Lausn á sóknargjaldsmálinu

Ef að ríkiskirkjufólkið heldur að kirkjan sé blönk af því að framlög ríkisins í formi sóknargjalda eru ekki nógu mikil, þá er ég með lausn handa kirkjunni:

Takið upp félagsgjöld. Biðjið ríkið um að hætta því að styrkja kirkjuna með sóknargjöldum og fá í staðinn að innheimta félagsgjöld af meðlimum ríkiskirkjunar. Þá getur kirkjan ákveðið að rukka eins mikið af fólki og henni lystir.

Ég held að ríkiskirkjufólkið vilji þetta reyndar ekki, af því að það heldur að fólk myndi þá einfaldlega hætta í kirkjunni, þetta er að minnsta kosti skoðun Karls biskups:

Verði umrætt frumvarp að lögum [um að fólk utan trúfélaga fengi sóknargjöld] munu menn hugsanlega sjá sér fjárhagslegan haf í því að skrá sig utan trúfélaga því samkvæmt frumvarpinu eiga menn að fá endurgreidda árlega fjárhæð sem nemur sóknarggjaldinu. Eðlilegt væri að gera sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slíkt hefði í reynd ef samþykkt yrði. Þ. á. m. yrði að kanna hvernig sóknir myndu mæta skertum tekjum með því að draga úr þjónustu, fækka starfsfólki og auka tekjuöflun.


mbl.is Hafa áhyggjur af stöðu heimila og einstaklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já fólk skildi hverslags bruðl þetta er, ef það þyrfti að borga þetta beint til kirkjunnar. Ef fólk segði sig úr þessu á þeim grunni, þá kæmi í ljós hversu "bráðnauðsynlegt" þetta apparat er.

Þeir væla um 400 milljón króna niðurskurð (sem eru ýkjur) og leika einhver fórnalömb kreppunnar (sérhæfðir í fórnarlambshlutverkinu), en þessi upphæð nær ekki einu sinni að dekka það sem hent var í að spasla upp í Hallgrímskirkju í fyrra.

Ef kirkjan dregst mikið saman við að þurfa að standa undir sjálfri sér, þá er það bara staðfesting þess hversu óþarft þetta batterí er.

Kirkjan hefur þreföld fjárlög á við Landhelgisgæsluna, það bráðnauðsynlega lög og öryggisgæslufyrirtæki.  Gæsla hefur verið þvinguð út í "vændi" til að standa undir sér m.a. með að leigja frá sér tækjakostinn, svo fátt er eftir til að sinna upprunalegu hlutverki.  Að þessir menn skuli voga sér að væla yfir skertum tekjum (aðalega gengistap held ég) í ljósi þessa, finnst mér svo yfirmáta óforskammað að ég er orðlaus.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2011 kl. 17:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kannski er það bara samdrátturinn í skráðum sóknarbörnum, sem þeir kalla tap. Þeir hafa reiknað sig upp í væntingar samkvæmt mannfjölgun og þær væntingar eru að bresta. Það kalla þeir tap. Svipað og þegar verslanir og fjármálafyrirtæki fylla ekki væntingar, þá er það kallað tap, þótt það sé það bara alls ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2011 kl. 17:13

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Steinar, góður punktur með samdrátt skráðra sóknarbarna. Það væri talnabrella sem hægt væri að nota, en ég efast reyndar um að þau geri það.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.5.2011 kl. 17:21

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Heldurðu að þeir hafi ekki tileinkað sér exelloftfimleika fjármálageirans eins og allar ríkisstofnanir?

Afstæðni talnaleikfiminarer alger. Menn geta fengið þá tölu út sem þeir vilja ef þeir þufa að undirstrika markmið, betri eða verri stöðu. Skuldir eru eignir, egnir skuldir, hagnaður tap og tap hagnaður. Pick your choice.

Það er ekki nóg að vera skeptískur á eitthvað áþreifanlegt kukl eða ósannanlegar fullyrðingar. Menn ættu að fara að temja sér það og skoða hvaða forsendur eru gefnar fyrir útkomunni. Hvergi er meira kukl en einmitt þarna og hvergi meiri sölumennska og peningaplokk.

Meira að segja Matsfyrirtækin frægu nýta sér "breytilegar forsendur" eftir markmiði. Þau undirstrika sérstaklega að útreikningar þeirra séu einungis skoðun þeirra byggð á handvöldum forsendum.

Skeptíkin virðist oft vera svolítið handvalin líka. Jafnvel hjá yfirlýstum skeptíkerum.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2011 kl. 18:15

5 Smámynd: Sigurður Rósant

Þetta eru svo fáar krónur sem skattgreiðendur borga í þennan óþarfa, að varla tekur að rausa yfir því, eða rétt rúmar 770 kr á mánuði á kjaft. Börn skattgreiðenda mjólka foreldra sína t.d. um ca. 7.700 kr. á hvert barn í farsíma- og internetáskrift á mánuði.

Svo menn sjá að bæði foreldrar og börn þeirra nota tífalt hærri upphæð í að hafa samskipti við hvert annað heldur en að borga til þeirra sem þykjast vera í stöðugu sambandi við Almættið.

Tyrkneska ríkið (eða trúarmálaráðuneyti þess), kostar svo til að mestu laun ímáma í 53 löndum víðs vegar utan Tyrklands, en að auki rukkar hver söfnuður meðlimina um 100 kr. danskar (2.200 kr. íslenskar) á mánuði til að standa straum af kostnaði við rekstur moskanna eða bænahúsanna og vistarverum ímámanna.

Svo íslenska ríkið kemst ekki með tærnar þar sem tyrkenska ríkíð er með hælana í þessum efnum. Þó státar tyrkneska ríkið sig af því að vera "secular". Hví fordæmið þið aldrei háttalag tyrkja, piltar?

Sigurður Rósant, 6.5.2011 kl. 18:29

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sigurður, ég satt best að segja hef aldrei kynnt mér trúarstyrki tyrkneska ríkisins af neinu viti. Finnst þér það alveg agalegt að ég hafi ekki fordæmt sérstaklega stefnu tyrkneskra stjórnvalda?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.5.2011 kl. 21:12

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lengi má böl bæta með að benda á annað verra, Sigurður.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.5.2011 kl. 23:27

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Ja, mér finnst þessi umræða eða þráþræta hundleiðinleg. Þjóðkirkjan væri mun betur sett fjárhagslega ef hún væri ekki háð þessu sambandi sínu við ríkið. Hún gæti þá byrjað að senda meðlimum sínum óskir um tíund líkt og ýmsir minni söfnuðir kristinna gera, eins og t.d. S.D. Aðventistar, Hvítasunnusöfnuðir og eflaust einhverjir fleiri af þessum minni söfnuðum.

Danir innheimta einungis sóknargjöld af meðlimum þjóðkirkjunnar (folkekirken). Aðrir söfnuðir verða að sjá um sína innheimtu sjálfir. Danska 'folkekirken' stendur frammi fyrir þeirri staðreynd að hún getur ekki lengur borið kostnað af rekstri og viðhaldi allra kirkna í landinu og tala um að selja verði um 200 kirkjur ef ég man rétt.

Því lengur sem þetta samband ríkis og kirkju stendur, því meir sveltur kirkjan fjárhagslega og meðlimum hennar fækkar. Þannig lít ég á málið og sé enga ástæðu til þess að hrófla við því. Ungt fólk yfirgefur kirkjurnar og smám saman fækkar þeim eldri af náttúrulegum orsökum. Þannig verða þjóðkirkjur Evrópulanda á stærð við litlu söfnuðina eins og Amish people í USA, Votta Jehóva, Mórmóna eða S.D. Aðventista í lok þessarar aldar.

En það er ekki seinna vænna en að byrja á því að ergja tyrki svo þeir verði ekki styrktir af sveitarfélögum og ríkjum vesturlanda eins og nú viðgengst undir nafninu 'menningarhús', sem eru í raun ekkert annað en bænahús og Kóranskólar.

Sigurður Rósant, 7.5.2011 kl. 17:14

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sigurður, sparar maður ekki á því að vera ekki skráður í dönsku ríkiskirkjunni?

Þó svo að kirkjan gæti rukkað meðlimi sína um pening, þá held ég að það margir myndu vilja skrá sig úr kirkjunni um leið og þeir fengu gíróseðil frá henni, að hún myndi líklega tapa á því.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.5.2011 kl. 17:55

10 Smámynd: Sigurður Rósant

Jú, vissulega spara ég t.d. á því að vera ekki skráður í 'folkekirken', en þetta er enginn afgerandi sparnaður. Samt borga ég sem skattgreiðandi styrki til allra trúfélaga. Því þarf að breyta.

Við sem skattgreiðendur eigum ekki að líða það að trúfélög fái styrki til reksturs safnaða sinna ef þeir bara hafa einhverja starfssemi sem flokka megi undir 'menningarstarfssemi' eða 'barna- og unglingafræðslu', sem er í raun ekkert annað en trúboð eða ítroðsla trúar í haus barna sem ekki geta varið sig gegn þrýstingi foreldra eða fjölskyldumeðlima.

Þessi tvískinnungur lifir góðu lífi hér í Danmörku, alla vega, og mér sýnist hann dafna líka á Íslandi.

Til að ná fram sjálfsögðu frelsi komandi kynslóða til að ákveða sína trú á álfa og drauga, þarf að vernda börn og unglinga gegn því sem trúaðir kalla - 'frelsi til að iðka sína trú' -. Það frelsi er eingungis frelsi þeirra eldri til að kúga þá yngri og móta hugarfar þeirra til lífstíðar.

Það frelsi þar að takmarka, þannig að fullorðnir geti 'iðkað sína trú' án þess að hafa það fyrir börnum og unglingum, líkt og nú er að gerast gagnvart þeim sem reykja, neyta fíkniefna eða drekka áfengi fyrir framan börn og unglinga á heimilum. Sífellt er verið að fækka þeim stöðum þar sem reykingafólk t.d. getur iðkað það á almannafæri.

Bingó og fjárhættuspil ætti að sama skapi að banna á almannafæri.

Sigurður Rósant, 7.5.2011 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband