Svarið er já, það væri mjög snjallt

Það er afskaplega fyndið að lesa athugasemdir ríkiskirkjuprestsins Kristjáns Björnssonar við þessa frétt.

Kristján byrjar á því að tala um einhverja töfravernd sem sjálfkrafa skráning í trúfélag móður á að veita gegn ágengum trúleysingjum:

Þessi stöðuskráning nýfæddra barna styðst við ágæta reglu sem miðar við trúfélag móður. Það gefur barninu vernd gegn ágengum markaðsaðferðum sumra lífsskoðunarhópa, einsog til dæmis trúleysingjum. Það ætti eiginlega að veita börnum vernd allt til 18 ára aldurs, en eins og flestir vita geta börn tekið afstöðu til trúfélgasaðildar með skráningu við 16 ára aldur.

Til að byrja með skil ég ekki hvernig sjálfkrafa skráning barna í trúfélag móður á að vernda börn gegn „ágengum markaðsaðferðum sumra lífsskoðunarhópa“. Ég efast um að Kristján viti það sjálfur.

Getur einhver upplýst mig um „ágengu markaðsaðferðir“ okkar trúleysingjanna í garð barna? Kristján getur það ekki. Ég veit til dæmis ekki til þess að við trúleysingjarnir séum að reyna að boða trúleysi í leik- og grunnskólum.

Síðan er það afskaplega fyndið að presturinn telji að börn þurfi vernd gegn „lífsskoðunarhópum“ allt að 18 ára aldri. Hann hlýtur að vera fylgjandi því að fresta fermingunni fram að 18 ára aldri, við viljum jú vernda börnin gegn „ágengum markaðsaðferðum sumra lífsskoðunarhópa“.

Það er þægilegt að hugsa um málið með því að líkja þessu við stjórnmálaskoðanir. Ef 80% þjóðarinnar væru skráð í Sjálfstæðisflokkinn og börn myndu við fæðingu verða skráð í stjórnmálaflokk móður yrði þingmanni Sjálfstæðisflokksins líklega illa við breytingar. Hann myndi líklega segja eitthvað svona:

 

Þessi stöðuskráning nýfæddra barna styðst við ágæta reglu sem miðar við stjórnmálaflokk móður. Það gefur barninu vernd gegn ágengum markaðsaðferðum sumra stjórnmálaflokka, einsog til dæmis vinstrimönnum. Það ætti eiginlega að veita börnum vernd allt til 18 ára aldurs, en eins og flestir vita geta börn tekið afstöðu til stjórnmálaflokksaðildar með skráningu við 16 ára aldur.

Ég held að flestir myndu telja það afskaplega mikla hræsni hjá þingmanni Sjálfstæðisflokksins að segja þetta, sérstaklega þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fengi 13.000 krónur árlega fyrir hvern einstakling sem væri 16 ára eða eldri og í flokknum þeirra.Kristján virðist síðan vera uppiskroppa með rök, að minnsta kosti er erfitt að hugsa sér að einhver með góðan málstað komi með svona rök:

Að skilja barnið eftir án uppeldis í trú eða sið er vont og það hefur ekki verið sýnt fram á að það geti skilað því nokkrum verðmætum í uppeldislegum efnum. Og ég held að allir heilbrigt hugsandi menn sjái vel muninn á slíku uppeldi og því sem allir óttast: innrætingu vondra siða.

Nei Kristján. Að barn fari ekki í trúfélag móður við fæðingu er ekki það sama og að ala barnið ekki upp. Foreldrar geta enn innrætt barninu góða siði, og já, jafnvel innrætt því trú ef það vill.

Kristján gleymir samt einni ástæðu sem ég veit að prestar ríkiskirkjunnar hafa áhyggjur af: Ef börn eru ekki skráð sjálfkrafa í trúfélag móður, þá er hætta á að það myndi fækka eitthvað í ríkiskirkjunni hans og það þýðir minni pening í kassa ríkiskirkjunnar.

Svo á ég ekki von á svari frá ríkiskirkjuprestinum, hann hefur ekki gert það hingað til.


mbl.is Hver stýrir trúnni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skammast mín fyrir að vera íslendingur þegar svona púra mannréttindabrot og hræsni er til staðar.
Þeir sem sjá ekki ógeðið í þessu öllu saman... hljóta að vera með genin sem byggðu upp gamla vonda og óréttláta ísland.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ríkiskirkjuprestur gerist þarna sekur um fádæma heimskulegt sleggjukast og rökvillur í hvívetna. Hann virðist ekki átta sig á því að hann er einungis á móti því að hentar ekki hans kirkju, en hefur ekkert með hagsmuni einstaklinga að gera.

Kristinn Theódórsson, 19.12.2008 kl. 14:16

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Eins og ég spáði þá svarar hann engu í síðustu athugasemd sinni, heldur blaðrar bara um eitthvað.

Hann virðist ekki átta sig á því....

Þú hefur meiri trú á heiðarleika presta en ég.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.12.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og nú segist greyið presturinn ekki hafa tíma til þess að skrifa nokkrar línur á bloggið sitt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.12.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband