Er manninum alvara?

Eitt af því sem blessaði biskupinn telur vera merki um það að Siðmennt séu "hatrömm samtök" er tillaga félagsins um að „tryggt verði að greinarmunur sé gerður á sagnfræði og goðsögnum í kennslustundum."

Ekki nóg með að biskupinn sé á móti því að „tryggt verði að greinarmunur sé gerður á sagnfræði og goðsögnum í kennslustundum", heldur finnst honum það vera "hatrammur" málflutningur.

Er það ekki sjálfsagt að það sé gerður þessi greinarmunur í kennslu?

Maðurinn mætti líka leita að "að einskorðast við e-ð" í orðabók, eins og Óli Gneisti bendir á.

Síðan segir biskupinn að "[ý]msir talsmenn Siðmenntar hafa leyft sér þann málflutning að tala niðrandi um trú", nú bendir blessaður maðurinn ekki á nein dæmi, en ég veit ekki til þess að talsmenn Siðmenntar hafi verið að tala niðrandi um trú. Annar aðili, Karl nokkur Sigurbjörnsson, hefur sagt að áhrif guðleysis og vantrúar væru "mannskemmandi og sálardeyðandi" # Biskupinn telur þessi ummæli örugglega ekki vera hatrömm, ólíkt því að biðja um að greina á milli goðsagna og sagnfræði í kennslu.


mbl.is Biskup sendir Siðmennt opið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvaða goðsögn hann vil kenna sem real.. sköpun, Nóaflóðið og kannski með smá sorpgreiningar kennslu

Sumir telja sig geta sagt hvað sem er vegna bókarinnar gömlu, fólk fer fram á að mannréttindi séu virt BANG hatrömm samtök, svo tala þessir helgu menn um hættulegt trúfrjálst fólk, siðlaust sem sundrar fjölskyldum sem er bara réttlætis kurteisi hjal ef menn hafa bókina sér við hlið

DoctorE (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Jóhann Helgason

Æi Þið eruð svo mikið költ það er það fyndna við ykkur  sem tilheyra Vantrú ! þið fyllið öll skilyrði fyrir  að vera költ sér- trúar- hópur  / æi og ekki einu sinni málefna leigir það er það sorglegasta við ykkur .

Jóhann Helgason, 8.12.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Jóhann Helgason

Eruð þið ekki komir með leyfi fyrir trúarsamtök ykkar ? sem er samskonar og allir sértrúarsöfnuðir hér á landi þetta eru samtök - sem heita vantrú en þegar maður skoðar hvað er költ er , þá fyllið þið öll þau skilyrði mér finnst það rosa fyndið . við erum mikið búin að hlægja af ykkur .

Jóhann Helgason, 8.12.2007 kl. 00:29

4 Smámynd: Jóhann Helgason

Hvenær er samkoma hjá sértrúar söfnuðinum Vantrú ?

Jóhann Helgason, 8.12.2007 kl. 00:49

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhann, það flokkast undir almenna kurteisi að athugasemdirnar tengist efni þess sem skrifað er að einhverju leyti.

En ég er alveg til í að ræða það hvort Vantrú flokkist sem sértrúarsöfnuður eða ekki, viltu ekki blogga sjálfur um það? Hérna eru nokkur atriði sem mér dettur í hug:

1. Skilyrðirlaus hlýðni við karísmatískan leiðtoga: Nei, passar ekki.

2. Meðlimir hvattir til þess að segja skilið við umheiminn, t.d. fjölskyldur: Nei, passar ekki.

...og svo framvegis. Prófaðu að finna fleiri atriði og skrifaðu listann upp á blogginu þínu. Mig grunar að þú sért bara fúll og þér finnist afskaplega fyndið að kalla Vantrú költ. Ég verð því miður að valda þér vonbrigðum, þegar trúfólk kallar Vantrú költ, þá fer það ekkert í taugarnar á mér. Þvert á móti tel ég það vera merki þess að það hafi ekkert almennilegt við málflutningin að athuga.

...ekki einu sinni málefna leigir...

Ég er ósammála þessu. Ég tel mig til dæmis vera mjög málefnalegan. Ég er viss um að aðrir trúmenn hérna, t.d. Mofi, séu sammála því.

Eruð þið ekki komir með leyfi fyrir trúarsamtök ykkar ?

Til að byrja með þarf maður ekki leyfi fyrir því að stofna samtök. En Vantrú er ekki trúarsamtök, en þetta er félag og hefur skráð sig sem það hjá skattmanni.

Hvenær er samkoma hjá sértrúar söfnuðinum Vantrú ?

Sumir í hópnum hittast svona einu sinni í mánuði annað hvort heima hjá einhverjum eða þá á veitingahúsi og ræða saman um það sem hefur gerst í trúmálum á millitíðinni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2007 kl. 01:20

6 Smámynd: Jóhann Helgason

Það flott að hafa ólíkar skoðanir og skiptast á um þær, En þið eruð eins og þessir sértrúar söfnuðirnir svona rosalega öfgakenndir í skoðunum ykkar legið fólk einelti  , ég var einu sinni í einum sértrúar söfnuði maður fljótur að finna sömu lykktina , ( Þá er meina ég  ykkur ) sorry en satt . Staðreyndin er oft sár .VANTRÚ er KÖLT  "

Jóhann Helgason, 8.12.2007 kl. 01:42

7 Smámynd: Jóhann Helgason

Það erflott að hafa ólíkar skoðanir og skiptast á um þær, En þið eruð eins og þessir sértrúar söfnuðirnir svona rosalega öfgakenndir og þröngsýnir í skoðunum ykkar og svo legið þið fólk í alvarlegt einelti það ekki málefnalegt   , ég var einu sinni í einum sértrúar söfnuði maður fljótur að finna sömu lykktina , ( Þá er meina ég  ykkur ) sorry en satt . Staðreyndin er oft sár .VANTRÚ er KÖLT  "hreyfing .

Jóhann Helgason, 8.12.2007 kl. 01:55

8 identicon

Þetta er bara fyndið. "Þið passið við skilgreininguna á költ" - "Hér er skilgreiningin og við pössum augljóslega ekki" - "Jú, víst eruð þið költ!" 

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 01:55

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sem sagt, rök þín fyrir því að við séum költ eru þau að við erum "rosalega öfgakenndir í skoðunum okkar" og að við "leggjum fólk í einelti".

Það gæti vel verið að skoðanir okkar flokkist sem "öfgakenndar", hvað með það? Mér persónulega finnst ekkert svakalega öfgakennt við skoðanir mínar.

Hitt atriðið kannast ég ekki við, hvaða fólk höfum við "lagt í einelti"?

En í hvaða sértrúarsöfnuði varstu? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2007 kl. 01:56

10 Smámynd: Jóhann Helgason

common veistu ekki hvað einelti" er ,hvað með siðuna ykkar á Vantrú , Þú þarft ekki hafa tekið marga sálfræði áfanga til vita skilgreininguna á einelti er Við lifum á 21 öldinni sem á ekki þekkast að ráðast á fólk persónulega við ættum að vita mörkin eru , það er það sem ég hef mest á móti ykkur .Mér finnst einelti óafsakanlegt , og aflverju skrifið þið ekki eitt orð gegn íslam eða öðrum trúarbrögðum '?en bara gegn kristinni. Það sem þið eigið sameiginlegt með sértrúar söfnuðnum er þessi hræðilegi svart hvíti hugsunar háttur .

Jóhann Helgason, 8.12.2007 kl. 02:39

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhann, hvar leggjum við fólk í einelti? Það er ekki mjög mikil hjálp í því að segja bara "hvað með síðuna ykkar á Vantrú". Gætirðu verið aðeins nákvæmari?

Við skrifum helling um önnur hindurvitni á Íslandi önnur en kristni, t.d. er afar mikið skrifað gegn ný-öld. Ástæðan fyrir því að við höfum ekki skrifað gegn t.d. múhameðstrú er sú að það eru örfáir múhameðstrúarmenn á Íslandi. Við höfum rætt um það að halda sérstaka múhameðstrúarviku, þar sem við myndum eingöngu skrifa greinar um múhameðstrú, hver veit nema það verði að því. En þú hlýtur að skilja hvers vegna það er svona mikið skrifað um kristni.

Það sem þið eigið sameiginlegt með sértrúar söfnuðnum er þessi hræðilegi svart hvíti hugsunar háttur . 

Útskýrðu endilega hvað felst í þessum svart-hvíta hugsunarhætti.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2007 kl. 03:24

12 Smámynd: Jóhann Helgason

Einelti er andlegt ofbeldi  þegar við erum að skrifa verðum við að passa það að vinna professional  aldrei nafngreina  fólk sem hefur ekki brotið af sér í starfi  að kalla fólk trúar nut.

Inn á heima siðu  og rakka það niður er mjög  alvarlegt ,einelti er andlegt ofbeldi  . ég hef starfað sem maður þurfti að vita hvað andleg ofbeldi  er þetta andlegt ofbelti sem þið eruð að gera inna á siðuna ykkar  Vantrú að hæðast af fólki . Eftir mína hræðilega reynslu af sértrúar söfnuði  þá er svart hvítur hugsunar háttur  er þegar   annar aðilinn hefur alltaf rétt fyrir sér   sem er gefur ekki svigrúm til rökræða nema með andlegu ofbeldi   , jafnréttis grundvelli  með virðingu  þið verið strákar að breyta þessu ég er  seigja ykkur  svo þið getið bætt ykkur svo verði gaman rökræða við ykkur án þessa eiga það á hættu verða ofsóknum og   fyrir einelti á vantrú heima siðuna ykkar Vantrú .

gangi ykkur bara vel í framtíðinni.

Kveðja

Jói

Jóhann Helgason, 8.12.2007 kl. 16:25

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhann:

Gætirðu komið með dæmi um þetta hræðilega andlega ofbeldi á Vantrú.is?

Eftir mína hræðilega reynslu af sértrúar söfnuði þá er svart hvítur hugsunar háttur er þegar annar aðilinn hefur alltaf rétt fyrir sér sem er gefur ekki svigrúm til rökræða nema með andlegu ofbeldi , jafnréttis grundvelli með virðingu

"Svart-hvítt" er greinilega að halda að maður hafi rétt fyrir sér.

Síðan er það bull að við "gefum ekki svigrúm til rökræða nema með andlegu ofbeldi".

Komdu að minnsta kosti með dæmi. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2007 kl. 19:43

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sé ekki betur en að siðmennt, sé komið í bullandi samstarf við kirkjuna og styður kristinfræði í skólum. Hvað eru kristin fræði annað en trúboð? Mér finnst hálfvelgjan í þessum samtökum orðin í óþökk þeirra, sem sporna gegn trúboði í skólum.  Þeir eru algerlega búnir að tala sig í kross.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2007 kl. 20:34

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einföld krafa að fólk, sem þykist trúa, haldi slíku með sjálfu sér og láti aðra í friði.  Það á einnig við um trúarstofnanir. Kirkjan á að vera eins og hver önnur verslun, opin þeim sem telja sig eitthvað þangað að sækja og auglýsa svo í fjölmiðlum. Er samt ekki viss um að slíkar auglýsingar geti staðist siðareglur SÍK.  Þeir eru víst neyddir til að ljúga til að selja krappið.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.12.2007 kl. 20:39

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Steinar:

Sé ekki betur en að siðmennt, sé komið í bullandi samstarf við kirkjuna og styður kristinfræði í skólum. 

Siðmennt hefur alltaf verið fylgjandi því að frætt sé um kristna trú í skólum. Hérna er tveggja ára gömul grein um þetta.

Hvað eru kristin fræði annað en trúboð?

Hlutlaus fræðsla um kristna trú.

Þeir eru algerlega búnir að tala sig í kross.

Nei, alls ekki. Þeir eru, og hafa alltaf verið, fylgjandi hlutlausri fræðslu um kristna trú.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.12.2007 kl. 20:40

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er hárrétt hjá Jóni Steinari, Siðmennt er algjörlega búið að skjóta siog í fótinn. Meira að segja er ótrúað fólk farið að veita mér samúð að undir höggi frá Siðmennt, fólk hefur fengið sig fullsatt af málflutningi ykkar og undrast ég stórlega hversu miklar postulínsdúkkur þið eruð. Kemur það virkilega ykkur Siðmenntar - vantrúarmönnum svona á óvart að hann kalli ykkur "hatrömm" samtök. Við hverju bjuggust þið, þegar þið ráðist gegn kristni á  þann hátt sem þið gerið.

Auk þess er þetta hárrétt hjá Jóhanni, allar þínar greinar byggjast á költataktík Hjalti, þú rífur eitt til tvö vers héðan og þaðan og tekur ekkert sem heitir samhengi með. Þú veist það jafnvel og ég að það telst til költisma, og er vantrú greinilega orðið það. Miðað við málflutning ykkar.

Varðandi andlegt ofbeldi og dæmið sem þú biður Jóhann um, þá er ég með eitt slíkt og get vel fundið fleiri ef útí það er farið.  Hér er dæmi um ofbeldi frá formanni þínum og er þetta nú af þinni eigin bloggi. Svona segja menn ekki, sama hversu ósammála þeir kunna að vera!

Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Skúli, ertu þroskaheftur? 

Matthías Ásgeirsson, 11.10.2007 kl. 23:10

 Matti má skammast sín fyrir að tala svona við heldri mann!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2007 kl. 22:10

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

úps ... rakst í senda takkann ...

að veita mér samúð vegna þess að kristni á undir högg að sækja frá Siðmennt, - vildi ég sagt hafa.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.12.2007 kl. 22:12

19 identicon

Sælir strákar.

Vonin verur ei til skammar en Matthías Ásgeirsson nú varstu þú þér til skammar. Þú ert minni maður fyrir vikið með þessari spurningu þinni sem í raun var alveg hægt að skilja sem skítkast eða dóm á Skúla.  Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir.  

Guð blessi íslenska þjóð. Hjalti Rúnar við getum allavega orðið sammála um að vilja að blessun Guðs hvíli yfir þjóðinni? Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 22:30

20 Smámynd: Jóhann Helgason

Já  allskonar dæmi um Örn Bárðar ummæli sem voru svo siðlaus gegn honum, Já hann Matti má skammast sín fyrir að tala svona við eldri mann! Þið notið einelti og andlegt ofbeldi númer eitt  ,tvö og þrjú sem mér finnst ógeðsleg tækni allgerlega óafsakanlegt .

Jóhann Helgason, 8.12.2007 kl. 22:44

21 Smámynd: Jóhann Helgason

þetta eru svo ófagmagnleg vinnu brögð hjá ykkur  ! svo low þetta gerist ekki verra er ekki hægt að komast á lægra plan en hjá ykkur "

Jóhann Helgason, 8.12.2007 kl. 23:29

22 Smámynd: Jóhann Helgason

Einelti gott fyrir Matthías lesa !Einelti
 

Einelti er endurtekin niðurlægjandi og/eða neikvæð framkoma sem leiðir til vanlíðunar hjá fórnarlambinu.

Það getur verið að einn eða fleiri haldi uppi aðförum að einstaklingi eða hóp með stríðni, illkvittnum uppnefnum, ógnandi og/eða árásargjarnri framkomu og útilokun frá félagsskap.

Ef þú vilt vita meira um einelti og hvernig það hefur áhrif á þá manneskju sem verður fyrir því smelltu hér.

Saga

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 02:20

23 identicon

Er búinn að vera að lesa bók sem heitir Critical Thinking, mjög skemmtileg bók um rökfærslu. Var einmitt að lesa kafla þar sem farið er í rökvillur og er ein af þeim "argument" from outrage (gæsalappir vegna þess að þetta eru ekki rök) og önnur guilt trip. Jóhann ég er hræddur að þú hafir gert þig sekan um báðar villurnar og hafir ekki fært nein sérstaklega góð rök fyrir máli þínu.

Það að færa staðfastlega rök á móti einhverju (hversu góð eða slæm þau eru) telst ekki vera einelti. Hinsvegar mættu margir vantrúarmenn  jafnt sem trúarmenn bæta orðalag sitt (tel Hjalta reyndar ekki í þeim hópi). Og það að taka vers úr samhengi er siður bæði hjá vantrúarmönnum og kristnum af því sem ég hef séð.

Ég hef ekki skoðað vantrúar síðuna mjög mikið en sýnist greinarnar vera misjafnar eftir því hver skrifar þær. Það segir mér að ljótar greinar um kristni eða annað séu á ábyrgð þessarra einstaklinga að mestu og að það sé nokkð frjálslyndi fyrir skoðunum manna en það er ekki þannig í költum.

Þessi orð Matta eru ekki falleg en eftir að hafa skoðað síðu Skúla þá finnst mér ég skilja það að hann hafi ekki getað setið á sér. Ef þú vilt sjá dæmi um einelti þá mæli ég með að skoða þá síðu.

Með bestu kveðjum,
Jakob

. (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 05:19

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú þurfa menn að greina fyrir sér, hvort þeir eru að segja Kristni og persónulegri trú manna, stríð á hendur eða hvort þeir ætla að sporna við stofnanavæðingu trúar og þvingaðri innrætingu á dogmanu. 

Siðmennt mætti skilgreina báráttuna fyrir sér og beina spjótum sínum að því, sem miður fer í boðun og praktík trúar og því svínaríi, sem stutt er í nafni trúarbragða almennt.  Trúaðir mega sannarlega hafa það hugfast að ef þeir ættu aðhætta að réttlæta og upphefja sjálfa sig´sem trúfólk og telja sig forréttindafólk, láta aðra í friði með sína trú og trúleysi og sinna sinni andlegu rækt innra með sér. 

Siðmennt myndi t.d. rísa hærra ef þeir myndu í valdi samtakamáttarins stefna sjónvarpstöðinni Omega fyrir útbreiðslu haturs og rasisma auk ólöglegrar fjárplógsstarfsemi, sem beint er að veikum og minni máttar. með lygum og óefnanlegum loforðum.  Trúarsöfnuðir einnig mættu sýna trú sína í verki með að fordæma þá viðurstyggð, sem þar er viðhöfð og er að gera út af við trú í landinu og samstöðu um hana.  Ég er að segja ykkur satt.  Það eru öfgar sem slíkir, sem vinna harðast gegn trú og skapa illvilja í garð trúaðra.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.12.2007 kl. 09:46

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

hér er gott innlegg um "trú" vantrúaðra...

http://bleh.blog.is/blog/bleh/entry/386208/#comment873165

"Ef það kæmu allt í einu fram órækar sannanir fyrir því að Guð væri til þá myndu trúleysingjar væntanlega taka þær upplýsingar til greina og viðurkenna tilvist Guðs. Þar liggur munurinn. Því er rökleysa að líkja skoðun trúleysingja saman við skoðun trúaðra."

 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.12.2007 kl. 12:10

26 Smámynd: Jóhann Helgason

Jón Steinar Ragnarsson ég er ekki að verja Omega engan veigin þú getur ekki verið svona einfaldur í hugsun  ef þú  ert kristin, það eru ekki allir kristnir að horfa ómega common hvað er að ? En hins vegar er ég  þeirra skoðana að Matti sé ekki hæfur sem formaður fyrir eitthvað starf (whart so ever ) honum skortir þroska maður sem beitir svona  svona andlegu ofbeldi er engan veigin hæfur sem formaður . Strákar ef þið viljið að það sé tekið eitthvað mark á ykkur þá skiptið þið honum þá út . Verið nú soltið vísir .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 14:13

27 Smámynd: Jóhann Helgason

'EG var vinna á meðferðar stofnun í mörg ár ( ekki trúarstofnun svo það sé á hreinu heldur venjulegri meðferðarstofnun  ) 'eg tel mig vita mikið um andlegt ofbeldi Það sem Matti stendur fyrir er ekki hægt að kalla það annað en slæmt andlegt ofbeldi og Einelti ,aumingja fjölskylda hans börn þvílík fyrirmynd sem þau hafa , ætli þau leggi ekki önnur börn í einelti það trúlegt miðað við þá fyrirmynd sem þau hafa .það kæmi mér ekkert að óvart .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 14:27

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jóhann það er ómerkilegt af þér að blanda börnum Matthíasar inn í umræðuna og dylgja um að þau stundi einelti. Reynum að halda ekki umræðunni á persónulegum nótum.

Theódór Norðkvist, 9.12.2007 kl. 15:28

29 Smámynd: Jóhann Helgason

það er bara skólabókadæmi því miður ! Fólk sem beitir andlegt ofbeldi og Einelti úta við , gerið það líka heima hjá sér ! Það eru svo oft börnin sem leggja önnur börn fyrir það andlegu kúgun sem þau búa við heima fyrir . lærð hegðun því miður er sannleikurinn oft sár .En samt sem áður sannleikur .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 15:56

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jóhann, það er mjög alvarlegur hlutur að veitast að börnum þess sem þú ert að deila við. Áttu eitthvað sökótt við börn Matthíasar, þó þú eigir eflaust eitthvað sökótt við hann?

Þú myndir skilja það betur ef þú ættir börn sjálfur. En eigum við ekki að ræða efni pistilsins?

Hjalti það er mjög erfitt að gera greinarmun á sagnfræði og goðsögnum að því er kristni varðar. Tilvist Jesú Krists er studd mjög traustum sagnfræðilegum heimildum. 

Theódór Norðkvist, 9.12.2007 kl. 16:21

31 Smámynd: Jóhann Helgason

 Þetta getur vonandi verða honum Matta  til bjargar hann gæti leitað sér hjálpar hjá góðum geðlækni eða farið sálfræði meðferð ´'eg sterklega mæli með því fyrir  Matta greyið hann er svo illa staddur og fyrir fjölskyldu hans og hans dýrmætu börn framtíð þeirra.

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 16:21

32 Smámynd: Jóhann Helgason

'Eg á börn sjálfur þess vegna hef ég miklar  áhyggjur af börnum hans . 'eg er búin að taka mjög marga sálfræði kúrsa útaf vinnu minni sem ég var vinna í  . Það er ekki hægt að leyna því að hann Matti án efa er mikil ofbeldismaður.

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 16:28

33 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn:

Þetta er hárrétt hjá Jóni Steinari, Siðmennt er algjörlega búið að skjóta siog í fótinn.

Það að þú skulir taka undir misskilning Jóns Steinars (sem hann tók ekki til baka í nýjasta svarinu sínu og ræðir það ekki neitt) bendir til þess að þú hafir ekki kynnt þér málið. Hvernig í ósköpunum hefur Siðmennt skotið sig í fótinn?

Kemur það virkilega ykkur Siðmenntar - vantrúarmönnum svona á óvart að hann kalli ykkur "hatrömm" samtök. Við hverju bjuggust þið, þegar þið ráðist gegn kristni á  þann hátt sem þið gerið.

Mér finnst það undarlegt að Karl biskup hafi kallað Siðmennt "hatrömm samtök" þegar Siðmennt er einungis að biðja um að farið verði eftir mannréttindadómi. Og hvar í ósköpunum hefur Siðmennt ráðist gegn kristni?

Auk þess er þetta hárrétt hjá Jóhanni, allar þínar greinar byggjast á költataktík Hjalti, þú rífur eitt til tvö vers héðan og þaðan og tekur ekkert sem heitir samhengi með. Þú veist það jafnvel og ég að það telst til költisma, og er vantrú greinilega orðið það. Miðað við málflutning ykkar.

Guðsteinn, þetta er einfaldlega rangt. Staðreynd málsins er sú að ef þér líkar ekki við augljósan boðskap sumra texta í biblíunni, þá kemurðu með þá órökstuddu fullyrðingu að allt sé tekið úr samhengi, þrátt fyrir að samhengið breyti í engu merkingu textans.

Varðandi andlegt ofbeldi og dæmið sem þú biður Jóhann um, þá er ég með eitt slíkt og get vel fundið fleiri ef útí það er farið.  Hér er dæmi um ofbeldi frá formanni þínum og er þetta nú af þinni eigin bloggi. Svona segja menn ekki, sama hversu ósammála þeir kunna að vera!

Þetta er hræðilegt andlegt ofbeldi! Ég held að þetta svar sé alveg viðeigandi miðað við þá athugasemd frá Skúla sem Matti var að svara: "Þú [Hjalti] verður hlægilegri með hverjum degi sem líður."

Rósa:

Hjalti Rúnar við getum allavega orðið sammála um að vilja að blessun Guðs hvíli yfir þjóðinni?

Ég trúi ekki á tilvist guðsins þíns, þannig að ég trúi því augljóslega ekki að hann geti blessað þjóðina. Ég vil auðvitað að þjóðinni (og fólki almennt) vegni vel.

Jón Steinar:

Gætirðu rætt eitthvað um þá fullyrðingar þínar í fyrstu athugasemd þinni sem ég svaraði?

Siðmennt mætti skilgreina báráttuna fyrir sér og beina spjótum sínum að því, sem miður fer í boðun og praktík trúar og því svínaríi, sem stutt er í nafni trúarbragða almennt. 

Ég held að þú sért ekki í aðstöðu til þess að segja Siðmennt fyrir verkum. Trúboð í skólum er eitt af því sem "miður fer í boðun og praktík trúar".

Siðmennt myndi t.d. rísa hærra ef þeir myndu í valdi samtakamáttarins stefna sjónvarpstöðinni Omega fyrir útbreiðslu haturs og rasisma auk ólöglegrar fjárplógsstarfsemi, sem beint er að veikum og minni máttar.

Ég persónulega veit ekki til þess að Omega hafi brotið lög og það er réttur kristinna manna að reka sína eigin sjónvarpsstöð og stunda trúboð á henni.

Theódór:

Þakka þér fyrir tilraunir þínar til þess að reyna að hafa vit fyrir Jóhanni, hann áttar sig greinilega ekki á því að skrif hans um Matta segja meira um Jóhann sjálfan heldur en Matta. Skrif þessa meinta sérfræðings í andlegu ofbeldi og sértrúarsöfnuðum eru honum auðvitað til skammar.

Hjalti það er mjög erfitt að gera greinarmun á sagnfræði og goðsögnum að því er kristni varðar.

Já og nei. Sumt er til dæmis augljóslega goðsögn, t.d. atburðir Mósebóka og Jósúabókar, en samt er þetta kennt eins og um sögulega atburði sé að ræða. Þegar kemur að Jesú þá held ég að goðsögn sé ekki rétt orð, ég verð að spyrja Óla Gneista (er að læra þjóðfræði), en mig minnir að helgisögn sé rétt orð.

Tilvist Jesú Krists er studd mjög traustum sagnfræðilegum heimildum. 

Ég myndi nú ekki segja "mjög traustum sagnfræðilegum heimildum", en ég held að engum detti í hug að t.d. tilvist Jesú verði kennd sem goðögn. Það sem ég held að Siðmennt sé að tala um er einfaldlega að kenna t.d. kraftaverkasögurnar ekki eins og um sagnfræði sé að ræða.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.12.2007 kl. 17:36

34 Smámynd: Jóhann Helgason

ÆI  Hjalti minn þú veist greinilega ekki hvað andlegt ofbelti einelti hvað raun er kyntu þér málin , 'eg nenni ekki útskýra það nánar skrifin hans Matta tala sinu máli . það vantar mikið upp á heimildarvinnu hjá ykkur svo að hún sé fagmannleg ,  sómasamlega skrifuð um fólkið með virðingu. Manvirðing er alltaf í fyrir rúmi þegar við skrifum um málefni ekki fólkið , Þó mér finnst hann Matti hafa algerlega skotið sig fótinn.

Takk fyrir, kær kveðja til ykkar ,

Jóhann Helgason

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 18:30

35 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Óskaplega er hér reynt að gera mikið úr einni lítilli athugasemd.  Ég tel athugasemd mína hafa verið í fullu samræmi við athugsemd Skúla.  Ef mín var svona hræðileg hlýtur það sama að gilda um hans.

Jóhann Helgason.  Líttu í eigin barm.

Matthías Ásgeirsson, 9.12.2007 kl. 19:04

36 Smámynd: Jóhann Helgason

Matti Minn sem formaður Vantrúr hefur þú gengið yfir öll siðferðismörk af öllu leiti bara sem maður hefur lesið eftir þig ! Já hverni  getur  siðblindur maður að kunna siðferðis mörk .Það kannski stóra spurningin í þessu öllu .Það kannski ekki hægt að fara fram á það þínu tilfelli , nema þú leitið þér hjálpar , alltaf von ekki satt .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 19:16

37 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Skúli er hræddur, það sjá nú flestir sem kíkja á bloggið hans.  Hann daðrar við kristindóm vegna haturs á islam?  Skrítið fyrirbæri?

Jóhann Helgason, þú ert nú greinilega haldinn mikilli BLINDU að segja Matthias siðblindan vegna þess að hann er formaður í félagi sem berst gegn hindurvitnum??  

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.12.2007 kl. 20:07

38 Smámynd: Jóhann Helgason

Nei það er annað vera formaður í félagi sem berst gegn hindurvitnum eða maður sem beitir alvarlegu andlegu einelti á fólk stór munnur á því tvennu.

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 20:26

39 identicon

Ég verð nú að segja að ég get varla lesið athugasemdir Jóhanns sakir þess hversu illa skrifaðar þær eru.

Ekkert persónulegt, Jóhann, en guðir mínir góðir, farðu á stafsetningarnámskeið. Helst strax.

Freyr (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 20:31

40 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég skildi Jóhann þannig í síðasta innleggi hans, að hann væri að segja að Matthías væri með stóran munn.

Theódór Norðkvist, 9.12.2007 kl. 20:48

41 Smámynd: Jóhann Helgason

'oh  ég er svo sár Freyr eða þannig mé er svo skitsama , glatað að setja út á fólk með skrifblindu .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 20:48

42 Smámynd: Jóhann Helgason

Það ákarat þessi tækni sem þið notið á fólk gott dæmi smá mistök í stafsetningar dæmið, þið notið  hæðni sem er einelti( frábært dæmi) takk fyrir þetta Freyr  , Matti hefði gott af því að lesa bókina pepole of The lie eftir M. Scott Peck hann mundi kannski fara þekkja sinn innri man .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 21:02

43 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jóhann minn, ekki hafði ég nú gert mér grein fyrir að þú værir með skrifblindu...ef svo er ertu mjög skriffær...en ég sé að þér er mikið niðri fyrir. Hvorki þú né aðrir eigið að beina skrifum að persónum, heldur málefnum (á líka við um mig!)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.12.2007 kl. 21:06

44 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jóhann, ertu ekki að leggja mig í einelti með ummælum þínum?

Matthías Ásgeirsson, 9.12.2007 kl. 21:09

45 Smámynd: Jón Stefánsson

"Einelti er endurtekin niðurlægjandi og/eða neikvæð framkoma sem leiðir til vanlíðunar hjá fórnarlambinu."

Ertu að meina svona eins og að skrifa ítrekað um hvað einhver sé nú óhæfur uppalandi og hvað maður vorkenni börnum hans mikið? 

Eða að kalla trúlausa ítrekað siðlausa (en það gerir Kalli, æðstistrumpur ríkiskirkjunnar reglulega)?

Þú fannst quote í Matthías hérna fyrir ofan þar sem hann spurði hvort Skúli væri þroskahefur. Það fannst þér dæmi um einelti, þótt augljóst væri að þetta er sett fram sem viðbrögð í ákveðnum umræðum.

Nú ert þú búinn að staðhæfa að Matthías sé siðblindur og óhæfur uppalandi. Útskýrðu endilega fyrir okkur leikmönnunum af hverju það er minna andlegt ofbeldi.

Jón Stefánsson, 9.12.2007 kl. 21:14

46 Smámynd: Jón Stefánsson

Ég var s.s. ekki búinn að sjá athugasemdina frá Matthíasi þegar ég ýtti á send.

Jón Stefánsson, 9.12.2007 kl. 21:15

47 Smámynd: Jóhann Helgason

Samtök sem byggjast á að hæðast að fólki með því niðurlægja það á veikleikum þess, og  er ekki mikið lagt  upp á heimildarvinnu hjá ykkur , heldur notið þið grimmt andlegt ofbelti gegn fólki til þess að brjóta það niður , (I did prove my point ) svo sannarlega andlegt ofbelti strákar ekkert annað hjá sem þið hafið bjóða .hræðilega  aumingjalegt á lægsta plani , þú kemst ekki neðar en þetta , þið en þá sex ára bekk ekki mikil þroski hjá ykkur .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 21:18

48 identicon

Merkilegt að í hvert einasta sinn sem einhver kjáni gerir sig að fífli á netinu með órökstuddum skoðunum og barnalega lélegri stafsetningu kemur sama svarið:

"Ekki er grún að lesblundum!" eða eittthvað álíka. Annaðhvort er þetta algengur lygi hjá þeim sem ekki hafa fyrir því að skrifa almennilegan texta eða það er virkilega slæmt samhengi á milli lesblindu og geðraskana.

Hafandi hitt mikið af góðu fólki með lesblindu í "real life" hallast ég að því að sirka 1% "lesblindra" á internetinu þjáist í raun og veru af slíku. 

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:21

49 Smámynd: Jóhann Helgason

Veistu það Matti  það ógeðslegt að horfa á hvernig þið vinnið sorry "  aumingjalegt á lægsta plani , þú kemst ekki neðar en þetta , hvað hægt að seigja vá ég á ekki til aukatekið orð ""Að nota einelti  sem vopn er ekki til vera stoltur af við lifum á 21 öldini ekki satt "en ekki þið "

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 21:24

50 Smámynd: Jóhann Helgason

hvaða talibani er þetta  hann Gunnar Hrafn Jónsson æi er þetta einn af ykkar liðsmönnum  æi þetta gerist æ dapurlegra hjá ykkur  strákar .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 21:27

51 identicon

Ég er ekki í Vantrú, Jóhann. Svo þú skalt ekki klína þessari athugasemd minni á þá.

Mér finnst það bara vera fullkomlega eðlileg krafa, fyrir þá sem vilja láta taka sig alvarlega með skrifum sínum, að þeir skrifi skýrt. Það er reyndar mín skoðun að þeir sem skrifi ekki skýrt hugsi oftast ekki mjög skýrt heldur. Og þessi umræða hér, tja, gerir ekki mikið í að fá mig af þeirri skoðun.

Freyr (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 21:33

52 Smámynd: Jóhann Helgason

Biddu eiga þá hinir ekki rétt á tjá sig ??vá þú lifir réttátum heimi freyr . 'Eg sárlega vorkenni þér .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 21:38

53 Smámynd: Jóhann Helgason

Já og þau eru eiga öll sönn " Einelti sem þið notið sem aðal vopn " ekkert meira, ekkert minna . Ekki þroskað .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 21:43

54 Smámynd: Jóhann Helgason

Ekki til vera stoltur af það er það aumingjalegast og á  lægsta plani  sem finnst hér á jörð að nota andlegt einelti . það eru þau skilboð sem þið náið ekki. 'útaf því þá þurfið þið þið vanda til heimildavinnu sem þið nennið greinilega ekki að gera , miklu auðveldra að hæðast af fólki og leggja það einelti .greinilega annars hafið þið ekkert vopn .

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 21:50

55 identicon

Ég vorkenni ykkur Vantrúarfólki. Að þurfa að standa í því að karpa við menn eins og Jóhann sem hafa ekkert annað fram að færa í rökræðunni en rangfærslur og ruglumbull. Ég vil bara þakka ykkur fyrir ykkar góða starf. Við lötu trúleysingjarnir sem nennum ekki að vasast í þessu vitum að við eigum góða málsvara.

Freyr (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:00

56 Smámynd: Jóhann Helgason

veistu Jón Grétar ég hef (I did prove my point 100 % )  um Vantrú og Matta það nægir mér alveg ég er fullkomlega ánægður, það var nákvæmlega sem ég vildi fá út úr þessu   þetta er mín seinasta færslan mín hér .

Takk fyrir mig Kærl kveðja til ykkar allra !

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 22:01

57 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Freyr:

Takk fyrir hrósið.

Jón Grétar:

Já, undarlegt hvað greyið maðurinn á erfitt með að benda á dæmi um einelti. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.12.2007 kl. 22:51

58 Smámynd: Jóhann Helgason

þið eruð svo fyndir að fatta ekki að það aðal boðskapur ykkar er tæknin andlegt einelti sem þið beitið aðallega til ná boðskap ykkar áfram  , þar langt á eftir kemur léleg heimildarvinna sem svo ófagmannlega unnin að hún fyndin á köflum . Eins ég sagði (I did prove my point 100 % frá A-ö )  um Vantrú og Matta og ykkur  alla hina . allir á sömu línuni fyndið ég er búin að skemmta mér konunglega vel hér . Takk fyrir það strákar ,þetta var virkilega lærdómsríkt .  þið meiðið eiga það þið eruð sannarlega meistarar í andlegu einelti þið fáið A+ í því ég gef ykkur góða einkunn frá mér fyrir það .

Takk fyrir það að fá að  tjá mig hér vá þvílíkur heiður að þvílikur rausnaskapur hjá ykkur ég lagði fyrir ykkur próf sem mér langaði mikið að gera ,og það gekk 100 % upp takk fyrir það.

Jóhann Helgason, 9.12.2007 kl. 23:43

59 Smámynd: ViceRoy

Ég hélt alltaf að kristin trú ætti að lærast af presti og/eða foreldrum, ekki af skólum.  Er kannski ástæðan fyrir því að þetta sé kennt í skólum, að Íslendingar eru mjög slakir í að mæta til kirkju?

Finnst þetta sjálfsagt mál að þetta sé tekið út... Eitt að börnum sé kennt um trúabrögð og hvaða trúafræði sé í gangi hvar og hvernig hún gengur fyrir sig, til fræðslu. En mér finnst það vera full réttindi þeirra foreldra sem ekki trúa á guð, að fá þessa kennslu út.

Jóhann: Ekki búast við öðru en skítkasti þegar þú kemur með skítkast... Ekki vera svo að halda því fram að aðrir séu að leggja einhvern í einelti þegar þú kemur með slíkar staðhæfingar.  Og af hverju ert þú svo annars að dæma? Er það þitt að gera spyr ég nú bara.  Ef þú kallar einhvern fífl þá máttu búast við því að hann kalli þig fífl á móti, svo þú lagðir einfaldlega þitt eigið eineltis próf á sjálfum þér, þar sem þú byrjaðir þitt svokallaða "andlega einelti" :) 

ViceRoy, 10.12.2007 kl. 00:32

60 identicon

Jóhann: ég er nú einn af þeim sem Vantrú virðist vera hvað verst við, í það minnsta hafa þeir óbilandi hatur á einum besta vini mínum. Ertu með einhver rök til að færa fram eða viltu kannski næst halda því fram að ég sé Frímúrari og þeir líka?

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 01:33

61 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gunnar:

Það gæti flokkast sem mikilmennskubrjálæði ef þú telur þig virkilega vera "einn af þeim sem Vantrú virðist vera hvað verst við"  

Svo er það ekki satt að við höfum "óbilandi hatur" á honum vini þínum. Við bara lokuðum á aðgang hans á athugasemdakerfinu vegna þess að hann var að trolla.

En það er óneitanlega fyndið að Jóhann telji alla þá sem eru ekki sammála "eineltis-sérfræðingnum" vera útsendara Vantrúar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2007 kl. 01:39

62 identicon

Ráð í tíma tekið og ég held að það veiti ekki af því að nota tíma barnanna okkar í raunhæfa kennslu í lestri, skrift og stærðfræði heldur en að vera að láta þau læra utanbókar einhverja hindurvitni frá miðausturlöndum nær.

Kristján (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:49

63 Smámynd: Mofi

Mér þykir vænt um þig Jóhann en það er eins og þú hafir aðeins hlupið á þig hérna. Annað hvort að koma með nokkur góð dæmi þar sem Matthías eða Hjalti nota óþarft og tilefnislaust skítkast eða biðja þá afsökunar.   Ég fyrir mitt leiti tel að Hjalti er líklegast málefnalegri en ég. Flestir af aðal gaurunum hjá Vantrú eru búnir að bæta sinn málflutningi heilmikið svo...batnandi mönnum er best að lifa.

Mofi, 10.12.2007 kl. 16:45

64 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Jóhann og Ragnar. Mikið er gott að rekast á ykkur hér. Mig hefur nefnilega alltaf langað að nema þá miklu list, að tala með rassgatinu.

Brjánn Guðjónsson, 10.12.2007 kl. 16:54

65 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Jóhann, þetta er nú dáldið merkilegt þessi ofuráhugi þinn á einelti. Er til eitthvað sem heitir "öfugt" einelti þar sem einstaklingur ber einelti upp á alla sem hann er ósammála, út í eitt? Þú veist þetta vonandi og getur svarað mér hið fyrsta. Svo vil ég hrósa þér fyrir að láta lesblindu/stafblindu ekki stöðva þig frá því að tjá þig skriflega.

Annars eru umræður síðustu daga á hraðri niðurleið. Efnið er ekki rætt heldur eru allir í einhverju eilífðar skítkasti með gamalgróna og kunnuglega frasa sem eru merkingarlausir með öllu.

Eftir stendur að embættismaður með diplómatapassa og guð má vita hvað í laun (Þjóðkirkjan fær 4 milljarði, þar eru 200 manns í vinnu eða svo, 20 millur á kjaft? Viðhald eigna er ekki inni í þessu nota bene) virðist hunsa lög um opinbera starfsmenn með því að nota mjög svo ósæmilegt orðbragð um stóran hluta þjóðarinnar. Ekki bara núna heldur í mörg undanfarin ár. Það er ekki sæmandi.

Atvinnustrigakjaftar eins og ég geta látið svona útúrsér á bloggi án þess að mikið gerist, en embættismenn verða að gæta að virðingu sinni. Satt að segja grunar mig að honum verði ekki vært mikið lengur í embætti, ekki var hann nú allra fyrir.

Brynjólfur Þorvarðsson, 10.12.2007 kl. 20:23

66 Smámynd: Njáll Harðarson

Ég er alveg sammála því að það á ekki að gera greinarmun á þessu tvennu þegar verið er að predika kristna trú, enda á hvorugt heima í skólakennslu

„tryggt verði að greinarmunur sé gerður á sagnfræði og goðsögnum í kennslustundum."

Það er löngu úrelt að keyra saman skóla og trú, nema þá í skóla á vegum viðkomandi trúarbragðs.

Að maður tali nú ekki um þá siðvillu að þvinga trú uppá fólk, eins og íslenska þjóðkirkjan hefur komist upp með í gegnum tíðina.

Þetta er allt saman lygar og "here say" með guð einan sem vitni, sem eins og allir vita er ekki alltaf viðlátin til skrafs um málefnið. Skil hann mjög vel, ég væri ekki til í það heldur að reyna að bæta í blóra fyrir allan þann þvætting sem kirkjunnar þjónar hafa heimfært sem trú og sannleika ljóssins.

verði ljós

Njáll Harðarson, 10.12.2007 kl. 21:51

67 identicon

Sælt veri fólkið. Fékk þetta bréf sent í tölvupósti fyrir helgi. Kær kveðja/Rósa

Umhugsunarvert

Anne Graham, dóttir Billy Graham, var í viðtali í morgunnþætti Jane Clayson í sjónvarpi í Bandaríkjunum stuttu eftir hryðjuverkaárásina á World Trade Center.  Jane Clayson spurði hana. "Hvernig gat Guð leyft þessu að  gerast?"

 Og Anne Graham svaraði þessu á einstaklega djúpan og skilningsríkan hátt...; "Ég trúi því að Guð sé virkilega sorgmæddur yfir þessu, alveg eins og við erum, en í mörg ár höfum við verið að segja Guði að koma sér út úr skólum okkar, að koma sér út úr ríkisstjórnum okkar og að koma sér út úr lífi okkar. Og þar sem hann er "heiðursmaður" þá trúi ég því að hann hafi hægt og hljóðlega stígið til hliðar. Hvernig getum við ætlast til þess að Guð gefi okkur blessun sína og vernd ef við krefjumst þess að hann láti okkur í friði? " Í ljósi liðanna atburða... hryðjuverkaárása, skotárása í skólum o.s.frv...

Ég held að þetta hafi einmitt byrjað þegar Madeline Murray O ' Hare ( sem var myrt, lík hennar fannst fyrir stuttu ) kvartaði yfir bæn í skólum okkar, og við sögðum : "Allt í lagi." Síðan sagði einhver að það væri betra að sleppa því að lesa Biblíuna í skólum. Biblíuna sem segir að þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, og elskaðu náunga þinn eins og sjálfan þig. Og við sögðum "Allt í lagi." Síðan sagði einhver að kennarar og skólastjórar ættu ekki að aga börnin okkar þegar þau haga sér illa. Og skólayfirvöld sögðu : " Enginn starfsmaður skólans ætti að snerta nemendur þegar þeir haga sér illa vegna þess að við viljum ekki slæmt umtal, og við viljum vissulega ekki verða lögsótt. " ( Það er stór munur á ögun og snertingu barnsmíðum, löðrungi, niðurlægingu, spörkum o.s.frv. ) Og við sögðum :  "Allt í lagi."

Síðan sagði einhver mikilsvirtur ráðamaður: " Það skiptir ekki málið hvað við gerum í okkar einkalífi svo framalega sem við vinnum vinnuna okkar. Og við samþykktum þetta og sögðum: " Það skiptir ekki máli hvað nokkur annar gerir, þar á meðal forsetinn gerir í einkalífi sínu á meðan ég hef vinnu og efnahagslífið er gott. Og síðan sagði skemmtanaiðnaðurinn: "Búum til sjónvarpsþætti og kvikmyndir sem stuðla að guðlasti ( ljótu orðbragði ), ofbeldi og óleyfilegu kynlífi. Og gerum tónlist sem hvetur til nauðgana, eiturlyfjanotkunar, morða, sjálfsmorða og djöfladýrkunar. Og við sögðum :


"Þetta er bara skemmtun, þetta hefur engin slæm áhrif, og enginn tekur þessu hvort sem er alvarlega, svo gerið bara eins og þið viljið." Og nú spyrjum við okkur hvers vegna börnin okkar hafa enga samvisku, og hvers vegna þau þekkja ekki muninn á réttu og röngu, og hvers vegna þeim finnst ekkert að því að myrða ókunnuga, skólafélaga sína, og sig sjálf. Ef við hugsum málið nógu vel og lengi, þá getum við eflaust áttað okkur á stöðunni. Ég held að þetta hafi mikið að gera með að við "UPPSKERUM EINS OG VIÐ SÁUM." "Elsku Guð, hvers vegna hjálpaðir þú ekki  litlu stelpunni sem var myrt í skólastofunni sinni? " Einlægur og áhyggjufullur nemandi.... OG SVARIÐ:

"Kæri einlægi og áhyggjufulli nemandi, mér er ekki hleypt inn í skólana. " Yðar einlægur, Guð. Skrítið hvað það er einfalt fyrir fólki að gera lítið út Guði og vera síðan hissa á því að heimurinn skuli vera á leið til Helvítis. Skrítið að við skulum trúa því sem stendur í dagblöðum, en við efumst um það sem stendur í Biblíunni.

Skrítið hvernig allir vilja komast til himna, svo framalega að þeir þurfi ekki að trúa, hugsa, segja, eða gera neitt sem Biblían segir.
Skrítið hvernig sumir geta sagt: "Ég trúi á Guð" en samt fylgt Satan, (sem "trúir" að vísu líka á Guð ).

Skrítið hvað við erum fljót að dæma, en viljum sjálf ekki vera dæmd.
Skrítið hvernig þú getur sent þúsund brandara í tölvupósti og þeir berast um eins og eldur í sinu, en þegar þú ferð að senda tölvupóst þar sem talað er um Drottinn, þá hugsar fólk sig tvisvar um áður en það sendir hann áfram.
Skrítið hvernig klúr, ósæmilegur, óheflaður og ruddalegur póstur ferðast frjáls um netheiminn, en opinber umræða um Guð er þögguð niður í skólum og vinnustöðum.

Skrítið hvernig einhver getur verið svo brennandi fyrir Guði á Sunnudegi, en verið ósýnilegur kristinn einstaklegur það sem eftir lifir vikunnar.
Hlærðu?
Skrítið hvernig þú ferð að framsenda þennan póst, þá sendir þú hann ekki til margra í netfangabókinni þinni vegna þess að þú ert ekki viss um hverju þeir trúa, eða hvað þeir munu halda um þig fyrir að senda sér þennan póst.
Skrítið hvernig ég get haft meiri áhyggjur hvað öðru fólki finnst um mig heldur en hvað Guði finnst um mig.

Hefur þetta fengið þig til að hugsa?

Ef þér finnst það þess virði, sendu þennan póst áfram. Ef ekki, hentu honum þá... Enginn mun vita hvað þú gerðir. En ef þú hendir þessum hugsunum frá þér, sittu þá ekki hjá og kvartaðu ekki yfir því í hversu slæmum málum heimurinn er !

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 23:24

68 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Rósa:

Í guðanna bænum ekki setja inn kristnin keðjubréf uppfull af svona vitleysu á bloggið mitt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.12.2007 kl. 23:29

69 identicon

Hjalti: Ég ýkti viljandi í ljósi dylgna Jóhanns, ég er ekkert að tapa mér í megalómaníu eða vænigirni hérna ;)

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 14:32

70 identicon

Stundum hefur það verið sagt, eða var sagt í mínu ungdæmi, að trúarbrögð hefðu misst sinn relevans í nútíma samfélagi.  Í besta falli væru þau falleg sjálfsblekking fyrir þá sem væru að leita að einhverri flóttaleið frá raunveruleikanum.  Ekkert hefur reynst fjarri sanni en þetta ef marka má umræðurnar hér og víðar, bæði á bloggsíðum og öðrum miðlum.

Trúarbrögð eru enn einu sinni orðin lifandi í nútíma samfélagi.  Ekki er það þó á þeim forsendum sem vænta mátti.  Í stað þess að taka hið góða úr boðun trúarbragðanna, og láta það vera ljós lífs síns, hafa sívaxandi hópar fólks tekið upp á því að nýta það sem stendur í ritningum trúarbragðanna til að ala á eða stofna til sundrungar meðal manna.  Algengara er að menn noti nú tilvitnanir í ritningar, sem rök fyrir máli sínu, heldur en tilvitninir í lagagreinar eða vísindarannsóknir.  Varla er til það ódæðisverk sem menn geta ekki réttlætt með þessum hætti og ekki til sá málsstaður sem ekki má styrkja með einhverskonar öfugsnúinni tilvitnun í Biblíuna eða aðrar ritningar.  Og svo má auðvitað gera heilmikið hark út af því hvað telst raunveruleg trú og hvað ekki.

Þessi bókstafstrúarhyggja gengur svo langt að komnir eru upp sértrúarsöfnuðir um allt og ekkert.  Herbalife-söfnuðinn þekkja allir með sínar trúarsamkomur, samfélag trúlausra og meira að segja innan AA samtakanna er bókstafstrúarhópur sem lítur á AA-bókina sem hálfheilagt orð og hinn eina rétta sannleika þótt í raun sé um að ræða reynslusögur venjulegra alkóhólista sem teknar eru saman og birtar.

Ég segi:  Gangi ykkur vel að rífast um eitthvað sem ekki skiptir máli og verði ykkur að góðu.  Og ef þið trúið á guð, þá vona ég að þið treystið því að hann sé hreykinn af því sem þið leggið til málanna.  Ef að þið trúið ekki á Guð, þá segi ég bara - Guð hjálpi ykkur.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 14:36

71 Smámynd: Jóhann Helgason

Hæ ! Fyrst langar mig að biðja Matta afsökunar´með því að hafa blandað börnum þinum inn þetta , var alls  ekki rétt , ég vona kallin minn að þú getur fyrirgefið mér það það ekki réttlátt aðferð í hita leiksins  , Og hins vegar  líka greinlega klikkaði ég á að koma með dæmin af heimasiðuna ykkar ,eftir breytinguna á síðunni ykkar ég hefði getað fundið þessi dæmi var ég frétta núna  ,og heyrð það frá fólki í kringum mig sem var líka miskilja mig lika ,Æi það var ekki áætlun mín að ég skuli ekki hafa komið þessu betur frá mér , það var leiðinlegt,  Mér finnst þið eigið  fulla tilveru rétt og það  er gaman að skiptast á ólíkum skoðunum lifið á vera þannig , það gerir það bara meira spenandi  og skemtilegt  , En að banna trú er ekki lausnin  eins og gömlu Sovétríkin voru líka við viljum ekki að ísland verði svo leiðis eins og gömlu  kommúnistianir og austantjalds löndin voru hér ein lausninni , En ég fór að pæla í einu sambandi við hæðnina sem  ég var deila á það er soltið sér einenni okkar íslenska húmors hérna , við erum íslendingar með soldið  með svartan húmor ég hef svartan húmor , ég á vini frá öðrum löndum  sem hafa sagt það um 'ISLAND, en verðum eflaust öll að passa okkur í skrifum okkar að halda okkur við málefnið .  Jæja en alveg eins og þið allir eruð ekki eins þá eru ekki alir kristnir með sömu skoðanir við erum eins ólík eins við erum mörg .ég er í prófum núna og hef ekki tíma til blogga en greinilega kom 'Eg ekki þessu til skila hérna vist fólk var misskilja mig , það finnst mér miður en hins vegar  er alltaf gaman að skiptast á ólíkum skoðunum og virða hvort annað með okkar ólíkar skoðanir ER Prófum núna verð rosalega upptekin næstu vikur ...

kær kveðja

Jói

Kær kveðja

Jói

Jóhann Helgason, 11.12.2007 kl. 19:25

72 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

"...og meira að segja innan AA samtakanna er bókstafstrúarhópur sem lítur á AA-bókina sem hálfheilagt orð og hinn eina rétta sannleika þótt í raun sé um að ræða reynslusögur venjulegra alkóhólista sem teknar eru saman og birtar."

Æj ég bara varð að leiðrétta þetta. AA bókin er bara alls ekki bara reynslusögur venjulegra alkóhólista sem teknar eru saman og birtar, ég hvet þig Hreiðar til þess að lesa bókina. Reynslusögurnar eru í lok bókarinnar, en bókin sjálf er leiðbeiningar um hvernig á að vinna hin 12 reynsluspor og til þess að komast að því hvort að lesandinn sé alkóhólisti eða ekki. Margir í AA trúa því aftur á móti að það að vinna 12 reynslusporin sé eina leiðin til þess að öðlast gott líf edrú. Ef þú vilt kalla það bókstafstrú, þá gott og vel, en ég vildi bara leiðrétta þetta með um hvað bókin fjallaði Meira vil ég ekki segja hér á þessari síðu þar sem mér finnst það eiginlega óviðeigandi að "rífast" um trúmál þó ég geti vissulega misst mig í það sjálf, enda mannleg þó ég sé kristin

Margrét Elín Arnarsdóttir, 11.12.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband