Hið mikla trúboð trúleysingja

Ég verð að segja að mér finnst framkoma Svavars Alfreð í umræðum vera frekar aumingjaleg. Ég hef ekkert á móti því að trúmenn tjái sig, hef meira að segja gaman af því að ræða við menn eins og Mofa. En ólíkt Mofa, þá svarar Svavar af einhverjum ástæðum ekki fyrir sig. Gott dæmi er nýjasta greinin hans, þar segir hann til dæmis:

Eittt öflugasta trúboð nútímans er gegn trú.

Þetta er auðvitað bull og vitleysa. Eina trúboðið gegn trú sem ég veit af eru skrif nokkurra trúleysingja á netinu og einstaka greinar í blöð og viðtöl í sjón- og útvarpi.

Á meðan stunda prestar ríkiskirkjunnar það að fara í leik- og grunnskóla, síðan er daglega boðuð kristin trú á ríkisútvarpinu.

Á þetta var bent í athugasemd, en Svavar svarar ekki. Kannski veit hann að hann hefur rangt fyrir sér en þorir ekki að viðurkenna það. Hver veit?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband