Stórkostlegt hugrekki!

Loksins þorir æðsti biskup Þjóðkirkjunnar að taka afstöðu til umdeilds máls. Hann er á móti dauðarefsingum. Reyndar bendir hann á að "þorri Íslendinga" hafi "megnustu andstyggð og óbeit á dauðarefsingum". Þannig að það virðast vera álíka margir á móti dauðarefsingum og umferðarslysum, sem biskupinn tók fram að hann væri líka á móti.

Þetta er allt gott og blessað hjá biskupnum, en mér finnst það frekar ósmekklegt hjá honum að tengja þessa umræðu um umferðarslys við þá skoðun sína að siðleysi sé fylgifiskur trúleysis, í predikuninni sagði hann:

Að baki umferðarlögum og reglum er vald samfélagsins til að framfylgja þeim. En hvað með umferðarreglur lífsins? Hvaða vald er á bak við þær? Þegar efasemdir breiðast út um að nokkurt vald sé þar að baki nema eigin geðþótti eða almanna samsinni hvaða afleiðingar hefur það? Þegar siðvitund samfélagsins rofnar, þegar meginviðmið eru afnumin og vildarrétturinn einn ræður, Hvað tekur þá við?

Trú og siður haldast í hendur, trúin sem er lotning og virðing fyrir því sem er manni æðra, og traust til þess að heimurinn er þrátt fyrir allt í góðum og traustum skorðum, og að hinn góði vilji og vald mun um síðir sigra, trúin sem þiggur lífið, jörðina, náungann sem gjöf, sem lán frá höfundi lífsins. Af þeirri trú spretta ekki aðeins góð gildi, sem menn geta tileinkað sér að vild, heldur og dyggðir sem menn temja sér, eða eru aldir upp í og mótast af, og virðing fyrir því oft dulda samhengi, þeim fínofna vef sem mannlegt samfélag og lífið allt er.

Þessi afstaða hans ætti ekki að koma þeim sem fylgjast með málflutningi hans á óvart. Hann hefur jú áður sagt:

Ekkert foreldri getur varið barn sitt fyrir ágengni þess ofstækis sem helst sækir að þeim hjörtum og sálum sem ekki hafa fengið næringu trúar, ekki hafa fengið viðmið helgra sagna og helgrar iðkunar og ein megna að hamla gegn áhrifum sálardeyðandi og mannskemmandi guðleysis og vantrúar. - sjá hér

Boðskapurinn er þessi: Hvers vegna í ósköpunum er það frétt að þessi hálfviti hefur sömu afstöðu til umferðarslysa og dauðarefsinga og 99% Íslendinga? Það er frekar fréttnæmt að fjölmiðlar hafi áhuga á því sem hann segir.

mbl.is Biskup Íslands gagnrýnir aftöku Saddams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband