Þórhallur Heimisson hræðist Svarthöfða

Ég hvet alla til þess að lesa þessa undarlegu predikun þjóðkirkjuprestsins Þórhalls Heimissonar: Svarthöfði. Til þess að hressa upp á minnið er síðan hægt að horfa á myndband af þessum hræðilega atburði eða bara skoða ljósmyndir.

Þetta er án efar hápunktur predikuninnar:

Þó prestum hafi þótt þetta brosleg uppákoma og þó enginn hafi vitað hvað fulltrúa Vantrúar gekk til, enda þorði hann ekki að standa fyrir máli sínu undir nafni, þá skilur þessi atburður eftir nokkrar spurningar í hugskotinu sem vert er að íhuga.

Ein spurning sem vaknar varðar til dæmis friðhelgi, öryggi og trúfrelsi einstaklingsins. Hingað til hefur trúað fólk getað gengið til kirkju hér á landi án þess að að því sé vegið með ógnunum eða hæðni fyrir trú sína. Það sama á við um alla aðra trúarhópa – almennt virða menn rétt fólks til að stunda trú sína í friði.

Nú er slík friðhelgi rofin. Þó tilburðir Vantrúarmannsin í gerfi Svarthöfða hafi verið hlægilegir, þá réðst hann að friðhelgi og trú yfir 90% landsmanna þegar hann hæddist að krossinum og brá fyrir hann sverði sínu. Og geta menn treyst því að næst verði ekki vegið að prestum og kirkjufólki með alvarlegri hætti? Eða fólki úr öðrum söfnuðum? Eiga múslímar á hættu aðkast við föstudagsbænir sínar? Verður sumarblóti ásatrúarmanna hleypt upp?

Er á það hættandi að senda börnin ein í sunnudagaskólann næsta haust?

Verður setið fyrir þeim?

Ég held að svona málflutningur dæmi sig sjálfan. Vegna þessa Svarthöfðagjörnings, þá eru börn á leiðinni í sunnudagaskólann í hættu. Er manninum alvara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég varð nú eiginlega bálreiður þegar ég las þetta, og er þó ekki félagi í Vantrú. Eru engin takmörk fyrir því hvað þjóðkirkjuprestar leyfa sér mikinn dónaskap í garð ykkar?

Jón Yngvi Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 19:07

2 identicon

"Enda kom síðar í ljós að hér var ekki á ferð kankvís menntaskólanemi í grímubúning, heldur fulltrúi hóps sem kallar sig Vantrú - þeir Vantrúarmenn játuðu alla vega á sig uppátækið í fjölmiðlum og lýstu verknaðinum á hendur sér."

Gerir þetta hann ekki í besta falli að frekar vitgrönnum einstaklingi (lesskilningur hans er sumsé ábótavant) og í versta falli að lygara? Hafa ekki flest allir "fulltrúar" Vantrúar svarið af sér ábyrgð á þessu athæfi og lýst því yfir að þessi einstaklingur hafi tekið upp á þessu upp á eigin spýtur? 

Annars líta þessar árásir þjóðkirkjupresta frekar mikið út eins og hver önnur sjálfsbjargarviðleitni. Þeir sjá í ykkur einhvers konar ógn sem þeim stafar af og þurfa því að verjast þeim á allan hátt, þó það kosti lygar og ósannindi. Þeir sjá það sama og við hin, Íslendingar eru ekkert sérlega "kristinn" þjóð og þar af leiðandi myndi aðskilnaður ríkis og kirkju þýða að lífsviðurværi þeirra ætti undir högg að sækja þar sem ég efast stórlega um að þetta batterý gæti staðið undir sér á frjálsum framlögum.

Góðar stundir. 

Maynard (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 20:24

3 identicon

Þeir sjá í ykkur einhvers konar ógn sem þeim stafar af og þurfa því að verjast þeim á allan hátt, þó það kosti lygar og ósannindi.

Þetta er einmitt svo merkilegt, að við séum sífellt að sjá útverði einhvers siðgæðis sem á að vera svo fullkomið ljúga, falsa og úthrópa á þennan hátt.  Og það virðast engin takmörk fyrir þvi hvað hægt er að moka mikilli drullu yfir trúleysingja sem krefjast lágmarks mannréttinda.

 Nei, yfirgangurinn skal halda áfram hvað sem það kostar og áfram höggvið á báða bóga með lygum og róg. 

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 15:57

4 identicon

Þetta er einmitt málflutingur presta, að koma með eitthvað sem hleypir öllu upp. Í þessu sambandi má nefna það hvernig því var snúið upp á trúleysingja að þeir vildu banna litlu jólin og foreldrar um land allt urðu samstundis afhuga trúleysingjum. Þetta fékk ég sannreynt í umræðum við fólk sem ekki vissi um mitt trúlaysi. Þetta er ljótur leikur og ekkert annað fyrir okkur að gera en að svara fullum hálsi ef ekki í sömu mynt. Við eigum að hætta vera með feimni gagnvart trúnni í orði og riti og gjaldfella hana fyrir þá vitleysu sem hún í rauninni er.

Valsól (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:52

5 identicon

Já talandi um að þeir séu að verja lífsgæði sín þá skipta 140 prestar með sér 77 miljónujm í hverjum mánuðu alla mánuði ártsins. Þetta er launin sem þeir eru að verja og eru hræddir um. Meða sama hætti og að segja að Vantrú standi á bak við svarthöfðadæmið má segja að ef einn prestur verður uppvís af því að misnota smástelpur þá sé það í raun kirkjan sjálf sem standi á bak við það.

Valsól (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:58

6 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Þetta er það sem maður kallar hálkubrekku rökvillu hjá Þórhalli, á mjög öfgafullu stigi.

Sindri Guðjónsson, 20.6.2008 kl. 01:16

7 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Merkilegt að sjá viðbrögðin hjá ykkur ef þetta var svona saklaust grín.

Þórhallur réttilega bendir á þá undirliggjandi staðreynd sem bjó að baki þessu gríni. Ég hló þegar ég sá þetta en um leið gerði ég mér grein fyrir því hver hugsunin var að baki þessu. Öllu gríni fylgir einhver alvara eins og oft hefur verið kveðið að.

Í stað þess að segja að prédikunin dæmi sig sjálf, af hverju tíundar þú ekki hvað það er sem fer svona fyrir brjóstið á þér svo að það sé hægt að ræða það á einhverjum röklegum nótum?

Nema samviska og eigin hræðsla við það sem þú telur vera rangt sé sjálfdæmd?

Magnús V. Skúlason, 25.6.2008 kl. 15:07

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Merkilegt að sjá viðbrögðin hjá ykkur ef þetta var svona saklaust grín.

Var predikunin hans Þórhalls "saklaust grín"?

Þórhallur réttilega bendir á þá undirliggjandi staðreynd sem bjó að baki þessu gríni.

Hvaða undirliggjandi staðreynd er það?

Í stað þess að segja að prédikunin dæmi sig sjálf, af hverju tíundar þú ekki hvað það er sem fer svona fyrir brjóstið á þér svo að það sé hægt að ræða það á einhverjum röklegum nótum?

Að telja það vera eðlilega spurningu hvort börn trúaðra séu örugg á leiðinni í sunnudagaskólann vegna þessa saklausa gríns er út í hött. Eða gætirðu útskýrt fyrir okkur hvers vegna það er eðlileg ályktun?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.6.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband