Hin tímalausu ummæli Jesú

Á heimasíðu ríkiskirkjunnar trú.is, skrifar presturinn Hildur Eir Bolladóttir stuttan pistil þar sem hún gefur nokkrar ástæður fyrir því af hverju hún trúir hinu og þessu. Ein setning hennar er þessi:

Ég trúi á Jesú Krist því orð hans er óháð tíma og rúmi.

Ef fólk virkilega skoðar hvaða ummæli eru eignuð Jesú, þá er ekki nóg með að þau séu augljóslega ekki „óháð tíma og rúmi“, heldur eru þau ummæli manns sem hafði úrelta heimsmynd og hafði frekar ofsafengnar skoðanir. Hérna eru nokkur dæmi:

Þegar óhreinn andi fer út af manni, reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis, en finnur ekki. Þá segir hann: „Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór.“ Og er hann kemur og finnur það tómt, sópað og prýtt, fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri, og þeir fara inn og setjast þar að, og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður. (Mt 12.43-45)

Eru ummæli um starfshætti illra anda „óháð tíma og rúmi“?

Og þú Kapernaum. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gjörst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gjörðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér." (Mt 11.23-24) 

Eru ummæli um að einhver borg í Palestínu muni brenna í helvíti „óháð tíma og rúmi“?

Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. (Mt 13.40-42) 

Eru ummæli um það hvernig Jesús muni senda engla til þess að kasta fólki í eldsofn „óháð tíma og rúmi“?Ég setti inn svipaða athugasemd við pistilinn hennar Hildar, hún hefur ekki séð ástæðu til þess að svara efnislega.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hildur Eir Bolladóttir er yndisleg manneskja, hrein og bein - hafið ekki áhyggjur af því að hún komi neinu slæmu til leiðar í veröldinni eða fari að kasta fólki í eldsofna.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hildur getur vel verið "yndisleg manneskja, hrein og bein" og ég veit ekki af hverju ég ætti að halda að hún myndi fara að kasta fólki í eldsofna.

En samkvæmt þessum ummælum hennar, þá eru þessi ummæli Jesú um að hann muni senda engla til þess að kasta fólki í eldsofna "óháð tíma og rúmi".

Og þessi yndislega manneskja virðist ekki vilja ræða um þessi ummæli Jesú. Afar undarlegt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Nei Hjalti, það er ekki undarlegt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og hvers vegna finnst þér það ekki undarlegt?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2009 kl. 20:59

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Vegna þess að hún er örugglega upptekin kona sem þarf að sinna fjölskyldunni sinni. Veit líka að fólk hreinlega nennir ekki að svara því sem það finnst hálfgerðir útúrsnúningar, það er það sem ég hef heyrt.

Jóhanna Magnúsdóttir, 1.11.2009 kl. 23:17

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Vegna þess að hún er örugglega upptekin kona sem þarf að sinna fjölskyldunni sinni.

Í svarinu sínu bauð hún mér og öðrum sem gerðum athugasemdir við greinina hennar að koma á kaffihús og ræða málin. Hljómar ekki eins og hún sé það ótrúlega upptekin að hún geti ekki skrifað nokkrar athugasemdir á netið.

Veit líka að fólk hreinlega nennir ekki að svara því sem það finnst hálfgerðir útúrsnúningar, það er það sem ég hef heyrt.

Þá mætti hún segja: "Þetta eru hálfgerðir útúrsnúningar, af því að...." Afskaplega lítið mál.

Svo myndi ég mótmæla því að þetta séu útúrsnúningar, hún talar um að ummæli Jesú séu "óháð tíma og rúmi" og þess vegna trúi hún á hann. Ég bendi á nokkur ummæli hans (og þau eru miklu fleiri sem falla í þennan flokk) sem flest fólk myndi segja að væri bara bull.

Ég væri ánægður ef hún myndi segja að hún ætti bara við nokkur góð ummæli sem eru eignuð honum. En þá er afskaplega undarlegt að hún færi að trúa á Jesú vegna þess, fjölmargir menn hafa sagt eitthvað sem er "óháð tíma og rúmi" en það dettur engum í hug að halda að þeir séu guð vegna þess.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það er dálítið skemmtilegt að fylgjast með varnartilburðum Jóhönnu á þessu bloggi. 

Matthías Ásgeirsson, 2.11.2009 kl. 09:11

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mikið er ég fegin að vita að ég hef glatt a.m.k. eina sál í dag. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 2.11.2009 kl. 19:39

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú hefur glatt að minnsta kosti tvær sálir, þú mátt amk eiga það að þú þorir að koma fram með skoðanir þínar og rökræða þær. Prestarnir mættu taka þig til fyrirmyndar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.11.2009 kl. 19:50

10 identicon

Það að þér finnist þessi orð Jesú vera gamaldags þýðir ekki að þau séu ekki  óháð tíma og rúmi.  Nú veit ég svosem ekki hverju hún Hildur trúir en ef hún trúir að það sem Biblían segir sé rétt þá trúir hún því líka að þetta sama gildi í dag.

Andri (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband