Að drepa börn

Ég held að allt heilbrigt fólk sé sammála því að það sé rangt að drepa börn (mikið af kristnu fólki finnst reyndar ekkert athugavert við að guð þeirra drepi og fyrirskipi morð á börnum í biblíunni). Ef við ímyndum okkur hins vegar að sumt af því sem sumt kristið fólk heldur fram sé satt, þá væri hámark góðmennskunnar að drepa börn.

Gefum okkur að þetta sé satt:

  1. Öll börn sem deyja fara sjálfkrafa til himna og lifa þar í alsælu að eilífu.
  2. Fullorðið fólk sem deyr fer annað hvort til himna (og lifir þar í alsælu að eilífu) eða þá til helvítis og kvelst þar að eilífu.
Ef þetta væri satt, þá er hugsanlegt að barn sem fullorðnast eigi eftir að lenda í helvíti.

Með því að drepa barnið væri maður að koma í veg fyrir að það geti mögulega kvalist að eilífu.

Þannig að ef þetta er satt, þá væri það mjög göfugt af manni að drepa börn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt þessu þá væri framtíð barns tryggð með því að drepa það

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 15:19

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hilmar, til að byrja með er það vafasamt að nota orðsifjar íslensks orðs til þess að álykta eitthvað um hugmyndir um líf eftir dauðann í Nt. Svo er það vafasamt að segja að þar sem hel þýði dauði (hel tengist að ég held
t.d. 'að hylja' og vísar til undirheima) og víti refsing sé refsingin sjálf dauði (þ.e. að vera ekki til).

Í Nt eru notuð ýmis orð um helvíti: Gehenna, Hades, Tartarus, eldsofn...

Þessa hugmynd er aðallega að finna í Opinberunarbókinni og Matteusarguðspjalli, td.:

Opinberun Jóhannesar 14:11
Og reykurinn frá kvalastað þeirra stígur upp um aldir alda, og eigi hafa þeir hvíld dag eða nótt...

Matteusarguðspjall 25:46
Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.``

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.10.2007 kl. 16:28

3 Smámynd: Mofi

Biblían gefur svo sem ekki skýrt svar hvað verður um börn en ef maður trúir að Guð er góður þá munu þau komast til himna. Aftur á móti að drepa börn er á móti boðorðunum tíu svo sá sem væri að gera það væri að brjóta gegn vilja Guðs og fordæma sjálfan sig.  Þetta eru ansi miklar hártoganir hjá þér Hjalti...

Varðandi helvíti, þá er Biblían alveg skýr að það er dauði en ekki eilífar kvalir. Orðið helvíti ætti í rauninni aldrei að koma fyrir í Gamla Testamentinu en aðeins vegna trúar viðkomandi þýðenda þá kemur það fyrir en það er alltaf verið að þýða orðið "sheol" sem þýðir gröfin.  Í Nýja Testamentinu er málið aðeins öðru vísi því þar blandast saman grísk orð sem menn geta gefið þá trúarlegu þýðingu sem þau höfðu. 

Mofi, 10.10.2007 kl. 16:36

4 Smámynd: Linda

Hjalti - ég bið ennþá fyrir þér. 

Linda, 10.10.2007 kl. 16:40

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Linda:

Ef þú hefur ekkert til málanna að leggja, slepptu þá því að koma með athugasemd. Ég veit alveg að þú ert að biðja fyrir mér. Taktu Mofa þér til fyrirmyndar (ekki að öllu leyti!), hann kemur með
málefnalegar athugasemdir og er (oftast) tilbúinn til þess að ræða málin á yfirvegaðan hátt.

Mofi:

Við erum örugglega sammála því að fara ekki að rökræða (enn einu sinni) um það hvað Nt segi um helvíti.

Ég er sammála því að það er mjög vafasamt að nota orðið helvíti í Gt og að hlutirnir flækjast aðeins í Nt.

Biblían gefur svo sem ekki skýrt svar hvað verður um börn en ef maður trúir að Guð er góður þá munu þau komast til himna. Aftur á móti að drepa börn er á móti boðorðunum tíu svo sá sem væri að gera það væri að brjóta gegn vilja Guðs og fordæma sjálfan sig. Þetta eru ansi miklar hártoganir hjá þér Hjalti...

Já, þú værir að brjóta gegn vilja guðs, en þú værir um leið að tryggja það að
börnin myndu upplifa eilífa sælu. Ég sé ekki hvers vegna þetta eru hártoganir. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.10.2007 kl. 17:07

6 Smámynd: Linda

Hjalti, ég þín orð hér inni eru svo fyndin að það þarf ekki að ræða þau neitt frekar.  Enn ég bið fyrir þér.

Linda, 10.10.2007 kl. 18:10

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Undarlegt að þér skuli finnast umræða um að drepa börn vera fyndin. Mér persónulega finnst ekkert fyndið við það að samkvæmt hugmyndakerfi sums kristins fólks á Íslandi sé það rétt að drepa börn. Mætti halda að þessi vísun til skemmtanagildis skrifa minna sé bara fyrirsláttur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.10.2007 kl. 21:13

8 identicon

Var þetta ekki þannig td hjá kaþólikkum, að ef barn er óskírt þá verði það í limbó ef það deyr, svona hvati til þess að flýta sér sem allra mest að versla eina skírn

DoctorE (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 22:12

9 Smámynd: Linda

Hjalti, mér þykir þín skrif fyndin og tek ekki undir neitt sem þér þykir verðugt að snúa út úr.  Rusl er rusl, og stundum er ruslið fyndið eins og þín skrif.  Ruslið í þessu tilfelli er útúrsnúningur.  Gangi þér allt í haginn. Ritningin er hrein og bein, þú ert það ekki.

Linda, 11.10.2007 kl. 01:13

10 identicon

Já rusl er rusl, það stendur ekki steinn yfir steini í biblíunni Linda, þetta er margkóperað dæmi og hver kópía vitlausari en sú fyrri þar sem eigin hugsanir þýðanda og svo misskilningur ofan á misskilning tröllríður öllu dæminu
Ritningin er einmitt EKKI hrein og bein, þetta geta allir kynnt sér sem hafa áhuga á að sjá sannleikann

DoctorE (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 08:38

11 Smámynd: Mofi

Hjalti: Við erum  örugglega sammála því að fara ekki að rökræða (enn einu sinni) um það hvað Nt segi um helvíti

Mikið rétt, þess vegna reyndi ég í gær að taka þetta efni saman, hérna er það: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/334383/#comment695158    Þér er auðvitað velkomið að kommenta þótt að við erum búnir að taka góðann snúning á þessu efni.

Hjalti: Já, þú værir að brjóta gegn vilja guðs, en þú værir um leið að tryggja það að börnin myndu upplifa eilífa sælu. Ég sé ekki hvers vegna þetta eru hártoganir

Kannski ekki hártoganir en þú hlýtur að skilja afhverju kristinn einstaklingur villl ekki taka fram fyrir hendur Guðs og brjóta boðorð Hans og gera eitthvað sem samviskan segir vera hræðilegt. Þú varst sammála að þín samviska segir þér að það væri hræðilegt að myrða börn og auðvitað upplifa kristnir þetta eins.

Mofi, 11.10.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband