Aðdáun á ógeði

Á heimasíðu ríkiskirkjunnar er ræða eftir guðfræðiprófessorinn Pétur Pétursson, þar segir hann meðal annars:

Því meira sem maður les í guðspjöllunum og kynnir sér rannsóknir á þeim því meiri verður aðdáunin á Kristi, predikunum hans, lífi og starfi – þetta er mín reynsla og margra annarra. #

Nú gef ég mér að Pétur haldi að Jesús hafi sagt það sem kemur fram í guðspjöllunum. Ég sé ekki hvernig nokkrum manni getur fundist predikanir Jesú vera aðdáunarverðar.

Ef maður skoðar til dæmis Matteusarguðspjall, þá virðist predikunin hans ganga út á það að heimsendir sé í nánd og að þá muni guð henda „vondu“ fólki í helvíti. Er þetta aðdáunarvert?

Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. (Mt 13.40-42)

Það er auðvitað ekki hægt að gera athugasemdir við þessa ræðu og ég efast um að þessi mikli spekingur myndi vilja ræða um svona ljót vers.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er svona ljótt við þetta vers?

Ef að dýrðarríkið fyrir handan og Guð eru réttlæti, hversvegna skyldi þá sú stjórnskipan sætti sig við þá sem eru tilbúnir að fremja ranglæti?

Það er allstaðar bent á í guðspjöllunum að þeir sem að eru tilbúnir að fórna andlegri velferð og framgangi annarra fyrir veraldlega hluti eða veraldlega velgengni komist einfaldlega ekki að hinumeginn vegna þess að þá eigi þeir ekki í sér nægan kærleika (til náungans) til þess að passa inn í himneskt regluverk.

"Vél" sem gengur fyrir kærleika verður ekki keyrð á kærleika, græðgi og eiginhagsmunagæslu í bland, einungis kærleika. Á sama hátt verður ekki vél sem gengur fyrir bensíni keyrð á bensíni, möl og sandi í bland, einungis bensíni.

Þú myndir heldur aldrei setja sand á tankinn hjá þér til þess að sýna sandinum kærleika, sama hvað þú elskaðir sandinn mikið, vegna þess að þú veist það fyrirfram að sandurinn eyðileggur vélina.

Það er þannig sem ég skil þetta og rökræðuna er best að eiga við Guð.

Það að trúa er einfaldlega það að trúa því að ekkert í þessum heimi gerist fyrir tilviljun og trúarbrögð eru engan veginn það sama og trú, þau eru regluverk okkar mannanna ætluð til þess að koma sjálfu almættinu inn í þægilegan kassa, svo hægt sé að dæma það eða láta okkur líka vel við það.

Persónulega ef að ég kannaðist við einhvern sem hefði skapað sjálfan sig úr engu, þá myndi ég nú einfaldlega láta nægja að taka mark á akkúrat þeim aðila og ENGUM öðrum, það er bara eitthvað svo endanlegt við þá framkvæmd að skapa sjálfan sig úr engu, ekki satt?

Guðmundur Þórarinsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 02:00

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvað er svona ljótt við þetta vers?

Hvað með talið um að henda fólki í eldsofn?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.12.2009 kl. 02:11

3 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Hjalti fólk vinnur sér það inn að lenda í helvíti. En Hjalti helvíti er bara biðstaður fyrir annað verra, nefnilega Eldsdíkið. Það er fyrir helvíti, dauðann og Satan og þá sem fylgja honum.

Hjalti þegar ég les það sem þú skrifar hjá öðrum þá sannfærist ég alltaf betur og betur um að þú sért ekki vantrúaður. Margir þeir sem segjast trúa eru ekki trúaðir. En þú, þú trúir. Ég er ánægður með þig. Guð blessi þig.

Aðalbjörn Leifsson, 4.12.2009 kl. 05:26

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Allt í lagi Aðalbjörn. Ógeðið er þá að talið um að henda fólki í eldsdíkið. En ég veit ekki af hverju í ósköpunum þér myndi detta í hug að ég sé trúaður.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.12.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Hjalti þú leiðréttir mjög oft þjóðkirkju presta þegar þeir fara fram úr sér, kemur þeim inn á rétta línu, einhvern veginn held ég að enginn myndi gera það nema sá sem trúaður er. Þú trúi ekki eins og ég en þú trúir. Biblían segir að illu andanir trúi að Guð sé einn, þú trúir að Guð kasti fólki í eldsdíkið að gamni sínu.... en þangað fer enginn nema hann eigi það skilið. Hjalti þú átt ekki eftir að fara í eldsdíkið, þú ferð til himna. Góðir menn fara til himna, hinir til helvítis og að endingu til eldsdíkisins. Be blessed.

Aðalbjörn Leifsson, 4.12.2009 kl. 15:38

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Fara góðir menn til himna en hinir til helvítis? Maður þarf sem sagt ekki að trúa á Jesú til að komast til himna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.12.2009 kl. 02:32

7 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Reikna með að þú verðir dæmdur eftir hjaralagi þínu. Reyndar verða Gyðingar dæmdir eftir lögmálinu. Hjalti þú hefur hugsanlega aldrei tekið á móti Kristi sem frelsara, en trúir samt, þeir sem hafa tekið á móti Kristi en hafna honum eru á mjög slæmum stað. Biblían segir að þú sért heimskingi vegna Guðleysis þíns, ekki vegna trúleysis. En svo kemur trúin af boðuninni og boðunin kemur af því að heyra orð Krists, þú heyrir ágætlega.

Af hverju ættir þú að fara til helvítis þegar þú átt fyrir biðjendur??

Aðalbjörn Leifsson, 5.12.2009 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband