8.10.2007 | 22:19
Hinn andsetni Jesús
Fáir átta sig á því að í byrjun Markúsarguðspjalls virðist Jesús vera andsetinn:
Í íslensku þýðingunni er sagt að andinn hafi stigið niður 'yfir' Jesú en ekki 'í' hann.
Í Lúkasar- og Matteusarguðspjalli er notað gríska orðið 'epi' sem þýðir sannarlega yfir.
En í Markúsarguðspjallistendur hins vegar að andinn hafi farið 'eis' Jesú, inn í Jesú. Ef við skoðum aðra staði í Markúsarguðspjalli þar sem þessi forsetning er notuð í sambandi við anda, þá er augljóst að andinn fer í viðkomandi:
Miðað við þessi dæmi, þá er líklegt að höfundur Markúsarguðspjalls hafi ímyndað sér að við
skírnina hafi andi stigið niður af himnum og andsetið Jesú.
Næsta vers virðist taka allan vafa af þessu, þar 'knýr' andinn Jesú út í óbyggðina. Orðið sem er þýtt
sem 'knúði' þýðir orðrétt 'að henda (út)' og er meðal annars notað um að reka út illa anda og reka
fólk í burtu (Mk. 11:15). Andinn sem er nýfarinn inn í Jesús virðist sem sagt taka völdin og rekur Jesú út í óbyggðina.
Þetta væri afskaplega ómerkilegt ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þetta passar engan veginn við trúarhugmyndir kristinna manna. Samkvæmt þeim þá hefur Jesús alltaf verið guð og hluti af þrenningunni. Það að einn hluti þrenningarinnar hafi andsetið annan hluta þrenningarinnar og stjórnað honum er auðvitað afar undarlegt.
Svo bar við á þeim dögum, að Jesús kom frá Nasaret í Galíleu og var skírður af Jóhannesi í Jórdan. Um leið og hann sté upp úr vatninu, sá hann himnana ljúkast upp og andann stíga niður í sig eins og dúfu. Og rödd kom af himnum: ,,Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun.`` Þá knúði andinn hann út í óbyggðina,... (Mk. 1:9-12)
Í íslensku þýðingunni er sagt að andinn hafi stigið niður 'yfir' Jesú en ekki 'í' hann.
Í Lúkasar- og Matteusarguðspjalli er notað gríska orðið 'epi' sem þýðir sannarlega yfir.
En í Markúsarguðspjallistendur hins vegar að andinn hafi farið 'eis' Jesú, inn í Jesú. Ef við skoðum aðra staði í Markúsarguðspjalli þar sem þessi forsetning er notuð í sambandi við anda, þá er augljóst að andinn fer í viðkomandi:
Og þeir [illu andarnir] báðu hann [Jesú] : ,,Send oss í svínin, lát oss fara í þau!`` Hann leyfði þeim það, og fóru þá óhreinu andarnir út og í svínin, og hjörðin, nær tveim þúsundum, ruddist fram af hamrinum í vatnið og drukknaði þar. (Mk. 5:12-13)
Nú sér Jesús, að mannfjöldi þyrpist að. Þá hastar hann á óhreina andann og segir: ,,Þú dumbi, daufi andi, ég býð þér, far út af honum, og kom aldrei framar í hann.``(Mk. 9:25)
Miðað við þessi dæmi, þá er líklegt að höfundur Markúsarguðspjalls hafi ímyndað sér að við
skírnina hafi andi stigið niður af himnum og andsetið Jesú.
Næsta vers virðist taka allan vafa af þessu, þar 'knýr' andinn Jesú út í óbyggðina. Orðið sem er þýtt
sem 'knúði' þýðir orðrétt 'að henda (út)' og er meðal annars notað um að reka út illa anda og reka
fólk í burtu (Mk. 11:15). Andinn sem er nýfarinn inn í Jesús virðist sem sagt taka völdin og rekur Jesú út í óbyggðina.
