Mikilfengleiki guðs

Ég verð að segja að í þau fáu skipti sem ég tel mig skilja skrif ríkiskirkjuprestsins Svavars Alfreðssonar, þá hristi ég bara höfuðið. Ég man samt ekki eftir því að hafa séð svona ótrúleg skrif frá honum áður:

Þegar framgangur tilverunnar verður ekki eins og við óskuðum og báðum um, þá er það ekki vegna þess að Guð sé miklu minni en við héldum.

Þvert á móti.

Þá bendir það til þess að Guð sé miklu meiri en við getum ímyndað okkur.

Þegar trúmenn tala um bænasvör, þá yfirfæri ég það alltaf á sveltandi barn sem biður um mat. Í þessu tilfelli þá væri Svavar að segja: „Þegar guð ákveður að bænheyra ekki sveltandi barn, þá er ástæðan sú að guð er miklu meiri en við getum ímyndað okkur.“ Guðinn hans Svavars er svo ótrúlega dularfullur að hann sér ekki ástæðu til þess að hjálpa sveltandi barni. Kannski er hann svo fjarlægur að honum er bara sama um sveltandi börn, en þá er hann líka illur.

Svavar útskýrir auðvitað ekki hvað hann á við, enda segir hann að guðinn hans geri það sjálfur:

Auðvitað þarf ekki að verja Guð. Hann er fullfær um það sjálfur.

En trúmenn þurfa að verja guð, einmitt af því að hann virðist ekki vera fullfær um það sjálfur. Eða hvar í ósköpunum heldur Svavar að maður geti fundið þessa vörn guðs? Enginn veit, því Svavar svarar ekki.

Dæmi um mikilfengleika guðs Svavar, sem guðinn hans er fullfær um að verja sjálfur:

 

kevincarter


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert vanþakklátur, Hjalti. Reglan er: nægur matur er fyrir alla. Undantekningin: vannæring og hungur, sem yfirleitt stafar af illsku mannanna. Jörðin, sem okkur var gefin, býr yfir gnótt matvæla og tækifæra fyrir alla – það er misskiptingin fyrst og fremst, sem veldur ranglæti og fátækt í heiminum.

Jón Valur Jensson, 22.5.2009 kl. 03:54

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Reglan er: Guð hjálpar ekki sveltandi börnum. Þess vegna er hann, samkvæmt Svavari, miklu meiri en við getum ímyndað okkur.

Og hvað ert þú að gera athugasemdir á meðan þú hefur enn ekki skrifað þær greinar sem þú sagðist ætla að skrifa, til dæmis um Ramsay?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.5.2009 kl. 07:28

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er nú margt meira aðkallandi í henni veröld, eins og þú kannski veizt.

Ég verð t.d. með erindi í Útvarp Sögu kl. 12.40 í dag og ekki um guðfræði!

En öllum hefur Guð hjálpað með því að gefa okkur (1) náttúruauðlindir jarðar (góðir textar um það í Davíðssálmum o.fl. spekiritum GT) og (2) siðalögmálið og mannlega væntumþykju í brjóst okkar og (3) ljós kristninnar í heiminum, en hvort tveggja nr. 2 og 3 ríkir þó ekki óskorað. Þar að auki eru tiltölulega fáir af mannkyni sem svelta. Heimurinn var ekki skapaður þannig, að allt sé 100% gott nú, enda hefur syndafallið gerzt í millitíðinni.

Jón Valur Jensson, 22.5.2009 kl. 10:18

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú mættir þá hætta að segjast ætla að skrifa svör sem þú hefur ekki tíma til að skrifa. Allir þessir punktar sem þú telur breyta því ekki að guð hjálpar ekki sveltandi börnum, heldur horfir á þau, af því að hann er svo "mikill".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.5.2009 kl. 11:15

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Á Hann að senda öllum matarpakka? En telurðu það þá með, hvernig Hann örvar trúað fólk til að afstýra hungursneyð víða um veröldina með matarsendingum? Eða viltu, að Hann sendi þetta niður í fallhlífum ofan úr skýjunum? Hvernig myndir þú leysa vandamálið, ef þú sjálfur værir guð?

