Er eitthvað að marka afsökun Karls?

Eins og ég hef áður bent á, þá var aðkoma Karls að þessu máli aðallega það að reyna að fá konurnar til þess að kæra Ólaf ekki, og þá meðal annars með því að leggja áherslu á kostnaðinn sem því hefði fylgt að standa í málarekstri gegn biskupi. Örugglega allt gert með hag kvennanna í huga.

Ef Karli er alvara með þessari afsökun sinni, þá sé ég ekki hvernig fólk getur verið sátt við það að maður sem hefur komið svona fram sé í forsvari í kirkjunni sinni.

Annað hvort ætti það fólk að krefjast þess að hann segi af sér, eða þá að skrá sig úr kirkju sem leyfir svona manni að sitja áfram. Hérna er eyðublað (*.pdf) til þess að skrá sig úr kirkjunni og það er hægt að senda það sem símbréf til Þjóðskrár (s. 569-2949) eða fara með það beint á Þjóðskrá á Borgartúni 24.


mbl.is Nær sáttum við Þjóðkirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband