24.11.2010 | 20:18
Skortur á heiðarleika hjá prestum
Ég er kominn með eintak af Um guð eftir Jonas Gardell og ég hef verið að fletta aðeins í gegnum hana.
Jonas virðist ekki vera mikið fyrir að notast við gagnrýnina hugsun þegar kemur að trúmálum, en hann má eiga eitt: hann er heiðarlegur þegar það kemur að biblíunni.
Hann viðurkennir að guð í Gamla testamentinu er oft hræðilegt illmenni, kallar hann jafnvel "blóðþyrstan vitfirring" (bls 209). Þannig heiðarleika hef ég ekki rekist á hjá ríkiskirkjuprestum.
Þeir reyna að verja þjóðarmorðin sem guðinn þeirra fyrirskipar í Gamla testamentinu, og segja jafnvel að þau hafi verið kærleiksverk. Þegar þeir segja frá sögunum þá eru þeir á fullu að verja guðinn þeirra, hver hefur til dæmis heyrt ríkiskirkjuprest fordæma guðinn fyrir frumburðadrápin í Egyptalandi?
Ég kalla þetta skort á heiðarleika af því að ég trúi því ekki að þessum prestum finnist þessi guð ekki vera illur. Þeir hljóta að sjá þetta en kjósa að reyna að fegra þetta svo að trúin þeirra líti betur út.
Sömu sögu er að segja af Jesú, þar er Jonas heiðarlegur og viðurkennir tilvist þess sem kemur illa út fyrir kristna trú (með feitletrun frá mér):
[Jesús] trúði því að mikil umbreyting á alheiminum væri yfirvofandi og að mannssonurinn kæmi á skýi frá himnum með alla englana og vald og dýrð til að dæma hvern og einn eftir gjörðum þeirra. (bls 218)
Jesús trúði því að á jörðinni risi upp ríki þar sem hann og fyglismenn hans drottnuðu yfir öllum þjóðum og að í nýja konungdæminu uppskæru hinr snauðu margfalt og þeir, sem ekki væru útvaldir, hlytu refsingu og útskúfun. (bls 218)
Það er eitt og hálft ár síðan ég sendi ríkiskirkjunni spurningu um sum ummæli Jesú varðandi þetta:
Við lestur á Matteusarguðspjalli, þá sýnist mér Jesús spá því að heimsendir muni koma á tímum samtímamanna hans (Mt 16.28 og Mt 23.36). Er ég að misskilja þessi vers?
Ríkiskirkjuprestar minnast auðvitað nánast aldrei á þetta (þegar þeir gera það eru það fáránlegar afsakanir). Það er ekki eins og þetta sé einhver túlkun sem að einungis "öfgafullir" trúleysingjar eins og ég aðhyllast. Jafnvel fræðimenn sem telja að Jesús hafi ekki verið heimsendaspámaður viðurkenna að ummælin sem eru eignuð honum þýði þetta. Hefur nokkur maður heyrt ríkiskirkjuprest minnast á þetta?
Ég auglýsi eftir heiðarlegum ríkiskirkjupresti sem er til í að viðurkenna að:
1. Guð gamla testamentisisn er oft á tíðum illur ("blóðþyrstur vitfirringur").
2. Jesús talar um að heimsendir sé í nánd í guðspjöllunum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:19 | Facebook
Athugasemdir
Mega þá ekki aðrir en "heiðarlegir ríkiskirkjuprestar" kommenta á þessa færslu?
Grefill, 24.11.2010 kl. 21:03
Allir mega koma með athugasemdir hérna.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 21:16
Sr. Bolli Bollason gekkst við heimsendatrúnni í prédikun fyrir einhverjum árum. Ég gerði ummæli hans að umtalsefni í grein sem birtist í Lesbókinni 21. júní 2008:
Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 23:30
Hjalti:
"Ég auglýsi eftir heiðarlegum ríkiskirkjupresti sem er til í að viðurkenna að:... "blablabla ....
-Afhverju? svo þú getir sofið betur á nóttunni eða?
Adeline, 24.11.2010 kl. 23:53
Sæll Steindór.
Jamm, þarna virðist hann játa að Jesús muni bráðum koma, en hann játar ekki beint að Jesús segi að það sé stutt í hann í guðspjöllunum.
Ég var að muna í þessu að Einar Sigurbjörnsson virðist viðurkenna það í bók sinni Credo: "Á elstu stigum hefur vonin um yfirvofandi komu Jesú verið sterk og virðist Jesús sjálfur hafa gengið út frá því í prédikun sinni:" Og í athugasemd þarna segir ríkiskirkjupresturinn Baldur Kristjánsson þetta: "Jesús talar þannig að hann búist við því að hinir síðustu tímar séu nálægir. Hann meira að segja reiknar með því að samtíðarmenn hans muni upplifa þá tíma, sem rætist ekki, ekki í fljótu bragði séð. Þetta er sannarlega umhugsunar virði." Hann vildi ekki ræða þetta meir, en hann var að minnsta kosti reiðubúinn til að viðurkenna þetta.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 23:55
Nei, þetta hefur ekki áhrif á svefninn minn. Mig langar samt að vita hvort að prestar séu upp til hópa heiðarlegir eða ekki.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 23:58
Elsku Hjalti Rúnar.
Ég veit svo sem að það er ekki til neins að kvabba í þér, en ætla þó að reyna einu sinni enn.
Elsku vinur!
Viltu nú ekki vera svo vænn að lesa bókina, punkta hjá þér, hugsa málið, og segja svo frá því sem þú hefur lesið? En ekki í öfugri röð? (Tala fyrst, hugsa svo, lesa að lokum)
Þú klippir nefnilega texta þessarar blessuðu bókar jafn mikið úr samhengi eins og annað sem þú tjáir þig um - sérstaklega Biblíuna.
Kæri Hjalti.
Ég segi þetta í fullri einlægni - vertu nú heiðarlegur eins og Gardell.
Hann bendir einmitt á hinar mörgu hugmyndir um Guð sem mæta okkur í 1500 ára sögu Gamla testamentisins.
Ekki eina.
Margar.
Guð kærleikans. Guð ættbálksins. Guð þjóðarmorðsins. O.s.frv.
Ekki eina mynd Hjalti.
Margar elsku karlinn.
Og svo bendir hann á að kristinn maður verður að taka afstöðu til þessara hugmynda.
Eins og Jesús gerði.
Afstaðan sem hver og einn tekur mótar síðan lífsskoðun hans og framferði.
En ég veit svo sem að það er til lítils að segja þér þetta. Reynslan sýnir það.
Þess vegna hvet ég aðra sem þetta lesa til að fá sér bókina og LESA hana.
Hún er vel þess virði, bæði fyrir trúaða sem guðlausa.
Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 07:50
"heiðarlegum"
Matthías Ásgeirsson, 25.11.2010 kl. 09:04
Man ekki eftir að orðið heiðarleiki komi fyrir í biblíunni, né kvöð um hann. Einnig er ekkert bann við því að ljúga per se. Aðeins ljúgvitni, eða áburður gegn náunganum. Þetta vita prestar.
Heiðarleika Þórhalls er ekki við brugðið, þar sem hann enn og aftur klifar á því að þú lesir bókina en ræðir ekki það sem þú tekur hér fyrir. Hann viðurkennir þó guð þjóðarmorðanna og líklega telur það vegið upp af einhverju, sem hann kallar kærleika í fari hans án frekari skýringa.
Það er annars merkilegt hvað prestar eru miklir guðlastarar þegar þeir telja sig vita hug guðs og leggja honum orð í munn. Segja hann meina eitthvað annað en skrifað stendur. Hvaðan kemur þeim sú viska? Heilagur andi? ef almættið sendir þeim telepatískar ritskýringar, af hverju fá ekki llir sömu skýringar?
Það verður gaman að sjá hvort Þórhallur hefur einurð og heiðarleika til að ræða efni bókar Gardell, þegar þú hefur lokið lestrinum. Mér er það til efs.
Enn hefur enginn prestur svarað mér um vers á borð við Lúk: 14; 26, Matt 10;34-7, Markús:9-13, Matt: 5:27-31 og svo má lengi telja. Enginn hefur heldur viljað viðurkenna opinberlaga að sagan um bersyndugu konuna er seinni tíma fölsun, þótt það sé viðurkennt meðal frðimanna.
Hjalti hefur minnst á heimsenda og helvíti og má með vissu segja að Jesús bætir heldur í grimmd og ofstæki gamla testamenntisins en þó væla prestar yfir því að trúlausr vísi of mikiðí það, eins og það sé ekkert að marka.
Þórhallur leyfir ekki umræðu um innihaldið á sínu bloggi. Aðeins lof og prís lambanna. Heiðarlegur? Nei ég held nú ekki.Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2010 kl. 10:14
"Þórhallur leyfir ekki umræðu um innihaldið á sínu bloggi. Aðeins lof og prís lambanna. Heiðarlegur? Nei ég held nú ekki."
-sjútt maður, það vantar ekki heiftina!? .. Jón Steinar hvað leyfir þér að setjast í dómarasætið og dæma hver er svona og hver er hinsegin? Ert þú svona hærri okkur öllum hinum?
Og í raun þið hinir líka, Hjalti og Matti- þið hljótið allir að sjá ykkur sem heiðarlega, sannleikssegjandi og fullkomna menn bara - það má lesa úr því hvernig þið talið um aðra.
Nei, þetta lýsir meira sjúku hugarfari held ég. einhverskonar þráhyggju í þessu tilviki.
Adeline, 25.11.2010 kl. 10:58
Adeline, farðu að skrifa undir nafni ef þú ætlar að vera með þessar yfirlýsingar.
Já, Þórhallur ritskoðar dálítið mikið á sínu bloggi.
Ég legg mig fram um að tjá mig heiðarlega og segja satt. Ef þú getur bent á dæmi um annað máttu alveg gera það.
Matthías Ásgeirsson, 25.11.2010 kl. 11:40
Kæra Adeleine, það er engin heift í mér og ég við þig vinsamlegast að hætta ljá innleggjum mínum einhvern tón, sem hentar fordómum þínum. Ég er pollrólegur.
Máske er það álit þitt og fordómar í garð þeirra sem ekki deila trú þinni, sem ráða því hvernig þú lest í orð þeirra. Þetta hljóta að vera grimmir og ostækisfullir menn í þínum huga, sem öskra af heift þegar þeir tala, ef ég skil þig rétt. Þú kemur einatt með nákvæmlega þetta komment í allri umræðu en ræðir aldrei það sem um er rætt.
Taktu til þín orð Matta. Við erum allavega nægilega heiðarlegir til að standa við orð okkar undir fullu nafni.
Heiðarleika takk.
Set svo broskall hérna í lokin til að hjálpa þér með tóninn.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2010 kl. 16:33
Þórhallur, þú mátt byrja á því að sleppa svona fölsku vinaþeli ("Elsku vinur!").
Það mætti halda að þetta tal um að slíta úr samhengi væru orðin ósjálfráð viðbrögð hjá þér. Þegar þú ásakar fólk um að slíta texta úr samhengi, þá er lágmarkskrafa að þú rökstyðjir það og sýnir fram á hvernig samhengið breytir merkingunni.
Já, og ég gef mér þetta í greininni, taktu eftir því sem ég feitletra:
"Hann viðurkennir að guð í Gamla testamentinu er oft hræðilegt illmenni, kallar hann jafnvel "blóðþyrstan vitfirring" (bls 209)."
"1. Guð gamla testamentisisn er oft á tíðum illur ("blóðþyrstur vitfirringur")."
En ert þú til í að viðurkenna þetta?
Er ekki guðinn í sögunni af Nóaflóðinu illur? Er ekki guðinn í sögunni af frumburðadrápunum illur? Er ekki guðinn í sögunni af innrásinni í Kanan illur?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.11.2010 kl. 17:45
Matthías: "Ég legg mig fram um að tjá mig heiðarlega og segja satt. Ef þú getur bent á dæmi um annað máttu alveg gera það."
Ef ég vissi ekki betur þá héldi ég manninn vera að grínast hérna.
Ég veit ekki hvort Adeleina hefur geð í sér til að verða við bón Matthíasar og benda á dæmi um óheiðarleika hans og ósannsögli, en einfaldast er að benda lesendum bara á að lesa bara annars vegar bloggsíðu Matthíasar og hins vegar vefsíðu Vantrúar þar sem Matthías skrifar oft.
Á þessum tveimur síðum er að finna hundruð dæma um "heiðarleika" Matthíasar og "sannsögli".
Grefill, 25.11.2010 kl. 20:13
Guðbergur Ísleifsson, vísaðu á eitthvað tiltekið á bloggsíðu minni eða á Vantrú.
Hvað næst? Ef fólk skoðar internetið þar sem Matthías skrifar oft..
Og Guðbergur kemur með hve mörg dæmi máli sínu til stuðnings?:-)
Matthías Ásgeirsson, 25.11.2010 kl. 20:58
Til hvers á ég að vera að týna til einhver dæmi hingað inn Matti þegar fólk getur bara farið á þína síðu annars vegar og Vantrúarsíðuna hins vegar til að sjá hundruð dæma um hversu ógurlega "heiðarlegur" þú ert og "sannsögull"?
Þú ert búinn að skrifa hugsanir þínar á þessar tvær síður í mörg ár og það kemur algjörlega skýrt fram á þeim hvaða mann þú hefur að geyma, hvaða skoðanir þú hefur, hvernig þú hugsar til annars fólks og hvernig þú talar til þeirra.
Þarna sést líka vel kompaníið sem þú ert í, allir viðhlæjendurnir.
Til hvers á ég að velja og peista inn dæmum um "heiðarleika" þinn og "sannsögli" hér á síðuna hans Hjalta þegar fólk getur bara valið úr þeim sjálft, hér og hér?
Geturðu frætt mig og aðra um það?
Grefill, 26.11.2010 kl. 00:13
Komdu með dæmi eða vertu úti Grefill.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.11.2010 kl. 00:26
> Þú ert búinn að skrifa hugsanir þínar á þessar tvær síður í mörg ár og það kemur algjörlega skýrt fram á þeim hvaða mann þú hefur að geyma, hvaða skoðanir þú hefur, hvernig þú hugsar til annars fólks og hvernig þú talar til þeirra.
Einmitt. Hvar er er ég óheiðarlegur og hvar segi ég ósatt?
Hér er ekkert verið að ræða um kurteisi eða orðbragð.
Þessar athugasemdin Guðbergs eru gott dæmi um óheiðarlegan málflutning þar sem hann fullyrðir en þorir ekki að standa við mál sitt með dæmum. Ef dæmi koma munu þau sýna ljótt orðbragð, ekki óheiðarleika eða ósannindi.
Matthías Ásgeirsson, 26.11.2010 kl. 00:58
Hjalti: "Komdu með dæmi eða vertu úti Grefill."
Hjalti, hvað er þetta? Ertu að skipa mér að skrifa það sem þú vilt að ég skrifi, annars lokarðu á mig? Ég hélt þú værir fylgjandi tjáningar- og ritfrelsi? Ég áskil mér rétt til að skrifa það sem ég vil skrifa, ekki einhver annar. Áskilur þú þér ekki sama rétt?
Matti: "Hvar er er ég óheiðarlegur og hvar segi ég ósatt? Hér er ekkert verið að ræða um kurteisi eða orðbragð."
Svar: Ég tel þig bæði óheiðarlegan, ósannsöglan og ókurteisan víða í þinni orðaræðu á þinni eigin síðu og vantrúarsíðunni.
Matti: "Þessar athugasemdin Guðbergs eru gott dæmi um óheiðarlegan málflutning þar sem hann fullyrðir en þorir ekki að standa við mál sitt með dæmum."
Óheiðarlegur? Þori ég ekki? Ég er að benda fólki á vefsíður þar sem finna má ÖLL DÆMIN í EINU orðrétt ... enda skrifuð af þér. Þarna getur fólk bara lesið sjálft og dæmt sjálft um hvað þeim finnst um það sem þú hefur skrifað. Betri dæmi eru bara ekki finnanleg.
Matti: "Ef dæmi koma munu þau sýna ljótt orðbragð, ekki óheiðarleika eða ósannindi."
Þetta er hlægilegt Matti. Þú vilt meina að þegar þú kallar fólk "fífl" og "klikkað" til dæmis þá sé ekki um óheiðarlegan málflutning að ræða af þinni hálfu og ekki heldur ósannindi heldur ókurteisi eða ljótt orðbragð sem séu allt önnur og óskyldu hugtök?
Þú vilt sem sagt baktryggja þig með því að geta haldið því fram að í ókurteisi þinni og ljótu orðbragði felist aldrei ósannindi og óheiðarleiki?
Ef ég tæki dæmi eins og þegar þú fullyrðir að Karl Sigurbjörnsson sé "fáviti, fífl og fulltrúi öfgahóps" þá er sem sagt ekkert óheiðarlegt né ósatt við það heldur er bara um að ræða ókurteisi/ljótt orðbragð?
Kommon Matti.
Grefill, 26.11.2010 kl. 08:38
Nákvæmlega. Þú ert að rugla saman óhefluðu orbragði og sannsögli.
Ég kalla fólk ekki bara "fífl", ég útskýri af hverju ég geri það og ég stend við orð mín.
Enn og aftur misnotar þú tilvitnanir. Hér eru tekin dæmi úr þremur mismunandi færslum (sýnist mér, ég þú vísar aldrei á neitt). Hér er "fulltrúi öfgahóps". Ósköp málefnaleg og heiðarleg færsla. Hér eru bæði "fífl" og "fáviti" í afar heiðarlegri færslu þar sem ég útskýri af hverju ég nota þessi orð. Já. Það er ljóst að þetta eru ólík hugtök. Ef þú getur hvorki sýnt fram á ósanindi né óheiðarleika teljast fullyrðingar þínar um slíkt einfaldlega vera dylgjur.Hættu nú þessu væli Guðbergur. Þó ég hafi stundum verið dónalegur og orðljótur í mínum skrifum kemst ég ekki nálægt þér í þeim efnum.
Matthías Ásgeirsson, 26.11.2010 kl. 09:42
Já, já, leyfum bara fólki að lesa og mynda sér sína eigin skoðun.
Ef t.d. fullyrðingar þínar þess efnis að Karl biskup sé "fífl, fáviti og fulltrúi öfgahóps" eru sannar og heiðarlegar í þínum huga, þá lýsir það auðvitað þér best.
En dæmi hver fyrir sig.
Grefill, 26.11.2010 kl. 10:00
Að sjálfsögðu eru þær "heiðarlegar".
Hvað segirðu annars um eigið orðbragð? Er það dæmi um bullandi óheiðarleika þinn?
Matthías Ásgeirsson, 26.11.2010 kl. 11:21
Það er ekkert að marka mig. Ég er bara asni.
Grefill, 26.11.2010 kl. 11:58
Gott. Getum við þá rætt um heiðarleika presta og bókina sem Hjalti var að skrifa um?
Matthías Ásgeirsson, 26.11.2010 kl. 13:12
Jú, gerið svo vel.
ps. Djísus ... Árni, eða einhver á hans vegum, var að loka enn einum aðganginum. Þvílíkar ofsóknir.
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 14:56
Fífl eru þeir sem láta eins fífl og seygja sér inn í umræður án þess að ræða efnið, heldur til að valda usla. Fávitar eru þeir sem vita fátt ef nokkuð um það sem rætt er en láta það ekki trufla sig í að blanda sér í umræður utan þekkingarsviðains.
Öfgafólk er það fólk sem kallar eðlilegar rökfærslur og umræðu, árásir, ofsóknir, ofbeldi, grimmd, og níð, ef það er ekki sammála. Þetta fólk vill helst banna eða stöðva öll skoðanaskipti, sem eru andstæð egin sannfæringu. Þetta fólk kemur oft inn á bloggþræði og reynir að spilla umræðunni með upphrópunum og ásökunum, fíflagangi og fávisku. Fyrst við njótum málfrelsis, þá er um að gera að koma í veg fyrir að hægt sé að ræða hlutina.
Oft er þetta fólk búið að byggja tilveru sína á tálmyndum, sem það veit að þola ekki ljós og því eru viðbrögðin svona frantísk.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2010 kl. 16:02
Heyrirðu það Matti? Jón Steinar Ragnarsson hefur talað frá útibúinu á Siglufirði. Steinhættu nú að smeygja þér sífellt inn í umræður alvörufólks um alvarleg málefni til þess eins að fullnægja athyglissýki þinni og spilla umræðunni. Að vísu er ég ekki sammála Jóni um að þú sért algjör fáviti, en virði að sjálfsögðu rétt hans til að finnast þú vera það.
En hvurnig er það ... eigum við þá ekki að halda áfram að ræða um heiðarlegu prestana ... þ.e. skortinn á þeim? Vorum við ekki komin þangað?
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 16:38
Já, nú er bara að bíða eftir því að Þórallur komi og fordæmi "Guð þjóðarmorðsins".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.11.2010 kl. 16:45
Einmitt, Hjalti. Right ON! Þórhallur ... smeygðu nú englabossanum á þér hingað inn og viðurkenndu allt saman. Annars skrifar Hjalti nýja grein um þig.
Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 16:56
Já Grefill - hann Hjalti verður nú að hafa eitthvað að tala um.
En hver veit, etv les hann einherntiman þessa blessuðu bók sem hann er alltaf að tjá sig um.
Þá mun hann komast að því að þar er á ferð frábær "stúdía" á hinum mörgu og mismunandi guðsmyndum sem birtast í langri sögu Gamla testamentisins.
Hann (Hjalti) skrifar hér enn eins og alltaf sé um sömu guðsmyndina að ræða.
sbr þessi orð Hjalta:
"Hann (Gardell) viðurkennir að guð í Gamla testamentinu er oft blóðþyrstan vitfirring" (bls 209)." hræðilegt illmenni, kallar hann jafnvel "
"1. Guð gamla testamentisisn er oft á tíðum illur ("blóðþyrstur vitfirringur")."
Gardel er aftur á móti að tala um eina guðsmynd GT - hinn blóðþyrsta ættbálkaguð. Eyðandann.
Og bendir svo á að hún samrýmist ekki annarri guðsmynd GT - hinum blíða kærleiksríka Guði sköpunar og umhyggju.
Hvað þá þeim Guði sem er með mannkyni í þjáningunni.
Þess vegna er einmitt svo spennandi að lesa Gamla testamentið og mótunarsögu/hugmyndasögu þess. Sem spannar 1500 ár. Og bera saman hugmyndirnar. Og sjá hvernig Jesú tók svo afstöðu til þeirra.
Etv uppgötvar Hjalti allt þetta einhverntíman.
Þegar hann les bók Gardells um Guð
Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 18:35
Úff.
Matthías Ásgeirsson, 26.11.2010 kl. 20:24
Þórhallur, ég veit vel að Gardell heldur því fram að það séu mismunandi og mótsagnakenndar guðsmyndir í Gamla testamentinu.
Svo er ótrúlegt að þú segir að ég skrifi eins og það sé "alltaf" um sömu guðsmyndina að ræða um leið og þú vitnar í ummæli mín þar sem "oft" og "oft á tíðum" er feitletrað. Þarf ég að skrifa það með hástöfum svo að þú takir eftir því?
Og viltu ekki taka undir með Jonas? Viðurkenna (og taka undir með okkur hinum) að guðinn í sögunni af Nóa, sögunni af plágunum í Egyptalandi, sögunni af innrásinni í Kanan og í mörgum fleiri sögum sé illur?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.11.2010 kl. 20:33
Sæll Hjalti.
Ég er ekki áskrifandi af launum mínum sem prestur, en skal þó reyna að varpa ljósi inní myrkran heim þinn. Fáfræði kirkjunnar þjóna í gegnum aldirnar er og hefur verið hennar helsti óvinur ekki trúlausir annarar trúar.
1. Er Guð illur? Við hljótum fyrst að spyrja hvað er þá illt?
Guð sjálfur er ekki myrkur í máli sínu varðandi það. Í bók Jesaja 45:7 segir " Ég tilbý ljósið og framleiði myrkrið, ég veiti heill og veld óhamingju. " Orðið óhamingja er evil í ensku og ra í heb. og merkir eymd volæði kvöl osfrv. Illt er ekki synd eða brot í þessari merkingu illt er það sem mætir manninum er hann brýtur gegn Guði og verður hlutskipti hans þá eymd volæði kvöl og myrkur. Stundum er " illt " það verkfæri sem fær manninn til að auðmýkja sig fyrir Guði sínum. Þegar Davíð hafði hórast með Batsebu var það eymdin, kvölin sem varð hlutskipti hans en kallaði hann til iðrunnar. Í upphafi var skilningstré góðs og ills. Hér er illt sama orð og í Jesaja. Þetta skilningstré var Faðirinn og lífsins tré var Sonurinn. Tilgangur Guðs var að maðurinn æti fyrst af lífsins tré og öðrum trjám í garðinum áður enn Guð leiddi manninn á sínum tíma að skilnings trénu að hann neytti af því og kynntist þá Föðurnum þ.e. góðu og illu en þá í gegnum Soninn. En okkar fyrstu foreldrar vildu þekkingu, sem leiðir manninn til upphafningar og virðingar en þetta þrennt án Sonar Guðs. Eina leiðin fyrir manninn til að komast til þekkingar á Föðurnum er í gegnum Soninn, allt annað veldur andlegum dauða. Jesús sagði " enginn kemur til föðurins nema fyrir mig " Það krefst auðmýktar að koma til Sonarins og auðmýkt er ekki eitthvað sem er okkur eðlislegt, " illt, eymd, volæði kvöl." geta verið dyrnar að henni. eins og Davíð Konungur sagði " til lífs varð mér hin sára kvöl. " Því miður eru margir kirkjunnar þjónar sem kenna að " illt " sé frá djöflinum og Kristnir menn eigi að lifa í allsnægtum og eintómri hamingju. Þetta stenst ekki Ritningarnar. Djöfullinn er eins og fjárhundur til hjálpar Hirðinum að reka sauðina réttan veg. Guð notar ra illskuna til að maðurinn komist að því hver hann sjálfur er í raun. Manninum hættir til að gleyma Guði sínum þegar vel gengur og hrokast upp gefa sjálfum sér dýrðina. Þegar maðurinn gefur sig ekki undir Guðs voldugu hönd sjálfviljulega þá verður hlutskipti hans " ra "óhamingja sem í Jesú Kristi er snúið til sannrar hamingju og betra lífs. Því segir Páll " ALLT samverkar þeim til góðs er Guð elska. "
Óskar Sigurðsson, 27.11.2010 kl. 01:16
Kæri Hjalti. Lestu ekki heldur það sem ég er að reyna að skrifa hér?
Hvað er það sem ég þarf að "viðurkenna"?
Ég er einmitt svo ánægður með þessa bók af því að hún tekur á allri hinni miklu sögu GT, felur ekkert, klippir ekkert í sundur, skoðar ALLAR hliðar. Ljótar og fallegar, Hryllilegar og himneskar.
Ekki bara sumar.
Eins og sumir
Ég skrifaði hér fyrir ofan:
"Hann (Gardell)bendir einmitt á hinar mörgu hugmyndir um Guð sem mæta okkur í 1500 ára sögu Gamla testamentisins.
Ekki eina.
Margar.
Guð kærleikans. Guð ættbálksins. Guð þjóðarmorðsins. O.s.frv.
Ekki eina mynd Hjalti.
Margar elsku karlinn.
Og svo bendir hann á að kristinn maður verður að taka afstöðu til þessara hugmynda.
Eins og Jesús gerði.
Afstaðan sem hver og einn tekur mótar síðan lífsskoðun hans og framferði.
En ég veit svo sem að það er til lítils að segja þér þetta. Reynslan sýnir það.
Þess vegna hvet ég aðra sem þetta lesa til að fá sér bókina og LESA hana.
Hún er vel þess virði, bæði fyrir trúaða sem guðlausa".
Og nú hvet ég þig Hjalti, í fullri vinsemd, til að taka þér Jonas Gardell til eftirbreytni, og LESA sögu GT sem þú hefur greinilega mikinn áhuga á - ekki til að klippa út e-h sem þú getur notað til að berja á kristinni trú, heldur til að rannsaka söguna, ritunarsöguna, hvaðan hugmyndirnar komu, hvernig þær þróuðust, hvernig þær hafa verið notaðar osfrv - í þeim tilgangi að skilja sjálfan þig og sögu okkar allra betur.
Hljómar þetta ekki vel Hjalti minn?
Gangi þér vel og góða helgi.
Þórhallur Heimisson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 10:29
Þú þarft þess ekki, en þú ættir að viðurkenna þetta:
1. Guð gamla testamentisisn er oft á tíðum illur ("blóðþyrstur vitfirringur").
2. Jesús talar um að heimsendir sé í nánd í guðspjöllunum.
Ég hef þegar gert það! (hef reyndar ekki mikinn áhuga á GT)
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2010 kl. 20:35
Ég er ekki alveg að ná þessu með hinar ýmsu aðsiljanlegu "myndir" guðs, sem Þórhallur talar um. Er hann að segja að það séu margir guðir í Biblíunni og að málið sé bara að velja hinn rétta?
Þórhallur hampar"hinum blíða kærleiksríka Guði sköpunar og umhyggju." (Ég vildi gjarnan að hann benti mér á hvar hann er að finna) en er hann ekki sá hinn sami og hinn blóðþyrsti, óréttláti, egómaníski, afbrýðisami, reiði, hefnigjarni kvalarlostaguð og fjöldamorðingi, sem er mest áberandi?
Er biblían einhverskonar "Hvar er Valli?" bók? Ef þetta er sami guðinn, er Þórhallur þá að segja að okkur beri að líta framhjá illskunni og sturluninni og fyrirgefa guði af því að hann sýnir einhverstaðar blíðuhót í öllum gornum?
Eru þetta sömu rök og biskupinn notaði til að réttlæta gjörðir forverans. Þau að hann hafi gert svo margt gott?
Þórhallur, getur þú talað skýrar?
Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2010 kl. 00:49
Ég tek undir með Jóni Steinari.
Þegar ég las það sem Þórhallur skrifaði hér fyrir ofan varð mér einmitt hugsað, eins og svo oft áður: Hvernig á að vera hægt að trúa á þennan guð. Það eru fáir sammála um hvað hann er, eða hvers eðlis hann er. Öll umfjöllun um hann er full af mósögnum og margt er augljós firra, nema maður loki augunum og túlki hlutina á einhvern allt annan veg en augljósast væri að lesa úr textanum í Biblíunni. Mér finnst það stóreinkennilegt, og í rauninni verðugt verkefni fyrir vísindin að rannsaka, að til skuli vera fólk sem velur að trúa.
Theódór Gunnarsson, 28.11.2010 kl. 11:46
Finnst þér það ekki líka verðugt verkefni Theódór fyrir vísindin að rannsaka og komast til botns í hvers vegna sumt fólk velur að leggja sér til munns kæstan hákarl?
Grefill (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 15:29
... eða rannsaka yfir höfuð af hverju svona margt fólk virðist hugsa og sjá hluti öðruvísi en þú? Hefur þér ekki alltaf fundist það undarlegt?
grefill (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 15:31
Hey, nú veit ég!
Skjótum saman og látum rannsaka af hverju sumir trúleysingjar afneita því algjörlega að til séu fleiri hliðar á málunum en þeir sjá.
Grefill (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 15:37
GUÐ er yfir öllu, ræður öllu, í öllu, alvitur, almáttugur og alnálægur og mun á sínum tíma refsa sérhverri óhlýðni. Sérhver sem hafnar náð Hans og fyrirgefningu sem Hann lét okkur í té í sínum elskaða syni yfir honum varir reiði Guðs. Alvarlegt. Svo betra er að gefast upp strax fyrir Honum, því óttalegt er að falla í hendurnar á lifanda Guði. Svo í fyllingu tímans mun hvert kné þurfa að beygja sig og sérhver tunga þurfa að játa Honum trúnað hvort eð er, í þessu lífi eða hinu komanda.
Óskar Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 16:03
Óskar, í Gamla testamentinu fyrirskipar og framkvæmir guðinn þinn fjölda- og þjóðarmorð. Myndirðu ekki segja að sá sem geri það sé illur?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2010 kl. 18:00
Já. Hann mun líklega rökstyðja þetta með því að segja að þetta hafi Jesús gert. Að Jesús hafi hafnað sturlaða guði en boðað væmna guð, en hvar Jesús á að hafa gert þetta er mér hulin ráðgáta.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2010 kl. 18:05
Hjalti og Jón Steinar ... má ég benda ykkur á það einu sinni enn að Biblían er mannanna verk? Tinnabækurnar líka. Og Harry Potter. Það er alveg óþarfi að taka þessum bókum svona bókstaflega eins og þið gerið.
Reynið nú að losa ykkur við þá þráhyggju að þurfa endilega að fá alla aðra á sömu skoðun og þið.
Live and let live.
Grefill (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 18:55
Grefill, hvað áttu við með að ég taki þeim bókstaflega? Ég geri mér alveg grein fyrir að guð hafi aldrei fyrirskipað eða framkvæmt fjöldamorð þar sem að hann er ekki til.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2010 kl. 18:56
> Reynið nú að losa ykkur við þá þráhyggju að þurfa endilega að fá alla aðra á sömu skoðun og þið.
Gildir það ekki fyrir þig Guðbergur? Gildir þetta bara um trúleysingja sem tjá sig?
Matthías Ásgeirsson, 28.11.2010 kl. 19:03
Hjalti, ég á við að þú ert alltaf að reyna að fá menn til að samþykkja einhverjar sögur í Biblíunni sem staðreyndir. Þessi guð sem þú ert að reyna að fá Þórhall til að "viðurkenna" er bara skáldskapur og þú veist það. Þannig að ... what's the point? Hvaða máli skiptir það þig hvað einhverjum finnst um einhverja skáldsagnarpersónur? Þetta er eins og ég væri stöðugt að reyna að fá einhvern til að viðurkenna í fúlustu alvöru að Kolbeinn kafteinn hafi verið drykkjusjúklingur.
Matti: Þetta gildir eingöngu um þráhyggjusjúklinga. Spurðu bara einhvern lækni.
Grefill (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 19:21
Nei, þetta er rangt Grefill.
Grefill, annars vegar finnst mér þetta vera spurning um að gera kröfu til þess að fólk sé heiðarlegt. Prestar eru ákveðnir sölumenn og ég held að það sé alveg þess virði að benda fólki á að eins og margir sölumenn, þá eru þeir óheiðarlegir þegar þeir kynna vöruna sína.
Svo finnst mér bara einkar ógeðslegt að sjá hvernig prestar fjalla um ógeðslegar sögur í Gamla testamentinu, t.d. að guð hafi "hreinsað" jörðina í Nóaflóðinu. Mér finnst alveg þess virði að reyna að komast að því hvort að þeir sjái ekkert athugavert við t.d. frumburðadrápin.
Síðan finnst mér þetta líka vera spurning um að grafa undan kristni, ég held að það myndi hafa góð áhrif ef prestar myndu almennt viðurkenna (og tala um) ljótu hliðar biblíunnar. Það myndi kannski valda því að færra fólk væri eins og Óskar hérna er líklega, fólk sem að sér ekkert athugavert við sum þjóðarmorð.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2010 kl. 19:31
Halló, nei, hættu nú alveg Hjalti. Í orðum þínum felst að þú teljir presta eins og Þórhall ábyrga fyrir því að sumt fólk sér ekkert athugavert við sum þjóðarmorð.
Grafa undan kristni? Heldurðu virkilega að heimurinn verði bættari með því?
Grefill (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 19:56
Ég held að ástæða þess að mikið af kristnu fólki sér ekkert athugavert við fjöldamorð biblíunnar sé sú að það hefur alls konar fjarstæðukenndar skoðanir sem kirkjur (og þar með auðvitað prestar) bera einhverja ábyrgð á. Til dæmis þegar krökkum er sagt sagan af Jeríkó eða frumburðadrápunum og talað er um þann sem framkvæmir þjóðar- eða fjöldamorðin er "góði gæinn" í sögunni.
Já.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.11.2010 kl. 20:02
Sæll Hjalti. Maðurinn er illur ekki Guð. Væri Guð illur myndi Biblían greina frá því. Hún greinir frá því að Guð sé Kærleikur, Ljós og Líf, en! hafir þú lesið fyrstu athugasemdina mína segi ég frá því að Guð veitir heill og veldur óhamingju=illt í heb. Guð er svo ofboðslega langlyndur og þolinmóður gefur Guð manninum langan tíma til að gefast undir Hans voldugu hönd. Þetta langlyndi Guðs misskilur maðurinn oft og heldur áfram í hroka sínum að herða hjarta sitt gagnvart Guði sínum. En harðúð hjartans framkallar óhamingju = illt eða eymd og kvöl. Láti maðurinn ekki af sinni vondu breytni bíður Hans knosun og glötun að lokum.
Óskar Sigurðsson, 28.11.2010 kl. 20:27
Það kemur mér lítið á óvart að þú hafir reynslu af því að ræða þessi efni við sérfræðinga Guðbergur.
Matthías Ásgeirsson, 28.11.2010 kl. 20:32
Matti: "Það kemur mér lítið á óvart að þú hafir reynslu af því að ræða þessi efni við sérfræðinga Guðbergur."
Vá, hey, júbbíííí ... hvílik málsnilld! Hvílík hnyttni! Maður kemur bara vart upp orði af hrifningu. Þú hefur dúxað á Dale Carnegie-námskeiði, ekki rétt? Segðu mér, bjóstu þetta snilldarsvar til alveg sjálfur Matti eða fékkstu aðstoð hjá Dale sjálfum? Segðu satt.
Grefill (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 21:10
Held þú ættir að sleppa því að minnast á það sem þú þolir ekki að ræða Guðbergur, þ.m.t. þráhyggju. Ég er t.d. afar laus við að hafa áhuga á þér.
Matthías Ásgeirsson, 28.11.2010 kl. 23:13
No ... enn eitt snilldartilsvarið frá Matta!!! Yessss ... segi ég nú bara og meina það. Matti á sko skilið að fá Vantrúarbikarinn á næstu árshátíð fyrir sinn einstaka leiftrandi húmor og andagift. "Ég er laus við að hafa áhuga á þér" ... ha, ha, ha ... þetta verður að fara á bol.
Grefill (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 23:24
Óskar, í biblíunni er sagt að guð fremji og fyrirskipi þjóðarmorð. Flest fólk myndi kalla það illsku.
Grefill, reyndu nú að færa þig upp á aðeins hærra plan. Að ásaka andmælendur sína um þráhyggju er ekki beint málefnalegt. Punktur Matta í athugasemdinni frá 28.11.2010 kl. 19:03 var alveg gildur, og þú hefðir frekar átt að svara því málefnalega frekar en að fara í drullumallið.Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.11.2010 kl. 07:48
Fín líking. Það er nefnilega alveg hægt að ræða um það hvort að persónan Kolbeinn kafteinn í bókunum um Tinna hafi verið drykkjusjúklingur eða hvort að Tinni sjálfur hafi verið samkynhneigður. Það hafa einmitt verið skrifaðar heilu ritgerðirnar um seinna málefnið.
Þú virðist stundum eiga erfitt með að taka hlutunum ekki bókstaflega Guðbergur. Hjalti er að tala um hvernig persónan Guð í Biblíunni birtist. Alveg eins og menn geta og hafa rætt hvernig persónan Bjartur í Sumarhúsum birtist í Sjálfstæðu Fólki.
Egill Óskarsson, 29.11.2010 kl. 12:28
Já, en Egill ... sjáðu nú til.
Ég las allar Tinnabækurnar á sínum tíma. Vissulega fékk Kolbeinn sér nokkrum sinnum í glas og augljóst var að honum þótti sopinn góður. Um það er ekki hægt að deila. Hvort hann hafi verið áfengissjúklingur er hins vegar umdeilanlegt vegna þess að menn leggja svo mismunandi skilning í það hvenær fólk er orðið áfengissjúkt og hvenær ekki.
Sjálfur er ég á því að drykkja Kolbeins hafi ekki verið svo óstjórnleg yfir heildina að hann hefði þurft á áfengismeðferð að halda. Samt skil ég vel að öðrum gæti fundist að kallinn hefði átt á drífa sig í meðferð, hann drakk jú stundum ótæpilega og á ögurstundum þegar hann hefði betur verið edrú. Dæmi um það var t.d. að finna í bókinni Krabbinn með gylltu klærnar (minnir mig) þar sem Kolbeinn drakk frá sér vitið og missti skip sitt í hendur á glæpamönnum sökum vanhæfis.
En þá erum við komnir að kjarna málsins.
Ég stofna ekki félag sem hefur það gagngert á stefnuskrá sinni að vinna á móti þeim sem telja að Kolbeinn hafi verið drykkjusjúklingur.
Ég held ekki úti vefsíðum þar sem ég klifa stöðugt á dæmum úr Tinnabókunum sem að mínu mati sanna að Kolbeinn hafi ekki verið drykkjusjúklingur.
Ég eltist ekki við þá sem telja að Kolbeinn hafi verið drykkjusjúklingur og krefst þess að þeir viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér.
Ég sit ekki um skrif annarra Tinnaaðdáenda og reyni að finna eitthvað í skrifum þeirra varðandi áfengisdrykkju Kolbeins sem gefur mér tækifæri til að koma þeirri skoðun frá mér enn og aftur í athugasemdarkerfinu hjá þeim að kallinn hafi ekki verið drykkjusjúklingur.
Ég einfaldlega hef ekkert við það að athuga þótt einhverjum finnist eitthvað um Kolbein kaftein sem mér finnst ekki.
Á sama hátt hef ég engar áhyggjur af því hvaða skoðun fólk vill hafa á Bjarti í Sumarhúsum þótt mér hafi persónulega þótt hann vitlaus fram úr hófi og frekar aumkunarvert mannkerti satt að segja.
Ég vil bara leyfa hverjum og einum að hafa sínar skoðanir á skáldsagnapersónum í friði. Þetta er jú allt byggt á því hvernig fólk túlkar hlutina og það sem einum finnst rétt túlkun getur öðrum fundist röng túlkun og það er bara ekkert þar um að deila.
Ykkur í Vantrú er hins vegar svo mikið í mun að koma því á framfæri að ykkar túlkun á Biblíunni (sem við erum sammála um að sé skáldsaga) sé rétt, að þið ykkur er hreint og beint í nöp við nánast alla sem túlka þessar sögur öðruvísi en þið. Þið krefjist þess að þeir "viðurkenni" að hafa rangt fyrir sér.
Sko Egill ... og þið hin í Vantrú.
Þið hafið gert baráttu ykkar gegn skipulögðum trúarbrögðum að persónulegri baráttu um það hver hefur rétt fyrir sér og hver ekki.
Þið virðist ekki geta skilið að í svona deilu hafa báðir aðilar rétt fyrir sér því hvor aðilinn um sig sér hlutina frá sínu eigin sjónarhorni.
Og vegna þess að þið eruð stöðugt að ráðast á menn en ekki málefni þá eruð þið í raun að skaða ykkar málstað frekar en að vinna honum fylgi.
Það sem er að ykkar málflutningi í hnotskurn er að þið eruð ekki að halda fram ykkar sjónarmiðum, sem nota bene eiga fullan rétt á sér, heldur gengur nánast öll barátta ykkar út á að rakka niður sjónarmið annarra og gera lítið úr þeim.
Það er taktík sem gengur ekki upp og á meðan þið beitið henni munið þið ætíð fá fólk upp á móti ykkur.
Grefill (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 14:51
Þetta er meira og minna allt rangt hjá þér Grefill, misskilningur og rangtúlkanir. Auk þess dettur þér ekki í hug frekar en fyrri daginn að rökstyðja mál þitt með öðru en að því sem þér finnst og þar sem þú hatast út í Vantrú þá er einfaldlega ekki hægt að taka mark á þér. Fyrr en þú kemur með einhver konkret dæmi.
Egill Óskarsson, 29.11.2010 kl. 17:00
Í tilraunum þínum til að koma þeirri skoðun þinni frá þér Grefill um að sumir bloggarar tengdir Vantrú, séu dónar og séu með leiðindi á netinu, að þá ert þú orðinn dónalegastur af þeim öllum.
Með mesta þrasið, skætinginn og leiðindin. Eltir uppi allar færslur á blogginu sem þessir aðilar voga sér að setja inn athugasemdir og ræða málin,,,þar ert þú mættur og með langlokur um ekki neitt og leiðindi og skæting.
Þetta hefur algjörlega snúist í höndunum á þér félagi.
Hvað er að frétta af skýrslunni um Vantrú ? áttu þetta ekki bara að vera 2 vikur þarna á sínum tíma ?
Svo virtist sem þetta byrjaði hjá þér þannig að þú ætlaðir að sýna þessum vantrúarguttum hvað þeir væru leiðinlegir og væru að leggja fólk hér á blogginu í einelti ... en nú ert þú orðinn verri en nokkur þeirra nokkurntíman.
Sorglegt. :/
E.T (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 19:24
E.T. ... það er ekki það sem ég segi sem skiptir máli heldur það sem þið segið.
Ég er bara hér til að draga ykkur í Vantrú út á völlinn svo þið getið sjálfir opinberað ykkur, tilgang ykkar og málflutning fyrir sífellt fleiri lesendum. Ég er ekki með félag að verja, ég er bara einstaklingur sem þoli ekki félagsskap sem hefur enga sjálfstæða stefnu aðra en að grafa undan annara manna trú og hyggst ná sínu fram með netofbeldi, einelti og árásum á einstaklinga sem aðhyllast trú.
Svo hef ég margsagt að skýrslan er ekki um Vantrú heldur ofbeldi á netinu.
Og þakka þér fyrir að minna mig á að tilkynna að henni seinkar. Ástæðan er sú að ég hélt að þið mynduð hætta ofbeldinu fljótlega en þar sem það hefur ekki gerst þá er ég enn að skrifa hana. Útgáfudagur er óákveðinn.
Grefill (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 19:55
Sem betur fer er ekki íslenska ríkið að borga 4 milljarða á ári til félags sem trúir því að Kolbeinn kafteinn hafi verið forfallinn drykkjusjúklingur...
Það væri afleitt, sérstaklega ef þessari trú væri hampað í útvarpsmessum, boðuð í leikskólum, og sumir trúboðarnir myndi jafnvel ganga svo langt að halda því fram að sá sem ekki trúir á alkann Kolbein myndi fara til helvítis.
Ef svo væri, væri vonandi að félag einsog Vantrú myndi berjast gegn slíku.
Einar Karl, 29.11.2010 kl. 20:04
Úff....þessi Óskar talar eins og róbot.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.11.2010 kl. 00:10
Eins og Egill hefur bent á þá heldur trúað fólk ekki sínum skoðunum út af fyrir sig. Þau fá milljarða af fjárlögum og eru með meira en hundrað manns á launaskrá, reyna að troða skoðunum sínum á börn annarra í opinberum skólum og boða það í útvarpinu (og á netinu!) að þeir sem eru ekki sammála þeim séu siðleysingjar.
Síðan ert þú að skamma okkur fyrir að leyfa þessu fólki ekki að vera í friði! Sérðu ekki hvað það er vitlaust Grefill?
Nei, við reynum að sannfæra þá um að þeir hafi rangt fyrir sér.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.11.2010 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.