Hvernig frelsast maður kona?

Það er algengt að kristnir menn boði þá villukenningu að konur öðlist frelsi með því að trúa á Jesú Krist. Ég verð alltaf jafn hissa á því hve mikið af sannkristnu fólki fellur fyrir þessar óbiblíulegu kenningu. Já, hún er klárlega óbiblíuleg:

En hún [konan] mun hólpin verða, sakir barnburðarins, ef hún stendur stöðug í trú, kærleika og helgun, samfara hóglæti. (1. Tím. 2:15)

Hún mun hólpni verða, sakir barnburðarins. Trúin er auðvitað líka nauðsynleg, en það er meiri áhersla lögð á barnburðinn.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Hjalti Rúnar í Jóhannesar Guðspjalli kafla 10 og versi 9 stendur að sá sem komi inn um dyrnar muni frelsast. Jesús er dyrnar. Þú hefur gert mistök með að strika yfir orðið maður og hafa orðið kona í staðinn því það eru til Karlmenn og Kvenmenn. Bæði sköpuð í Guðsmynd einsog þú. Guð blessi þig og þína fjölskyldu Hjalti Rúnar í Jesú nafni. Amen.

Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Aðalbjörn, 1Tím 2:15 mitt trompar Jh 10:9 þitt!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.10.2007 kl. 22:11

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Fyrir mann sem ekki trúir eiðir þú miklum tíma í orðið jafnvel miklu meir en ég geri og tel ég mig guðsmann,en það er gott að þú skulir vitna í orðið því þar liggur sannleikurinn.Megi guð þér fylgja Hjalti kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.10.2007 kl. 12:29

4 identicon

Sæll Hjalti Rúnar. Guð blessi þig.  Mig langar að segja þér konur eru líka menn rétt eins og þú. Vegna þess að þær eru skapaðar í Guðs mynd eins og þú. Jóh.1:12. Jón.3.16. En Hjalti mér finst þú vera flottur.

Vilt þú vera blogg vinur minn?

Kær kveðja Þormar.

Þormar (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 16:02

5 identicon

Hérna að ofan einblínir þú á barnsburðinn en það eru greinilega gefin ákveðinn skilyrði Þarna: staðfesta, kærleikur, helgun og hóglæti.

En eru þetta ekki eiginleikar sem allir menn (homo sapiens sapiens) verða að hafa til að geta tekið við orði Guðs, eru þetta ekki eiginleikar þeirra sem kallaðir eru sannir gyðingar, kristnir, múslimar o.s.frv.

Ég tel persónulega að það að konan gefi barnsburð geri það að verkum að hún hafi möguleikann að vera að einhverju leyti ,,andlegri", vegna reynslu sinnar, heldur en karlar.

. (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 16:26

6 identicon

Aðalbjörn, 1Tím 2:15 mitt trompar Jh 10:9 þitt!

Keppni að sannleikanum, hver verður fyrstur?  :P 

. (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 16:27

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég veit vel að konur eru líka menn, en ef ég er sérstaklega að tala um konur (eins og ég geri í þessari grein) þá er rétt að nota orðið 'konur'. Persónulega fer fólk sem mótmælir því að konur séu líka menn afskaplega í taugarnar á mér, alveg eins og gert verður í nýju fals-þýðingu biblíunnar.

Jakob: Ég er sammála því að þrjú síðustu atriðin eru sammannleg, 
en það breytir því ekki að í versinu er barnsburðinum gefinn hjálpræðislegt gildi,
og ég efast um að höfundurinn hafi haft það í huga að það væri vegna andlegrar reynslu konunnar, heldur frekar vegna þess að þetta var refsing guðs fyrir að óhlýðnast í aldingarðinum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.10.2007 kl. 17:50

8 identicon

Þakka þér yndislega Hjalti, að benda á þetta. En verðum við stelpurnar þá ekki tví- og þrífrelsaðar eða jafnvel sjö-frelsaðar eins og Silla frænka sem er búin að eignast sex kríli og fór svo í niðurdýfingu hjá Krossinum?

Svo er annað, ég er sjálf ólétt og frelsast þá væntanlega þegar kemur að fæðingunni. Hvað tekur venjulegur þjóðkirkjuprestur fyrir athöfnina? Er þetta ódýrara hjá Kaþólskum?

Tjillabeib (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 18:18

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Tjillabeib, ég held að hvorki þjóðkirkjuprestar né kaþólikakr veiti þessa sjálfsögðu þjónustu. Spurning um að notfæra sér þessa holu í markaðnum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.10.2007 kl. 19:30

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Í þessum texta, sem Hjalti vitnar í, kemur fram að það er nauðsynlegt að trúin á Guð komi fram í verki, hún sé ekki bara einhver vitsmunaleg afstaða. Trúin á að vera mótandi afl í lífi konunnar sem karlsins og á að leiða af sér kærleika, helgun og hóglæti.

Það gerist meðal annars í gegnum barnsburð og barnauppeldi hjá konum, en er eflaust ekkert skilyrði.

Niðurdýfing hjá eldklerk eins og Gunnari í Krossinum dugir jafnvel skammt ein og sér, ef ávextir trúarinnar láta á sér standa.

Theódór Norðkvist, 7.10.2007 kl. 21:32

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Theódór, mér finnst ótrúlegt hvernig þér tekst að gera barnsburð að einhvers konar aukaafurð trúarinnar.

Hvað merkir þá að konan "mun hólpin verða, sakir barnburðarins" fyrst það þýðir ekki að barnsburðurinn sé "eflaust ekkert skilyrði [fyrir því að verða hólpinn]".

Ef ég les setningu sem segir að einhver verði X sakir Y, svo lengi sem hann geri Z, þá skil ég það þannig að Y og Z séu bæði skilyrði fyrir því að verða X.

Tökum dæmi:

"Herra X kemst í Félag áhugamanna um ost, sakir þess að hafa étið 1 kg af osti, ef hann hefur áhuga á osta-menningu."

Er nauðsynlegt fyrir herra X að hafa étið 1 kg af osti til þess að komast í félag áhugamanna um ost?

En ein túlkun sem gæti bjargað þér, væri sú að segja að "barnsburðirinn" vísaði bara til þess að konur almennt eignast börn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.10.2007 kl. 21:48

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér fyrir hugulsemina að vilja skera mig úr snörunni, en ég er fullfær um það sjálfur að svara fyrir mig.

Það verður að skoða þennan texta í samhengi við annað í biblíunni og textann sjálfan. Þetta á maður með svona mikla biblíuþekkingu að vita.

Af versunum á undan sýnist mér að Páll sé að fjalla um hjón, af samhenginu að dæma. Þú hlýtur að sjá að það er ekki hægt að lesa út úr textanum að barnsburðurinn einn dugi til frelsunar.

Hvað ostaáhugafélagið varðar, þá hlýtur að vera nauðsynlegt að hafa borðað 1 kg. af osti OG hafa áhuga á osta-menningu, ef þetta eru einu reglurnar.

Sömuleiðis verður konan hólpin sakir barnsburðarins OG ef hún stendur stöðug í trú, kærleika, helgun og hóglæti. Mjög einfaldar reglur, ekki satt?

Þú hlýtur að sjá að barnsburðurinn einn og sér er ekki nóg til frelsunar. Þá eru allar mellur og öll verstu glæpakvendi sögunnar í dýrðinni hjá Guði, bara ef þær eignuðust börn.

Theódór Norðkvist, 7.10.2007 kl. 23:07

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jæja Hjalti, þú eins og Vottarnir klippa hina og þessar setningar úr til þess að þjóna eigin vitleysu, þú ert tilbúinn að gera vantrú, söfnuð þinn að költi með þessu brölti þínu. Enn og aftur tekur þú eitt vers og lætur það þjóna þínum vafasama boðskap. Vottunum tekst að gera Jesú að Mikka erkiengli með sama hætti. En eins og venjulega hefur þú rangt fyrir þér.

