Að grýta í neyð

Í umræðum við frábæra grein eftir Jóhann Pál Jóhannsson reynir Helgi Guðnason (sem er með BA gráðu í guðfræði og er víst að rembast við að klára mastersritgerð í sama fagi #) að útskýra hvers vegna guðinn hans fyrirskipaði grýtingar í Gamla testamentinu. Gefum Helga orðið:

Hvað varðar grýtingar er það augljóst af Gamla Testamentinu að það voru neyðarúrræði, ég hvet þig til þess að skoða Gamla Testamentið og telja hversu oft er sagt frá því að einhver hafi verið grýttur, ég man ekki eftir fleiru en einu tilfelli svona fljótt hugsað, og mig rámar meira að segja bara í það...

Förum að hvatningu Helga og skoðum Gamla testamentið. Hérna er eitt dæmi sem er samkvæmt Helga "augljóslega neyðarúrræði":

Meðan Ísraelsmenn voru í eyðimörkinni, stóðu þeir mann að því að bera saman við á hvíldardegi. Og þeir sem hittu hann, þar sem hann var að bera saman viðinn, færðu hann fyrir Móse og Aron og fyrir allan söfnuðinn. Og þeir settu hann í varðhald, því að enginn úrskurður var til um það, hversu með hann skyldi fara. En Drottinn sagði við Móse: ,,Manninn skal af lífi taka. Allur söfnuðurinn skal berja hann grjóti fyrir utan herbúðirnar.`` Þá færði allur söfnuðurinn hann út fyrir herbúðirnar og barði hann grjóti til bana, eins og Drottinn hafði boðið Móse. (5Mós 15.32-36)

Guð þurfti augljóslega að láta grýta þennan illa innrætta mann fyrir að dirfðast að brjóta gegn helgi hvíldardagsins með því að safna saman eldivið. Annað dæmi um "augljóst neyðarúrræði":

Nú gengur maður að eiga konu, en fær óbeit á henni, er hann hefir samrekkt henni, og ber á hana svívirðilegar sakir og ófrægir hana og segir: ,,Ég gekk að eiga þessa konu, en er ég kom nærri henni, fann ég ekki meydómsmerki hjá henni,`` ....  En ef það reynist satt, og sönnur verða eigi á það færðar að stúlkan hafi hrein mey verið, þá skal fara með stúlkuna að húsdyrum föður hennar, og borgarmenn skulu lemja hana grjóti til bana, því að hún hefir framið óhæfuverk í Ísrael, með því að hórast í föðurgarði. Þannig skalt þú útrýma hinu illa burt frá þér. (5Mós 22.13-14, 20-21)

Og annað "augljóst neyðarúrræði":

Ef bróðir þinn, sonur móður þinnar, eða sonur þinn eða dóttir þín eða konan í faðmi þínum eða vinur þinn, sem þú elskar eins og lífið í brjósti þínu, ginnir þig einslega og segir: ,,Vér skulum fara og dýrka aðra guði,`` þá er hvorki þú né feður þínir hafa þekkt, af guðum þeirra þjóða, sem kringum yður eru, hvort heldur þær eru nálægar þér eða fjarlægar þér, frá einu heimsskauti til annars, þá skalt þú eigi gjöra að vilja hans og eigi hlýða á hann, og þú skalt ekki líta hann vægðarauga og þú skalt ekki þyrma honum né hylma yfir með honum, heldur skalt þú drepa hann, þín hönd skal fyrst á lofti vera gegn honum til þess að deyða hann, og því næst hönd alls lýðsins. Þú skalt lemja hann grjóti til bana, af því að hann leitaðist við að tæla þig frá Drottni Guði þínum, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. (5Mós 13.6-10)

Það eru fleiri dæmi í Gamla testamentinu, en ég held að allt fólk með sæmilega heilbrigða siðferðiskennd, sé sammála því að það sé rangt (og alls ekki "augljóst neyðarúrræði"!) að grýta:

  1. fólk fyrir að vinna á hvíldardeginum
  2. konur (átti örugglega ekki við um menn!) fyrir að vera ekki hrein mey þegar þær giftast
  3. einhvern náinn þér fyrir að boða þér aðra trú en trú á Jahve.

Vonum að Helgi sé sammála því að þessi dæmi séu ekki neyðarúrræði, vonandi hefur hann bara ekki kynnt sér grýtingar í Gamla testamentinu. En ef Helgi sér þessi dæmi og áttar sig á því að þessi "neyðarúrræða"-vörn gengur ekki upp, hvernig ætli hann bregðist við því? Eðlilegast væri auðvitað að játa að þetta eru grimmileg lög fornaldarþjóðar. Ég spái því samt að hann myndi ekki fallast á það, hann mun koma með einhverja fjarstæðukennda afsökun. Það er afskaplega fyndið að fólk sem segist aðhyllast óbreytanlegt og hlutlægt siðferði frá algóðum guði reyna að réttlæta svona óhæfuverk.

ps. ekki vitna í söguna af Jesú og hórseku konunni, hún var ekki upprunalega í Jóhannesarguðspjalli (fölsun!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grýtingar eru barbarismi á grófasta stigi. Þetta er mennskur siður sem tíðkaðist á þessum stað á þessum tíma. Sem endurspeglast í Tóruhni, enda skrifuð af mönnum.

Gleymum þó ekki hlutverki Guðs í GT, sem var að gefa og taka. Þar er hann ekki algóður, heldur alvaldur. Í NT virðist hann vera algóður en ekki alvaldur. Enda hefur illskuvandamálið ellt kristna og Gyðinglega kennisetningar frá upphafi. Þó vitum við ekki þegar Guð er að tönnslast á að þjóðin haldi sitt lögmál, hvort að hann sé í raun með áherslu á Sitt*, sem gæti bent til að lögmálið sé spillt (4. heimilda kenningin) og sé þar af blandað við kennisetningar manna - Sjá farísea í NT.

En þetta er frekar stundarpæling hjá mér, frekar en gallhörð kenning.

Gnóstar og Markíon leystu þetta vandamál samt sem áður og mjög auðveldan og þægilegan hátt. Ættir að kynna þér þeirra skítmix-redding á þessu turn-a-blind-eye vandamáli sem er búið að sitja eins og broddgöltur í hægindastól í ferilskrá pabba Jesú.

Jakob (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jakob:

Þetta [grýtingar] er mennskur siður sem tíðkaðist á þessum stað á þessum tíma.

Auðvitað er þetta mennskur siður, hvað annað gæti það verið? Ekki ertu að halda því fram að þetta sé ekki frá guði komið? Mér þætti vænt um að fá að vita hvernig þú telur þig vita það að guðinn þinn hafi ekki fyrirskipað grýtingar.

Í NT virðist hann [guð] vera algóður...

Aðeins í augum fólks sem hefur undarlegan skilning á orðinu "góður". Ég persónulega tel það ekki vera merki um gæsku að kvelja að eilífu fólk sem þér líkar ekki við. Guð Gamla testamentisins, þrátt fyrir öll fjöldamorðin og grimmúðlegar refsingar, þá takmarkar hann þjáningar fólks við þetta líf. Í Nýja testamentinu finnst guðinum þínum ekki nóg að kvelja fólk í þessu lífi, heldur vill hann gera það að þessu lífi loknu.

Svo kannast ég við kennisetningar Markíons og gnósta. En mér persónulega finnst prestar Þjóðkirkjunnar miklu betra dæmi um þær kenningar, þeir að vísu segja ekki að guðinn sem birtist í Gamla testamentinu sé andavera, heldur segja þeir að hann sé bara tilbúningur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.1.2008 kl. 20:51

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Jakob það sem þú ert að skrifa er hreinasta guðlast! Hvernig getur lögmálið verið spill!   Þú ert greinilega búinn að hafna klassískri biblíukristni!

Hjalti, þegar að neyðin er stærst, þá er hjálpin næst. Vantar þig grjót?

Ef einhver rengir þið hvað varðar "p.s.-ið" þá getur þú vísað í færslu sem ég skrifaði á bloggið mitt: "Sá yðar sem syndlaus er"

Sindri Guðjónsson, 25.1.2008 kl. 09:31

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sindri:  Sagan um bersyndugu konuna er seinni tíma viðbót og er hvergi að finna í elstu afritum.  Bara svona ef þú vissir það ekki.  Sama gildir um 12 síðustu versin í Markúsarguðspjalli sem er nokkuð óumdeilanlega elst.  Þar vantar alla upprisusöguna. Marúrnar koma aðeins að gröfinni tómri og ákveða að segja ekki nokkrum manni frá því. (sem er einkennilegt líka, því hvernig frétti ritari guðspjallsins það?)

Guð er ansi merkilegur í gamla testamenntinu. Jahve (ég er sá sem ég er) segir Evu að éta ekki af trénu, en á þeim tíma kunni hún ekki skil á réttu né röngu, svo það var ansi ósanngjarnt af honum að láta þetta yfir skötuhjúin ganga er það ekki?  Eins þegar Móses kemur ofan af fjallinu með lögmálin, þá brjálast Guð yfir hjáguðadýrkuninni, en fólkið vissi ekki að hinn afbrýðisami Guð (að eigin sögn) fílaði þetta ekki, því annað boðorðið sem meinaði það var á töflunum, sem Móses misst og braut við sýnina. Fyrir drap hann 3000 manns og lét allskyns óáran yfir menn ganga.

Er þetta ekki eins og að setja mann í rafmagnstólinn fyrir eitthvað brot og semja svo lögin á eftir til að réttlæta gjörðinA?

Eftir allt þá stautar þessi liggaliggalá spekingur út úr sér einhverju, sem byggja má kærleik á í Jesaja 1:5, annars fer lítið fyrir áréttingum um slíkt. Mesta af bókinni er gaurinn á powertrippi.

Í nýja testamenntinu er það útbreiddur miskilningur að Jesú sé einhver friðarhöfðingi samkvæmt Matt: 10:34-36.  Páll skrifar hinsvegar hið rómaða kærleiksbréf í 1. Kor. 13, en það eru ekki orð Jesú.  Í huga Páls var Jesú lika ansi óljós og líkast til taldi hann hann anda frekar en mann, sem gengið hafði á meðal oss. Ekkert minnist hann á líf hans né orð, nema upprisuna. Raunar taldi hann fólk á að fylgja sér en ekki Jesú.

Það eru annars meira banal refsingar í GT en grýtingar. Þar eru drepsóttir og náttúruhamfarir látnar ganga yfir þúsundir saklausra fyrir yfirsjón eins manns eða einhvers, sem ekki fílar vini Guðs.  Þó svo að fólk hafi ekki hugmynd um tilvist hans né boð, lætur hann hörmungum rigna yfir fólk, sem vissi ekki einu sinni að það væri að brjóta af sér.  Gyðingar voru réttlættir í fjöldamorðum og nauðgunum og misþyrmingum, þótt samkvæmt lögmálinu væri það ekki réttlætt. Lögmálið gilti aðeins um þennan hirðingjahóp innbyrðis.

Ég botna ekki í fólki, sem reynir að bera blak af þessum skruddum og þessari fáránlegu dýrkun á ofbeldi, dauða, hatri, aðskilnaði, ótta og mannfyrilitningu. Það er kominn tími til að leggja þessa forneskju að baki og sammælast um einfaldari og traustari manngildi og siðferði.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 05:19

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jesaja 1:15 átti að standa.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 05:21

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég biðst forláts Sindri á að átta mig ekki á gríni þínu. En eftir að hafa heimsótt síðu þína, þá er mér ljóst að þér er fullljóst um breytingar á ritningunni. Í raun hefur þetta verið í umræðu textural krítíkera frá því á 17. öld, svo það er einkennilegt hvað menn eru enn að streða við að vitna í þetta og hafa þetta í bókinni.  Falleg saga jú og á erindi, en ekki upprunaleg.

Óskeikulleikinn verður aldrei varinn og þar með má henda bókinni út.  Þetta er að mestu leyti fabúla. Ef ekki hrein lygi, þá himinhrópandi ýkjur, eins og stutt hefur verið m.a. með fornleyfafræðinni.  Takk svo fyrir frábært blogg, sem ég mun sannarlega setja á bloggrúntinn minn.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 05:53

7 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Sæll Jón Steinar. Ekkert mál.

Sindri Guðjónsson, 27.1.2008 kl. 19:41

8 identicon

Hæ strákar was happening , , ? ha

conwoy (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 19:02

9 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Er nokkuð sagt hvernig grjót maður má nota?

Aðalbjörn Leifsson, 4.2.2008 kl. 05:48

10 Smámynd: Magnús V. Skúlason

En hvað með lögguna? Má hún gera grjót á sér til varnar?

Magnús V. Skúlason, 6.2.2008 kl. 13:20

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Haha, þarna varstu nú aldeilis jarðaður Hjalti.  Hvað geturðu nú sagt þegar þessir þrír síðustu reka þetta svona snilldarlega ofan í þig?  Haha mátuleg á þig, Hjalti palti skítaralti.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.2.2008 kl. 16:32

12 Smámynd: Sigurður Rósant

Hjalti - Svo verðum við að hafa það í huga, að handbolti, körfubolti og allar þessar boltaíþróttir voru ekki svo mikið komnar til sögunnar á þessum "grýtingartímum".

Annað atriði líka sem við verðum að hafa í huga, að offjölgun alls kyns illa skapaðs fólks var vandamál og þá var þessi heimild fyrir hendi, frá Guði, að stúta þeim sem ekki kunnu sig. Þetta hefur verið hið besta mál að losa fjölskyldur og samfélag mannanna við vangefið eða geðsjúkt fólk. Fyrst var auðvitað reynt að reka út illa anda.

Sigurður Rósant, 28.2.2008 kl. 16:28

13 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Í Nýja testamentinu er það útbreiddur misskilningur að Jesú sé einhver friðarhöfðingi samkvæmt Matt: 10:34-36. 

Endilega látið samhengið fylja með hérna:  

34 Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. 35 Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. 36 Og heimamenn manns verða óvinir hans.`37 Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður.
38 Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. 39 Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það. 40 Sá sem tekur við yður, tekur við mér, og sá sem tekur við mér, tekur við þeim, er sendi mig.

Þarna er Jesú að undirbúa lærisveina sína undir það sem koma skal, þegar heimurinn hafnar fagnaðarerindinu. Þá fór það svo að jafnvel feður, mæður og systkini framseldu hina kristnu í ofsóknum. Þá þurftu hinir kristnu að mæta sverði. Við eigum að bera okkar kross og menn hafa dáið fyrir trúna. Þeir höfðu samt fyrirheitið um eilíft líf. Þeir dóu flestir með gleði, fagnaðarerindinu til framdráttar og dýrðar.

Enginn þeirra brá sverði til varnar og Kristur sjálfur ávítaði meira að segja Pétur, er hann ætlaði að verja Jesú fyrir rómverjunum í Grasagarðinum.  

Þannig að hér hafið þið heldur betur rangt fyrir ykkur, því að Kristur var sannur friðarhöfðingi.  

Síðan vil ég undirstrika enn og aftur, að Kristur er sá túlkunarlykill sem við notum til skilnings á Gamla testamentinu og réttmætum lögmálum og gjörðum þar.  Kristur sýndi að grýtingar eru ekki vilji Guðs, sbr. Jóh.8:3-7

3 Farísear og fræðimenn koma með konu, staðna að hórdómi, létu hana standa mitt á meðal þeirra 4og sögðu við hann: ,,Meistari, kona þessi var staðin að verki, þar sem hún var að drýgja hór. 5 Móse bauð oss í lögmálinu að grýta slíkar konur. Hvað segir þú nú?``6 Þetta sögðu þeir til að reyna hann, svo þeir hefðu eitthvað að ákæra hann fyrir. En Jesús laut niður og skrifaði með fingrinum á jörðina. 7 Og þegar þeir héldu áfram að spyrja hann, rétti hann sig upp og sagði við þá: ,,Sá yðar, sem syndlaus er, kasti fyrstur steini á hana.

Hann kenndi okkur margt annað og var allt annað en velunnari faríseanna og trúarhöfðingja Gyðinga, eins og sjá má á Jóh. 8:37-59:

37 Ég veit, að þér eruð niðjar Abrahams. Þó leitist þér við að lífláta mig, því að orð mitt fær ekki rúm hjá yður. 38 Ég tala það, sem ég hef séð hjá föður mínum, og þér gjörið það, sem þér hafið heyrt hjá föður yðar.39 Þeir svöruðu honum: ,,Faðir vor er Abraham.`` Jesús segir við þá: ,,Ef þér væruð börn Abrahams, munduð þér vinna verk Abrahams. 40 En nú leitist þér við að lífláta mig, mann sem hefur sagt yður sannleikann, sem ég heyrði hjá Guði. Slíkt gjörði Abraham aldrei. 41 Þér vinnið verk föður yðar.`Þeir sögðu við hann: ,,Vér erum ekki hórgetnir. Einn föður eigum vér, Guð.`` 42 Jesús svaraði: ,,Ef Guð væri faðir yðar, munduð þér elska mig, því frá Guði er ég út genginn og kominn. Ekki er ég sendur af sjálfum mér. Það er hann, sem sendi mig. 43 Hví skiljið þér ekki mál mitt? Af því að þér getið ekki hlustað á orð mitt. 44 Þér eigið djöfulinn að föður og viljið gjöra það, sem faðir yðar girnist. Hann var manndrápari frá upphafi og aldrei í sannleikanum, því í honum finnst enginn sannleikur. Þegar hann lýgur fer hann að eðli sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir. 45 En af því að ég segi sannleikann, trúið þér mér ekki. 46 Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? 47 Sá sem er af Guði, heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði.`` 48 Gyðingar svöruðu honum: ,,Er það ekki rétt, sem vér segjum, að þú sért Samverji og hafir illan anda?``49 Jesús ansaði: ,,Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn, en þér smánið mig. 50 Ég leita ekki míns heiðurs. Sá er til, sem leitar hans og dæmir. 51 Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem varðveitir mitt orð, skal aldrei að eilífu deyja.`` 52 Þá sögðu Gyðingar við hann: ,,Nú vitum vér, að þú hefur illan anda. Abraham dó og spámennirnir, og þú segir, að sá sem varðveitir orð þitt, skuli aldrei að eilífu deyja.
53 Ert þú meiri en faðir vor, Abraham? Hann dó, og spámennirnir dóu. Hver þykist þú vera?``
54 Jesús svaraði: ,,Ef ég vegsama sjálfan mig, er vegsemd mín engin. Faðir minn er sá, sem vegsamar mig, hann sem þér segið vera Guð yðar. 55 Og þér þekkið hann ekki, en ég þekki hann. Ef ég segðist ekki þekkja hann, væri ég lygari eins og þér. En ég þekki hann og varðveiti orð hans. 56 Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn, og hann sá hann og gladdist.``57 Nú sögðu Gyðingar við hann: ,,Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur, og hefur séð Abraham!`` 58 Jesús sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.``59 Þá tóku þeir upp steina til að grýta Jesú. En hann duldist og fór út úr helgidóminum.
 

Þarna beinlínis segir ávítar hann þá fyrir að vera manndráparar, enda vildu þeir grýta hann.

Af ofangreindu má sjá að Jesú kannast við að einhverjar mannasetningar voru komnar inn í lögmálið. Hann prédikaði t.d. gegn því að nota lögmálið auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Hann kenndi að við ættum að fyrirgefa náunga okkar... 

Kristindómurinn fer eftir því sem Kristur boðaði. Við erum ekki Gyðingar!

Bryndís Böðvarsdóttir, 19.3.2008 kl. 20:56

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Síðan vil ég undirstrika enn og aftur, að Kristur er sá túlkunarlykill sem við notum til skilnings á Gamla testamentinu og réttmætum lögmálum og gjörðum þar. Kristur sýndi að grýtingar eru ekki vilji Guðs, sbr. Jóh.8:3-7
Ég á afar bágt með að trúa því að guðfræðinemi sé að vísa í þessa fölsun.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.3.2008 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband