17.10.2007 | 09:44
orð GUÐS til þín
Ef bróðir þinn, sonur móður þinnar, eða sonur þinn eða dóttir þín eða konan í faðmi þínum eða vinur þinn, sem þú elskar eins og lífið í brjósti þínu, ginnir þig einslega og segir: ,,Vér skulum fara og dýrka aðra guði,`` þá er hvorki þú né feður þínir hafa þekkt, af guðum þeirra þjóða, sem kringum yður eru, hvort heldur þær eru nálægar þér eða fjarlægar þér, frá einu heimsskauti til annars, þá skalt þú eigi gjöra að vilja hans og eigi hlýða á hann, og þú skalt ekki líta hann vægðarauga og þú skalt ekki þyrma honum né hylma yfir með honum, heldur skalt þú drepa hann, þín hönd skal fyrst á lofti vera gegn honum til þess að deyða hann, og því næst hönd alls lýðsins. Þú skalt lemja hann grjóti til bana, af því að hann leitaðist við að tæla þig frá Drottni Guði þínum, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. (Fimmta bók Móse 13:6-10)
Ég minnst þess þegar ég var við nám í guðfræði hvað það kom mér og öðrum nemendum á óvart hve mikil áhersla er lögð á mannréttindi í Gamla testamentinu.#
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Jú, í einu guðspjalla kristinna manna segir Jesús að lögmálið sé enn í fullu gildi:
Ég hef ekki hugmynd um hvort þessu hafi verið fylgt eftir eða ekki, það skiptir ekki máli, boðorðið er alveg jafn ógeðslegt þrátt fyrir það.
Finnst þér mikil áhersla lögð á mannréttindi í Gamla testamentinu? Það er rétt að það er örlítið gott í þessum lögmálum, en þú verður að athuga að ummæli Arnar ganga miklu lengra en það.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.10.2007 kl. 17:19
Og hvernig í ósköpunum á þetta að tengjast því sem ég benti á? Að Jesús sagði að lögmálið væri í gildi?
Nei, Örn Bárður er bara einfaldlega blidnaður vegna eigin trúar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.10.2007 kl. 11:25
Sæll Hjalti þú veist að Jesús uppfyllti lögmálið með krossdauða sínum, að hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði oss með ákvæðum sínum. Kol 2:14. Í sambandi við Örn prest ertu viss um að hann sé kristinn? Sjáðu nú til hann er frímúrari og sú regla er ekki kristinn þó svo hún segist vera það. Til að mynda þegar menn vígjast inn þá eru þeir spurðir um trú og hvort sú trú sé best, en síðan þá er mönnum sagt að reglan hafi annann átrúnað betri, og er þá varpað þeirri spurningu hvort þeir vilji kasta sinni trú fyrir trú reglunnar. Hjalti hafðu þökk fyrir pistla þína um biblíuna þeir eru eitursnjallir. Guð blessi þig og þína fjölskyldu í Jesú nafni Amen.
Aðalbjörn Leifsson, 19.10.2007 kl. 17:25
Varðandi mannréttindi gamla testamentisins voru staðir á borð við
2. Mósebók 23:4
Ef þú finnur uxa óvinar þíns eða asna hans, sem villst hefir, þá fær þú honum hann aftur.
sem komu mér á óvart
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, 19.10.2007 kl. 20:48
Það er eðlilegt að það "komi mönnum á óvart" að finna mannréttindi í gamla testamentinu þar sem þar úir og grúir af hinu gagnstæða. Þar er aðskilnaður og mannamunur hafður í hávegum og ekki allir jafn réttháir fyrir almættinu, sem þó á að vera í öllu og öllum.
HÉR er svona "Crashcourse" í því sem við er átt.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2007 kl. 03:10
Aðalbjörn:
Nei, ég veit ekki að 'Jesús uppfyllti lögmálið með krossdauða sínum, að hann afmáði skuldabréfið sem þjakaði oss með ákvæðum sínum'. Það getur vel verið að höfundur Kólossusbréfsins hafi talið að lögmálið væri ekki lengur í gildi. Höfundur Mt var greinilega ósammála.
Promecius:
Takk fyrir hrósið.
Ég var að reyna að benda á að betri átrúnaður þyrfti að koma fram sem hjálpaði fólki að verða meira réttlátara.
Ég skil einfaldlega ekki hvað þú átt við með þessu. Að hvaða leyti var 'þörf' fyrir nýjan átrúnað? Ég er einfaldlega að benda á að í Mt er Jesús látinn boða það að lögmálið sé eilíft.
Jón Steinar:
Skarplega athugað. Það segir manni ýmislegt að það skuli koma manni á óvart að finna mannréttindi í Gt. Og ég mæli líka með heimasíðu þeirra manna sem gerðu myndbandið sem þú vísar á.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.10.2007 kl. 22:59
Ninni:
Ég trúi því alveg að þú hafir lært hjá einhverjum trúmanninum að í Mt 5 sé Jesús bara að tala um boðorðin tíu, en ef þú lest Mt 5 þá sérðu að það getur ekki verið:
Þarna er hann augljóslega ekki að segja "boðorðin tíu og spámennirnir."
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.10.2007 kl. 22:40
Það sem ég feitletraði. Þegar einhver segir "lögmálið eða spámenninga" er hann augljóslega að vísa til Tórunnar og Neví'ím. Þ.e.a.s. þar sem 'spámennirnir' er augljóslega ritsafn, þá er lögmálið mjög líklega líka notað þarna í merkingunni 'ritsafn' (þeas Tóran).
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2007 kl. 15:39
Ninni, það stendur "lögmálið og spámennina" í setningunni á undan. Hvers vegna heldurðu að "lögmálið" í setningunni næst á eftir þýði ekki það sama?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2007 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.