Hin hatramma mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna

Merkilegt að flest þau atriði sem biskupnum blessuðum fannst vera hatrömm eru tekin beint upp úr áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Ætli biskupnum finnist mannréttindanefndin líka vera hatrömm?


mbl.is Siðmennt svarar biskup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Vafalaust, og ég tek orð hans einnig til mín. Ég hlýt að vera hatrömm gegn kirkjunni, vil að skólinn geri greinarmun á sagnfræði og gosögnum, það er náttúrulega agalegt að almenningur geri slíka kröfu. Það gæti endað með því að fólk færi að efast um að þessi atburðir sem sagt er frá í Biblíunni hafi átt sér stað.

Er skrítið að til séu börn sem líta á Adam og Evu sem raunverulegar persónur mannkynssögunnar? Hver hefur þorað að segja þeim að þau séu persónur úr bókmenntum biblíunnar?

Í alvöru talað, það er alvarlegt að yfirmaður íslensku þjóðkirkjunnar tali svona til fólks, ég vildi gjarnan taka hann alvarlega. Munum að þetta er ekki bara einhver bullari á bloggsíðu.

Fjallaði um þetta nýlega.

Kristjana Bjarnadóttir, 9.12.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Það vegur nokkuð þungt held ég að einhverjir talsmenn Siðmenntar hafa verið hvað virkastir í Vantrúarfélaginu á vantrú.is  Þeir hafa umliðin ár rekið mikinn áróður (hatramman myndu sumir segja),  hæðst að trúuðum og rifið niður af áfergju lífskoðanir trúaðra og náttúrulega þjóðkirkjuna. Það fer ekki vel í fólk. Um er að ræða tilfinningamál og fólk snýst eðilega til varnar. Sumir þessarra einstaklinga virðast hafa lélega tilfinningagreind og eru með afbrygðum orðljótir - en finnst það sjálfum svakalega flott.  Það er eins og þá vanti "tötsið" og reynsluna blessaða.  Annars kemur mér á óvart að húmanistar kjósi að berjast gegn trú. Það er ekkert sjálfgefið.

Guðmundur Pálsson, 10.12.2007 kl. 00:56

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðmundur:

Það vegur nokkuð þungt held ég að einhverjir talsmenn Siðmenntar hafa verið hvað virkastir í Vantrúarfélaginu á vantrú.is

Nú er ég ansi vel að mér í málefnum Vantrúar (held að ég hafi verið 6. meðlimur Vantrúar) og ég kannast ekki við það að einhverjir talsmenn Siðmenntar hafi "verið hvað virkasttir í Vantrúarfélaginu á vantrú.is". Hvaða menn ertu að ræða um?

Þeir hafa umliðin ár rekið mikinn áróður (hatramman myndu sumir segja),  hæðst að trúuðum og rifið niður af áfergju lífskoðanir trúaðra og náttúrulega þjóðkirkjuna.

Vissulega höfum við í Vantrú hæðst að trúarskoðunum og "rifið [þær] niður". En Vantrú er ekki Siðmennt.

Annars kemur mér á óvart að húmanistar kjósi að berjast gegn trú.

Ef þú átt við Vantrú, þá er það ekki húmanistafélag. Ef þú ert að tala um Siðmennt, þá hef ég ekki orðið var við það að það sé að "berjast gegn trú".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2007 kl. 01:21

4 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Hjalti Rúnar

Akkúrat punkturinn.  Með því að kalla Siðmennt "hatrömm samtök" er biskup að kalla stuðningsmenn Mannréttindasáttmála SÞ hatramma, og þannig gera lítið úr þeim sáttmála.  Þessi ummæli biskups koma í kjölfar þess að menntamálaráðherra kynnti frumvarp sem fer eftir dómi Mannréttindadómstóls Evrópu og er í samræmi við sáttmála SÞ.

Sæll Guðmundur

Þú hefur bætt þér í hóp þeirra manna sem hafa að undanfarnu farið með fleipur um stefnu Siðmenntar og ert nú að gefa þér að talsmenn félagsins hafi "hæðst að" kristnum.

Ég er stjórnarmaður í Siðmennt og þekki því vel til félagsins.  Engir talsmenn Siðmenntar hafa verið "hve virkastir í Vantrú".   Hvorki formaður né varaformaður Siðmenntar hafa skrifað greinar á Vantrú.is og enginn stjórnarmaður í Siðmennt hefur átt sæti í stjórn Vantrúar. 

Siðmennt hefur ekki gagnrýnt trúarbrögð opinberlega þó að ein af lífsskoðunum veraldlegs húmanisma sé trúleysi.  Siðmennt hefur aftur gagnrýnt Þjóðkirkjuna þegar félaginu hefur fundist hún brjóta á rétti barna í opinberum skólum til að fá frið fyrir trúboði, trúarlegri iðkun eða trúarlegri starfsemi. 

Einstaka félagar í Siðmennt og nokkrir stjórnarmenn í gegnum árin hafa gagnrýnt trú með greinum af og til sem þeir skrifa undir í eigin persónu, ekki sem talsmenn Siðmenntar.  Þar hefur ekki verið farið fram með gífuryrðum eða háði, heldur rökrætt um málin.  Það er hald okkar að trú sé ekki undanþegin gagnrýni og ekki heilög.  Ef þú telur trú  heilaga og það megi ekki gagnrýna hana sökum viðkvæmra tilfinninga þinna eða trúsystkyna þinna, get ég ekki hjálpað þér.   Þegar trúarbrögð fá sérstaka "heilaga" stöðu og rétt á sérstakri viðkvæmni gerist það sem gerðist í Súdan um daginn þegar enska kennslukonan í sakleysi sínu nefndi tuskubangsa "Múhammed".  Auðvitað er það dæmi eins og það gerist einna verst en það hefur samt löngum á Vesturlöndum talist "taboo" að gagnrýna trú.   Málfrelsi virkar ekki nema að maður megi lýsa skoðunum sínum.  Ég mæli ekki með háði og enginn málsvari Siðmentar gerir það.   Okkur er full alvara.

Svanur Sigurbjörnsson, 10.12.2007 kl. 02:24

5 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Byrjaru nú ennþá eina ferðina enn á þessu mannréttindakjaftæði elsku vinur minn og kollegi. Þetta er sniðugt bragð hjá þér. Eigum við Svanur að vera að beita okkur af svona miklum þunga til að frelsa börin okkar undan hinum ægilega Kristi.? Er það normalt að hafa svona miklar áhyggjur af þessari kenningu bræðralags og vináttu. Hvað er að? Í hvað hefurðu dottið maður?

Þú hefur kannski áhyggjur af því að maðurinn fylgi ekki skynsemi og rökum ávallt? Mér sýnist það. Það er óþarfi, get ég sagt þér. Maðurinn er ekki einungis skynsemisvera. Það veistu nú. Það verður að vera rými fyrir þetta stóra í lífinu. Það er þegjandi samkomulag á Íslandi um að gefa Guði séns.

Annað nefnir þú, sem ég reyndar vissi ekki, að engin tengsl séu á milli þessara tveggja félaga Vantrúar og Siðmenntar? Á maður að taka þessu eins og nýju neti? Heldur þú að fólk fylgist ekkert með?  Þarf nú að fara í leik með tölur og setur í stjórnum til að átta sig á því að þetta er sama hugmyndabylgjan.

Vantúrarsýbylgjan er svo krambúleruð í eðli sínu að maður hefur stórlegar áhyggjur af sálarheilbrigði þeirra manna sem standa í þessum ósköpum. Menn beita sér og rembast frá morgni til kvölds að sannfæara landslýð um að trú og trúariðkun sé eitthvað allsendis stórhættulegt, að styrjaldir og misklíð stafi meginpart af þessu hræðilega fyrirbæri. 

Þú spyrð að ofan hvort trúin sé heilög. Nei, ekki trúin sjálf. En Guð er heilagur þeim sem á hann trúir.

Guðmundur Pálsson, 10.12.2007 kl. 12:17

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þarf nú að fara í leik með tölur og setur í stjórnum til að átta sig á því að þetta er sama hugmyndabylgjan.

Guðmundur Pálsson, þú veist ekkert um hvað þú ert að tala.

Byrjaru nú ennþá eina ferðina enn á þessu mannréttindakjaftæði

Já, mannréttindi eru náttúrulega agalegt kjaftæði

Matthías Ásgeirsson, 10.12.2007 kl. 14:26

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðmundur: 

Annað nefnir þú, sem ég reyndar vissi ekki, að engin tengsl séu á milli þessara tveggja félaga Vantrúar og Siðmenntar? Á maður að taka þessu eins og nýju neti? Heldur þú að fólk fylgist ekkert með?  Þarf nú að fara í leik með tölur og setur í stjórnum til að átta sig á því að þetta er sama  hugmyndabylgjan.

Bíddu nú við, þú fullyrtir að "einhverjir talsmenn Siðmenntar hafa verið hvað virkastir í Vantrúarfélaginu á vantrú.is". Varstu sem sagt bara að bulla um einhverja hluti sem þú þekkir ekki neitt til?´

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2007 kl. 16:06

8 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Mér finnst þetta undansláttur hjá ykkur strákar. Fari menn nú inn á heimasíður þessara tveggja félaga vantrú.is og siðmennt.is og fleytið kerlingar þar. Þetta er fakta ef menn nenna að skoða það. Ekki þarf ekki að leita lengi til að sjá árásargyrnina gagnvart kristinni trú og þjóðkirkju þó vantrúarfélagið sé náttúrulega alveg sér á parti. Þó fordæmi ég alls ekki allt sem skrifað er á þessum síðum langt í frá. Og siðmenntarmenn hafa bakvið sig merka kenningu auðvitað. Mistökin felast í því að ráðast að trúnni. Þetta eru PR mistök hjá siðmenntarmönnum sem fólki mislíkar.

Guðmundur Pálsson, 10.12.2007 kl. 16:51

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðmundur:

Hverjir eru þessir talsmenn Siðmenntar sem hafa verið hvað virkastir í Vantrú?

Mistökin felast í því að ráðast að trúnni. Þetta eru PR mistök hjá siðmenntarmönnum sem fólki mislíkar.

Hvernig hefur Siðmennt verið að ráðast að trúnni í þessari umræðu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2007 kl. 17:12

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég vil ekki leggja Vantrú og Siðmennt að jöfnu. Efnið sem er á vantru.is er mannskemmandi og hæðst er að heilögum hlutum eins og krossfórn Jesú Krists.

Siðmennt aftur á móti finnst mér sýna mun meiri viðleitni til að vera málefnalegir í sínum málflutningi, hvort sem hægt er að skrifa undir þeirra stefnumál eður ei.

Theódór Norðkvist, 10.12.2007 kl. 19:41

11 Smámynd: Egill Óskarsson

Af hverju er mönnum svona rosalega mikið í mun að sýna fram á að Siðmennt sé uppfullt af mannvonsku? Af hverju ekki að ræða það sem félagið stendur í raun og veru fyrir í stað þess að gera þeim upp skoðanir?

Ég skora á þig Guðmundur að fara inn á síðu Siðmenntar og finna dæmi þess að þar sé 'ráðist að trúnni' í þessari umræðu sem hefur verið í gangi seinustu vikur.

Þeir sem hafa verið langvirkastir í því að gera lítið úr lífsskoðunum fólks eru þeir sem hafa haldið því fram að trúleysingjar hafi ekki siðferðiskennd og að þeir séu uppfullir af mannvonsku. Biskupinn hefur t.d. verið duglegur í þessu. 

Egill Óskarsson, 11.12.2007 kl. 14:25

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Gleðilega jólahátíð minn kæri og hafðu það sem allra best  3D Santa 





Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 21:10

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Utan efnis og þó...Hér er athyglisverð lesning um "síðasta hálmstrá" kristinna, tilvísunina í Flavius Josephus (Antiquitiees of the Jews). 

Mér verður alltaf ljósara að hinn sögulegi Kristur er tilbúningur.  Þessi síða er annars fróðleg í fleiri efnum. 

Jón Steinar Ragnarsson, 14.1.2008 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband