3.4.2012 | 11:52
Barn skal við fæðingu vera skráð....
Ímyndum okkur að á Íslandi væru álíka fáránleg lög um stjórnmálaflokka og um trúfélög. Við fæðingu myndi barn sem sagt vera sjálfkrafa skráð af ríkinu í stjórnmálaflokk móður.
Ímyndum okkur líka að ríkið myndi styrkja stjórnmálaflokkana um ~10.000kr á ári fyrir hvern skráðan meðlim.
Ef að þá yrði lagt til að breyta sjálkrafa skráningunni örlítið, þannig að færri börn væri sjálfkrafa skráð í stjórnmálaflokk móður, þá myndi ég ekki trúa þeim mótmælum frá stjórnmálaflokkunum að með því væri verið að "ganga gegn hagsmunum barnsins". Augljóslega væru þeir á móti því af því að það gengur gegn hagsmunum stjórnmálaflokkanna.
Það sama gildir augljóslega hér. Ef að börn eru ekki skráð sjálfkrafa í trúfélög við fæðingu ef foreldrarnir eru ekki eins skráðir, þá munu einhver börn ekki vera skráð sjálfkrafa í ríkiskirkjuna, og þá mun ríkiskirkjan ekki fá jafn mikinn pening frá ríkinu í formi sóknargjalda.
Þetta er auðvitað ástæðan fyrir því að Kalli er á móti þessu, ekki af því að þetta "gengur gegn hagsmunum barnsins". Það bara hljómar ekki vel að segja það hreint út.
Veruleg þáttaskil í trúmálapólitík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það hlýtur að vera eitt heimskasta atriði sem til er .. það að skrá ómálga og óþroskuð börn inn í eitthvað svona.. það er varla til neitt fáránlegra, nema annað sem kemur líka úr trúargeðsýkinni, að umskera saklaus börn
DoctorE (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 12:13
DoctorE, mér finnst þú gera lítið úr trúarruglinu með því að sgeja að þetta sé eitt af heimskustu atriðunum.
Mér finnst t.d. það að mormónar skuli skíra dáið fólk (Anna Frank var víst nýlega gerð að mormóna!) toppa þetta léttilega.
Þó ekki nema að þegar kemur að því að skrá ómálga börn í trúfélög hefur er mjög snjallt frá sjónarhóli kirkjunnar. Þannig fá þau meiri pening!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.4.2012 kl. 13:09
Hjalti, ég er næstum viss um að sóknargjöldin byrja ekki að koma fyrr en mun síðar en strax við fæðingu, held það sé við fermingu. Þegar fólk skráir sig úr kirkjunni að þá heldur ríkið þeim sóknargjöldum eftir hjá sér.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 3.4.2012 kl. 22:12
Hjördís, ríkið byrjar að borga sóknargjöld við 16 ára aldur. Hvaða máli finnst þér það skipta?
Svo er það rétt að ríkið borgar ekki neinum neitt vegna þeirra sem eru ekki í neinu skráðu trúfélagi.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.4.2012 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.