna konum að bjóða sig fram til Alþingis?
Auðvitað ekki og þess vegna tek ég ekki mark á bahæjum, nema þeim sem viðurkenna að trúin þeirra er gegn jafnrétti kynjanna.
*Ég veit að bahæjar vilja skrifa þetta og önnur orð öðruvísi, en ég geri það ekki.