Þetta væri afskaplega ómerkilegt ef ekki væri fyrir þá staðreynd að þetta passar engan veginn við trúarhugmyndir kristinna manna. Samkvæmt þeim þá hefur Jesús alltaf verið guð og hluti af þrenningunni. Það að einn hluti þrenningarinnar hafi andsetið annan hluta þrenningarinnar og stjórnað honum er auðvitað afar undarlegt.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:02 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef aldrei skilið af hverju kristnir dýravinir hafa aldrei sett út á þessa ritningu um svínin.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 9.10.2007 kl. 00:36
Matteusarguðspjall 8 kafli vers 28Þegar hann kom yfir um, í byggð Gadarena, komu á móti honum frá gröfunum tveir menn haldnir illum öndum, svo skæðir, að enginn mátti þann veg fara. 29Þeir æpa: ,,Hvað vilt þú okkur, sonur Guðs? Komstu hingað að kvelja okkur fyrir tímann?`` 30En langt frá þeim var mikil svínahjörð á beit. 31Illu andarnir báðu hann og sögðu: ,,Ef þú rekur okkur út, sendu okkur þá í svínahjörðina.`` 32Hann sagði: ,,Farið!`` Út fóru þeir og í svínin, og öll hjörðin ruddist fram af hamrinum í vatnið og týndist þar. 33En hirðarnir flýðu, komu til borgarinnar og sögðu öll tíðindin, líka frá mönnunum, sem haldnir voru illum öndum. 34Og allir borgarmenn fóru út til móts við Jesú, og þegar þeir sáu hann, báðu þeir hann að fara burt úr héruðum þeirra. Og svo aftur í Matteusarguðspjall 8 kafli vers 14 Jesús kom í hús Péturs og sá, að tengdamóðir hans lá með sótthita. 15Hann snart hönd hennar, og sótthitinn fór úr henni. Hún reis á fætur og gekk honum fyrir beina. 16Þegar kvöld var komið, færðu menn til hans marga, er haldnir voru illum öndum. Illu andana rak hann út með orði einu, og alla þá, er sjúkir voru, læknaði hann. 17Það átti að rætast, sem sagt er fyrir munn Jesaja spámanns: ,,Hann tók á sig mein vor og bar sjúkdóma vora.``
Guðrún Sæmundsdóttir, 9.10.2007 kl. 09:54
Jahérna hér hvað þú getur snúið útúr Hjalti Rúnar! En biblían talar mjög víða um að fólk sé andi sál og líkami, en ef við lítum á Maríu mey þá segir hún einmitt hér í Lúkasarguðspjalli1:46Og María sagði: Önd mín miklar Drottin, 47og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. Sálmaskáldið Davíð konungur biður Guð um að gefa sér nýjan stöðugan anda.Hvað Jesú varðar steig Heilagur andi yfir hann við skírnina, andinn knúði hann í óbyggðir til þess að glíma við Satan. Þar kemur sterkt fram að Satan hefur vald til þess að gefa áhaggendum sínum auð og völd sem að svo Jesús hafnar. En svona þér til fróðleiks þá er heilagur andi sem maður öðlast fyrir kraft trúarinnar á Jesú Krist, dásamlegur kærleiks og friðarandi, en andi sá sem að heimurinn er undir og þeir sem að ekki hafa tekið við Jesú, andi Satans sem að getur hæglega gefið allskyns hæfileika auð og völd en frið og sannan kærleik gefur hann ekki.
Guðrún Sæmundsdóttir, 9.10.2007 kl. 10:10
Skúli, þú ættir nú frekar að lesa alla greinina frekar en bara eina tilvitnunina. Ef þú hefðir gert það hefðirðu séð að ég hélt því auðvitað ekki fram að í Mk. 9:25 væri Jesú haldinn illum anda, heldur var ég að sýna fram á hvernig 'eis' er
notað þegar andar eru annars vegar.
Guðrún, ég skil ekki hvers vegna þú varst að vitna í Mt 8:14-17 og 28-34. Gætirðu útskýrt það fyrir mér?
Ef þú ætlar að halda því fram að ég sé að snúa út úr þá skaltu rökstyðja það.
Í Markúsarguðspjalli stendur að andinn hafi stigið niður í hann.
Ég sé ekki neitt meira svaravert í þessari athugasemd þinni, þar eru bara einhverjir órar um mismunandi anda.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.10.2007 kl. 15:40
það skiptir í sjálfu sér engu máli Hjalti, hvort að Heilagur andi hafi stigið yfir jesú eða í hann. Aðalmálið er að heilagur Andi hafi starfað í honum.
Guðrún Sæmundsdóttir, 9.10.2007 kl. 17:13
Hjalti...ég bið fyrir þér.
Linda, 9.10.2007 kl. 17:40
Linda... ég hugsa fyrir þig!
Matthías Ásgeirsson, 9.10.2007 kl. 21:12
Sæll Hjalti Rúnar minn. Ég þakka þér fyrir þetta. En minn Guð er Guð Avrahams. Ílaks og Jakobs. Og hann er líka þinn Guð. Guð minn er sá sami í gær og í dag og um aldir. Hann er óumbreitanlegur. Guð er eiik að hann geti lpgið.
Elsku Hjalti Rúnar ég er með áskorunn á þig. Komdu með þá sem eru sjúkir í þinni fjölskildu og Guð mum lækna þá. Ég bý á Leynisbraut 13b í Grindavík. Ef þú ert sjálfur með einhvern sjúkdóm eða veikur þá skal ég leggja hendur mínar yfir þig.
En ef þú ert ekki skúkur eða veikur þá skal ég láta Alla vin min berja þig. Nei annars get ég gert þetta sjálfur.
Bara smá grín. Ha ha ha.
Kæri Hjalti Rúnar mér finnst þú vera flottur Guðs maðaur.
Hjalti Rúnar ég sendi blessanir inn í líf þitt og þína fjölskyldu í Jesú nafni.
Kær kveðja Þormar. Nýi bloggvinur þinn.
thormar.blog.is (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 22:30
Minn kæri Hjalti mig langar að bæta við Þetta sem ég skrifaði þér. Ég vei um menn sem hafa reist upp dauða. Charlse Nidifone í Ameríku,Heade Baker í Mósanbik, David Hogan í Mexikó. Og einnig ég.
Hjálti minn þá er ég til búin að reisa þig upp frá dauðum þegar þú deirð. Kær kveðja Þormar.
thormar.blog.is (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:39
Fyrigefðu stafsetninguna Þetta átti að ver Abraham Ísak og Jakobs. En ekki Avraham.
Kær kveðja Þormar.
Þormar. (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 23:58
Skúli:
Í greininni skrifaði ég á undan tilvitnuninni sem þú misskildir: "Ef við skoðum aðra staði í Markúsarguðspjalli þar sem þessi forsetning er notuð í sambandi við anda, þá er augljóst að andinn fer í viðkomandi:" Skilurðu þetta ekki?
Þormar:
Hvern reistirðu frá dauðum?
Guðrún:
Ég myndi nú segja að þetta skipti máli. Fyrir utan það að þetta smellpassar við ákveðna villukenningu, þá passar það varla að einn hluti þrenningarinnar
hafi andsetið annan hluta hennar (Jesú) og þvingað hann til þess að gera eitthvað. Eða finnst þér ekkert athugavert við það?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.10.2007 kl. 08:40
Tilvitnanirnar mínar voru einungis settar fram til þess að sýna fram á að þegar andar fara í einhvern, þá er um andsetningu að ræða. Síðan skrifaði ég: "Það að einn hluti þrenningarinnar hafi andsetið annan hluta þrenningarinnar...".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.10.2007 kl. 10:12
Sæll aftur Skúli,
Ef andi fer í persónu X og lætur hana gera eitthvað, þá er mjög eðlilegt að segja að hún sé andsetin.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.10.2007 kl. 16:30
Hjalti, ég bið ennþá fyrir þér. Maður sem les svona mikið orðið mun eflaust upplifa Logos fyrr enn síðar. Guð er með þér, þú bara veist það ekki ennþá.
Linda, 10.10.2007 kl. 16:43
Linda, því miður þá er biblían ekki galdrabók. Maður verður ekki kristinn af því að læra um hana frekar en maður verður heiðinn af því að lesa Snorra-Eddu.
Svo er það nú þannig að því meira sem fólk lærir um biblíuna (þá er ég að tala um alvöru lærdóm, ekki bara gervilærdóm trúmanna) því minna kristið verður það.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.10.2007 kl. 17:12
...þeas því miður fyrir þig.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.10.2007 kl. 17:27
Halti orð þín sína að þú lest enn skilur ekki. Ég bið fyrir þér .
Linda, 10.10.2007 kl. 18:12
Spegill!
Svo held ég að það sé komið á hreint að þú sért að biðja fyrir mér. Ef þú hefur ekkert að segja, þá skaltu frekar sleppa því að skrifa eitthvað innihaldslaust í staðinn fyrir að segja okkur frá bænalífinu þínu.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.10.2007 kl. 21:09
Samkvæmt Ritningunni er Guð Heilög þrenning, Faðir, Sonur og Heilagur Andi. Þeir þrír eru eitt. Maðurinn er skapaður í Guðs mynd, samkvæmt Ritningunni, andi, sál og líkami, en samt ein manneskja.
Þegar ég bið, þá bið ég í anda. Enda segir Ritningin okkur að tilbiðja Guð í anda og sannleika. Jesús segir, ÉG ER Sannleikurinn, Vegurinn og Lífið. Andi minn í gegn um Jesú, sem er vegurinn - tengir mig við Guðs Heilaga Anda. Guð er ekki maður, hann er stærri stærð en svo.
Á þessu byggist trú hins kristna manns.
Guð blessi þig og leiðbeini, ekki hætta að lesa.
G.Helga Ingadóttir, 26.10.2007 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.