Jón Valur Jensson, 22.5.2009 kl. 20:16

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hann gæti til dæmis sent matarpakka, það dugar greinilega ekki að "örva trúað fólk". Annars ætla ég að hætta að gefa hjálparstofnunum pening, læt það nægja að örva trúað fólk.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2009 kl. 16:00

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú meinar: að hann gæti sent matarpakka niður úr skýjunum?

Og finnst þér þetta verðugt svar að öðru leyti af þinni hálfu?

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 18:27

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, hann gæti til dæmis gert það. Mér finnst svarið mitt vera verðugt að öðru leyti.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2009 kl. 20:17

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna ertu búinn að smíða þér frumreglu sem þú síðan getur beitt í hvaða hliðstæðu tilfelli sem er (og þau eru mýmörg): endalaus instant kraftaverk "out of the blue". Þú hugsar það greinilega ekki til allra sinna íbúandi afleiðinga eða implicationa.

Hvað snertir verðleikann í seinni setningu þinni á slaginu kl. 16.00, þá er mér nú fyrirmunað að koma auga á hann.

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 20:35

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hræðilegt, fólk myndi ekki deyja úr hungri!

Allt í lagi, þá kemur þú ekki auga á verðleikann. Og?

En voðalega hefurðu mikinn tíma til þess að koma með athugasemidr hérna á meðan þú hefur engan tíma til þess að skrifa um Ramsay.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2009 kl. 21:00

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hugsaðu lengra ... (sjá 1. klausu í síðasta innlegg mínu).

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 22:37

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef þú hefur eitthvað að segja, segðu það þá.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.5.2009 kl. 22:45

13 Smámynd: Rebekka

Ef Guð sá sér fært að næra fólk sem var á ferð um eyðimörk í 40 ár, með því að láta manna birtast á hverjum morgni, því þá ekki að endurtaka leikinn?  Eða eru sveltandi börn nútímans ekki nógu merkileg?

Aðalniðurstaðan er sú, að bænir hafa aldrei komið neinu í verk.  Víst geta þær kannski sefað þann sem biður, en ekkert áþreifanlegt gerist bara með því að biðja.

Hvernig gerir það Guð meiri en við getum ímyndað okkur, þegar hann svarar engum bænum?

Líklega muntu verða ósammála mér með að guð bænheyri aldrei neinn, en það er ekki undarlegt. 

Rebekka, 23.5.2009 kl. 22:49

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvernig séra Svavar Alfreð tjáir sig, er alfarið hans mál, ekki mitt.

En má ekki annars bjóða þér upp á manna í matinn næstu 40 ár, frú Rebekka?

Svo mættirðu endurskoða þá fullyrðingu þína, að bænir (eða öllu heldur bænheyrsla Guðs) hafi "aldrei komið neinu í verk," sem er þvert á móti reynslu ótalmargra, þar á meðal minni.

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 23:13

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svo mættirðu endurskoða þá fullyrðingu þína, að bænir (eða öllu heldur bænheyrsla Guðs) hafi "aldrei komið neinu í verk," sem er þvert á móti reynslu ótalmargra, þar á meðal minni.

Hugsaðu lengra...

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.5.2009 kl. 05:35

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Blessaður, morgunhani. Finis discussionis.

Jón Valur Jensson, 24.5.2009 kl. 10:13

17 Smámynd: Rebekka

Ef manna rigndi í garðinn minn daglega, væri ég heittrúuð manneskja, og myndi borða það af bestu lyst.  Jafnvel gefa smá með mér...

Rebekka, 24.5.2009 kl. 11:34

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já. Mér finnst þetta fín tillaga hjá Rebekku. Í staðinn fyrir að vera með sífell kraftaverk, þá hefði guðinn hans Jóns getað skapað heiminn þannig að þar rigndi manna á jörðina á hverri nóttu.

Og Jón Valur er farinn, án þess að hafa sagt neitt af viti.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.5.2009 kl. 16:08

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert einfaldur maður með einfaldan matarsmekk!

En möglandi þjóðinni í eyðimörkinni var þetta ekki aðeins sönn björgun til lífs, heldur neyðarbrauð um leið. Má bjóða ykkur upp á akurhænur til bragðbætis?

Jón Valur Jensson, 25.5.2009 kl. 02:56

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Einstaklega innihaldslaus athugasemd. Finis discussionis þýðir greinilega ekki það sem ég hélt að það þýddi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.5.2009 kl. 15:37

21 identicon

Sæll Hjalti,

en segjum sem svo að Guð myndi láta rigna matarpökkum, einum til hvers sveltandi barns. Það hlýtur samt aðeins að vekja fleiri spurningar, því þú sérð að það leysir auðvitað ekkert vandamálið: Hvað á Guð að gera þegar sumir stela matarpökkum af öðrum, eða safna þeim kerfisbundið saman á kostnað annarra, o.s.frv.? Þ.e.a.s., spurningin er miklu meira fundamental en hungursneyð í Afríku.

Spurningin er: Þegar einn maður ákveður að meiða annan, hvað á Guð að gera?

Í þeirri stöðu er tvennt sem Guð getur gert. Guð getur stoppað það, eða ekki. Ef við segjum: Guð ætti að stoppa það - hversu langt ætti það að ganga? Þegar ég lyfti hendi til að slá annan mann, ætti Guð að stoppa höndina á mér? Ætti hann að stoppa hugsanir mínar?

Svo í raun hefurðu ekki svarað spurningunni hvernig Guð ætti að leysa vandann Hjalti. Ekki svo ég sjái.

Ef þú værir almáttugur, hvernig myndir þú leysa bölsvandann?

Kveðja,

Jón Hjörleifur.

P.s. annars er ég sammála þér um að kristin froða er allt of algeng.

Jón Hjörleifur Stefánsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 20:31

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón, vissulega eru grá svæði. En þar sem við getum bent á dæmi sem eru eins langt frá gráa svæðinu og mögulegt er, þar sem guð ætti augljóslega að stoppa þann sem framkvæmir illvirkið, þá hefur þessi pæling afar lítið með raunverulega bölsvandann að gera.

En fyrsta skrefið mitt hefði verið það að sleppa því að búa til sjúkdóma.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.6.2009 kl. 14:22

23 identicon

Sæll Hjalti,

hvað er grátt svæði? Ég var ekki að benda á grátt svæði, ég var bara að taka dæmið inn sem heild. Að leysa mál felst ekki í því að taka aðeins eitt skref, heldur að taka öll skref sem nauðsynleg eru til lausnar vandamálsins.

Við gagnrýnum einmitt þróunaraðstoð vegna þess að oft er hún aðeins yfirborðskennd hjálp - senda matarpakka t.d., sem síðan komast aldrei í réttar hendur. Og jafnvel þótt þeir komist í réttar hendur hafa þeir ekki leyst hið raunverulega vandamál.

Svo pælingin mín hefur mjög mikið með bölsvandann að gera. Þú gagnrýnir Guð fyrir að seðja ekki hungruð börn. Segjum sem svo að Guð myndi sjá til þess að þau hefðu nægan mat, t.d. með matarpakkasendingum. Hvað eigum við að gera þegar fólk fer að ræna pökkunum frá þeim? Segjum að Guð láti börnin fá næringu beint inn í líkamann svo þau þurfa ekki að borða. Þá myndir þú bara segja: Gott og vel, það er ekki hungursneyð í Afríku, en hvað með t.d. öll litlu börnin sem verið er að misnota í Kambódíu? Hvað með götubörnin sem eru skotin í Brasilíu? Eða þú gætir haldið þig við afrísku börnin og sagt: En af hverju leyfir Guð að þessi börn fái varla neina menntun, séu sett í hernað á unga aldri, að telpubörnin séu umskorin, o.s.frv.? Hvers vegna leysir Guð ekki þau vandamál?

Það sem ég er að reyna að benda á er að þegar við tölum um þjáningar mannkynsins munum við líka þurfa að tala um illsku mannkynsins, því hún veldur stórum hluta af hinu fyrrnefnda. (Því jafnvel þó engir sýklar væru til, þá væru þjáningar mannkynsins af völdum illsku mannkynsins enn gríðarlegar, t.d. stríð, glæpir, vændi, o.s.frv.) Sem þýðir að þegar við spyrjum: ,,Hvers vegna stöðvar Guð ekki þjáningar mannkynsins?" þá erum við um leið að spyrja: ,,Hvers vegna stöðvar Guð ekki illsku mannkynsins?"

Og það er erfiðara en að segja það. Meira að segja fyrir Guð.   

Jón Hjörleifur Stefánsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 14:41

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta eru fín innlegg frá Jóni Hjörleifi.

Jón Valur Jensson, 8.6.2009 kl. 21:15

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

hvað er grátt svæði? Ég var ekki að benda á grátt svæði,...

Jú, við erum að ræða um sveltandi börn og þú kemur með svona spurningar:

Í þeirri stöðu er tvennt sem Guð getur gert. Guð getur stoppað það, eða ekki. Ef við segjum: Guð ætti að stoppa það - hversu langt ætti það að ganga? Þegar ég lyfti hendi til að slá annan mann, ætti Guð að stoppa höndina á mér? Ætti hann að stoppa hugsanir mínar

Þarna ertu að benda á hluti sem er hægt að segja að séu á gráa svæðinu, þegar við erum að ræða hluti sem eru klárlega ekki á því.

Þá myndir þú bara segja: Gott og vel, það er ekki hungursneyð í Afríku, en hvað með t.d. öll litlu börnin sem verið er að misnota í Kambódíu? Hvað með götubörnin sem eru skotin í Brasilíu? Eða þú gætir haldið þig við afrísku börnin og sagt: En af hverju leyfir Guð að þessi börn fái varla neina menntun, séu sett í hernað á unga aldri, að telpubörnin séu umskorin, o.s.frv.? Hvers vegna leysir Guð ekki þau vandamál?

Já, ég myndi líka segja þetta. Og hvers vegna gerir guðinn þinn ekki eitthvað í þessu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.6.2009 kl. 23:09

26 identicon

Sæll Hjalti,svo þú skiljir mig betur, þá er ég ekki að reyna að benda á grátt svæði (skilgreiningin á gráu svæði verandi það sem þú ert ekki viss um hvort Guð ætti að grípa inní). Þér finnst það að Guð eigi að hjálpa hungruðum börnum vera á skýru svæði. Það ætti hann að gera og jafnvel yfirnáttúrulega ef þess þarf. Ég bendi hinsvegar á að það vekur stærri spurningar um leið, því bæði ég og þú getum getið okkur þess til að það sé til nógu mikið af vondu fólki allsstaðar sem myndi reyna að notfæra sér það ef nágrannar þeirra væru að hljóta stanslaus augljós kraftaverk. Sammála? Og þá þarf Guð að takast á við það. Svo þó hungruð börn virðist ekki vera á ,,gráu svæði" þá við nánari athugun leiðir það til ,,grás svæðis” um leið. Ég er ekki að benda á þetta til að vera með útúrsnúninga eða ,,vinna". Þegar ég ræði við fólk um Guð er ég ekki í keppni. Hvað myndi vinnast með slíku? Þegar við erum að tala um þjáningar og illsku og Guð erum við að tala um alvarleg mál, mál sem skipta mjög miklu máli, hvaða skoðun sem maður hefur á þeim. Og mér finnst þú koma með heiðarlegar spurningar. Þess vegna bendi ég á að ef þú rekur þessa spurningu áfram sérðu að málin eru ekki eins einföld og þú vilt vera láta.Það eru nefnilega margar spurningar sem virðast auðveldar en eru það ekki þegar þær eru skoðaðar í samhengi. ,,Á kennari að svara nemendum sínum þegar þeir einlæglega vilja fá svör við námsefni?" Auðvitað - nema kannski á próftíma :) ,,Á læknir ekki að leitast við að minnka kvalir sjúklings?" Jú - en stundum þarf hann að leyfa sjúklingnum að vera í kvöl áfram til að hjálpa honum (ekki gefa verkjalyf við verk í kviðarholi fyrr en eftir greiningu) eða meiða hann til að minnka sársaukann (deyfa fyrir tannlæknaborun). Þetta eru dæmi um aðstæður þar sem okkur finnst við fyrstu sýn að ekki sé verið að svara játandi í verki. En það er verið að því. Aðeins ekki á þann hátt sem við héldum. Og eins er með spurninguna: ,,Á góður Guð ekki hjálpa hungruðum börnum í Afríku?" Nema hvað hún er auðvitað af langtum meiri stærðargráðu en einfölduðu dæmin mín. Og svarið er: Jú, en...Því staðreyndin er sú að ef Guð á að grípa inn í með beinum hætti til að hjálpa hungruðum börnum, þá þarf hann að grípa inn í fleiri og fleiri hluti þar til við stöndum frammi fyrir spurningunni: Hvað á Guð að gera við illsku mannsins? Eða spurt betur og nákvæmar: Hvað á Guð að gera þegar menn kjósa að gera það sem er rangt? Á Hann að meina þeim að velja svo? Við getum gert það persónulegar: Síðast þegar ég eða þú gerðum á hluta einhvers, hvers vegna gerði Guð ekkert í því? Eða réttar spurt: Hvað hefði Guð átt að gera í því?Skora á þig að lesa kafla 29 í bókinni sem ég gaf þér. Kveðja,Jón Hjörleifur.

Jón Hjörleifur Stefánsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 00:48

27 identicon

Ekki var þetta nú læsilegt!

Hér er þetta aftur:

Sæll Hjalti,

svo þú skiljir mig betur þá er ég ekki að reyna að benda á grátt svæði (skilgreiningin á gráu svæði verandi aðstæður þar sem þú ert ekki viss um hvort Guð ætti að grípa inní). Þér finnst það að Guð eigi að hjálpa hungruðum börnum vera á skýru svæði. Það ætti hann að gera og jafnvel yfirnáttúrulega ef þess gerist þörf.

Ég bendi hinsvegar á að það vekur stærri spurningar um leið, því bæði þú og ég getum getið okkur þess til að það sé til nógu mikið af vondu fólki í heiminum sem myndi reyna að notfæra sér það ef nágrannar þess væru að hljóta stanslaus augljós kraftaverk. Sammála? Og þá þyrfti Guð að takast á við það. Svo þó það að hjálpa hungruðum börnum virðist ekki vera á ,,gráu svæði" þá við nánari athugun leiðir það til ,,grás svæðis" um leið.

Ég er ekki að benda á þetta til að vera með útúrsnúninga eða til að ,,vinna". Þegar ég ræði við fólk um Guð er ég ekki í keppni. Hvað myndi vinnast með slíku? Þegar við erum að tala um þjáningar og illsku og Guð erum við að tala um alvarlega mál, mál sem skipta mjög miklu máli, hvaða skoðun sem maður hefur á þeim. Og mér finnst þú koma með heiðarlegar spurningar. Þess vegna bendi ég á að ef þú rekur þessa spurningu áfram sérðu að málin eru ekki eins einföld og þú vilt vera láta.

Það eru nefnilega margar spurningar sem virðast auðveldar en eru það ekki þegar þær eru skoðaðar í samhengi. ,,Á kennari að svara nemendum sínum þegar þeir einlæglega vilja fá svör við námsefni?" Auðvitað - nema á próftíma :) ,,Á læknir að viðhalda kvöl sjúklinga sinna eða lina þær?" Lina þær - en stundum þarf hann samt að leyfa kvöl sjúklingsins til að hjálpa honum (ekki gefa verkjalyf við verk í kviðarholi fyrr en eftir greiningu) eða meiða hann til að minnka sársaukann (deyfa fyrir tannlæknaborun). Þetta eru dæmi um aðstæður þar sem okkur finnst, við fyrstu sýn og án skilnings, að ekki sé verið að svara spurningunni rétt í verki. En það er verið að því. Aðeins ekki á þann hátt sem við héldum. Og eins er með spurninguna: ,,Á góður Guð ekki að hjálpa hungruðum börnum í Afríku?" Nema hvað hún er auðvitað af langtum meiri stærðargráðu en einfölduðu dæmin mín. Og svarið er: Jú, en...

Því staðreyndin er sú að ef Guð á að grípa inn í með beinum hætti til að hjálpa hungruðum börnum þá þarf hann að grípa inn í fleiri og fleiri hluti þar til við stöndum frammi fyrir spurningunni: Hvað á Guð að gera við illsku mannsins? Eða spurt betur og nákvæmar: Hvað á Guð að gera þegar menn kjósa að gera það sem er rangt? Á hann að meina þeim að velja? Við getum gert þetta persónulegra: Síðast þegar ég og þú gerðum á hlut einhvers, hvers vegna gerði Guð ekkert í því? Eða réttar spurt: Hvað hefði Guð átt að gera í því?

Mæli með kafla 29 í bókinni sem ég gaf þér.

Kveðja,

Jón Hjörleifur.

svo þú skiljir mig betur, þá er ég ekki að reyna að benda á grátt svæði (skilgreiningin á gráu svæði verandi það sem þú ert ekki viss um hvort Guð ætti að grípa inní). Þér finnst það að Guð eigi að hjálpa hungruðum börnum vera á skýru svæði. Það ætti hann að gera og jafnvel yfirnáttúrulega ef þess þarf. Ég bendi hinsvegar á að það vekur stærri spurningar um leið, því bæði ég og þú getum getið okkur þess til að það sé til nógu mikið af vondu fólki allsstaðar sem myndi reyna að notfæra sér það ef nágrannar þeirra væru að hljóta stanslaus augljós kraftaverk. Sammála? Og þá þarf Guð að takast á við það. Svo þó hungruð börn virðist ekki vera á ,,gráu svæði" þá við nánari athugun leiðir það til ,,grás svæðis” um leið. Ég er ekki að benda á þetta til að vera með útúrsnúninga eða ,,vinna". Þegar ég ræði við fólk um Guð er ég ekki í keppni. Hvað myndi vinnast með slíku? Þegar við erum að tala um þjáningar og illsku og Guð erum við að tala um alvarleg mál, mál sem skipta mjög miklu máli, hvaða skoðun sem maður hefur á þeim. Og mér finnst þú koma með heiðarlegar spurningar. Þess vegna bendi ég á að ef þú rekur þessa spurningu áfram sérðu að málin eru ekki eins einföld og þú vilt vera láta.Það eru nefnilega margar spurningar sem virðast auðveldar en eru það ekki þegar þær eru skoðaðar í samhengi. ,,Á kennari að svara nemendum sínum þegar þeir einlæglega vilja fá svör við námsefni?" Auðvitað - nema kannski á próftíma :) ,,Á læknir ekki að leitast við að minnka kvalir sjúklings?" Jú - en stundum þarf hann að leyfa sjúklingnum að vera í kvöl áfram til að hjálpa honum (ekki gefa verkjalyf við verk í kviðarholi fyrr en eftir greiningu) eða meiða hann til að minnka sársaukann (deyfa fyrir tannlæknaborun). Þetta eru dæmi um aðstæður þar sem okkur finnst við fyrstu sýn að ekki sé verið að svara játandi í verki. En það er verið að því. Aðeins ekki á þann hátt sem við héldum. Og eins er með spurninguna: ,,Á góður Guð ekki hjálpa hungruðum börnum í Afríku?" Nema hvað hún er auðvitað af langtum meiri stærðargráðu en einfölduðu dæmin mín. Og svarið er: Jú, en...Því staðreyndin er sú að ef Guð á að grípa inn í með beinum hætti til að hjálpa hungruðum börnum, þá þarf hann að grípa inn í fleiri og fleiri hluti þar til við stöndum frammi fyrir spurningunni: Hvað á Guð að gera við illsku mannsins? Eða spurt betur og nákvæmar: Hvað á Guð að gera þegar menn kjósa að gera það sem er rangt? Á Hann að meina þeim að velja svo? Við getum gert það persónulegar: Síðast þegar ég eða þú gerðum á hluta einhvers, hvers vegna gerði Guð ekkert í því? Eða réttar spurt: Hvað hefði Guð átt að gera í því?Skora á þig að lesa kafla 29 í bókinni sem ég gaf þér. Kveðja,Jón Hjörleifur.

Jón Hjörleifur Stefánsson (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 00:59

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég bendi hinsvegar á að það vekur stærri spurningar um leið, því bæði þú og ég getum getið okkur þess til að það sé til nógu mikið af vondu fólki í heiminum sem myndi reyna að notfæra sér það ef nágrannar þess væru að hljóta stanslaus augljós kraftaverk. Sammála?

Nei, alls ekki sammála.

Og tal um frjálsan vilja gengur ekki upp þegar við erum að tala um sveltandi börn, guð væri ekki að koma í veg fyrir frjálsan vilja nokkurs manns með því að hjálpa þeim.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.6.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband