21.8.2009 | 14:13
Ég er víst níðingur
Í gær leit út fyrir að ég myndi lenda í skemmtilegum rökræðum um Nýja testamentið við ríkiskirkjuprestinn Þórhall Heimisson á blogginu hans. En Þórhallur vildi skyndilega ekki ræða meir um Nýja testamentið í færslu um biblíuna og fór þess í stað að ræða um allt annað.
Þetta hafði Þórhallur að segja um mig:
Níðið er ykkar eina innlegg í samfélagið. Ekert gott látið þið af ykkur leiða, engum hjálpið þið, engann huggið þið á erfiðum tímum.
Níðingar. Af ávöxtunum þekkist þið. [athugasemd 14]
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þetta kallar maður nú að fá vatnsgusu framan í sig og það frá geistlegum manni. Svo veit ég auðvitað ekki hvort þú ert illmenni :)
Finnur Bárðarson, 21.8.2009 kl. 14:45
Guðinn hans segir væntanlega að það sé ekki níðingsverk að fremja níð til að verja trúna, tilgangurinn helgar meðalið.
Og hvað meinar hann með að 'þið' hjálpið engum, hafiði ekki hjálpað 828 manns (þegar þetta er skrifað) að skrá sig utan trúfélaga?
Annars vænti ég þess að hann hafi skrifað þetta af miklum kærleik og umburðarlyndi.
Arnar, 21.8.2009 kl. 15:38
Þess má til gamans geta að Þórhallur leyfir ekki svari frá mér að komast í gegn.
Ég er það reyndar, áhugamál mín eru að kvelja dýr og að stela sælgæti frá börnum. Mig hryllir við þeirri hugsun að hjálpa nokkurri manneskju.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.8.2009 kl. 16:26
Auðvitað ertu níðingur... Þórhallur er að ausa úr skálum kærleikans þegar hann vill bjarga skólagöngu barna.. svo er hann að bjarga hinum og þessum samböndum... svo koma bara níðingar og segja hann vera í þykjustuleik með súpergeimpabba, sem er alls ekki góður, heldur fjöldamorðingi.
Að segja staðreyndir um þetta beyglar alveg hina kærleiksríku ábendingarherferð þórhalls... ég efast um að hann fái mikið meira en ~800 þúsund á mánuði fyrir að segja okkur frá sorgum annarra.. í bland við lygasögur úr biblíunni.
DoctorE (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.