15.8.2010 | 17:39
Góð skrif prests
Ég mæli með pistli eftir séra Baldur Kristjánsson: Þrasliðið á Vantrú!. Það er gaman að sjá ríkiskirkjuprest koma með svona málefnalegt innlegg í trúmálaumræðuna. Samkvæmt Baldri hef ég víst meðal annars lélegan lesskilning, alls engan húmor og alls ekkert vitsmunalegt svigrúm. Svo er ég auðvitað meðlimur í stúpid sértrúarsöfnuði og gerilsneyddri klíku.
Þetta er að vísu ekki jafn fallegt og það sem Þórhallur Heimisson sagði um mig, að ég væri níðingur og léti ekkert gott af mér leiða (ef ég man rétt).
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Tek undir með þér. Mér finnst hann ekki setja umræðuna á hærra plan með þessum fúksyrðum sínum heldur þvert á móti. Ekki mikill vottur af umbirðarlindi í þessum ummælum hans, minnir meira á togarasjómann heldur en prest.
Brynjar Jóhannsson, 15.8.2010 kl. 17:55
Af hverju svarar þú þá klerkingum ekki bara Hjalti á umræddri síðu?
Guðmundur St Ragnarsson, 15.8.2010 kl. 18:48
klerkinum átti þetta auðvitað að vera (talandi um lesskilning...).
Guðmundur St Ragnarsson, 15.8.2010 kl. 18:48
Svara hverju?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2010 kl. 18:54
Segi það með þér, svara hverju? Baldur er bara að segja sannleikann um þessi samtök. Ekkert við hann að athuga.
Takada (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 19:40
Tvennt er alltaf dæmt til að mistakast eða fara útí einhverja vitleysu hér á blogginu. Annað eru umræður um trúmál. Hitt eru umræður um kynhneigðir fólks. Þá er nú betra að ræða veðrið!
Björn Birgisson, 15.8.2010 kl. 20:38
Björn, ég hef alveg trú á því að skynsamt fólk geti rætt saman um trúmál af viti. Hins vegar er það ekki hægt þegar skynsamt fólk vill frekar leika sé í drullumalli eins og hinn ágæti séra Baldur.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2010 kl. 21:19
Björn, þetta snýst ekki um trúarmálaumræður sem slíkar, heldur fullkomna vanhæfni Vantrúarmanna til að taka þátt í slíkum umræðum.
Geirsnef (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 22:01
Geirsnef, mér finnst þetta undarlegt þar sem að ég hef oft tekið þátt í slíkum umræðum. Spurðu til dæmis hann Mofa, ég hef átt í góðum umræðum við hann í mörg ár. Það þarf tvo til og blessaðir ríkiskirkjuprestarnir virðast flestir ekki hafa þol í það að fólk sé ósammála þeim.
Ef þú vilt fá sönnun, þá geturðu prófað að ræða þessi mál við mig.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.8.2010 kl. 22:08
Trú er ágæt fyrir þann trúaða en kirkjan er bara Bissness.
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 04:33
Já ég sá þetta í gær hahaha; Karlinn er náttlega bara að verja launaumslagið sitt.. þessar persónur vita það jafnvel og við að trú þeirra er steikt... og það sem betra er, fólk flýr umvörpum úr ruglinu um allan heim.
Það eina sem heldur uppi kristni víðast hvar er HEFÐ... hefð sem deyr út með nýrri kynslóð.... hefð sem gat bara viðhaldið sjálfri sér með þöggun og heilaþvotti á börnum;
Now it's over...:)
DoctorE (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.