Svanur og jafnrétti

Í umræðum hjá Mofa við bahæjann Svan Gísla komu tengsl trúar og siðfræði til umræðu. Ég hélt því fram að trúarbrögðin hefðu einungis fram að færa vísanir til lélegs yfirvalds, gamalla bóka eða manna (oftast dauðra) sem segjast vera sérstakir, betri en aðrir.

Einn þessara manna var stofnandi bahæjatrúarbragðanna. Hann ákvað að konur væru ekki gjörgengar í æðstu stofnun bahæjanna. Heimasíða bahæja á Íslandi hefur þetta að segja um þessa mismunum:

Þó að bæði karlar og konur séu jafn rétthá til að þjóna á kjörnum eða útnefndum stofnunum trúarinnar, þá eru aðeins karlar kjörgengir til Allsherjarhúss réttvísinnar.

Bahá'u'lláh setti sjálfur þetta ákvæði, og það er því óbreytanlegt viðhorf í bahá'í trú, rétt eins og það er á ábyrgð allsherjarhússins að stuðla að fullu jafnrétti kynjanna. Bahá'u'lláh gaf enga skýringu á þessu fyrirkomulagi í stjórnkerfinu. Af því leiðir að þó að einstakir átrúendur velti ástæðunum fyrir sér, þá er engin opinber skýring til. 

Það eina, sem hægt er að segja í dag, er að þetta sé trúaratriði. 'Abdu'l-Bahá sagði að vísdómurinn á bak við þetta ákvæði myndi skýrast í framtíðinni. Hann sagði að „áður en langt um líður, verður það ljóst eins og sól í hádegisstað.“

 

Ég minntist á þessa mismunum í umræðunum hjá Mofa, Svanur hafði þetta að segja:

Hvað veru kvenna á AHR snertir hefur það ekkert með jafnrétti að gera eins og margir óvelviljaðir gagnrýnendur trúarinnar vilja vera láta,  heldur hlutverk og eðli stofnunarinnar sjálfrar. Það er umræða sem ég mundi gjarnan vilja taka, en varla á þessum þræði.

Ég leyfi mér að umorða þetta svona:  „Það hefur ekkert með jafnrétti að gera að konur eru ekki kjörgengar í æðstu stofnun okkar.“  Einmitt. Útskýrðu endilega hvernig það gengur upp Svanur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég hef áður minnst á þetta, enda er þetta (og brjálaðar biblíutúlkanir) það versta við bahæjatrúna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.8.2009 kl. 23:06

2 identicon

Og hvað með homma... það er í lagi svo lengi sem þeir eru ekki saman, ef mig minnir rétt.

Og þessi yfirstjórn þeirra, örfáir óskeikulir karldurgar... hlægilegt

DoctorE (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þeir sem leggja upp með að ein stofnun í bahai trú sé annarri æðri að því leiti að eitthvað persónulegt vald fylgi því að þjóna á bahai stofnunum eru að misskilja tilgang og eðli bahai stofnanna.

Að sitja á Bahai ráði eða annarri stofnun er einugis þjónusta við Guð í formi þjónustu við samfélagið. Að þjóna Guði með þjónustu við mannkynið er æðsta form trúarlegrar iðkunar samkvæmt kenningum trúarinnar.

Í bahai trú hafa allar stofnanir sinn tilgreinda tilgang og jafnframt hafa kynin sinn tilgreinda tilgang sem síðan ákveðnar skyldur og réttindi eru bundin.

Sem dæmi er það skylda að veita konum forgang á menntun umfram karla, ef aðstæður leyfa ekki menntun beggja.

Þetta er til að tryggja að menntun fyrsta leiðbeinanda barna, þ.e. móður sé eins vel undir það búin og kostur er á. Konum ber skylda til þess að þjóna á öllum stofnunum Bahai stjórnkerfisins eins og karlar nema á Allsherjar húsi réttvísinnar. 

Sofnandi trúarinnar Baha´u´llá (Persneska sem þýðir Dýrð Guðs á íslensku)  sá sem Bahaiar líta á sem boðbera Guðs fyrir okkar tíma, gaf konum undanþágu frá þessari ákveðnu þjónustu. Eins og heiti stofnunarinnar gefur til kynna, er henni ætlað að stjórna og dæma í málum sem ná á einn eða annan hátt til alls heimsins. Á stofnuninni sitja níu karlmenn sem kosnir eru á fimm ára fresti.

Til að sinna þessari þjónustu (og þeir geta ekki skorist undan henni) verða þeir að gefa upp á bátinn nánast allt sem heitið getur persónulegt líf, fyrirtæki og feril. Börnin þeirra, verða vegna eðlis starfs þeirra, nánast föðurlaus. Mörg af málum AHR er svo krefjandi að þessir menn verða slitnir langt um aldur fram.

Er það furða að Bahá´u´lláh hafi til að vernda fjölskylduna, menntun barna og fyrirsjá þeirra, undanþegið konuna frá slíkri þjónustu. Ástæðan er eins ljós og sól í hádegisstað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 00:31

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er gert til að vernda konurnar og börnin   Svona svipað og búrkurnar!

Konurnar eiga að hugsa um börnin og fjölskylduna.  Frumlegt.

Matthías Ásgeirsson, 28.8.2009 kl. 00:41

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

AHR er æðsta stofnun Bahæja, varla neitarðu því?

....gaf konum undanþágu frá þessari ákveðnu þjónustu.

Nei, hann bannaði konum að gegna þessu embætti. Á sama hátt myndum við ekki segja að einhver "gefi konum undanþágu frá því að mega sitja á Alþingi".

En ástæðan er sú að þetta er svo krefjandi starf að hann vildi vernda fjölsklynduna með því að sjá til þess að greyið konurnar hafi tíma til þess að sinna fjölskyldunni. Ef til vill ættum við að banna konum...afsakaðu....gefa konum undanþágu frá krefjandi vinnum eins og að vera Alþingismaður eða forseti? Til þess að verja börnin auðvitað!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 00:44

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Margar Bahai kvenna hafa látið lífið fyrir að neita að klæðast búrkum Matthías. Einkar gott dæmi hjá þér, eins og venjulega.

Hjalti:Já það var auðvitað að þú reyndir að snúa út úr þessu öllu og bera þetta saman við alþingi Hjalti, hápólitíska stofnun þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Allt sem þú ert að gefa í skyn með þessari tilraun til háðs, segir mér til hvers leikurinn er gerður af þér.

Ég endurtek því;

Að sitja á Bahai ráði eða annarri stofnun er einugis þjónusta við Guð í formi þjónustu við samfélagið. Að þjóna Guði með þjónustu við mannkynið er æðsta form trúarlegrar iðkunar samkvæmt kenningum trúarinnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 00:55

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég líki þessu við Alþingi því greyið börnin hljóta að þjást ef mamma þeirra er upptekinn í mikilvægu starfi á Alþingi.

Ótrúlegt en satt, þá lít ég ekki á þetta ráð ykkar sem einhverja heilaga stofnun.

Ég skil ekki hvernig trúarleg túlkun þín á því að sitja í þessari valdamestu stofnun innan trúarbragðanna þinna skiptir máli.

Þú segir að þessu fylgi ekkert "persónulegt vald". Er þetta æðsta ráð ykkar algjörlega valdalaust?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 01:11

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

DoctorE: Og hvað með homma... það er í lagi svo lengi sem þeir eru ekki saman, ef mig minnir rétt.

Samkvæmt hinum upplýstu bahæjum er samkynhneigð víst brenglun.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 01:21

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ótrúlegt en satt Hjalti, þessir hlutir ákvarðast ekki af áliti þínu. Það sem þú ert að forvitnast um er hverju bahaiar trúa og hvað bahai trúin boðar. 

Það sem þú kallar æðstu valdastofnun okkar gefur til kynna einhvern þrepgang í valdastiga líkt og gengur og gerist meðal mannlegra stofnanna.

AHR hefur ekki völd til að breyta neinu sem Baha´u´llah hefur lagt fyrir. Stofnunin er, eins og aðrar stofnanir trúarinnar,  fyrst og fremst samráðsstofnun sem tekur ákvarðanir grundvallaðar á meginreglum trúarinnar.

Undanþága kvenna frá þessari þjónustu hefur ekkert með völd, hvað þá jafnrétti að gera. Bahaiar líta á fjölskylduna sem afar mikilvæga stofnun sem þarf að vernda umfram flest annað. Fjölskyldan er ætluð fyrst og fremst til að vera börnum og öðrum meðlimum hennar virki velfarnaðar. Takist það ekki riðar allt samfélagið til falls. Jafnrétti kynjanna er afar mikilvægur þáttur í kenningum Bahai trúarinnar en það er skilgreint og réttindi og skyldur kynjanna í samræmi við mismunandi hlutverk þeirra í samfélaginu tiltekin.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 01:50

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það sem þú kallar æðstu valdastofnun okkar gefur til kynna einhvern þrepgang í valdastiga líkt og gengur og gerist meðal mannlegra stofnanna.

Er ekki þrepagangur í valdastiganum? Ert þú jafn valdamikill og karlmennirnir í AHR? AHR er síðan mannleg stofnun.

AHR hefur ekki völd til að breyta neinu sem Baha´u´llah hefur lagt fyrir.

Og þar kristallast það versta í trúarbrögðum. Orð einhvers 19. aldar Írana orðin að óbreytanlegum sannleika.

Undanþága kvenna frá þessari þjónustu hefur ekkert með völd, hvað þá jafnrétti að gera.

Já, þetta hefur klárlega ekkert með jafnrétti að gera.

En mikið er það nú gott hjá ykkur að vera svona góðir við greyið konurnar að passa það að þær fari ekki í of erfið störf svo að þau geti sinnt heimilinu!

Ég er kominn á þá skoðun að konur ættu ekki að sinna neinum erfiðum erfiðum vinnum....en auðvitað er ég fylgjandi jafnrétti kynjanna

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 03:01

11 Smámynd: Egill

því oftar sem ég sé trúað fólk "rökræða" um trú sína, því meira er ég viss í minni sök að til þess að völd trúarbragða minnki hérna á þessum hnetti okkar, þá þurfa nokkrar kynslóðir að deyja út.

fólk einfaldlega skiptir ekki svo auðveldlega um skoðun, þannig erum við bara, við erum þrjósk, það sem þarf að gera er að koma í veg fyrir að það sé í lagi að prenta í koll barna, sem vegna aldurs eru of trúgjörn, bull og vitleysu sem gera þau hluta af þessu vandamáli.

ef trúfélög fá að vera með svona recruitment dæmi í gangi áfram, hvort sem það er beint eða óbeint þá mun þetta taka lengri tíma.

ef svanur og mofi eru ekki príma dæmi um fullorðna menn sem verður aldrei hægt að snúa frá þessum kreddum sínum, þá veit ég ekki hvað.

Egill, 28.8.2009 kl. 03:35

12 Smámynd: Rebekka

Hvað gerist ef konur sitja í þessu ráði?  Himnarnir hrynja?  Fjölskyldur sundrast?  Eina skýringin sem Bahá'ull'áh virðist gefa er "Engar konur í æðstaráðinu, af því bara, þið skiljið þetta seinna".  Seinna....  150 ár liðin,  hversu seint er það? 

Ég bara skil ekki hvernig sumir komast í spámannatölu og teljast hafa beint samband við æðri verur, meðan aðrir eru taldir rugludallar.  Hvað er það sem spámennirnir segja sem er svona öðruvísi frá öllum hinum sem segjast líka tala við Guð?

Hver er munurinn á "költ" og kirkju?  Ofbeldishneigðin?

Og síðast en ekki síst,  af hverju vill sumt fólk fylgja gömlum kreddum ("óbreytanlegum sannleika guðs") í stað þess að vera sveigjanlegt?  Samfélagið kemst ekki fyrir í eitt mót!

Rebekka, 28.8.2009 kl. 05:52

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvað er það sem spámennirnir segja sem er svona öðruvísi frá öllum hinum sem segjast líka tala við Guð?

Það fer eftir því hvað þeim tekst að plata marga.

Hver er munurinn á "költ" og kirkju?  Ofbeldishneigðin?

Ein besta skýringarmynd sem ég hef nokkurn tímann séð útskýrir þetta einmitt.

Og síðast en ekki síst,  af hverju vill sumt fólk fylgja gömlum kreddum ("óbreytanlegum sannleika guðs") í stað þess að vera sveigjanlegt?  Samfélagið kemst ekki fyrir í eitt mót!

Vertu bara þakklát fyrir það hve góður þessi Mizra (sem bahæjar kalla Bahaúlla) var við þig! Þú sleppur undan því að þurfa að vinna þessa erfiðu vinnu í æðstaráðinu svo þú getir verið á heimilinu að ala upp börn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 06:32

14 identicon

Mér finnst magnað að Svanur trúi þessu öllu saman... að hann geti verið á sama leveli og Mofi í mörgum málum er alveg ótrúlegt.
Ég hef talað við nokkra fyrrverandi bahæja og þeir eru á einu máli með að þeir trúa ekki að þeir hafi virkilega trúa þessu :D

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 07:44

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvað er svona ótrúlegt við það að maður sem talar gegn jafnrétti kynjanna og heldur að Nói hafi verið til í alvörunni sé í ótrúlega góðu sambandi við alvitran skapara heimsins?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 08:41

16 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Margar Bahai kvenna hafa látið lífið fyrir að neita að klæðast búrkum Matthías. Einkar gott dæmi hjá þér, eins og venjulega.

Æi, en krúttlegt.  Strax stokkið í uppgerðarviðkvæmni.    Það skiptir engu máli þó Bahai konur hafi látið lífið fyrir að klæðast búrkum.  Ég var ekki að tala um búrkur heldur réttlætingu.

Neitar þú því að öfgatrúmenn réttlætti búrkur með því að verið sé að vernda konurnar?  Það sé þeim fyrir bestu svo karlar áreiti þær ekki.  Nákvæmlega eins og þú réttlætir mismunum með þvi að það sé konunum fyrir bestu.

Matthías Ásgeirsson, 28.8.2009 kl. 09:27

17 identicon

Alltaf gaman að sjá dæmi um hræsnina í trúarbrögðum... trúaðir benda á þá sem eru í annarri trú og hneykslast... en svo sjá þeir ekki að nákvæmlega sama rugl er í þeirra eigin trú.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 10:44

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þessar umræður er að breytast upp í það eina sem trúleysingjar á borð við Hjalta og Matta kunna sem eru persónuárásir og rökvillur þar sem veist er að þeim sem taka á fyrir í hvert sinn. Þetta er sem sagt sú eineltiseftiröpun sem þeir eru orðnir frægir fyrir út um allt net.

Málefninu hafa þeir engan áhuga á enda kemur ekki til greina að sýna því tilhlýðilega virðingu.  þeir uppnefna og misrita allt sem trúarbrögðunum viðkemur til að hæðast að þeim og ætlist til að fórnarlamb þeirra taki því með bros á vör, enda er ekkert þeim sjálfum heilagt, nema kannski uppskrúfaðar hugmyndir um eigið ágæti.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 10:44

19 identicon

Kannski er aðalspurning sú Svanur, erum við að virða fólk sem trúir einhverjur rugli ef við reynum EKKI að koma vitinu fyrir fólkið.
Að vara menn við trú og trúarbrögðum er alveg eins og að vara menn við Nígeríu póstum og ýmsu glópabulli sem menn eru að eltast við.

DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 10:59

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Herra DoctorE. Það er engin virðing fólgin í þessum beinum árásum og í að veitast persónulega að fólki með hæðni á trú þess. Þessi pistill hefst á því  að skora á mig persónulega til að verja trú mína. Hann hefst með málefnalegum hætti og snýst svo upp í tómar ávirðingar og hæðni.

Ef að fólk yfirleitt hefur áhuga á sannleikanum, nægir yfirleitt að benda á hann.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 11:13

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það á ekkert að vera að flokka fólk og setu þeirra í ráðum eftir kyni, vissulega skil ég að Karlakór Reykjavíkur sé aðeins fyrir karla og kvenfélög séu fyrir konur, en þar sem verið er að taka ákvarðanir fyrir hönd bæði kvenna og karla, í t.d. ráðum og nefndum þar eiga bæði kynin að eiga jafnan rétt til setu.

Spurning hvort ekki megi  skoða að kæra trúfélög sem ekki virða jafnan rétt karla og kvenna fyrir jafnréttisráði þegar það er meira að segja í lögum þeirra að konur megi ekki gegna embættum til jafns við karla? 

Lög trúfélaga eiga ekki að ganga í berhögg við landslög í lýðræðisríki eins og Íslandi. Takk fyrir mig.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.8.2009 kl. 11:16

22 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Auðvitað er rugl í Bahá'í trúnni eins og öðrum trúarbrögðum. Samt er þetta mjög prógressívt dæmi, a.m.k. miðað við fyrirrennarana (ekki að það þurfi mikið til). Reglur um persónulega hegðun eru t.d. ekki lög, heldur einskonar extra kredit verkefni, og ekki á að fylgja boðum ef þau stangast á við landslög. Bahá'í trúin er með því skásta sem finnst í flóru trúarbragðanna, og hefur þann kost að auki að banna trúboð.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.8.2009 kl. 13:10

23 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þessar umræður er að breytast upp í það eina sem trúleysingjar á borð við Hjalta og Matta kunna sem eru persónuárásir og rökvillur þar sem veist er að þeim sem taka á fyrir í hvert sin

Bíddu við?  Hvaða persónuárásir eða rökvillur?

Geta einhverjir bent mér á slíkt í athugasemdum mínum?

Nei, þarna er Svanur einmitt kominn í þennan gír.  Gerir sér upp sárindi og reynir að útiloka mig og Hjalta úr umræðunni.  Afar dæmigert fyrir trúaröfgamenn.

Matthías Ásgeirsson, 28.8.2009 kl. 14:42

24 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Matthías reit;

Þetta er gert til að vernda konurnar og börnin   Svona svipað og búrkurnar!

Konurnar eiga að hugsa um börnin og fjölskylduna.  Frumlegt.

Þetta er háð félagi og á ekkert skylt rök af neinu tagi. Þegar ég bendi þér á að þessi samliking eigi illa við vegna þess að margar bahai konur hafi þurft að gjalda fyrir það með lífinu að klæðast ekki búrkum svarar þú; 

Æi, en krúttlegt.  Strax stokkið í uppgerðarviðkvæmni

Þarrna gerir þú mér upp óheilindi og það er bæði persónuárás og rökvilla.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 15:04

25 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Svanur Gísli, það er ekkert að háði per se. Og auðvitað hlæjum við að því þegar mismunum er réttlætt á þennan hátt.

Þú getur neitað að skilja samanburðinn, þrjóskast við að sjá hve kjánaleg trúvörnin er - það er ekki mitt vandamál.

Við hlæjum að trúarbrögðum vegna þess að þau eru fyndin.

Og já, ég hef þúsundum sinnum þurft að fást við trúmenn sem stökkva upp á nef sér og gerast óskaplega viðkvæmir í svona umræðum.  Það kemur umræðunni nákvæmlega ekkert við þó svo einhverjar konur hafi þurft að gjalda fyrir það með lífinu að klæðast búrku.  Það innslag þitt var útúrsnúningur til þess gerður að fá samúð og reyna að vekja andúð á ósköp eðlilegri athugasemd minni.

Ég geri þér ekki upp óheildini, ég fullyrði einfaldlega að svo hafi verið þegar þú skrifaðir þessa athugasemd og fórst að tengja ofsóknir í garð kvenna við þetta.  Athugasemd þín var óheiðarleg og ómerkileg.  Samanburður minn var einfaldur og skýr.

Matthías Ásgeirsson, 28.8.2009 kl. 15:13

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Matthías reit;

Það skiptir engu máli þó Bahai konur hafi látið lífið fyrir að klæðast búrkum.  Ég var ekki að tala um búrkur heldur réttlætingu.

Ok, þótt þú getir kært þig kollóttan um hlutskipti þessara kvenna þá skipti það máli fyrir þær sjálfar og aðstandendur þeirra Matthías. Í Bahai trú er litið á búrkuna og blæjuburðinn sem henni fylgir sem tákn um kvennakúgun. Til að berjast gegn slíkri kúgun hafa margar Bahaiar af báðum kynjum verið dæmdir  til dauða. Að líkja þeirri kvennakúgun saman við þessa undanþágu frá þjónustu á AHR sem konum eru veittar, er skelfileg skrumskæling.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 15:26

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það kemur málinu ekkert við og ég hef engan áhuga á að ræða það mál við þig hér.

Matthías Ásgeirsson, 28.8.2009 kl. 15:31

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Matthías reit;

Við hlæjum að trúarbrögðum vegna þess að þau eru fyndin.

Það er einkennileg aðkoma að umræðu þar sem gert er ráð fyrir að fólk taki þátt af fullri einurð, að lýsa því yfir að þér finnst málstaður andmælandans "fyndinn". Ég geri þá vitanlega ráð fyrir að þú nálgist viðfangsefnið út frá þeirri forsendu og skil um leið hvaðan háðið sem þú samt neitar "er se" að sé fyrir hendi, er ættað. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 15:36

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þessar umræður er að breytast upp í það eina sem trúleysingjar á borð við Hjalta og Matta kunna sem eru persónuárásir og rökvillur þar sem veist er að þeim sem taka á fyrir í hvert sinn.

Eins og Matti hefur þegar bent á er þetta afar slappt. Við erum að hæðast að þessari brjáluðu trú ekki persónu þinni. Rökvillur hef ég ekki séð og ekki hefurðu bent á neinar.

Málefninu hafa þeir engan áhuga á enda kemur ekki til greina að sýna því tilhlýðilega virðingu. 

Trúarbrögðin þín eiga enga virðingu skilið. Ekki frekar en önnur. Og hvers vegna ættum við að virða einhver hugmyndakerfi sem byggjast á blindri hlýðni og mismuna konum?

Í Bahai trú er litið á búrkuna og blæjuburðinn sem henni fylgir sem tákn um kvennakúgun.

Merkilegt, því eins og Matti bendir á er hægt að réttlæta hana með nákvæmlega sömu rökum og mismununina í bahæjatrúnni.

En hvað finnst þér um að leyfa konum að njóta þeirra forréttinda að mega ekki vinna í tímafrekum eða erfiðum vinnum eins og að vera Alþingismenn? Væri það ekki tilvalið til þess að verja fjölskyldur greyið kvennanna?

Það er einkennileg aðkoma að umræðu þar sem gert er ráð fyrir að fólk taki þátt af fullri einurð, að lýsa því yfir að þér finnst málstaður andmælandans "fyndinn". 

Að fólk skuli trúa því að einhver 19. aldar Írani, sem virðist hafa trúað því að Nói hafi verið til í raun og veru, skuli vera einhver óskeikull sendiboði frá guði, það er frekar fyndið en einnig frekar sorglegt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 16:44

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hjalti Rúnar.

Þetta er í annað sinn sem þú nefnir átrúnað á tilvist Nóa sem dæmi um fjarstæðuleika bahai trúarinnar. Sögunni af Nóa og flóðinu er aðeins haldið til haga, nefnd og notuð sem dæmi saga (allegóría) í bahai ritunum. Alveg á sama hátt og sagan af Adam. Hvort maðurinn var til, er alveg látið liggja milli hluta. Það er ekki hlutverk bahai trúarinnar að sanna eða afsanna söguna, heldur nýta það sem er uppbyggilegt í henni.

En þar sem það er komið á hreint að engin trúarbrögð eiga virðingu skilið af þinni hálfu og Matta finnast þau vera hlægileg, er ekki að furða þótt þið skeytið ekki einu sinni um að hafa það á hreinu sem þið þó segist vita um átrúnaðinn.

Það er rétt að það er gerður mismunur á karli og konu í Bahai trú, en sá mismunur skerðir rétt hvorugs kynsins til mannréttinda. Hlutverkaskiptin eru tilgreind eins og ég hef sagt áður. En þar ræður karlinn engu umfram konuna. Það er ekkert í Bahai trú sem "bannar" eða gefur konum undanþágu til að sækja Landsþing trúarinnar, sitja á þjóðaráðum eða Svæðisráðum. Margar konur voru valdar til að þjóna sem Hendur málstaðar Guðs sem er sérstök stofnun inna trúarinnar.

Ein af grundvallarkenningum Bahai trúarinnar er að hver einstaklingur verði að rannsaka sannleikan sjálfstætt og óhindraður.

Ég vísa því þessum ásökunum um " hugmyndakerfi sem byggjast á blindri hlýðni og mismuna konum?" til föðurhúsanna.

Þú kýst en að halda þessu búrkudæmi til streitu. Ákvæði Kóransins um hógværan klæðaburð hafa verið gróflega bjöguð til að réttlæta notkun Brúkunar sem er fyrst og fremst menningarlegt fyrirbæri og var til löngu fyrir daga Íslam. Að setja konur í klæðabúr eins og búrkan í raun er og aftrar henni frá að taka þátt í eðlilegum samskiptum og hversdagslegu lífi, er ekki hægt að líkja á neinn hátt saman við þessa tilhögun Bahá´u´lláh á skipan meðlima AHR.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 18:25

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta er í annað sinn sem þú nefnir átrúnað á tilvist Nóa sem dæmi um fjarstæðuleika bahai trúarinnar. Sögunni af Nóa og flóðinu er aðeins haldið til haga, nefnd og notuð sem dæmi saga (allegóría) í bahai ritunum. Alveg á sama hátt og sagan af Adam. Hvort maðurinn var til, er alveg látið liggja milli hluta. Það er ekki hlutverk bahai trúarinnar að sanna eða afsanna söguna, heldur nýta það sem er uppbyggilegt í henni.

Svanur, mér sýnist nú Mizra tala um Nóa sem sögulega persónu hérna. Þið trúið því kannski ekki, en þessi sendiboði ykkar virðist hafa trúað því.

En þar ræður karlinn engu umfram konuna.

Jú, karlar mega bara vera í AHR, karlinn ræður meira en konan.

"Það mega bara karlar sitja á Alþingi, en samt ræður karlinn engu umfram konuna."

Ég vísa því þessum ásökunum um " hugmyndakerfi sem byggjast á blindri hlýðni og mismuna konum?" til föðurhúsanna.

"Blind hlýðni", þið gerið þetta af því að einhver karl átti að vera sendur af guði.

"Mismuna konum", konur mega ekki taka þátt í AHR.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 18:58

32 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hjalti Rúnar;

Bahá´u´lláh er þarna að vitna í mismunandi trúarrit fortíðarinnar og tekur það fram rétt áður en hann byrjar að tala um Nóa og jafnframt til hvers. -  

"brief mention will be made in this Tablet of divers accounts relative to the Prophets of God, that they may demonstrate the truth that throughout all ages and centuries the Manifestations of power and glory have been subjected to such heinous cruelties that no pen dare describe them."

Hann er að árétta að tilgangur trúarrita sé að fjalla um andleg málefni, ekki að vera nákvæm sagnfræði rit.  

Hverju ráða karlmennirnir á AHR? Það er grundvallaratriði í bahai stjórnkerfinu að einstaklingarnir á AHR hafa engin völd, hvorki bein eða óbein.

Bahá´u´llah tekur það sjálfur fram að engum beri að hlýða hinum blint. Hér eru orð hans sjálfs.

God has given man the eye of investigation by which he may see and recognize truth. He has endowed man with ears that he may hear the message of reality and conferred upon him the gift of reason by which he may discover things for himself. This is his endowment and equipment for the investigation of reality. Man is not intended to see through the eyes of another, hear through another's ears nor comprehend with another's brain. Each human creature has individual endowment, power and responsibility in the creative plan of God.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 19:29

33 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er hæpið að flokka Bahá'í trúna sem "blinda hlýðni". Ritúöl eru ekki vel liðin (utan bænir), prestar eru engir, en mikil áhersla er lögð á menntun og að hver einstaklingur uppgötvi sannleikann upp á eigin spýtur í stað þess að trúa í blindni.

Konum er mismunað, já, sama hvað Svanur þrætir fyrir það. Það segir hins vegar meira ef versta dæmið um mismunun sem hægt er að finna í Bahá'í trúnni er það að konur megi ekki sitja í AHR. Æ, og auðvitað samkynhneigðardæmið...en jafnvel viðhorfið til samkynhneigðra er mun skárra en hjá öðrum hópum, samkynhneigð er 'no big deal' og ekki meiri synd en t.d. áfengisneysla eða slúður og baktal. Bahá'íar mega heldur ekki búast við því að aðrir fari eftir þeirra reglum - reyndar þurfa ekki einu sinni Bahá'íar sjálfir að fara eftir reglum Bahá'ía, það er persónulegt val hvaða reglum er fylgt og hverjum ekki.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.8.2009 kl. 19:43

34 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hann er að árétta að tilgangur trúarrita sé að fjalla um andleg málefni, ekki að vera nákvæm sagnfræði rit.  

Hvað þarna bendir til þess að hann hafi ekki litið á Nóa sem alvöru manneskju? Í þessari tilvitnun er meira að segja sagt að boðskapurinn fjalli um ofsóknir gegn birtingum guðs "throughout all ages and centuries ".

Hann segir líka: "Consider the past..." og fer síðan að telja upp hinar mismunandi meintu birtingar guðs í tímaröð.

Hverju ráða karlmennirnir á AHR? Það er grundvallaratriði í bahai stjórnkerfinu að einstaklingarnir á AHR hafa engin völd, hvorki bein eða óbein.

Hafa einstaklingarnir á AHR engin völd? Hittast þeir bara og fá sér kaffi?

Tinna: Það er hæpið að flokka Bahá'í trúna sem "blinda hlýðni".

Ég myndi segja að þeir hlýði honum Mizra blint. T.d. "Konur mega ekki vera í AHR af því að Mizra sagði það, og hann er óskeikull!".

Og já, þetta er ekki jafn slæmt og í öðrum trúarbrögðum. Þeir eru fastir með siðferði frá 19. öld á meðan móðurtrúarbrögðin þeirra eru með 7. aldar siðferði.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 20:08

35 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hjalti Rúnar; Hann tekur það fram að hann er að vita í trúarrit fortíðarinnar. Annarsstaðar tekur Hann það skýrt fram að þau eru ekki nákvæm sagnfræði en samt vel nothæf til að koma boðskapnum á framfæri, sem í þessu tilviki er ofsóknir á hendur boðberum Guðs.

 Í Bahai trú er Nói ekki álitin stofnandi trúarbragða og hefur því ekki sömu stöðu og t.d. Móse eða Kristur. Þessi áráta til bókstaflegrar túlkunar trúarrita fortíðarinnar og að reyna að skilja opinberun Baha´u´lláh með sama hætti, gengur ekki upp.

Sæl Tinna og þakka þér þín innlegg. Þau eru um margt ágæt, þó ég sé ekki samála allri þinni túlkun. En það er rétt að bahai trúin hefur fá lög fyrir sína fylgjendur að fara eftir. Þau eru þó til og jafnvel viðurlög við brotum á þeim. Stærsti hluti kenninga trúarinnar fjallar þó um andlegan vöxt sálarinnar og hvernig mannkynið þarf að stíga næsta skref í samfélagslegri þróun sinni sem er alheimslegt samveldi. Stjórnkerfið trúarinnar er sniðið að þörfum slíks alheimslegs samfélags. En það mun aldrei komast á nema að miklu betur verði hugað að andlegri og efnislegri menntun mannkynsins. Bahá´u´lláh hefur lagt þá ábyrgð og um leið forréttindi á herða kvenna sem fyrstu og mikilvægustu leiðbeinenda nýrra kynslóða. Þetta gamla verðmætamat þar sem völd og karlleg gildi sem fram að þessu hafa ráðið heiminum, verða að hverfa. Eina ráðið til þess er að tryggja að kveinlæg gildi fái meira vægi í allri uppfræðlu og menntun en hingað til hefur þekkst. Þannig mun líka raunverulegt jafnrétti nást. Þessi fyrirmæli Bahá u´lláh eiga við fyrir þetta stig í framþróun okkar sem samfélagsheildar, en eru ekki einhver eilíf lög sem aldrei líða úr gildi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 20:41

36 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti Rúnar; Hann tekur það fram að hann er að vit[n]a í trúarrit fortíðarinnar. 

Já, hann segir: "Ég ætla að skrifa um hvernig birtingar guðs hafa verið ofsóttar í fortíðinni og mun vitna í trúarrit." Síðan fer hann að tala um Nóa og síðan heldur hann áfram og talar m.a. um Móses og Jesús.

Þessi áráta til bókstaflegrar túlkunar trúarrita fortíðarinnar og að reyna að skilja opinberun Baha´u´lláh með sama hætti, gengur ekki upp.

Það er ekki "bókstafleg túlkun" að túlka ekki allt með einhverju allegórískum hætti.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.8.2009 kl. 20:56

37 identicon

Hver verður að trúa því sem hann vill.  Það sem ég get ómögulega fellt mig við í Bahia trúnni er helgin sem hún hefur á múhameð "spámanni".

Og btw, hverjir drepa konur sem neita að klæðast búrkum?

marco (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:44

38 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll marco.

Eins og þú sjálfsagt veist er helgin sem við leggjum á Múhameð af sama toga og helgin sem við leggjum á Krist. Til eru Bahaiar sem áður voru t.d. Gyðingar og sem viðurkenndu hvorki Krist eða Múhameð áður en þeir gerðust Bahaiar. 

Mér finnst eins og þér afar sorglegt hvernig komið er fyrir fylgjendum Múhameðs, en þetta er einmitt ástæðan, trúum við,  fyrir endurnýjun trúarbragðanna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 29.8.2009 kl. 01:08

39 identicon

Hvernig væri að hætta þessu bulli öllu saman og vera það sem við erum, menn.. við erum 100% menn, 100% náttúrulegir..

Það er ekki neitt level up eða annað crap.. þú lifir, þú deyrð: End of story

DoctorE (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 10:37

40 identicon

DoctorE.

Kannski er þetta rétt hjá þér. 

Mér hefur bara alltaf þótt ótrúlegt að líf hafi kviknað af sjálfu sér upp úr einhverjum drullupollum og hafi svo þróast í það sem það er án nokkurs inngrips eða áætlunar. 

Svo þykir mér engin skynsemi í að ein tegundanna þrói með sér skynsemi langt umfram það sem nauðsynlegt getur talist. 

Af hverju þróaðist trúarþörf í manninum? 

Af hverju höfum við vitsmuni til að ræða þessa hluti? 

marco (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 10:32

41 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einna verst þykir mér við Bahána að þeir mega ekki (í blindri hlýðni við gúrúinn sinn, sem ekki má birta myndir af) gagnrýna önnur trúarbrögð né gjörðir þeirra, sem gera óhæfu í nafni trúar.  Það er óforbetranlegt smjaður og hálvelgja, sem ræður ríkjum í því. Þeir taka upp hanskann fyrir öllum trúargbrögðum, sem ákúrur hljóta og hefur Svanur sannarlega ekki verið eftirbátur trúfélaga sinna í því að viðhalda vitfirringunni, enda byggir allt þeirra á því að viðhalda þessu. Þeir eru einhverskonar trúarlegir tilberar, sem eiga sér þó þennann hjákátlega, hégómlega og uppskrúfaða Gúru.

Ef maður rýnir í texta hans, þá sést að hann er fullur af sjálfum sér í nýaldarlegri orðræðu um sjálfsagða hluti eða stolna og stílfærða kafla úr öðrum ritningum.

Vafalaust meinti hann vel, en hann var líklegast alvarlega delusional. Gröf hans er enn einn vísirinn að helgireit, sem vafalaust á eftir að plaga marga í framtíðinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2009 kl. 06:27

42 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er gaurinn annars. Friský fýr.

File:Bahaullah from miller.jpg

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2009 kl. 06:28

43 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jón Steinar;

Þetta lýsir innræti þínu meira enn nokkur orð og rætast þá orð kunningja míns frá Grænlandi sem til þín þekkir um að þú værir til alls líklegur í samskiptum.

Þú ert viljandi að storka mér og öðrum Bahaium, vitandi að myndbirtingar á Bahá ú ´llah eru Baháíum afar ógeðfeldar. Þetta gera ekki aðrir en svarnir óvinir trúarinnar.

Ég skora á þig Hjalti Rúnar að fjarlægja myndina þegar í stað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.9.2009 kl. 11:32

44 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, ég ætla ekki að fjarlægja myndina vegna einhverra undarlegrar fóbíu sem þú hefur út af myndum af honum Mizra.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.9.2009 kl. 14:37

45 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta hefur ekki með neina fóbíu að gera Hjalti og heldur ekki neina helgi sem lögð er á myndina. Til að forða því að einhver persónudýrkun ætti sér stað í Bahai trú, lagði Bha´u´lláh blátt bann við því að myndum af sér yrði dreyft. Aðeins óvinir trúarinnar reyna að notfæra sér þetta til að móðga bahaia.

Þú stofnaðir til þessara umræðna sem voru bein áskorun til mín um að svara vissum spurningum þínum og annarra um trúna, ekki til þess að fá tækifæri til þess að niðra trúna opinberlega eða viljandi særa velsæmi fylgenda hennar.

Ef ég hefði vitað að þetta var það sem vakti fyrir þér, hefði ég aldrei fallist á að eiga orðaskipti við þig á þeim grundvelli. Vinsamlega fjarlægðu því myndina.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.9.2009 kl. 15:52

46 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hmm...hann er óskeikul opinberun guðs sem ber að hlýða í einu og öllu, en enga persónudýrkun takk! :S

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.9.2009 kl. 04:02

47 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Svanur: er ekki dálítið langt gengið að banna myndina með öllu? Varla dettur fólk í persónudýrkun við það að sjá andlitið á manninum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 5.9.2009 kl. 01:21

48 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Myndin er alls ekki bönnuð með öllu. Aðeins hversdagsleg meðhöndlun hennar. Aðrar ljósmyndir eru varðveittar í Bahai minjasöfnum en þessi er vegabréfsmynd sem var birt í franskri bók og þess vegna aðgengileg öllum.

Það reyna margir að nýta sér hana til að hæðast af Baháíum, meðal annars klerkastéttin í Íran, sem notað hefur þessa mynd til að reyna að neyða Bahaia til að spýta á myndina eða deyja ella. 

Á myndinni er Bahá´ú´llah mjög veikur því óvinir hans byrluðu honum eitur sem tilraun til að drepa fáeinum dögum áður en myndin var tekinn.  

Guð einn veit hvað fólk ímyndar sér að það sjái í andlitinu á þeim sem það trúir að sé opinberandi Guðs. Einmitt slíkt var Bahá´u´llah að reyna að forða fólki frá með að setja þessar reglur um meðhöndlun ljósmynda af sér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.9.2009 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband