Að láta hafa sig að fífli

Ég hef oft orðið var við það að fólk geri grín að vottum Jehóva fyrir það hve oft þetta trúfélag hefur ranglega spáð fyrir heimsendi. Það er rétt að þetta er í senn hlægilegt og líka grátlegt, að allt þetta fólk skuli ekki átta sig á því að það er fast í svikamyllu.

Það sem er enn grátbroslegra er að kristið fólk er í alveg eins svikamyllu:

Drottinn er í nánd. (Fil 4:5)

Innan harla skamms tíma mun sá koma, sem koma á, og ekki dvelst honum. (Heb 10:37)

Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd. (Jak 5:8)

En endir allra hluta er í nánd. (1Pét 4:7)
 
Börn mín, það er hin síðasta stund. Þér hafið heyrt að andkristur kemur, og nú eru líka margir andkristar komnir fram. Af því vitum vér, að það er hin síðasta stund. (1Jóh 2:18)

Sæll er sá, er les þessi spádómsorð, og þeir, sem heyra þau og varðveita það, sem í þeim er ritað, því að tíminn er í nánd. (Opb 1:3)

Eftir 2000 ár munu vottar Jehóva örugglega neita því að upphafsmenn þeirra hafi haldið því fram að heimsendir væri í nánd. Væri það ekki heimskulegt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vottarnir eru löngu byrjaðir að afneita því að þeir hafi spáð heimsendi, þeir sem ég hef talað við vilja að meina að um sögufölsun sé að ræða, og þegar ég bendi á þeirra eigin rit og spádóma úr 'Varðturninum' þá er svarað: "þetta er fölsun, og við gerðum þetta aldrei". Enda teljast vottarnir ekki sem kristin söfnuður.

Við kristnir erum í engri svikamillu, við erum bara ekki eins yfirlýsingarglaðir og vottarnir. Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá.  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.11.2007 kl. 20:33

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En kristilegt af þeim að neita því að það séu misheppnaðir heimsendaspádómar í ritunum þeirra.

Við kristnir erum í engri svikamillu, við erum bara ekki eins yfirlýsingarglaðir og vottarnir. Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá. ;)

Mætti ég benda þér á þessi sex vers sem eru í þessari örgrein minni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.11.2007 kl. 04:00

3 identicon

Ja, ef maður skilur heimsendi sem endi gamla skipulagsins og sem opinberun nýs (samanber apocalypsis - lifting of the veil eða apokalipsis eschaton - "revelation at the end of the world"(http://en.wikipedia.org/wiki/Apocalypse)) þá hafa þessi loforð verið uppfyllt þrisvar sinnum samkvæmt söguskoðun bahá'ía.

Það er reyndar mjög merkilegt með Votta Jehova, fyrir bahá'á allavega, að fyrsta skiptið sem þeir, ásamt mörgum öðrum kristnum hópum, boðuðu heimsendi var 1844, árið sem bahá'í trúin var fyrst opinberuð.

En það er mjög áhugavert að lesa um það hve viss um endurkomu Jesú margir voru á þessum tíma. Sem dæmi var hópur þýskra manna sem fór til Ísrael til að bíða komu Jesú við rætur Carmel fjalls þar sem í dag er heimsmiðstöð bahá'í trúarinnar. Hús við rætur fjallsins ber áletrunina The Lord is Nigh fyrir ofan dyrstafinn á þýsku en Bahá'u'lláh, boðberi bahá'í trúarinnar, tjaldaði einmitt við hlið þessa húss. 

Ég er ekki að reyna að setja þetta fram sem sannanir um hlutverk Bahá'u'lláh en þetta eru skemmtilegar pælingar, sérstaklega ef maður les almennilega um allar þær miklu ,,tilviljanir" sem umkringdu þennan mann. :)

. (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 17:03

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mætti ég benda þér á þessi sex vers sem eru í þessari örgrein minni.

Og hvað viltu að ég sjái þar? Ég er búinn að svara þessu.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 17:33

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er reyndar mjög merkilegt með Votta Jehova, fyrir bahá'á allavega, að fyrsta skiptið sem þeir, ásamt mörgum öðrum kristnum hópum, boðuðu heimsendi var 1844, árið sem bahá'í trúin var fyrst opinberuð.

Ég veit ekki betur en að heimsendir sé yfirstaðinn samkvæmt trú ykkar bæhæistanna, er það ekki rétt skilið hjá mér Jakob? Kom þá babbinn ykkar í skyjunum og dæmdi alla lifandi menn ? Spyr sá sem ekki veit.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 17:36

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og hvað viltu að ég sjái þar? Ég er búinn að svara þessu.

Ertu búinn að svara þessu? Í þessum versum er klárlega spáð því að heimsendir sé rétt ókominn. Síðan liðu 2000 ár.

Ætli höfundar þessara rita Nt hafi ekki vara verið vottar?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.11.2007 kl. 18:22

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Átti auðvitað að vera: "Ætli höfundar þessara rita Nt hafi ekki bara verið vottar?"

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.11.2007 kl. 18:23

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ertu búinn að svara þessu? Í þessum versum er klárlega spáð því að heimsendir sé rétt ókominn. Síðan liðu 2000 ár.

Ég vísa bara í þjóðsöngin: "fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur ei meir." Vottarnir gera þau leiðu mistök eins og þú að reyna reikna út Guð. Tíminn hjá honum er afstæður og ber að varast alla útreikninga. Ritað er "Ég kem eins og þjófur að nóttu" og "enginn veit þá stund ekki einu sinni sonurinn", ég er að vitna í þetta eftir minni en þetta er í ritningunni.

Ætli höfundar þessara rita Nt hafi ekki vara verið vottar?

Nei, því þá væri hálft mannkynið dautt vegna banns við blóðgjöf.

 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.11.2007 kl. 20:12

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn:

Heldurðu virkilega að "í nánd", "innan harla skamms", "það er hin síðasta stund" þýði "~2000 ár"? Þegar Páll segir Filippímönnum að heimsendir sé "í nánd" heldurðu virkilega að þeir hafi hugsað með sér: "Páll er að tala um tíma guðs, og í nánd þýðir mörg þúsund ár.

Vottarnir eru sannarlega ekki þeir einu heilaþvegnu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.11.2007 kl. 23:14

10 identicon

Ég veit ekki betur en að heimsendir sé yfirstaðinn samkvæmt trú ykkar bæhæistanna, er það ekki rétt skilið hjá mér Jakob? Kom þá babbinn ykkar í skyjunum og dæmdi alla lifandi menn ? Spyr sá sem ekki veit.

Gaman hvað þú talar fallega um trú mína Guðsteinn :P

Þú veist kannski ekki mikið um Bahá'í trúna en ég held að þú vitir alveg að bahá'íar túlki þessi hugtök ekki á sama hátt og kannski margir kristnir gera. 

Ég meira að segja nefni það í athugasemdinni minni hér að ofan að heimsendir, í augum bahá'ía, er túlkaður sem endir á gamla skipulaginu og opinberun nýs. 

En það er kannski best að nota sjálf orð boðbera bahá'í trúarinnar, Bahá'u'lláh, þar sem hann útskýrir svo vel þessi hugtök:

And now regarding His words, that the Son of man shall “come in the clouds of heaven.” By the term “clouds” is meant those things that are contrary to the ways and desires of men. Even as He hath revealed in the verse already quoted: “As oft as an Apostle cometh unto you with that which your souls desire not, ye swell with pride, accusing some of being impostors and slaying others.” 31 These “clouds” signify, in one sense, the annulment of laws, the abrogation of former Dispensations, the repeal of rituals and customs current amongst men, the exalting of the illiterate faithful above the learned opposers of the Faith. In another sense, they mean the appearance of that immortal Beauty in the image of mortal man, with such human limitations as eating and drinking, poverty and riches, glory and abasement, sleeping and waking, and such other things as cast doubt in the minds of men, and cause them to turn away. All such veils are symbolically referred to as “clouds.”

Ég vona að þetta skýri málið svolítið. En það væri kannski líka gott að útskýra að sá sem að þú nefndir, Bábinn, var fyrirrennari Bahá'u'lláh gegndi svipuðu hlutverki og Jóhannes skírari þó hefur hann stöðu boðbera í bahá'í trúnni.

Hér er stutt lýsing á honum:

The first period (1844–1853), centers around the gentle, the youthful and irresistible person of the Báb, matchless in His meekness, imperturbable in His serenity, magnetic in His utterance, unrivaled in the dramatic episodes of His swift and tragic ministry. It begins with the Declaration of His Mission, culminates in His martyrdom, and ends in a veritable orgy of religious massacre revolting in its hideousness. It is characterized by nine years of fierce and relentless contest, whose theatre was the whole of Persia, in which above ten thousand heroes laid down their lives, in which two sovereigns of the Qájár dynasty and their wicked ministers participated, and which was supported by the entire Shí’ah ecclesiastical hierarchy, by the military resources of the state, and by the implacable hostility of the masses.

Bábinn var tekinn af lífi af 750 manna hersveit fyrir það eitt að boða trú á Guð. Minnir þetta þig á einhvern?

Með bestu kveðjum,
Jakob 

. (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 01:45

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti:
Vottarnir eru sannarlega ekki þeir einu heilaþvegnu.

Sá sem í glerhúsi býr .... 

Jakob: 

Gaman hvað þú talar fallega um trú mína Guðsteinn :P

Fyrirgefðu, það er hárrétt hjá þér. En ég var að kalla eftir viðbrögðum þínum og veittir þú þær upplýsingar sem mig vantaði. Takk fyrir það og fyrirgefðu óvirðingu mína. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.11.2007 kl. 20:32

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn:

Sá sem í glerhúsi býr ....

Já, mér finnst þú vera að skjóta þig í fótinn með greinum þínum um vottana. 

En  ímyndum okkur að maður sem stendur á götuhorni sé að predika um heimsendi. Hann segir:

Nú er hin síðasta stund! Jesús mun koma aftur og skilja sauðina frá höfrunum! Innan skamms mun Jesús birtast í skýjunum með herskara himnanna. Iðrist! Heimsendir er í nánd!

Þú myndir að sjálfsögðu túlka þessi orð mannsins á þann hátt að hann haldi að heimsendir sé rétt ókominn. Ímyndaðu þér að síðan líði 2000 ár og þú hittir fólk sem fylgdi þessum heimsendaspámanni. Það heldur því fram í fúlustu alvöru að leiðtoginn þeirra hafi ekki átt við það að heimsendir væri í nánd, því hann væri að tala um tímann frá sjónarhorni guðs.

Þú myndir álykta (réttilega) að þetta fólk væri ekki að beita skynseminni sinni þegar kemur að trúnni sinni. Þú ert alveg eins og þetta fólk. Nákvæmlega eins.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2007 kl. 14:16

13 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Hjalti Rúnar. Það vantar eiginlega einn ritningarstað í þessa klausu þína, svona til að sjá hver er að hafa hvern að fífli.

2. Pét. 3.3-5. Þetta skuluð þér þá fyrst vita að á síðustu dögum munu koma spottarar er stjórnast af eigin girndum og segja með spotti: "Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans ? Því að frá því að feðurnir sofnuðu stendur allt við sama eins og frá upphafi veraldar."

Kristinn Ásgrímsson, 8.11.2007 kl. 18:25

14 identicon

Ekkert mál Guðsteinn :)

. (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:57

15 identicon

Þú myndir að sjálfsögðu túlka þessi orð mannsins á þann hátt að hann haldi að heimsendir sé rétt ókominn.

Segir Jesús ekki að hann tali í líkingum? Að auki eru mjög skýr dæmi um það í Bíblíunni að sá tími sem talað er um í ritningunni sé ekki sá sami og menn nota í hinu daglega lífi. Sem dæmi má nefna setninguna dagur sem ár, man því miður ekki hvar þetta stóð.

. (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 00:03

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég verð að segja að ég hef haft stórgaman af því hvernig þú nærð þessu stagli og orðhengilshætti á flug hér á blogginu þínu Hjalti. Takk fyrir það, því það opinberar kyrfilega fáránleika trúarbragðanna. 

Ef þessar kennisetningar eru grundaða á svo moðfylltu orðalagi, túlkunarmöguleikum grískukunnáttu, koptísku og arameísku, sem dæmi, þá get ég ekki skilið hvernig Jói í kerrunum í Bónus eða Lúlla læknir, frikki forstjóri eða yfirleitt nokkur heilvita "venjulegur" maður getur tileinkað sér þennan tilviljanakennda hrærigraut óráðs og samansúrraðrar mannvonsku og ætlað sér að lifa samkvæmt því. Svo ekki sé talað um að ef honum verður á að misskilja eitthvað eða mistúlka, þá bíði hans eilífðarkvöl í brennisteinsgúlagi hins algóða föður.

Ég tek allavega ekki séns á því.

Annars eiga menn víst að halda sig við að koma saman tveir eða þrír í nafni Krists (ekki postula eða gamalla spámanna) og hætta að nauðga anda saklausra sálna í sinni sjúklegu drottnunarsýki og mannfyrirlitningu.

Einnig skyldu þeir halda sig við að bera þessi ósköp ekki á torg en fara inn í herbergi sín og læsa að sér eins og þeim er boðið ef þeir eiga eitthvað vantalað við harðstjórann. Svo er ritað.´

Einnig ber þeim að iðka trú sína í verki og ekki mun hún mælast af því sem þeir hafa að segja um málið samkv. Jakobsbréfi.

Þeir verða ekki heyrðir fyrir skrúðmælgi sína né tilburði til að réttlæta ævaforn fjölsdamorð.  Þeir eiga einnig að grýta þá sem vinna á sunnudögum...for that matter, svo þeir verða að vera viðbúnir allskonar svínaríi ef þeir ætla að lúta þessu óumbreytanlega "orði Guðs".

Ég held að þetta fólk sé að farast úr skelfingu og inngrónum ótta út í lífið og telji sig ekki hafa nokkuð vald yfir örlögum sínum, nema að standa í þessu raupi.  Ég aumkast í raun yfir það.

Ég tek ofan fyrir þér.  Þú vinnur elskunni og umburðarlyndinu mikið gagn og megi fleiri koma til af þínu kaliberi.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2007 kl. 02:01

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, mér finnst þú vera að skjóta þig í fótinn með greinum þínum um vottana.

Nú? Ertu þá kannski öfundsjúkur því ég varð fyrri til að vara við villu? HAHAHA! ... góður þessi! Þú ert ágætur Hjalti minn!

En  ímyndum okkur að maður sem stendur á götuhorni sé að predika um heimsendi. Hann segir:

    Nú er hin síðasta stund! Jesús mun koma aftur og skilja sauðina frá höfrunum! Innan skamms mun Jesús birtast í skýjunum með herskara himnanna. Iðrist! Heimsendir er í nánd! ....

.... Þú myndir álykta (réttilega) að þetta fólk væri ekki að beita skynseminni sinni þegar kemur að trúnni sinni. Þú ert alveg eins og þetta fólk. Nákvæmlega eins.

Jahérna Hjalti, þú tekur þessu bókstaflegra en ég gæti nokkurntíma gert! Hvað er svona erfitt að skilja að tíminn er afstæður hjá Guði? Frumkirkjan virðist hafa náð því, en ég sé að það eru bara þú og Vottarnir sem taka þessu svona eftir bókstafnum. Auk þess er Kiddi búinn að fylla í þær eyður sem þú skildir eftir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.11.2007 kl. 11:24

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Úps...ýtti óvart á senda. Reynum aftur:

 

Guðsteinn:

Jahérna Hjalti, þú tekur þessu bókstaflegra en ég gæti nokkurntíma gert!

Það er afar ódýrt rökræðutrikk að reyna að troða bókstafatrú yfir á mig. Sú er alls ekki raunin hérna.

Hvað er svona erfitt að skilja að tíminn er afstæður hjá Guði?

Það er ekkert erfitt að skilja það. Aðalatriðið er að það bendir ekkert til þess að þessir einstaklingar hafi verið að tala um "tíma guðs". Ef ég segði við þig: "Heimsendir er rétt ókominn, það er mjög stutt í hann." þá er auðvitað eðlileg túlkun að þarna sé ég einmitt að tala um stuttan tíma. 

Frumkirkjan virðist hafa náð því,...

Nei, það bendir ekkert til þess að höfundar þeirra rita sem ég vitnaði í hafi skilið þetta svona.

...en ég sé að það eru bara þú og Vottarnir sem taka þessu svona eftir bókstafnum.

Ég og örugglega allir nýjatestamentisfræðingar sem eru ekki bókstafstrúarmenn.

Kristinn Ásgrímsson:

Hjalti Rúnar. Það vantar eiginlega einn ritningarstað í þessa klausu þína, svona til að sjá hver er að hafa hvern að fífli.

Það vill svo skemmtilega til að 2. Pét er einmitt talið yngsta rit Nt, skrifað þeagr það varð augljóst að heimsendaspár höfunda þeirra rita sem ég vitna í höfðu ekki ræst. Þarna er höfundurinn einmitt að gera það sama og þið og vottarnir! Koma með eftiráskýringar til þess að reyna að útskýra það hvers vegna spádómarnir rættust ekki.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.11.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband