orð GUÐS til þín

jesuselskarthig

Jesús: "Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna."

                                               Mt. 13:40-42


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Sorglegur endir en eina leiðin til að enda ranglæti í heiminum.  Nema kannski að leyfa öllum að vera til í sínum einka heima að leika sér í Xbox, er ennþá að melta þann valmöguleika...  :/

Mofi, 1.10.2007 kl. 20:49

2 identicon

Samkvæmt mínum skilningi er þetta ekki bókstaflegt.

Ef ég má lýsa mínum bahá'í skilningi þá er endir veraldar í raun ,,endurnýjun" veraldar og er sú túlkun alveg samkvæm þýðingunni á orðinu apocalypse. Samkvæmt bahá'í trúnni er enginn raunverulegur ,,endir" á veröldinni eins og oft er spáð heldur er sendir Guð reglulega til jarðarinnar boðbera sem endurnýja hinn andlega og eilífa boðskap Guðs en aftur á móti eru öll fyrri félagsleg lög afnumin og ný, sem eiga við þann tíma og stað sem boðberinn birtist á, afhjúpuð. Þar með er hinum gamla heimi lokið en nýjum komið á.

Englar samkvæmt bahá'í ritum eru þeir menn eða konur sem hafa algjörlega skilið sig frá þessum veraldlega heimi og lifa í vilja Guðs. Það er ekkert ómögulegt að þið hafið hitt nokkra engla á ykkar lífsleið.

Sömuleiðis er ekki talað um efnislegt helvíti í bahá'í ritum heldur er sagt að eldur sé notaður sem táknmynd um hið raunverulega helvíti sem er ekkert annað en fjarlægð frá Guði. Ef maður ætti að nota aðra líkingu um þetta gæti maður sagt að Guð er ljós og myrkur (helvíti) sé ekkert annað en skortur á ljósi.

Margir gætu tekið ofannefndri tilvitnun sem einhverskonar  ,,condemnation" (fyrirgefið , ég á stundum erfitt með að hugsa upp réttu orðin á íslensku) á öllum þeim sem, t.d. ekki eru kristnir eða hvaða önnur trú sem hægt væri að hugsa sér. En minn skilningur er ekki þannig. Í einni bahá'í tilvitnun er sagt ,,látið gerðir en ekki orð vera prýði yðar" og er það mín skoðun að það skipti ekki máli hvað fólk vill kalla sig svo lengi sem það leyfir skoðunum sínum ekki að hindra samúð sína með og ást sína til náungans.

Eða eins og einn engill sagði ,,Andlegleiki er ást í framkvæmd" og þetta er ekki bundið skoðunum held ég.  

. (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 23:49

3 identicon

Ég skoðaði tilvitnunina aftur og fannst ég verða skýra betur skilning minn á eftirfarandi í ljósi þess hvernig ég útskýrði skilning minn á englum og helvíti:

"Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna."

Eins og þið líklega vitið þá hefur alltaf, á þeim tímum sem boðberi kemur fram, verið mikið drama í kringum það allt saman. Það sem ég á við er að ráðamenn ríkjandi trúabragða hafa alltaf risið gegn hinum nýja boðbera. Þá fyrst og fremst af tveimur ástæðum: ótti við það að missa stöðu sína og tign og vegna þess að hinn fyrirheitni hefur aldrei komið undir þeim kringumstæðum sem prestarnir og klerkarnir voru búnir að ákveða að hann ætti að koma fram í. Sem dæmi þá átti Jesús að koma með járnstaf í hendi með miklum mátti og völdum og átti að hrekja rómverjanna burt, hann kom að sjálfsögðu undir öllum þessum kringumstæðum (fyrir utan þetta með rómverjanna) en þetta var fyrst og fremst andlegur máttur og vald enda veraldlegt vald einskis virði nema fyrir þá sem þrá myrkrið (smá líking þarna).

Sem leiðir okkur að þessum blessuðu englum. Í tilviki Jesús voru það m.a. lærisveinarnir, Maríurnar og fleiri. Í niðamyrkri getur kerti verið ómissandi leiðarvísir en í hádegisdagsljósi verður ljós kertisins ósýnilegt.
Þeir lærðu prestar og aðrir sem fengu tækifæri til að hitta hinn fyrirheitna Messías og lærisveina hans (ég tel persónulega konurnar með í þeim hópi) höfðu þar tækifæri á að neyta af þessum himneska eldi og verða sjálfir að sólum en þeir ekki aðeins neituðu að fylgja Jesú sem, samkvæmt mínum skilningi, er fyrirgefanlegt heldur gengu þeir beint á móti honum og urðu til þess að hinu saklausa lambi var slátrað og þar með slökktu allann þann neista sem þeir höfðu annars geymt í hjarta sér.

Sömuleiðis gerðu fylgjendur þessa manna hið sama með því að ofsækja engla (fylgjendur) Krists.

. (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 00:19

4 identicon

Hjalti ekki vil ég né Guð að þú endir í eldsdíkinu þar sem djöflinum og hans englum verður kastað og öllum þeim er ekki fyrirfinnast í lífsins bók. Ég bið fyrir þér þú ert nefnilega flottur Guðsmaður. Guð blessi þig og þína fjölskyldu í Jesú nafni Amen.

Aðalbjörn Leifsson (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 16:34

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það er fullt af fólki sem trúir bókstaflega á þessa ritningu sem þú tilgreinir Hjalti og það er bara skelfilegt.  Fólk er svo hrætt við að lenda í þessum hremmingum á efsta degi eins og það er kallað, að það ánetjast bókstafstrúnni og "frelsast" eins og það er kallað til trúar á Jesú og er sannfært í þeirri trú að það sé "hólpið" á meðan við hin sem trúum ekki á svona vitleysu eða vonsku, eigum eftir að kveljast til eilífðarnóns.

Það er ekki skrítið þótt misskipting og ómannúð og hreint skilningsleysi ríki oft gegn náunganum sem fer ekki þessa leiðir en er samt kærleiksríkur og gerir ekki flugu mein.  Guðsóttinn er búinn að sýkja svo marga og líka fólk sem ekki einu sinni telur sig neitt sérstaklega trúað, vegna þess að orð biblíunnar hafa litað samfélagið í gegnum tíðina. Dómharka fólks er oft byggð á innrætingu trúarrita sem segja okkur hvað er rétt og hvað er rangt, og firrir okkur þeirri ábyrgð að leita að skilningi og vinna að rótum vandamála hverskonar. 

Síðasta athugasemdin frá Aðalbirni er með ólíkindum

Mofi er alveg tilbúinn að skrifa undir sorglegan endi til að eyða ranglæti eins og hann kallar það. Semsagt útrýma og drepa.  

Þvílíkt og annað eins.  Þvílík grimmd segi ég nú bara. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.10.2007 kl. 17:48

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þetta hneykslar þig, karlinn. Verra þó að misvirða viðvörunina.

Að þetta hneyksli þá ókristnu Margréti, kemur mér alsízt á óvart.

Jón Valur Jensson, 2.10.2007 kl. 19:37

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Einn er dómarinn okkar : Kristur, (sjá Mt. 25.31-46 o.v.)

enginn sem flýr hans máttinn sterka.

Aftast mun margur, sem áður var fyrstur,

enda, því miskunnarlausra verka

refsing er : vist um aldur og ævi

hjá öðrum sem fá þar og laun við hæfi ...

Jón Valur Jensson, 2.10.2007 kl. 23:20

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta flokkast frekar undir hótun heldur en viðvörun. Hitler hefði getað sagt eitthvað svipað, efast um að það yrði flokkað sem viðvörun: "Þegar ég næ völdum mun ég senda SS-menn mína, og þeir munu safna úr ríki mínu 
öllum gyðingum, og kasta þeim í gasklefann. Þar verður grátur og gnístran tanna."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 04:02

9 Smámynd: Mofi

Þetta flokkast frekar undir dóm, að þeir sem hafa framið glæpi og illvirki geta ekki öðlast eilíft líf enda væri himnaríki ekki góður staður ef það væri fullt af lygurum, þjófum og nauðgurum.

Mofi, 3.10.2007 kl. 12:19

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna."

Mt. 13:40-42


Öööö .. Hjalti, hvað er athugavert við að svona gerist við ENDA VERALDAR eins og berlega stendur í þessum texta? Eða ertu ennþá fastur í þessum barnalega hugsunarhætti þínum og kennir Guði um allt sem miður fer. Lestu betur textann, þar er skýrt að að afbrotamenn mega ekki ganga inn um hlið himnaríkis, hvað er svona athugavert við það??

Að líkja þessu við Hitler er alveg útí hött, þar sem þú slítur allt úr samhengi! Eins og Halldór bendir réttilega á, þá flokkast þetta undir dóm á dómsdegi. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.10.2007 kl. 13:55

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi:

Þetta flokkast frekar undir dóm,...

Við Jón Valur vorum að ræða um orðin sjálf, ekki atburðinn sem þau lýsa.

Guðsteinn:

Öööö .. Hjalti, hvað er athugavert við að svona gerist við ENDA VERALDAR eins og berlega stendur í þessum texta?

Ég veit vel að þetta á að gerast við endi veraldar, en ég tel það ekki vera neina afsökun fyrir því að henda fólki í eldsofn að um heimsendi sé að ræða.

Eða ertu ennþá fastur í þessum barnalega hugsunarhætti þínum og kennir Guði um allt sem miður fer.
Ég minnist ekkert á þennan "barnalega hugsunarhátt" hérna. En ef guð skapaði sýklana, þá hlýtur það að vera á hans ábyrgð ef þeir drepa fólk.

Lestu betur textann, þar er skýrt að að afbrotamenn mega ekki ganga inn um hlið himnaríkis, hvað er svona athugavert við það??

Til að byrja með hlýtur þú að vera ósammála því að "afbrotamenn" megi ekki ganga inn um hlið himnaríkis. Eru það ekki bara ókristnir menn sem fá ekki að koma inn?

Í annan stað er ég að gera athugasemdir við það að fólki sé hent í "eldsofninn, þar sem verður grátur og gnístran tanna."

Að líkja þessu við Hitler er alveg útí hött, þar sem þú slítur allt úr samhengi! Eins og Halldór bendir réttilega á, þá flokkast þetta undir dóm á dómsdegi.

Hvers vegna er það út í hött? Ég skil ekki hvað máli það skiptir að annar dagurinn kallist dómsdagur en hinn dagurinn sem Hitler nær völdum. Hvaða máli skiptir það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 16:48

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afvegaleiðsla er þetta hjá þér, Hjalti. Og berðu ekki upp á mig, að þetta sé ekki viðvörun. En þetta verður vissulega dómurinn og hann réttlátur. Svo hygg ég þig trúlega meiri "bókstafstrúarmenn" en okkur hina hér, ef þú túlkar "eldsofninn" einfaldlega sem ofn með venjulegum eldi í.

Jón Valur Jensson, 3.10.2007 kl. 19:28

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Valur, ég túlka þetta í svokölluðu "sögulegu samhengi" (t.d. með rit eins og Opinberun Péturs í huga. Ég skil það vel að þér líki illa
þessi boðskapur og kjósir því að túlka hann í burtu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 19:43

14 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hjalti, er það ekki rétt hjá mér að Jón Valur Jensson loki fyrir allar athugasemdir þínar á bloggsíðu sinni? 

Matthías Ásgeirsson, 3.10.2007 kl. 20:06

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jú, ég held það.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 20:10

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var alls ónógt svar hjá þér, Hjalti, og tilgreinir enga sérstaka ástæðu í neinum tilvísuðum stað í hinni s.k. Opinberunarbók Péturs til að ætla, að orðin séu meint á þann bókstaflega hátt sem ég gat um í lok innleggs míns. Þar að auki er Opinberunarbók Péturs ekki verk postulans, heldur skrifuð um 135 e.Kr.

Jón Valur Jensson, 3.10.2007 kl. 21:13

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Valur, ég veit vel að Opinberunarbók Péturs (eins og önnur rit sem eiga að vera eftir hann) er ekki eftir Pétur.

Hvers vegna viltu ekki túlka eldinn sem eld?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 21:20

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég mundi þetta ekki rétt vel með Hjalta, hvort hann væri á bannlista hjá mér, en hann var það, og ég tók hann núna út af listanum, af því að ástæðan fyrir útilokun hans hafði verið táknmyndin, sem hann notaði lengi vel í stað myndar af sjálfum sér, en sú táknmynd fól í sér óvirðingu við krosstáknið. Ég birti aftur eina aths. Hjalta á mínu bloggi um leið (um presta, í sambandi við prestastefnuatkvæði), og nú hefur Hjalti málfrelsi þar innan sama ramma og aðrir.

Jón Valur Jensson, 3.10.2007 kl. 21:28

19 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"nú hefur Hjalti málfrelsi þar innan sama ramma og aðrir."

Hættu að ljúga Jón Valur.  Enn hefur þú lokað fyrir mínar athugasemdir þrátt fyrir að ég hafi engar af þínum "reglum" brotið.

Ég sé svo ekki betur en að Hjalti viti miklu meira um Biblíuna en þú.  Það finnst mér dálítið fyndið. 

Matthías Ásgeirsson, 3.10.2007 kl. 22:31

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég nenni ekki að ræða við Matthías, sem snýr flestu við, staðreyndum um reglur á vefsvæði mínu og brot hans á þeim sem öðru.

Jón Valur Jensson, 3.10.2007 kl. 22:55

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti: 

Ég veit vel að þetta á að gerast við endi veraldar, en ég tel það ekki vera neina afsökun fyrir því að henda fólki í eldsofn að um heimsendi sé að ræða.

Ein spurning Hjalti, veistu hvað hugtakið "Guðsótti" er og þýðir? Ég stórefa um að þú vitir það, en reyndu að koma með heiðarlega tilraun til þess að svara því.

Ég minnist ekkert á þennan "barnalega hugsunarhátt" hérna. En ef guð skapaði sýklana, þá hlýtur það að vera á hans ábyrgð ef þeir drepa fólk

I rest my case!

Til að byrja með hlýtur þú að vera ósammála því að "afbrotamenn" megi ekki ganga inn um hlið himnaríkis. Eru það ekki bara ókristnir menn sem fá ekki að koma inn?

Ekki venja þig á að gera öðrum upp skoðanir sem þú veist ekkert um. Þetta er ekki einu sinni svaravert.

Hvers vegna er það út í hött? Ég skil ekki hvað máli það skiptir að annar dagurinn kallist dómsdagur en hinn dagurinn sem Hitler nær völdum. Hvaða máli skiptir það?

Því ég er með ný tíðindi handa þér, Hitler er dauður nema þú sért að segja mér að þú sért orðinn spíritisti. ;)  Annars er þetta allt bara útúrsnúningur hjá þér, og svo sem ekki í fyrsta sinn.

En varðandi eldsofninn, þá er hann einfaldlega helvíti, svo einfalt er það og skil ég ekki tregan við svara því.

En ég tek undir orð Jóns Vals, þið vantrúarmenn hafa mun meiri sjálfsaga en ég mun nokkurntíma hafa, þvílíkan viljastyrk sem það þarf til þess að trúa bókstaflega

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 09:39

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

"þvílíkan viljastyrk sem það þarf til þess að trúa bókstaflega ENGU" átti þarna að vera.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 09:40

23 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

", staðreyndum um reglur á vefsvæði mínu og brot hans á þeim sem öðru"

Ef Jón Valur Jensson væri ekki að ljúga gæti hann rökstutt þá fullyrðingu að ég hafi brotið einhverjar "reglur" á hans vefsæði.

En hann er að ljúga eins og svo oft áður.

Jón Valur Jensson, reyndu nú að virða boðorðin þín maður. 

"þvílíkan viljastyrk sem það þarf til þess að trúa bókstaflega ENGU"

Guðsteinn, nefndu eitthvað sem sem við ættum að trúa á - bara eitthvað eitt. 

Matthías Ásgeirsson, 4.10.2007 kl. 10:02

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ykkur sjálfa. Ég fer ekki fram á meira.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 10:13

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, viltu ekki fræða mig um eðli "guðsótta"?

I rest my case!
Það þýðir ekki að flauta bara eitthvað út í loftið. Ef guð skapaði malaríusnýkjudýrið, þá hlýtur hann að bera ábyrgtð á öllum dauðsföllunum sem malaría veldur. Ef einu rökin gegn þessu sem þú getur komið með er "I rest my case", þá held ég að ég sé ekki sá sem hefur "barnalegan hugsunarhátt".

Ekki venja þig á að gera öðrum upp skoðanir sem þú veist ekkert um. Þetta er ekki einu sinni svaravert.

Ertu að neita því að þú trúir því að það sé trúin, en ekki verkin, sem skiptir
máli varðandi það hvort maður kemst til himna eða ekki? Svo er ekki rétt að 
ég viti ekkert um þetta, það kemur þér kannski á óvart, en þú hefur skrifað um þessar skoðanir þínar á moggablogginu þínu.

Því ég er með ný tíðindi handa þér, Hitler er dauður nema þú sért að segja mér að þú sért orðinn spíritisti. ;)

Og? Jesús er líka dauður. Ég er einfaldlega að umorða orð Jesú þannig að fólk sem er blindað af trú sjái hversu viðbjóðslegt þetta er.

Annars er þetta allt bara útúrsnúningur hjá þér, og svo sem ekki í fyrsta sinn.

Allt bara útúrsnúningar. Frábær rök.

En varðandi eldsofninn, þá er hann einfaldlega helvíti, svo einfalt er það og skil ég ekki tregan við svara því.

Nákvæmlega.

En ég tek undir orð Jóns Vals, þið vantrúarmenn hafa mun meiri sjálfsaga en ég mun nokkurntíma hafa, þvílíkan viljastyrk sem það þarf til þess að trúa bókstaflega engu.

Það er afar einfalt Guðsteinn og þarfnast ekki neins viljastyrks. Sjálfur trúir þú nánast engu, Óðinn, Seifur, Míþra, Visnú og svo framvegis. Þú trúir ekki á neinn þeirra. Þú þarft bara að losa þig við kristnina til þess að trúa "bókstaflega engu."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2007 kl. 10:22

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ykkur sjálfa. Ég fer ekki fram á meira.

Þarna ertu farinn að nota sögnina að "trúa" í annarri merkingu. Að trúa hefur allt aðra merkingu í setningunni "Ég hef trú á mér.", heldur en í setningunni:
"Ég trúi á tilvist guðs".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2007 kl. 10:24

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn, viltu ekki fræða mig um eðli "guðsótta"?

Ertu að forðast að svara þessu? Ég spurði þig fyrst og mun svara þér þegar ég sé hvað þú heldur um þetta.


Það þýðir ekki að flauta bara eitthvað út í loftið. Ef guð skapaði malaríusnýkjudýrið, þá hlýtur hann að bera ábyrgtð á öllum dauðsföllunum sem malaría veldur. Ef einu rökin gegn þessu sem þú getur komið með er "I rest my case", þá held ég að ég sé ekki sá sem hefur "barnalegan hugsunarhátt".

Barnalegur hugsunarháttur inn felst í því að kenna Guði um þetta án þess einu sinni að leggja fram t.d. vísindalega skýringu eða önnur rök, allt er Guði að kenna og þar með er það bara ákveðið. það þykir mér vera naumhyggja á háu stigi, endilega leiðréttu þann misskilning hjá mér.   


Ertu að neita því að þú trúir því að það sé trúin, en ekki verkin, sem skiptir
máli varðandi það hvort maður kemst til himna eða ekki? Svo er ekki rétt að
ég viti ekkert um þetta, það kemur þér kannski á óvart, en þú hefur skrifað um þessar skoðanir þínar á moggablogginu þínu.

Ég hef ekki neitað einu né neinu, en þú setur hlutina upp eins það sé mín ófrávíkjanlega skoðun, en jú ég hef skrifað um þetta og vísa ég á þær greinar á blogginu mínu.


Og? Jesús er líka dauður. Ég er einfaldlega að umorða orð Jesú þannig að fólk sem er blindað af trú sjái hversu viðbjóðslegt þetta er.


Ef þú ert að reynda sannfæra mig sem er 'blindaður af trú' - þá misheppnaðist þér all hrapalega.

Allt bara útúrsnúningar. Frábær rök.


Lestu bara eigin orð.


Það er afar einfalt Guðsteinn og þarfnast ekki neins viljastyrks. Sjálfur trúir þú nánast engu, Óðinn, Seifur, Míþra, Visnú og svo framvegis. Þú trúir ekki á neinn þeirra. Þú þarft bara að losa þig við kristnina til þess að trúa "bókstaflega engu."

Einmitt, og í þvi felst viljastyrkurinn, það er að bókstaflega að losa sig við ALLT.


Þarna ertu farinn að nota sögnina að "trúa" í annarri merkingu. Að trúa hefur allt aðra merkingu í setningunni "Ég hef trú á mér.", heldur en í setningunni:
"Ég trúi á tilvist guðs".

Satt er það, og var ég að athuga hvort þú myndir sjá í gegnum þetta. ;) Sem og þú gerðir.


Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 10:48

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ertu að forðast að svara þessu? Ég spurði þig fyrst og mun svara þér þegar ég sé hvað þú heldur um þetta.
Guðsteinn, ég myndi halda að guðsótti væri bara einmitt það sem orðið virðist gefa til kynna, að óttast guð.

Barnalegur hugsunarháttur inn felst í því að kenna Guði um þetta án þess einu sinni að leggja fram t.d. vísindalega skýringu eða önnur rök, allt er Guði að kenna og þar með er það bara ákveðið. það þykir mér vera naumhyggja á háu stigi, endilega leiðréttu þann misskilning hjá mér.

Leggja fram vísindalega skýringu eða önnur rök? Ég er einfaldlega að benda á að ef við gefum okkur að guð hafi skapað malaríu, þá hlýtur hann að vera ábyrgur. Ef við ímyndum okkur að einhver brjálaður
vísindamaður myndi viljandi búa til nýjan banvænan sjúkdóm, væri hann þá
ekki ábyrgur á dauðsföllunum sem sjúkdómurinn hans orsakaði? Auðvitað.

Ég hef ekki neitað einu né neinu, en þú setur hlutina upp eins það sé mín ófrávíkjanlega skoðun, en jú ég hef skrifað um þetta og vísa ég á þær greinar á blogginu mínu.
Ef þú skildir þessar setningar mínar þannig að ég væri að segja að þetta væri "ófrávíkjanleg skoðun" þín, þá ættirðu að lesa aftur yfir þær: "Til að byrja með hlýtur þú að vera ósammála því að "afbrotamenn" megi ekki ganga inn um hlið himnaríkis. Eru það ekki bara ókristnir menn sem fá ekki að koma inn?" En ertu ekki sammála því að trúin skiptir máli en ekki verkin?

Lestu bara eigin orð.

Ö...spegill? Þú verður að afsaka það ef þetta er ekki rétt svar. Það er ansi langt síðan ég hef tekið þátt í svona "rökræðum". 

Einmitt, og í þvi felst viljastyrkurinn, það er að bókstaflega að losa sig við ALLT.

Nei, það þarf ekki viljastyrk. Bara að beita sama hugsunarhátt á Jahveh og Jesú, sem þú beitir á Þór og garðálfa. Kallast gagnrýnin hugsun.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2007 kl. 10:56

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðsteinn, ég myndi halda að guðsótti væri bara einmitt það sem orðið virðist gefa til kynna, að óttast guð.

Þetta var eins og draga tönn að fá þetta uppúr þér, en loksins svaraðir þú er þetta rétt hjá þér. En ástæðan fyrir því að ég spurði er einfaldlega vegna þess að dómurinn sem við hinir trúuðu tölum um hér ofar, krefst Guðsótta. Þú hefur hann ekki, en við höfum hann - þess vegna tökum við þessu alvarlega en ekki þú. Ekki flókið það.


Leggja fram vísindalega skýringu eða önnur rök? Ég er einfaldlega að benda á að ef við gefum okkur að guð hafi skapað malaríu, þá hlýtur hann að vera ábyrgur. Ef við ímyndum okkur að einhver brjálaður
vísindamaður myndi viljandi búa til nýjan banvænan sjúkdóm, væri hann þá
ekki ábyrgur á dauðsföllunum sem sjúkdómurinn hans orsakaði? Auðvitað.


Kannski er hann ábyrgur, ég bara get ekki fullyrt um það, en hann er þó með manndóm til þess að svara fyrir það þegar að því kemur. Við sjáum bara til.

Ef þú skildir þessar setningar mínar þannig að ég væri að segja að þetta væri "ófrávíkjanleg skoðun" þín, þá ættirðu að lesa aftur yfir þær: "Til að byrja með hlýtur þú að vera ósammála því að "afbrotamenn" megi ekki ganga inn um hlið himnaríkis. Eru það ekki bara ókristnir menn sem fá ekki að koma inn?" En ertu ekki sammála því að trúin skiptir máli en ekki verkin?

Bæði skipta máli, en trúin vegur þyngra.


Ö...spegill? Þú verður að afsaka það ef þetta er ekki rétt svar. Það er ansi langt síðan ég hef tekið þátt í svona "rökræðum".


hehehe ... reyndar sama hér og hefur þetta verið gaman bara!  ;) Ég er ekkert að skilja þig, en ég fínan spegil.


Nei, það þarf ekki viljastyrk. Bara að beita sama hugsunarhátt á Jahveh og Jesú, sem þú beitir á Þór og garðálfa. Kallast gagnrýnin hugsun.


Og er þá gagnýn hugsun svona sjálfsögð? Þarf hún ekki viljastyrk?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 11:08

30 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En ástæðan fyrir því að ég spurði er einfaldlega vegna þess að dómurinn sem við hinir trúuðu tölum um hér ofar, krefst Guðsótta. Þú hefur hann ekki, en við höfum hann - þess vegna tökum við þessu alvarlega en ekki þú. Ekki flókið það.

Dómurinn krefst guðsótta? Nú skil ég ekki hvað þú átt við.

Ég skil ekki hvað þú átt við með því að ég taki þessi ekki alvarlega. Ef þú átt við að ég hafi ekki áhyggjur af þessum meinta dómi, þá er það skiljanlegt, ekki hefur þú áhyggjur af því að fá kartöflur í skóinn.

Kannski er hann ábyrgur, ég bara get ekki fullyrt um það, en hann er þó með manndóm til þess að svara fyrir það þegar að því kemur. Við sjáum bara til.

Auðvitað er hann ábyrgur ef hann skapaði sjúkdómana. Og ég skil ekki hverju þú ert að reyna að koma á framfæri með "manndóms"-setningunni.

Bæði skipta máli, en trúin vegur þyngra.

Hvar endar góður trúleysingi? Hvar endar vondur kristinn maður?

Og er þá gagnýn hugsun svona sjálfsögð? Þarf hún ekki viljastyrk?

Ég efast um það.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2007 kl. 11:46

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jæja, ég held þetta sé ágætt orðið hjá okkur Hjalti. Það hefur verið gaman að þræta við þig og þér til hrós hefur þú verið afarmálefnanlegur í minn garð, það máttu þó eiga þótt erfiður sért. 

Eina sem við gætum hugsanlega orðið sammála um, er að vera sammála um að vera ósammála .. *phew* !

Guð blessi þig og mun ég biðja fyrir þér. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband