6.5.2009 | 23:05
Spurning til kirkjunnar
Við lestur á Matteusarguðspjalli, þá sýnist mér Jesús spá því að heimsendir muni koma á tímum samtímamanna hans (Mt 16.28 og Mt 23.36). Er ég að misskilja þessi vers?
Eins og ég hef áður bent á þá hefur þegar einn ríkiskirkjuprestur viðurkennt að þetta er rétt skilið hjá mér. Guðfræðiprófessorinn Einar Sigurbjörnsson hefur líka viðurkennt að þetta er réttur skilningur. Hver veit nema við fáum enn einn ríkiskirkjustarfsmanninn til þess að viðurkenna að Jesús hafi verið falsspámaður?
Kannski ætti ég að senda aðra spurningu: Af hverju starfar fólk sem trúir því að Jesús hafi verið falsspámaður enn sem prestar hjá ríkiskirkjunni?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Jesús gleymdi bara að gera grein fyrir skekkjumörkum sínum, heimsendir á næstu 10-10.000 árum!
Kristinn Theódórsson, 7.5.2009 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.