12.4.2011 | 14:01
Frábærar fréttir
Útgjöld ríkisins hafa líklega minnkað um eitthvað 10-20 milljónir á ári út af þessum breytingum.
Bæði sparar ríkið þegar fólk skráir sig í önnur trúfélög heldur en ríkiskirkjuna, af því að ríkiskirkjan fær 30% hærri sóknargjöld heldur en önnur trúfélög.
Síðan greiðir ríkið ekki neitt fyrir fólk sem er utan trúfélaga, og þá sparast öll upphæðin.
Maður hlýtur svo að spyrja sig hvað ríkiskirkjan þarf að fara niður í lítið til þess að talsmenn hennar hætti að reyna að rökstyðja forrréttindastöðu hennar með vísun í hlutfallið. Þó svo að þau rök séu alveg gölluð frá upphafi, þá verður sífellt kjánalegra að nota þau með hverju árinu.
Nú er svo hægt að breyta trúfélagaskráningu sinni á netinu, það er notað sama lykilorð og í skattaskýrsluskilum, og ég hvet sem flesta til þess að skrá sig úr ríkiskirkjunni.
Fækkar í þjóðkirkjunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Sæll
Hins vegar fara ígildi sóknargjalda þeirra sem eru utan trúfélaga eða óskráðir allir í að greiða þjóðkirkjunni sóknargjöld fyrir tekjulausa meðlimi. Þetta er nefnilega skattur, ekki miðlun félagsgjalda. Sparnaðurinn er því varla nokkur.
Bestu kveðjur - Svanur
Svanur Sigurbjörnsson, 14.4.2011 kl. 12:17
Svanur, ríkið sparar ~11.000kr fyrir hvern 1 mann sem er skráður í ríkiskirkjuna og skráir sig utan trúfélaga. Þessi tala sem ég nefndi í upphafi var of lág, ríkið sparaði amk 30 milljónir í árleg útgjöld.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.4.2011 kl. 13:48
Hvað ætli Ríkiskyrkjan fái í skattekjur á einu ári ?
væri ekki sniðugt að skera þar eitthvað niður eins og búið er að gera í formi niðurskurð í heilbrigðisgeiranum ?
Jakob Rafnsson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.