Ritað er:

Jóhannesarguðspjall 1:7

Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann.
Hmmm ... akkuru segir hann ALLIR!!!???

Einnig:

Jóhannesarguðspjall 10:27-29
27 Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér.
28 Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.
29 Faðir minn, sem hefur gefið mér þá, er meiri en allir, og enginn getur slitið þá úr hendi föðurins.


Nei aftur er hér ofar ekki talað í karlkyni, hann talar um "Sauði" sem í þessu tilfelli er í hvorkyni! Ja hérna hér! Og ekki minnst á karl né konu .... ég á ekki til orð ..

Svo er meira:

Lúkasarguðspjall 7:44-50
44 Síðan sneri hann sér að konunni og sagði við Símon: ,,Sér þú konu þessa? Ég kom í hús þitt, og þú gafst mér ekki vatn á fætur mína, en hún vætti fætur mína tárum sínum og þerraði með hári sínu.
45 Ekki gafst þú mér koss, en hún hefur ekki látið af að kyssa fætur mína, allt frá því ég kom.
46 Ekki smurðir þú höfuð mitt olíu, en hún hefur smurt fætur mína með smyrslum.
47 Þess vegna segi ég þér: Hinar mörgu syndir hennar eru fyrirgefnar, enda elskar hún mikið, en sá elskar lítið, sem lítið er fyrirgefið.``
48 Síðan sagði hann við hana: ,,Syndir þínar eru fyrirgefnar.``
49 Þá tóku þeir, sem til borðs sátu með honum, að segja með sjálfum sér: ,,Hver er sá, er fyrirgefur syndir?``
50 En hann sagði við konuna: ,,Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði.``

Hér er ofar er KONA hólpinn fyrir trú, eða réttara sagt er hún "frelsuð"! Karlremban þín, konan er frjáls vegna trúar sinnar og ekki er minnst á neinn barnsburð!!

Jóhannesarguðspjall 4:15-32

15 Þá segir konan við hann: ,,Herra, gef mér þetta vatn, svo að mig þyrsti ekki og ég þurfi ekki að fara hingað að ausa.``
16 Hann segir við hana: ,,Farðu, kallaðu á manninn þinn, og komdu hingað.``
17 Konan svaraði: ,,Ég á engan mann.`` Jesús segir við hana: ,,Rétt er það, að þú eigir engan mann,
18 því þú hefur átt fimm menn, og sá sem þú átt nú, er ekki þinn maður. Þetta sagðir þú satt.``
19 Konan segir við hann: ,,Herra, nú sé ég, að þú ert spámaður.
20 Feður vorir hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli, en þér segið, að í Jerúsalem sé sá staður, þar sem tilbiðja skuli.``
21 Jesús segir við hana: ,,Trú þú mér, kona. Sú stund kemur, að þér munuð hvorki tilbiðja föðurinn á þessu fjalli né í Jerúsalem.
22 Þér tilbiðjið það, sem þér þekkið ekki. Vér tilbiðjum það, sem vér þekkjum, því hjálpræðið kemur frá Gyðingum.
23 En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann.
24 Guð er andi, og þeir, sem tilbiðja hann, eiga að tilbiðja í anda og sannleika.``
25 Konan segir við hann: ,,Ég veit, að Messías kemur _ það er Kristur. Þegar hann kemur, mun hann kunngjöra oss allt.``
26 Jesús segir við hana: ,,Ég er hann, ég sem við þig tala.``
27 Í sama bili komu lærisveinar hans og furðuðu sig á því, að hann var að tala við konu. Þó sagði enginn: ,,Hvað viltu?`` eða: ,,Hvað ertu að tala við hana?``
28 Nú skildi konan eftir skjólu sína, fór inn í borgina og sagði við menn:
29 ,,Komið og sjáið mann, er sagði mér allt, sem ég hef gjört. Skyldi hann vera Kristur?``
30 Þeir fóru úr borginni og komu til hans.
31 Meðan þessu fór fram, báðu lærisveinarnir hann: ,,Rabbí, fá þér að eta.``
32 Hann svaraði þeim: ,,Ég hef mat að eta, sem þér vitið ekki um.``

Hér ofar segir hann við KONU að trú hennar hefur bjargað henni. Hmmm .. aftur er ekki minnst á barnsburð. I wonder why.

Lúkasarguðspjall 8:43-48
43 Þar var kona, sem hafði haft blóðlát í tólf ár. Hún hafði leitað lækna og varið til aleigu sinni, en enginn getað læknað hana.
44 Hún kom að baki honum og snart fald klæða hans, og jafnskjótt stöðvaðist blóðlát hennar.
45 Jesús sagði: ,,Hver var það, sem snart mig?`` En er allir synjuðu fyrir það, sagði Pétur: ,,Meistari, mannfjöldinn treðst að þér og þrýstir á.``
46 En Jesús sagði: ,,Einhver snart mig, því að ég fann, að kraftur fór út frá mér.``
47 En er konan sá, að hún fékk eigi dulist, kom hún skjálfandi, féll til fóta honum og skýrði frá því í áheyrn alls lýðsins, hvers vegna hún snart hann, og hvernig hún hafði jafnskjótt læknast.
48 Hann sagði þá við hana: ,,Dóttir, trú þín hefur bjargað þér. Far þú í friði.``

Æææ .. aftur er þessa KONU


Ritað er:

Jóhannesarguðspjall 3:16
Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.

Ég gæti haldið áfram í allan dag að koma með vers sem "trompa" þvæluna í þér. En þú hlýtur að sjá þetta í því sem ég hef þegar sett inn. Þetta snýst ekki um osta né X eða Y breytur, og er barnsburðurinn ekki eins mikilvæg og trúin eins og þessi vers sem ég hef sett inn sanna, trúin er það hins vegar og vegur þyngra þótt barnsburðinn sé vissulega mikilvægur.

Og láttu nú af þessum heimskulega karlrembulega hræðsluáróðri þínum, hann borgar sig ekki hjá þér þar sem er afar auðvelt að afsanna "költista" útfrá ritningunni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2007 kl. 10:19

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Æææ .. aftur er þessa KONU bjargað vegna trúar; átti að standa þarna.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.10.2007 kl. 10:21

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jæja Hjalti, þú eins og Vottarnir klippa hina og þessar setningar úr til þess að þjóna eigin vitleysu, þú ert tilbúinn að gera vantrú, söfnuð þinn að költi með þessu brölti þínu. Enn og aftur tekur þú eitt vers og lætur það þjóna þínum vafasama boðskap. Vottunum tekst að gera Jesú að Mikka erkiengli með sama hætti. En eins og venjulega hefur þú rangt fyrir þér.

Guðsteinn, þú áttir þig vonandi á því að orðatiltækið "klippa úr" vísar til þess að maður sé að taka eitthvað úr samhengi. En í staðinn fyrir að reyna að sýna fram á að versið sem ég vitnaði í var tekið úr samhengi kemurðu með tilvitnanir úr Jóhannesar- og Lúkasarguðspjalli.

Ég get alveg fallist á það að 1. Tímóteusarbréf sé í mótsögn við þessi tvö 
guðspjöll ef þú ert að reyna að sýna fram á það

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2007 kl. 18:31

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

1. Tímóteusarbréf er engan veginn í mótsögn við Jóhannesar og Lúkasarguðspjöll. Í dæmunum sem Guðsteinn nefnir kemur fram að konurnar framkvæmdu á grundvelli trúar sinnar. Athafnir þeirra lýstu trú þeirra.

Theódór Norðkvist, 8.10.2007 kl. 22:19

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Theódór, ég gleymdi að svara þarsíðustu athugasemd þinni:

Af versunum á undan sýnist mér að Páll sé að fjalla um hjón, af samhenginu að dæma.

Mér sýnist hann nú ekki að vera að tala sérstaklega um hjón, gæti samt vel verið. Hvers vegna heldurðu það?

Þú hlýtur að sjá að það er ekki hægt að lesa út úr textanum að barnsburðurinn einn dugi til frelsunar.

Theódór, vinsamlega lastu ekki færsluna mína? Þar skrifaði ég: "Hún mun hólpni verða, sakir barnburðarins. Trúin er auðvitað líka nauðsynleg, en það er meiri áhersla lögð á barnburðinn."

Hvað ostaáhugafélagið varðar, þá hlýtur að vera nauðsynlegt að hafa borðað 1 kg. af osti OG hafa áhuga á osta-menningu, ef þetta eru einu reglurnar.

Sömuleiðis verður konan hólpin sakir barnsburðarins OG ef hún stendur stöðug í trú, kærleika, helgun og hóglæti. Mjög einfaldar reglur, ekki satt?

Frábært. Ég er sammála þessu, allt fernt er nauðsynlegt.

Þú hlýtur að sjá að barnsburðurinn einn og sér er ekki nóg til frelsunar. Þá eru allar mellur og öll verstu glæpakvendi sögunnar í dýrðinni hjá Guði, bara ef þær eignuðust börn.
Aftur, ég tók það skýrt fram í færslunni að ég væri ekki að halda því fram að í þessu versi væri því haldið fram að barnsburðurinn einn og sér væri nóg til frelsunar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2007 kl. 22:33

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ástæðan fyrir því að ég taldi þessi orð Páls eiga við hjón er sú að hann talar um Adam og Evu, auk þess sem barnsfæðingar eiga að fara fram innan hjónabands samkvæmt Biblíunni. Það er hæpið að barnsfæðingar í lausaleik stuðli að sáluhjálp, nema þær kenni konum að taka ábyrgð á annarri manneskju og það er alltaf þroskandi.

Afsakaðu misskilning minn, sem þú bendir á í svari þínu. 

Theódór Norðkvist, 8.10.2007 kl. 23:15

19 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ah...skil hvað þú átt við. Þó svo að höfundur 1. Tím hafi örugglega neikvætt álit á lausleiksbörnum, þá finnst mér hann ekki vera að ræða um hjónaband í versunum á undan.

Í versum 9-10 talar hann um hvernig konur eigi að klæða sig (meðal annars með hóglæti). Í næsta versi ræðir hann um hvernig konur eigi að hegða sér í kirkjum (halda kjafti og vera undirgefin) og bætir því við að hann leyfi konum ekki að "taka sér vald yfir manninum". Hann útskýrir þessa afstöðu sína með þeim rökum að Adam hafi verið skapaður á undan Evu, og að það hafi verið hún sem hafi syndgað í aldingarðinum. Síðan kemur versið sem um ræðir þar sem höfundur 1. Tím segir að meðal annars barnsburðurinn geri hana hólpna.

Mér sýnist þessi hluti frekar fjalla almennt um konur eða hegðun þeirra. Þarna er auðvitað lögð áhersla á undirgefni (og þar með talin auðvitað undirgefni við eiginmanninn), en ég held að það sé ekki rétt að þetta fjalli beinlínis um hjónabandið.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2007 kl. 23:33

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Smá viðbót:

Orðin sem eru þýdd sem maður og kona í textanum geta bæði þýtt eiginmaður og eiginkona og maður og kona í almennum skilningi. Það er því ekki ljóst að Páll sé að tala eingöngu um hjón í 2. kafla 1. Tímóteusrbréfs.

Hér er ágætis útskýring á þessum kafla.

Theódór Norðkvist, 8.10.2007 kl. 23:37

21 Smámynd: Theódór Norðkvist

Innlegg mitt hér á undan var sent áður en þú svaraðir, Hjalti. Er semsagt sammála þér að það er ekki einungis átt við hjón í textanum, dreg það til baka.

Theódór Norðkvist, 8.10.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband