Samtal bænarinnar

Í hvert einasta skipti sem ég sé trúmann segja að bænin sé samtal, þá velti ég því fyrir mér hvort að viðkomandi sé bara að endurtaka eitthvað sem að honum fannst hljóma gáfulega, eða hvort að hann hafi pælt í hvað hann er að segja og sé sammála því.

Þegar ég tek þátt í samtali, þá virkar það þannig að báðir aðilarnir segja eitthvað. Heldur þetta fólk því virkilega fram að það heyri guð segja eitthvað þegar það biður bænir? Ég held ekki. Réttara væri að segja að bænin er samtal þar sem að annar aðilinn segir ekki neitt.

Mig grunar að þetta sífellda tal um að bænin sé samtal sé eingöngu til þess að reyna að viðhalda þeirri trú að þú sért virkilega að tala við einhvern. Þetta er sem sagt ekki lýsing á því hvernig bænin er í raun, heldur lýsing á því hvernig bænin væri ef allt væri með felldu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margt fólk heyrir í guði og talar við hann í bænum sínum.

Það er meira í gangi en þú veist um eða skilur.

Gyða (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 21:45

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei Gyða, þetta fólk heyrir ekki í guði. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2010 kl. 22:37

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú kann ég við þig.

Bænin er vísasta leiðin til að gera akkúrat ekki rassgat í málunum.  Ef einhver segist ætla að biðja fyrir mér, þá er hann að segja að honum sé skítsama um leið og hann reynir að sveipa sig einhverri dulhyggjuslykju og sjálfmæringu.

Gyða: Að tala við "guð" er ekkert óeðlilegt. Ekkert frekar en að tala við sjálfan sig eða hugsa upphátt. En ef þér finnst guð tala til baka, þá ættirðu að kíkja til geðlæknis.  Raddir í höfði benda til geðklofaástands og það eru til lyf til að slá á það.  Ekkert illa meint, né beint að þér sérstaklega. Þetta er bara hin viðtekna klíníska skýring.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2010 kl. 23:20

4 identicon

Jú, Hjalti, fullt af fólki heyrir í guði.

Jón Steinar. Eru þá allir sem heyra í guði geðklofasjúklingar að þínu mati, eða í "geðklofaástandi" eins og þú orðar það? Ég myndi þiggja heiðarlegt svar án útúrsnúninga.

Gyða (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 23:44

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón, mér finnst þú vera of fullyrðingaglaður þegar þú segir að einhver sem segist ætla að biðja fyrir þér sé að segja að honum sé skítsama. Það getur vel verið að þetta sé þannig hjá einhverjum.

Jú, Hjalti, fullt af fólki heyrir í guði.

Eins og Jón Steinar bendir á, og ég var að hugsa um að skrifa í bloggfærslunni, þá fær fólk sem að heyrir í raun og veru í guði oftast aðstoð frá fólki með sérfræðiþekkingu (og ég er ekki að tala um presta!). 

Talar þú við guð? Ef svo er, gætirðu skrifað niður samtalið næst þegar þú talar við hann?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2010 kl. 00:00

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ah... ég var að fatta það að ég gæti hafa misskilið þig Jón, varstu að tala um þegar einhver segir "Ég mun biðja fyrir þér" í trúmálaumræðum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2010 kl. 00:04

7 identicon

Ég spyr þig þá sömu spurningar Hjalti.

Að þínu mati, eru allir sem heyra guð tala við sig geðklofasjúklingar eða á einhvern hátt veikir á geði?

Gyða (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 00:42

8 Smámynd: Rebekka

Mér finnst vera smá tvískinnungur hjá trúuðu fólk hvað varðar samband Guðs við menn

- Fólk sem heyrir Guð segja því að gera góða hluti er dæmt (af trúbræðrum sínum) vera gott fólk, trúrækið og í góðu sambandi við æðri máttarvöld 

- Fólk sem heyrir Guð segja því að gera slæma hluti er dæmt vera geðsjúkt.

Ef guð getur í raun og veru talað við fólk, hvers vegna er þá ekki mögulegt að hann segi því að drepa börnin sín, börn annarra, eyðileggja eigur annarra, stofna sértrúarsöfnuði o.s.frv. o.s.frv.?  Til eru mörg dæmi í Biblíunni þar sem guð skipar fólki að gera slæma hluti, og síðan verðlaunar hann það fyrir hlýðnina.

Sjálf er ég þess fullviss að guð talar ekki við fólk þegar það biður bænir.  Bæn er það sama og að tala við sjálfan sig.  Það eitt og sér er ekki merki um geðsýki, heldur þvert á móti góð leið til að greiða úr hugsunum sínum. 

Rebekka, 5.10.2010 kl. 06:53

9 Smámynd: Linda

Sæll Hjalti.

Það að tala við Guð er afar persónuleg upplifun, sumir finna rödd hans innra með sér, það mætti einna helst líkja því við koss frá móður eða föður því samtalinu fylgir friður.

Trúaðir vita að Guð er okkur nálægur í einu og öllu, Jesú sagði að Guðsríki væri innra með okkur, ef við sækjum í þetta ríki af heilum hug þá er þar að finna frið og mikla lausn. þetta að að Guðsríki sé innra með okkur gefur svarið sem þú leitar að, og það frá Jesú sjálfum.

Ég tala við Guð, já og skammast mín ekki við það, ég legg allt við fætur háseti hans og hann hefur aldrei brugðist mér, trúin er ekki eitthvað sem maður getur skilið út frá bókum og fræðimennsku, heldur er hún upplifun við nærveru Guðs, upplifun sem einkennist af ást og kærleika og hlýju.

Það er því ólíklegt að þú munir skilja þetta nema að þú gefir þér á vald Almættisins, að lesa Biblíuna eins og fræðimaður, gefur þér fræðilega upplifun, að lesa Biblíuna með bæn í hjarta, trú á almættið, fær maður að upplifa það sem kallast logos, orðið opnast, það er afar merkileg reynsla.

Hvað sem því líður, þá er fyrir þér hið andlega og veraldlega ekki sambærilegur hlutur, hjá þeim sem trúa tengist hið andlega hinu veraldlega þ.a.s. það er jafnvægi.

Læt þetta duga.

Linda, 5.10.2010 kl. 09:58

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gyða: Að þínu mati, eru allir sem heyra guð tala við sig geðklofasjúklingar eða á einhvern hátt veikir á geði?

Ef fólkið heyrir í raun og veru rödd reglulega, þá myndi ég segja að það væri að minnsta kosti léttgeðveikt. Þú getur séð talað um þetta í þessum fyrirlestri

Rebekka: Sjálf er ég þess fullviss að guð talar ekki við fólk þegar það biður bænir. Bæn er það sama og að tala við sjálfan sig. Það eitt og sér er ekki merki um geðsýki, heldur þvert á móti góð leið til að greiða úr hugsunum sínum. 

Hjartanlega sammála þessu. Það sem ég held að Gyða og Linda klikki á er að gera ráð fyrir því að ég og Jón séum að tala um þetta fólk þegar við segjumst efamst um geðheilbrigði þeirra sem segjast virkilega heyra í guði.

Linda: Ég tala við Guð, já og skammast mín ekki við það...

Linda, ef þú talar í alvörunni við guð, ef þetta er alvöru samtal, gætirðu einhvern daginn skrifað samtalið niður svo að við hin getum séð hvað guð er að segja? Og gætirðu gert mér einn greiða? Spurt guð að því hvaða bók sé neðst til vinstri í bókahillunni minni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2010 kl. 11:12

11 identicon

Ok, það eru sem sagt allir sem heyra og hafa heyrt í guði geðsjúklingar að þínu mati. Þeim boðum viltu koma á framfæri við sem flesta.

Gerir þú þér Hjalti nokkra grein fyrir því hvers konar leiðindum þú ert að ala á í garð geðsjúkra með þessum fáránlega sleggjudómi þínum? Sleggjudómi sem byggir ekki á neinu öðru en fáfræði og fordómum?

Og þú Jón Steinar ættir að skammast þín líka. Ég hélt þú værir betri maður en þetta.

Gyða (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 14:38

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ok, það eru sem sagt allir sem heyra og hafa heyrt í guði geðsjúklingar að þínu mati. Þeim boðum viltu koma á framfæri við sem flesta.

Það fer eftir því hvað þú átt við með orðinu "geðsjúklingur".  Ég reyndi að vísa á fyrirlestur í síðustu athugasemd minni sem útskýrir hvað ég á við, en það klúðraðist, hérna er hann: Robert Sapolsky um trúarbrögð.

Ég held því ekki fram að allt það fólk sem heyrir rödd eigi að meðhöndla sem sjúklinga, en það er ekki góðs viti að heyra rödd. Og taktu eftir því að ég held að fæstir þeirra sem biðja til guðs tilheyri þessum hópi. 

Gerir þú þér Hjalti nokkra grein fyrir því hvers konar leiðindum þú ert að ala á í garð geðsjúkra með þessum fáránlega sleggjudómi þínum? Sleggjudómi sem byggir ekki á neinu öðru en fáfræði og fordómum?

Gyða, ég held að það séu ekki "sleggjudómar" að segja að það sé ekki góðs viti að heyra raddir. Og ég held ekki að ég sé að ala á leiðindum í garð geðsjúkra.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2010 kl. 15:05

13 identicon

Hjalti og Jón Steinar. Gefið þið ykkur ekki út fyrir að vera rökmenn sem samþykkja hvorki bábiljur eða hindurvitni né algjörlega rakalausar og ósannaðar fullyrðingar? Viljið þið ekki hafa það sem er satt en ekki logið?

Sýnið mér nú dæmi um að það hafi verið sannað á læknisfræðilegan og vísindalegan hátt að allir þeir sem heyra í guði séu geðsjúkir eða a.m.k. "létt-geðsjúkir" eins og þið fullyrðið.

Rennið raunverulegum stoðum undir fullyrðingar ykkar um að þetta sé rétt hjá ykkur.

Gyða (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 17:35

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gyða, ég held bara að það að heyra raddir geti bent til þess að viðkomandi sé geðsjúkur. Það þarf ekki að vera svo, fólk getur heyrt raddir án þess að það sé sjúklegt. En ég myndi segja að það sé ekki góðs viti.

Finnst þér ekkert athugavert við það að heyra raddir? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2010 kl. 17:41

15 identicon

Hjalti. Ég er að fara í matarboð. Hef því ekki tíma núna en vildi gjarnan ræða þetta betur á morgun. Heldurðu ekki þessari umræðu opinni?

Gyða (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 17:59

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Allt í lagi. Sjáumst á morgun! Það verður opið áfram, minnir að ég sé með opið á athugasemdir í nokkra mánuði. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2010 kl. 18:01

17 identicon

Hjalti.

Ég hef margoft séð trúlausa, sérstaklega þá sem eru í Vantrú, halda því fram eða ýja að því við trúaða viðmælendur að þeir hljóti að vera geðveikir fyrst þeir trúi á hluti sem trúlausir trúa ekki á, þar á meðal hluti eins og sköpun alheims, upprisu Jesú og svo framvegis, ekki síst að trúaðir skuli margir hverjir trúa því að þeir geti bæði talað við guð og heyrt í honum.

Þú fullyrðir hér fyrir ofan, í athugasemd tvö, að "þetta fólk heyri ekki í guði". Jón Steinar fullyrðir að þeir sem "heyra guð tala til baka ættu að kíkja til geðlæknis".

Þú og Jón Steinar eruð sem sagt að halda því fram fullum fetum að þeir sem trúa því að þeir geti bæði talað við guð og heyrt í honum séu ekki heilir á geði.

Nú þekki ég ekki menntun ykkar Jóns Steinars en þangað til þið segið mér annað þá leyfi ég mér að efast um að þið séuð geðlæknismenntaðir eða að einhverju öðru leyti hæfir til að greina geðsjúkdóma.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að meðlimir Vantrúar vilji meina að ein meginástæðan fyrir trúleysi þeirra sé sú að þeir hafi aldrei séð snefil af sönnunargögnum sem benda til þess að guð sé til?

Er það ekki líka rétt hjá mér að þið viljið meina að það sé fáránlegt að trúa á eitthvað sem engin gögn styðja við eða rannsóknir sanna að sé raunverulegt og því hljóti trú að vera hugarburður þess trúaða en ekki sannleikur eins og trúaðir vilja halda fram?

Er það ekki rétt hjá mér að út af þessu finnist ykkur fáránlegt að trúað fólk boði trú sína sem sannleik, sérstaklega í skólum landsins?

Ég held að svo sé.

En þá skýtur líka skökku við að þið sjálfir skulið gera ykkur seka um að breiða út ósannar bábiljur sem engin gögn eða rannsóknir styðja og ein sú alvarlegasta er að halda því fram að trú sé geðveiki og að trúaðir séu því geðveikir.

Miðað við kröfur ykkar sjálfra til trúaðra um að þeir "sanni" með rökum og/eða beinum sönnunum og gögnum að trú þeirra sé eitthvað annað en ímyndun þá hlýtur að teljast sanngjarnt að gera þær sömu kröfur til ykkar Vantrúarmanna.

Þess vegna bið ég þig Hjalti að benda á eina heimild fyrir því eða viðurkennda rannsókn á að trú sé geðveiki, að trúaðir séu geðveikir eða að trúaðir sem heyra í guði séu geðveikir.

Hér dugir ekkert "ég held" ... ef þú gerir sömu kröfur til þín og þú gerir til annarra.

Getir þú ekki sýnt fram á læknisfræðilega sönnun fyrir því að þeir sem trúa því að þeir heyri í guði séu geðveikir þá ættir þú ekki bara að hætta að halda þessu fram heldur skuldar þú trúuðum afsökunarbeiðni fyrir að breiða út ósannar fullyrðingar og bábiljur um þá.

Ég skal svo segja þér síðar í dag, fyrst þú skilur það ekki, hvers vegna þú hefur tvöfalda ástæðu fyrir því að hætta að skilgreina trú sem geðveiki. Ég skal útskýra fyrir þér hvers vegna það er bæði fordómahvetjandi og mikil óvirðing við þá sem þjást og glíma við raunverulega geðveiki að fólk skuli fullyrða og breiða það út að trú sé geðveiki.

Gyða (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 09:31

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú og Jón Steinar eruð sem sagt að halda því fram fullum fetum að þeir sem trúa því að þeir geti bæði talað við guð og heyrt í honum séu ekki heilir á geði.

Já, eins og ég hef sagt áður, þá tel ég að það sé ekki góðs viti (en það þýðir ekki endilega að maður sé beinlínis geðsjúkur) að heyra raddir. 

....er að halda því fram að trú sé geðveiki og að trúaðir séu því geðveikir.

Og þetta hef ég aldrei sagt. 

Þess vegna bið ég þig Hjalti að benda á eina heimild fyrir því eða viðurkennda rannsókn á....
Og ég skal fara í gegnum þetta: 
að trú sé geðveiki,
Ég hef ekki haldið þessu fram.
að trúaðir séu geðveikir
Ég hef ekki haldið þessu fram. 
eða að trúaðir sem heyra í guði séu geðveikir.

Ef maður heyrir raddir, þá getur það bent til þess að maður sé haldinn geðsjúkdóm. En svo þarf ekki endilega að vera. 

Viltu að ég finni einhverjar fræðigreinar sem tala um tengslin á milli hljóð-ofskynjana (eins og að heyra raddir) og einhverrar geðsýki?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2010 kl. 10:45

19 identicon

Skelfing eru þetta ómerkilegir útúrsnúningar hjá þér Hjalti. 

Ég ætla þá bara að halda því fram að ef trúlausir finna til löngunar til að ræða um nánast ekkert annað en trú og trúarbrögð og munnhöggvast við presta og fleiri um það sem stendur í gömlum bókum þá bendi það til að viðkomandi sé ekki trúlaus heldur geðveikur og þurfi að leita sér aðstoðar hjá fagaðila (og þá er ég ekki að meina pípulagningarmenn).

Ennfremur vil ég benda á að það fólk sem telur sig trúlaust en gengur samt í trúfélag eins og Vantrú til þess að herja á þá sem eru annarrar trúar ætti frekar að kíkja til geðlæknis. Löngun trúlauss einstaklings til að boða trúleysi sem trú frá morgni til kvölds eins og félagar í Vantrú gera bendir til þráhyggjuástands, jafnvel geðklofa. Það eru til lyf til að slá á svona maníuástand. Ekkert illa meint, né beint að ykkur sérstaklega. Þetta er bara hin klíníska skýring.

Gyða (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 11:45

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Skelfing eru þetta ómerkilegir útúrsnúningar hjá þér Hjalti. 

Ég held að þetta séu ekki útúrsnúningar hjá mér, heldur hefur þú einfaldlega misskilið mig.

Hvað í síðustu athugasemd minni ertu svona óhress með?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2010 kl. 11:55

21 identicon

Hjalti.

Ef þér finnst ekkert athugavert við fullyrðingarnar í minni síðustu athugasemd og telur ekki að ég þurfi á neinn hátt að renna stoðum undir þá fullyrðingu að trúlausir sem ganga í Vantrú séu (líklega) frekar geðveikir en lausir við trú þá hef ég misskilið þig, Hjalti. Ég viðurkenni það.

En ... við skulum þá bara halda áfram að gefa í skyn án snefils af rökum eða sönnunargögnum að trúaðir sem heyra í guði séu (líklega) jafn geðveikir og trúlausir sem ganga í Vantrú.

Þá erum við kvitt.

Gyða (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 12:38

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef þér finnst ekkert athugavert við fullyrðingarnar í minni síðustu athugasemd og telur ekki að ég þurfi á neinn hátt að renna stoðum undir þá fullyrðingu að trúlausir sem ganga í Vantrú séu (líklega) frekar geðveikir en lausir við trú þá hef ég misskilið þig, Hjalti. Ég viðurkenni það.

Auðvitað sé ég eitthvað athugavert við það. Mér fannst það bara ekki verðskulda svar. 

En ... við skulum þá bara halda áfram að gefa í skyn án snefils af rökum eða sönnunargögnum að trúaðir sem heyra í guði séu (líklega) jafn geðveikir og trúlausir sem ganga í Vantrú.

Gyða, í staðinn fyrir að tala um "trúaðir sem heyra í guði", værirðu sátt ef ég myndi tala um að heyra raddir? 

Þeas eitthvað svona: "Það getur verið merki um geðsýki (amk ekki góðs viti) að heyra raddir?" 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2010 kl. 12:46

23 identicon

Heyra raddir? Við vorum að tala almennt um trúað fólk sem segist heyra í guði. Um það var pistillinn þinn og athugasemdirnar.

Að heyra í guði er ekki það sama og að heyra og hafa stöðugar og  raddir í höfðinu Hjalti.

Það fyrra er trú, hið síðara bendir til geðveiki.

Gyða (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 14:21

24 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Heyra raddir? Við vorum að tala almennt um trúað fólk sem segist heyra í guði. Um það var pistillinn þinn og athugasemdirnar.

Gyða, í pistlinum mínum tek ég einmitt fram að ég tel ekki að trúað fólk almennt "heyri í guði"/"eigi samtal við guð". 

Að heyra í guði er ekki það sama og að heyra og hafa stöðugar og raddir í höfðinu Hjalti.
Það fyrra er trú, hið síðara bendir til geðveiki.
Ég held að fólkið sem að á í alvöru samtali við guð (þeas ekki venjulegt trúfólk) sé líklega að heyra raddir í höfðinu.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2010 kl. 15:50

25 identicon

Hjalti, hér er spurning:

Telur þú að trúaðir sem fullyrða að guð tali raunverulega við sig séu geðveikir?

Já, eða nei, Hjalti, vertu ekki að flækja þetta eða reyna að víkja þér undan að svara spurningunni hreint út.

Ég spurði þig reyndar um þetta hér fyrir ofan með aðeins öðru orðalagi og þá svaraðir þú:

"Ef fólkið heyrir í raun og veru rödd reglulega, þá myndi ég segja að það væri að minnsta kosti léttgeðveikt."

Ekki veit ég hvernig "léttgeðveiki" er öðruvísi en "geðveiki" en ... bottom line ... samkvæmt þessu svari þínu þá er einfalda svarið þitt við spurningu minni "Já".

Er það rétt skilið hjá mér? 

Gyða (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 19:30

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, eða nei, Hjalti, vertu ekki að flækja þetta eða reyna að víkja þér undan að svara spurningunni hreint út.

Sumir þeirra eru það. Eins og ég útskýrði í pistlinum mínum, þá held ég að margir þeirra sem segja að þeir eigi oft samtöl við guð séu ekki að lýsa hlutunum eins og þeir eru, heldur eins og þeir vildu að þeir væru.

Ekki veit ég hvernig "léttgeðveiki" er öðruvísi en "geðveiki" en ... bottom line ... samkvæmt þessu svari þínu þá er einfalda svarið þitt við spurningu minni "Já".

Með léttgeðveikt á ég við að það er ef til vill haldið einhverjum óæskilegum einkennum (t.d. að heyra raddir) en getur samt lifað eðlilegu lífi (eru s.s. ekki á sjúklegu stigi).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2010 kl. 20:46

27 identicon

Ja, hérna ... talandi um loðið svar við einfaldri spurningu.

Prófum eftirfarandi. Þú segir:

"Með léttgeðveikt á ég við að það er ef til vill haldið einhverjum óæskilegum einkennum (t.d. að heyra raddir) en getur samt lifað eðlilegu lífi (eru s.s. ekki á sjúklegu stigi)."

1. Við hvaða fræðilegu geðrannsóknir ertu að styðjast þarna?

2. Nefndu dæmi um "léttgeðveiki" og sýndu fram á að þetta sé viðurkennt hugtak í geðlæknisfræði.

3. Hvar hefur þú séð að þetta hugtak (léttgeðveiki) sé notað um fólk sem er e.t.v. haldið óæskilegum einkennum geðveiki (heyrir t.d. raddir) en getur samt lifað eðlilegu lífi?

4. Eða ertu bara að búa þetta til á staðnum og út í loftið?

Gyða (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 21:36

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ja, hérna ... talandi um loðið svar við einfaldri spurningu.

Þú spyrð: "Telur þú að trúaðir sem fullyrða að guð tali raunverulega við sig séu geðveikir?" Og krefur mig um Já eða Nei svar.

Hvað ef ég held að sumir þeirra séu geðveikir en aðrir ekki? Á ég samt að segja já eða nei?

 1. Við hvaða fræðilegu geðrannsóknir ertu að styðjast þarna?

Er það umdeilt að fólk getur þjáðst af hlutum eins og heyrnarofskynjunum en samt getað lifað eðlilegu lífi?

2. Nefndu dæmi um "léttgeðveiki" og sýndu fram á að þetta sé viðurkennt hugtak í geðlæknisfræði.

Ég efast um að léttgeðveiki sé viðurkennt hugtak í geðlæknisfræði. 

3. Hvar hefur þú séð að þetta hugtak (léttgeðveiki) sé notað um fólk sem er e.t.v. haldið óæskilegum einkennum geðveiki (heyrir t.d. raddir) en getur samt lifað eðlilegu lífi?

Ég bara veit ekki hvort ég hafi séð þetta orð notað svona.

4. Eða ertu bara að búa þetta til á staðnum og út í loftið?

Er þetta virkilega umkvörtunarefnið? Að ég hafi notað orðið "léttgeðveikt"? 

Ef svo er, þá skal ég lofa því að tala í framtíðinni um: "fólk sem þjáist af heyrnarofskynjum en ekki á það alvarlegu stigi að það geti ekki lifað eðlilegu lífi". Ánægð? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2010 kl. 21:57

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svo að ég reyni að útskýra betur fyrir þér hvað ég á við:

Við erum með hópinn 1. "Fólk sem að segist eiga í samræðum við guð.

Ég held að þessi hópur (1) skiptist í tvo hópa:

1a. "Fólk sem að á ekki í alvörunni í samræðum við guð." (ég held að þessi sé stærri en sá næsti)

1b. "Fólk sem að á í alvörunni í samræðum við guð."

Og ég held að þessi hópur (1b)  skiptist í tvo hópa:

1b1. "Fólk sem að þjáist af heyrnarofskynjunum en ekki það alvarlega að það eigi að flokka sem geðsjúklinga.

1b2. "Fólk sem að þjáist af heyrnarofskynjunum annað hvort það alvarlega að það flokkist sem geðsjúkdómur eða þá að þetta sé hluti af alvarlegri geðsjúkdómi."  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.10.2010 kl. 22:01

30 identicon

Ja, hérna hérna. Þvílíkt rugl. Þú hlýtur að vera stónd eða eitthvað.

Over and out.

Gyða (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 00:18

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú um það Gyða. Ég held að þetta sé frekar óruglað hjá mér.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.10.2010 kl. 15:25

32 identicon

Jæja, heldurðu það Hjalti?

Þá stenst ég ekki mátið. 

Hér fyrir ofan segir þú orðrétt: "Nei, Gyða, þetta fólk heyrir ekki í guði."

Þar með fullyrðir þú að þeir sem segjast heyra rödd guðs geri það ekki.

Síðan segir þú, aftur orðrétt: "Ef fólkið heyrir í raun og veru rödd reglulega, þá myndi ég segja að það væri að minnsta kosti léttgeðveikt."

Þar með fullyrðir þú að þeir sem heyra í raun og veru rödd guðs séu ... að vísu "léttgeðveikir", en geðveikir engu að síður.

Þegar ég síðan bið þig um að sýna fram á að fullyrðingar þínar byggi á einhverjum læknisfræðilegum rannsóknum og sönnunum kemur þú með ekki með neitt sem styður mál þitt heldur slærð bara fram heimatilbúnum og algjörlega ósönnuðum tilgátum með "ég held þetta sé svona og þess vegna er þetta svona"- rökum.

Enn fremur telur þú þig skyndilega færan geðfræðing. Við vitum hins vegar báðir að þú ert ekki geðlæknismenntaður og því eru heimatilbúnu tilgáturnar þínar um að fólk skiptist í einhverja geðflokka eiginlega bara hlægilegar fyrir alla sem vita betur.

Út á við er útkoman hins vegar sú að með fullyrðingum þínum ertu að reyna að koma því á framfæri við þá sem vita ekki betur að trúaðir sem segjast tala við guð og heyra í honum séu veikir á geði.

Það er það sem þú ert að ýja að ... eða boða ... í þeim augljósa tilgangi að niðurlægja trúna og trúaða.

Á sama tíma er alveg ljóst að þú getur ekki komið með snefil af sönnunargögnum eða sýnt fram á það að þessar fullyrðingar þínar standist skoðun.

Þar með ertu augljóslega kominn út á sama hála ísinn og þú og fleiri í Vantrú viljið meina að trúaðir séu á með sínum ósönnuðu og oft rakalausu fullyrðingum.

En í stað þess að viðurkenna það, þá ferðu frekar út í að rugla umræðuna með því að segja að þú hafir verið að meina eitthvað annað en þú sagðir orðrétt.

Auðvitað vita allir að fólk sem heyrir raddir í höfði sínu eru að öllum líkindum veikir á geði og reyndar benda slík einkenni til geðklofa.

Í þeim tilvikum er samt alltaf um að ræða ósjálfráðar raddir, oftast af þeirri tegund sem ofsækja viðkomandi og gera honum lífið mjög leitt.

Þannig er það ekki í tilfelli trúaðra. Rödd guðs ásækir þá ekki og er þeim ekki til neinna óþæginda. Þvert á móti þá veitir rödd guðs þeim styrk og vellíðan.

Það er því algjörlega út í hött að líkja þessu tvennu saman eins og þú ert að reyna að gera með "ég held"-rökunum þínum.

Þess vegna vil ég mótmæla harðlega þeim málflutningi ykkar Vantrúarmanna sem ýjar að því að trú sé á einhvern hátt það sama og geðveiki. Ég gæti ef ég nennti komið með tugi dæma þar sem fólk í Vantrú heldur því blákalt fram að þeir sem trúa hljóti að vera geðveikir.

Fyrir utan að vera rangt þá er það líka móðgun við þá sem eru raunverulega að stríða við jafn illvígan sjúkdóm og geðklofa að halda því fram að þeir sem heyra rödd guðs séu að upplifa sama helvítið og þeir.

Hjalti ... þú og félagar þínir í Vantrú viljið fyrst og fremst styðjast við staðreyndir og rökhugsun í mati ykkar á því hvort t.d. guð sé til eða ekki.

Þið teljið "þetta er svona því ég held að þetta sé svona" ekki vera rök fyrir fimmaura og í raun bara bölvað rugl og bull.

En með því að ýja að því á minnsta hátt, án snefils af sönnunum, að þeir sem heyra rödd guðs séu í raun bara geðveikir þá eruð þið sjálfir komnir niður á sama plan í málflutningi og trúaðir ... og eruð þar með búnir að gjaldfella ykkar eigin kröfur um að fólk fari með rétt mál þegar það fullyrðir hluti.

Þar með verður ykkar málflutningur álíka marklaus og þeirra trúuðu ... fyrir utan auðvitað móðgunina í garð þeirra sem eiga við raunverulega geðveiki að stríða.

Get it?

Gyða (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 00:32

33 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hér fyrir ofan segir þú orðrétt: "Nei, Gyða, þetta fólk heyrir ekki í guði."

Þar með fullyrðir þú að þeir sem segjast heyra rödd guðs geri það ekki.

Já, auðvitað heyrir enginn í guði í merkingunni að það sé ósýnileg vera þarna úti sem er að tala við það.

Þar með fullyrðir þú að þeir sem heyra í raun og veru rödd guðs séu ... að vísu "léttgeðveikir", en geðveikir engu að síður.

Og þú tekur undir það síðar í þessari athugasemd! ("Auðvitað vita allir að fólk sem heyrir raddir í höfði sínu eru að öllum líkindum veikir á geði og reyndar benda slík einkenni til geðklofa.")

Þegar ég síðan bið þig um að sýna fram á að fullyrðingar þínar byggi á einhverjum læknisfræðilegum rannsóknum og sönnunum kemur þú með ekki með neitt sem styður mál þitt heldur slærð bara fram heimatilbúnum og algjörlega ósönnuðum tilgátum með "ég held þetta sé svona og þess vegna er þetta svona"- rökum.

Nei, þú baðst mig um að koma með rannsóknir til að rökstyðja þá fullyrðingar sem ég hélt alls ekki fram (að trú væri geðveiki og að trúaðir væru geðveikir).

Auðvitað ætla ég ekki að leita að og vísa þér á rannsóknir til að sýna fram á einhverja skoðanir sem að þú eignar mér en sem ég held ekki fram!

Enn fremur telur þú þig skyndilega færan geðfræðing. Við vitum hins vegar báðir að þú ert ekki geðlæknismenntaður og því eru heimatilbúnu tilgáturnar þínar um að fólk skiptist í einhverja geðflokka eiginlega bara hlægilegar fyrir alla sem vita betur.

Hvaða geðflokka ertu að tala um?

Þannig er það ekki í tilfelli trúaðra. Rödd guðs ásækir þá ekki og er þeim ekki til neinna óþæginda. Þvert á móti þá veitir rödd guðs þeim styrk og vellíðan.

Veistu hvað, ég held bara að trúað fólk heyri almennt ekki "rödd guðs". Þú skilur mig greinilega ekki. Ég tók þetta fram svart á hvítu í færslunni minni:

Heldur þetta fólk því virkilega fram að það heyri guð segja eitthvað þegar það biður bænir? Ég held ekki. Réttara væri að segja að bænin er samtal þar sem að annar aðilinn segir ekki neitt.

Talar þú við guð Gyða? Ef svo væri þá væri gaman ef þú myndir skrifa niður "samtalið" næst og leyfa okkur að sjá hvernig guð er í samræðum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2010 kl. 01:23

34 Smámynd: Linda

Ja hérna Hjalti, hver sem er hvort sem þú eða aðrir, verðið að hætta að nota orðið ,,Geðveikir" eins og nigger (afsk ég segi þetta orð ekki á erfitt með að skrifa það) yfir heilan hóps fólks, sem þið teljið vera fyrir neðan ykkar virðingu, það sama með orðið ,,heimskur" álíka" ljótyrðis stimpill á því. (er að tala um að stimpla fólk með óréttlæti)

Hjalti, hvað var það sem þú skildir ekki við svar mitt.  Guð og nærvera hans er eins og koss á kinn, hlýja, kærleikur, eins og vera umvafin örmum okkar veraldlegu foreldra.  Hann mundi ekki segja mér neitt um þig og þína persónulegu tilveru. Það væri jú bara siðferðislega rangt ekki satt. 

En þú fyrirgefur, vonandi, ég sem trúaður einstaklingur ætla ekki að grotta mig af því að upplifa þessa fullvissu, hún einfaldlega ,,ER" svona eins og sólin.

Þó að ég noti harkaleg orð þarna í byrjun, þá er það ekki til að dæma þig persónulega, heldur einfaldlega að benda á að margur er veikur hér á landi með alvöru geðsjúkdóma Hjalti eins og þú veist, það er særandi þegar orðið er gert að hækjuorði yfir deilur eða viðræður yfirleitt.  Því notaði ég ,,N" orðið til að sýna fram að hversu misnotkun á orði getur náð yfir breiðan hóp.(White trash er líka ágætlega viðeigandi til að koma þér um skilning um fordóma skrif)

Linda, 8.10.2010 kl. 07:31

35 identicon

Arrrrghh .. Hjalti mig langar til að öskra.

Issjúið hér er að það er óþolandi þegar þú og aðrir Vantrúarmenn ýið að því að trú sé geðveiki og að trúaðir séu í raun geðveikir.

Skilurðu ekki umræðuefnið?

Hér skiptir ekki nokkru máli hvað þú "heldur" Hjalti.

Þú "heldur" að þeir sem segjast heyra rödd guðs geri það ekki.

Hvurn andskotann VEISTU um það? Nákvæmlega EKKERT því þú hefur nákvæmlega ENGIN gögn eða sannanir fyrir því að trúaðir heyri ekki í guði í raun og veru.

En af því að þú "HELDUR" að þeir sem segjast heyra í guði geri það ekki þá ferðu út í að ýja að því að þeir séu geðveikir.

En ég er að reyna að koma þér í skilning um að trú og geðveiki eiga nákvæmlega EKKERT sameiginlegt og algjörlega út í hött að fullyrða, bara af því að þú "HELDUR" það, að þeir sem heyra rödd guðs séu alls ekkert að heyra rödd guðs heldur bara raddir eins og sumir geðveikir (geðklofi) og séu því geðveikir sjálfir.

Ef þú skilur ekki enn pointið í málinu þá skal ég prófa að snúa þessu við og sjá hvort þú samþykkir það sem ég segi núna og byggi að stærstum hluta ORÐRÉTT á þínum eigin pistli:

-----------------------------

Trú trúleysingja.

"Í hvert einasta skipti sem ég sé trúleysingja segja að hann trúi ekki á neitt, þá velti ég því fyrir mér hvort að viðkomandi sé bara að endurtaka eitthvað sem að honum fannst hljóma gáfulega, eða hvort að hann hafi pælt í hvað hann er að segja og sé sammála því.

Enginn getur í raun verið trúlaus. Heldur þetta fólk því virkilega fram að það trúi ekki á neitt bara vegna þess að það kallar sig trúleysingja? Ég held ekki. Réttara væri að segja að trúleysingjar trúi bara á eitthvað annað en guð.

Mig grunar að þetta sífellda tal um að trúlausir trúi ekki á neitt sé eingöngu til þess að reyna að viðhalda þeirri trú að þeir séu öðruvísi en trúaðir. Þetta er sem sagt ekki lýsing á því hvernig trúleysi er í raun, heldur lýsing á því hvernig trúleysi væri ef allt væri með felldu."

----------------------

Hvernig finnst þér þessi pistill Hjalti? Sérðu einhverjar rangfærslur í honum? Ef ég í alvöru hefði skrifað þennan pistil og birt hann á bloggsíðu minni hefðirðu ekki sitthvað við það að athuga að ég væri að halda þessu fram, byggt á "ég held"-rökum?

Ps. Nei ég heyri ekki í guði enda ekki trúuð. Ég fullyrði hins vegar að ef ég væri trúuð og heyrði í guði þá myndi ég aldrei fara að skrifa það niður og sýna þér eða öðrum samtalið, enda um trúnaðarsamtal og einkamál að ræða. Þess vegna er alveg út í Hróa hött sú krafa þín að fá að sjá skriflegt samtal. Það mun aldrei gerast.

Hins vegar vinn ég við að sinna geðveiku fólki og veit að geðveiki og trú eiga ekkert sameiginlegt. Þess vegna finnast mér óþolandi þessir sífelldu fordómar ykkar Vantrúarmanna um að trú sé í raun geðveiki og að þeir sem heyra í raun rödd guðs séu geðveikir.

Gyða (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 09:54

36 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Issjúið hér er að það er óþolandi þegar þú og aðrir Vantrúarmenn ýið að því að trú sé geðveiki og að trúaðir séu í raun geðveikir.

Gyða, ég hef ekki ætlað að gera það. Hve oft þarf ég að segja að ég tel trú ekki vera geðveiki og ég tel trúaða almennt ekki vera geðveika.

Þú "heldur" að þeir sem segjast heyra rödd guðs geri það ekki.

Ég held að flestir þeirra geri það ekki.

Hvurn andskotann VEISTU um það? Nákvæmlega EKKERT því þú hefur nákvæmlega ENGIN gögn eða sannanir fyrir því að trúaðir heyri ekki í guði í raun og veru.

Jamm, ég hef engar rannsóknir um nákvæmlega þetta og fann ekki neitt þegar ég leitaði, en mér finnst margt benda til þess (t.d. bænir eru oft gerðar eins og það sé ekki ætlast til að guð svari). 

Og eins og þú ert svon væn að skrifa með stórum stöfum, þá segist ég alls ekki "vita" þetta, heldur "held" ég þetta.

En af því að þú "HELDUR" að þeir sem segjast heyra í guði geri það ekki þá ferðu út í að ýja að því að þeir séu geðveikir.

Nei. Lestu það sem ég skrifaði (um trúmennina sem segja að bænin sé samtal):

Þetta er sem sagt ekki lýsing á því hvernig bænin er í raun, heldur lýsing á því hvernig bænin væri ef allt væri með felldu.
...að þeir sem heyra rödd guðs séu alls ekkert að heyra rödd guðs heldur bara raddir eins og sumir geðveikir (geðklofi) og séu því geðveikir sjálfir.

Já, ef einhver heyrir í alvörunni rödd guðs, þá myndi ég segja að viðkomandi sé að heyra raddir. Hvort hann sé geðveikur eða ekki er svo annað mál.

Hvernig finnst þér þessi pistill Hjalti? Sérðu einhverjar rangfærslur í honum? Ef ég í alvöru hefði skrifað þennan pistil og birt hann á bloggsíðu minni hefðirðu ekki sitthvað við það að athuga að ég væri að halda þessu fram, byggt á "ég held"-rökum?

Jújú, ég hefði til dæmis sagt á móti að ég væri trúlaus. Þá kæmi viðkomandi vonandi með rök. 

Ég fullyrði hins vegar að ef ég væri trúuð og heyrði í guði þá myndi ég aldrei fara að skrifa það niður og sýna þér eða öðrum samtalið, enda um trúnaðarsamtal og einkamál að ræða. Þess vegna er alveg út í Hróa hött sú krafa þín að fá að sjá skriflegt samtal. Það mun aldrei gerast.

Mér finnst þetta svo merkilegt. Af hverju ekki að tala við guð um eitthvað sem er ekki mjög persónulegt svo að aðrir geti séð hvernig guð talar? Þetta er eitt af því sem að fær mig um að efast um að raunverulegt samtal sé í gangi.

Þess vegna finnast mér óþolandi þessir sífelldu fordómar ykkar Vantrúarmanna um að trú sé í raun geðveiki...

...enn og aftur, trú er ekki geðveiki. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2010 kl. 13:44

37 Smámynd: Linda

Vel svarað hér inni Gyða, skil þig svo vel.

Linda, 8.10.2010 kl. 13:47

38 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ja hérna Hjalti, hver sem er hvort sem þú eða aðrir, verðið að hætta að nota orðið ,,Geðveikir" eins og nigger (afsk ég segi þetta orð ekki á erfitt með að skrifa það) yfir heilan hóps fólks, sem þið teljið vera fyrir neðan ykkar virðingu,.... 

Linda, ég hef ekki gert það. 

Hjalti, hvað var það sem þú skildir ekki við svar mitt. Guð og nærvera hans er eins og koss á kinn, hlýja, kærleikur, eins og vera umvafin örmum okkar veraldlegu foreldra.  

Svona tel ég einmitt að sé algengara að fólk upplifi "samtalið". Fólkið fær einhverja tilfinningu fyrir nærveru og fær eitthvað á tilfinninguna. Heyrir þú almennt einhverja rödd þegar þú biður bænir? 

Hann mundi ekki segja mér neitt um þig og þína persónulegu tilveru. Það væri jú bara siðferðislega rangt ekki satt. 

Nei, ég gef guði hér með leyfi til að lýsa innihaldi bókaskápsins míns. Viltu spyrja hann að því hvaða bók sé neðst til vinstri í honum?

Þetta er síðan ein ástæða þess af hverju ég tel augljóst að fólkið er ekki að tala við guð, guð virðist vita alveg jafn mikið/lítið og viðkomandi.

Nú getur Linda ekki lengur komið með þessa afsökun, að það væri innrás í persónulíf mitt að segja hvaða bók er þarna, hvaða afsökun ætli komi næst? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2010 kl. 13:52

39 Smámynd: Linda

Nú getur Linda ekki lengur komið með þessa afsökun, að það væri innrás í persónulíf mitt að segja hvaða bók er þarna, hvaða afsökun ætli komi næst?

Ég skal giska, "the God delution" eftir Dawkins ;) Nei Guð mun ekki gefa mér innsýn í þitt líf, þó nema það kannski að dæma þína skoðun ekki, leyfa þér að eiga hana friði.

Svona tel ég einmitt að sé algengara að fólk upplifi "samtalið". Fólkið fær einhverja tilfinningu fyrir nærveru og fær eitthvað á tilfinninguna. Heyrir þú almennt einhverja rödd þegar þú biður bænir?



Ég get nú ekki sagt að ég heyri rödd eins og að ég mundi t.d. heyra rödd þína, en ég fæ að finna fyrir nærveru og svörin felast oftast í því, hvort að ég finni fyrir ófrið eða frið. Drottinn er ekkert að garga í huga mér ;) en hann talar á sinn máta, mætti kalla það tilfininingar hvísl, líkami og sál finnur fyrir þessu.



Linda, ég hef ekki gert það.



Það er að vísu rétt hjá þér í þessari grein, en það kemur allt of oft fyrir að þegar umræður sem þessar fara af stað, þá kemur þessi afstað oft í ljós úr hópi vantrúaðra. En ég alhæfi ekki slíkt um alla, né um þig, hef ekki flygst mikið með þér fyrr en nú.  Þetta er eflaust tilvalið tækifæri að brýna fyrir öllum hvort sem þeir séu trúaðir eða ekki að nota ekki slík orð í umræðunni.



Linda, 8.10.2010 kl. 14:11

40 Smámynd: Linda

Biðst velvirðingar á villum, sendi áður en ég las yfir :( 

hef ekki fylgst mikið með þér fyrr en nú. Hér ætti að standa, hef ekki fylgst með þér í langan tíma fyrr en nú.

Linda, 8.10.2010 kl. 14:14

41 identicon

Ókei, Hjalti, segjum það þá að þú hafir aldrei haldið því fram eða ýjað að því að hinir trúuðu sem segðust heyra rödd guðs væru geðveikir þrátt fyrir að hafa sagt orðrétt "Ef fólkið heyrir í raun og veru rödd reglulega, þá myndi ég segja að það væri að minnsta kosti léttgeðveikt."

Segjum líka svo að þú sért ekki að reyna að koma því á framfæri undir rós að trúaðir séu geðveikir og hafi aldrei gert ...

... þá breytir það því ekki að þeir trúleysingjar sem hafa sig mest í frammi í trúarumræðu á netinu, þar á meðal Vantrúarmenn sem segja má að hafi leitt umræðuna fyrir hönd trúleysingja hafa margsinnis, örugglega mörg hundruð sinnum bæði ýjað að því eða bara sagt það beint út að trú væri geðveiki og að trúaðir væri geðveikir.

Fyrir hönd þeirra sem stríða í raun og veru við geðveiki fer ég nú fram á að þú sem andstæðingur útbreiðslu bábilja og staðreyndafölsunar í trúarumræðu hjálpir til við að kveða niður þá algjöru þvælu og vitleysu að trúaðir séu geðveikir.

Ertu til í það?

Gyða (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 14:45

42 identicon

Hjalti, þú segir: "Mér finnst þetta svo merkilegt. Af hverju ekki að tala við guð um eitthvað sem er ekki mjög persónulegt svo að aðrir geti séð hvernig guð talar? Þetta er eitt af því sem að fær mig um að efast um að raunverulegt samtal sé í gangi."

Ólíkt þér Hjalti þá trúi ég því alveg að trúaðir heyri í guði þar til annað er sannað. Það er svo margt skrítið til í heiminum. Aðalatriðið er þó að mér er bara alveg nákvæmlega sama hverju fólk trúir enda tel ég að í trúfrelsi felist að maður eigi ekkert að vera að skipta sér af trú annarra svo framarlega sem hún truflar ekki líf annarra eða skaðar það.

Hins vegar finnst mér óþolandi þegar trúaðir eru kallaðir geðveikir. Mér finnst það jafnfáránlegt og að segja að húsmæður séu geðveikar, eða að pípulagningarmenn séu geðveikir og svo framvegis.

Gyða (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 15:06

43 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Linda: Ég skal giska, "the God delution" eftir Dawkins ;)

Góð ágiskun, en röng ágiskun

Linda: Nei Guð mun ekki gefa mér innsýn í þitt líf, þó nema það kannski að dæma þína skoðun ekki, leyfa þér að eiga hana friði.

Allt í lagi.


Linda: Ég get nú ekki sagt að ég heyri rödd eins og að ég mundi t.d. heyra rödd þína, en ég fæ að finna fyrir nærveru og svörin felast oftast í því, hvort að ég finni fyrir ófrið eða frið. Drottinn er ekkert að garga í huga mér ;) en hann talar á sinn máta, mætti kalla það tilfininingar hvísl, líkami og sál finnur fyrir þessu.

Þakka þér kærlega fyrir þessa athugasemd mín kæra Linda! Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að reyna að kom frá mér allan tímann og vonandi les Gyða þetta!

Ég held einmitt að svona séu bænir hjá nánast öllum trúmönnum. Trúmenn tala oft um að þeim "finnist guð hafa sagt þeim X", sem er ótrúlega undarlegt þetta er "samtal". Ég held að talið um að þetta sem þú talar um sé "samtal" sé bara áróður.

Linda: Það er að vísu rétt hjá þér í þessari grein, en það kemur allt of oft fyrir að þegar umræður sem þessar fara af stað, þá kemur þessi afstað oft í ljós úr hópi vantrúaðra. En ég alhæfi ekki slíkt um alla, né um þig, hef ekki flygst mikið með þér fyrr en nú.  Þetta er eflaust tilvalið tækifæri að brýna fyrir öllum hvort sem þeir séu trúaðir eða ekki að nota ekki slík orð í umræðunni.

Linda, ég hef alveg tekið eftir því þegar einhverjir trúleysingjar segja þetta (t.d. ónefndur doktor) og í hvert sinn sem ég sé eitthvað eins og "Allir trúmenn eru bara klikk!", þá andvarpa ég í með svolitlum vonbrigðisblæ.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2010 kl. 17:12

44 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ókei, Hjalti, segjum það þá að þú hafir aldrei haldið því fram eða ýjað að því að hinir trúuðu sem segðust heyra rödd guðs væru geðveikir þrátt fyrir að hafa sagt orðrétt "Ef fólkið heyrir í raun og veru rödd reglulega, þá myndi ég segja að það væri að minnsta kosti léttgeðveikt."

Smá leiðrétting (en mikilvæg) þá segi ég ekki að "hinir trúuðu sem segðust heyra rödd guðs væru geðveikir", ég tek það fram að ég tel mikið af þeim sem segjast "tala við guð" vera í raun að upplifa það sama og Linda talar um.

Gyða: ... þá breytir það því ekki að þeir trúleysingjar sem hafa sig mest í frammi í trúarumræðu á netinu, þar á meðal Vantrúarmenn sem segja má að hafi leitt umræðuna fyrir hönd trúleysingja hafa margsinnis, örugglega mörg hundruð sinnum bæði ýjað að því eða bara sagt það beint út að trú væri geðveiki og að trúaðir væri geðveikir.

Ég held að þú sért kannski að ýkja svolítið. En já, ég er ósammála því að allir trúmenn séu geðveikir og trú sé geðveiki.

Næst þegar ég sé einhvern halda því fram skal ég koma þeirri skoðun minni á framfæri. Sátt?

Gyða: Ólíkt þér Hjalti þá trúi ég því alveg að trúaðir heyri í guði þar til annað er sannað. Það er svo margt skrítið til í heiminum.

Hérna er kannski annar ruglingur á ferð (þetta er frekar ruglingslegt, þannig að það er við því að búast). Þarna var ég ekki að tala um hvort að það væri eitthvað í gangi í hausnum á fólki sem væri hægt að lýsa sem samtali.

Heldur var ég að tala um að það væri engin "hinum megin á línunni", þeas að þetta væri algerlega "inn í hausnum á fólki", en að alvitur skapari heimsins væri ekki að tala við fólkið. Svona svipað og að segja að einhver sé ekki að tala við Napóleón (þó svo að það gæti verið um "alvöru" samtal að ræða).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2010 kl. 17:17

45 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gyða:  Aðalatriðið er þó að mér er bara alveg nákvæmlega sama hverju fólk trúir enda tel ég að í trúfrelsi felist að maður eigi ekkert að vera að skipta sér af trú annarra svo framarlega sem hún truflar ekki líf annarra eða skaðar það.

Allt í lagi. Það fer svolítið eftir því hvað þú kallar að "skipta sér af trú annarra". Ég tel það til dæmis á engan veginn vera skerðing á trúfrelsi annarra að ég sé að gagnrýna trú fólks á netinu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2010 kl. 17:19

46 Smámynd: Linda

Linda, ég hef alveg tekið eftir því þegar einhverjir trúleysingjar segja þetta (t.d. ónefndur doktor) og í hvert sinn sem ég sé eitthvað eins og "Allir trúmenn eru bara klikk!", þá andvarpa ég í með svolitlum vonbrigðisblæ.

ROFL segjum tvö, vildi bara ekki nefna stóra "D´ð", málefnalegar umræður, er málið, svo leiðinlegt þegar tröllað er á góða umræðu. Svo hver er bókin sem er þarna í hillunni hjá þér, þú getur ekki verið að troða nýjustu Dawkins bókinni þar, trúi því bara ekki á þig Hjaldi.

Góðar stundir.

Linda, 8.10.2010 kl. 23:46

47 Smámynd: Linda

Ja hérna hér..HjalTi heheh..tími komin á svefn held ég bara.

Linda, 8.10.2010 kl. 23:49

48 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Linda: Svo hver er bókin sem er þarna í hillunni hjá þér, þú getur ekki verið að troða nýjustu Dawkins bókinni þar, trúi því bara ekki á þig Hjalti.

Ég hélt að það væri allt önnur bók (sem er frekar ekki fræg), en þegar ég leit nær þá sá ég að Kóraninn minn var þarna. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.10.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband