22.4.2011 | 16:35
Á þessum degi...
...fyrir um það bil 2000 árum, gerðist þetta þegar Jesús dó:
Þá rifnaði fortjald musterisins í tvennt, ofan frá og niður úr, jörðin skalf og björgin klofnuðu, grafir opnuðust og margir líkamar helgra látinna manna risu upp. (Matt 27.51-52)
Þetta stendur í Matteusarguðspjalli, og þar segir höfundurinn líka að þessir uppvakningar voru það kurteisir að bíða með það að birtast öðru fólki þangað til gröfin hans Jesú fannst á sunnudeginum.
Eftir upprisu Jesú gengu þeir úr gröfum sínum og komu í borgina helgu og birtust mörgum. (Matt27.53)
Af einhverjum ástæðum fannst hinum guðspjallamönnunum (eða bara almennt annað fólk) þetta ekki nógu merkilegur atburður til að minnast á hann.
Já, guðspjöllin eru svo rosalega áreiðanlegar heimildir.
19.4.2011 | 13:55
Enn um passíusálmana
Ég á grein dagsins á Vantrú: Passíusálmarnir eru enn þjóðarskömm
Eftir lestur greinarinnar er gott að velta fyrir sér þessum ummælum Karls biskups ríkiskirkjunnar:
Það var gæfa Íslendinga að [passíusálmarnir], trú þeirra heit og hrein, einlægnin og auðmýktin, málsnilldin og viskan, og holl og tær siðfræðin urðu veigurinn og uppistaðan í trúarlífi og siðferðismótun þjóðarinnar og lá henni á hjarta og á vörum í aldir þrjár til ómældrar blessunar. Nú er það okkar hlutverk að sá arfur glatist ekki. Verði hann okkur og bönum okkar til blessunar um ókomna tíð.#
18.4.2011 | 22:04
Mjög ókristilegt
Hvar eru mótmælin frá blessuðum biskupnum? Þetta átak er auðvitað algerlega í andstöðu við kristilegt siðferði. Leyfum Karli Sigurbjörnssyni að fá orðið:
Kristileg siðfræði leggur áherslu á, að kynlíf eigi eingöngu rétt á sér innan vébanda hins gagnkvæma, skuldbindandi persónusamfélags, þ.e. hjónabandsins.
Og án þessarar áherslu, þá getur fræðsla um kynlíf beinlínis verið skaðleg:
...en fræðsla um kynlífið eitt og sér nær engum jákvæðum tilgangi og getur verið beinlínis skaðleg, ef hinn siðferðilega grundvöll vantar...
Ég bara spyr, er kennt í þessu átaki að kynlíf sé aðeins í lagi í hjónabandi (og samkvæmt biskupnum, þá útilokar það auðvitað samkynhneigða)? Ef ekki, þá nær þetta átak "engum jákvæðum tilgangi og getur verið beinlínis skaðleg".
Biskupinn telur samt að það geti verið siðferðilega rétt fyrir hjón að nota getnaðarvarnir.
Af hverju heyrist ekkert í biskupnum? Kannski af því að langstærstur hluti landsmanna sér ekkert athugavert við þetta og er beinlínis með ókristilegar siðferðisskoðanir.
Heimildir fyrir þessum tilvitnunum í Kalla má finna í þessari grein.
![]() |
Smokkaherferð af stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.4.2011 | 14:01
Frábærar fréttir
Útgjöld ríkisins hafa líklega minnkað um eitthvað 10-20 milljónir á ári út af þessum breytingum.
Bæði sparar ríkið þegar fólk skráir sig í önnur trúfélög heldur en ríkiskirkjuna, af því að ríkiskirkjan fær 30% hærri sóknargjöld heldur en önnur trúfélög.
Síðan greiðir ríkið ekki neitt fyrir fólk sem er utan trúfélaga, og þá sparast öll upphæðin.
Maður hlýtur svo að spyrja sig hvað ríkiskirkjan þarf að fara niður í lítið til þess að talsmenn hennar hætti að reyna að rökstyðja forrréttindastöðu hennar með vísun í hlutfallið. Þó svo að þau rök séu alveg gölluð frá upphafi, þá verður sífellt kjánalegra að nota þau með hverju árinu.
Nú er svo hægt að breyta trúfélagaskráningu sinni á netinu, það er notað sama lykilorð og í skattaskýrsluskilum, og ég hvet sem flesta til þess að skrá sig úr ríkiskirkjunni.
![]() |
Fækkar í þjóðkirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.4.2011 | 23:14
Eru þetta fordómar?
Mig langar að fá að vita hvort að lesendur telji eftirfarandi fullyrðingar vera fordómafullar (þetta eru auðvitað ekki skoðanir mínar):
1. Múslímar eru heimskir.
2. Gyðingar eru illir.
3. Kristnir eru heimskir og illir.
4. Trúleysingjar eru heimskir og illir.
Eru þetta allt fordómafullar staðhæfingar?
7.4.2011 | 13:11
Fallegt trúboð
Tveir trúboðar hvítasunnukirkjunnar voru í útvarpinu í dag að ræða um hvernig þau voru að hjálpa fólkinu í Afríku, meðal annars fólst hjálpin í því að "segja frá trúnni". Þetta er einn af tólf atriðum í trúarjátningu íslensku hvítasunnukirkjunnar:
Við trúum á eilífa blessun hinna endurleystu á himni og eilífa refsingu hinna óendurfæddu í eldsdíki (Matteus 25:46)
Versið sem þau vísa í eru ummæli Jesú: "Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs."
Það hlýtur að vera gaman að heyra það frá íslenskum trúboðum að eins slæmt og lífið virðist vera þarna í Afríku, þá verður það bara dropi í endalaust haf miðað við þjáningarnar sem það mun upplifa ef það tekur ekki trú þeirra. En fallegt.