Þórhallur Heimisson í afneitun

Ímyndaðu þér að þú rekist á þessa efnisgrein:

Charles Taze Russel var stofandi Votta Jehóva. Svo virðist sem hann hafi gert ráð fyrir að endalok heimsins væri í nánd. Eftirmenn hans innan Votta Jehóva væntu þess að endir aldanna stæði fyrir dyrum.

Hvað þýðir þetta? Flestir myndu halda að þetta þýddi það sem það virðist þýða, að Russel og eftirmenn hafi haldið það að heimsendir væri í nánd. Samkvæmt ríkiskirkjuprestinum Þórhalli Heimissyni, þá er þetta alls ekki svo augljóst. En bara ef við skiptum út „Charles Taze Russel og eftirmenn hans innan Votta Jehóva“ fyrir „Jesús og margir lærisveinanna“, þá skrifaði Þórhallur Heimisson nefnilega:

Svo virðist sem [Jesús] hafi gert ráð fyrir að endalok heimsins væri í nánd...

Margir lærisveinanna væntu þess að endir aldanna stæði fyrir dyrum... # 

Allt í einu þýðir „í nánd“ og „að standa fyrir dyrum“ ekki að það sé stutt í eitthvað. Allt í einu gæti „endalok heimsins“ og „endir aldanna“ verið dauði einstaklinga. Það tekur því varla að vitna í orð Jesú, en hann talar klárlega um alvöru heimsendi og skamman tíma.

Þess má til gamans geta að Þórhallur virðsit vera hættur að birta athugasemdirnar mínar á blogginu hans í umræðunum um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrifar hann sjálfur síðustu athugasemd og lokar svo á þig svo að það virðist sem þú sért kjaftstopp og að hann hafi átt síðasta orðið?

Djöfull geta sumir prestar verið ómerkilegir.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 11:02

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, frekar ómerkilegt hjá honum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.5.2009 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband