Trúarafneitunarblogg prests

Ég skrifaði nýlega grein á Vantrú um meinta trú presta. Þar fjalla ég um þá merkilegu staðreynd að þrátt fyrir að prestar lofa því við vígslu sína að þeir játist undir játningar ríkiskirkjunnar, þá trúa þeir ekki ýmsu veigamiklum atriðum í þeim.

Ríkiskirkjupresturinn Baldur Kristjánsson hlýtur að hafa lesið þessa grein, því að hann skrifaði nýlega pistil þar sem hann neitar einmitt nokkuð af þessum trúaratriðum sem ég nefni:

 

Og við erum of vel lesin til þess að trúa bara Biblíunni bókstaflega. Að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum. Heilagur andi hafi átt barn með Maríu og að á dómsdegi rísi dauðir úr gröfum sínum, hafið skili sínu og þeir sem ekki hafi játast Kristi þeim verði hent í eldinn. Meðan við bíðum eftir þessu getum við alið á gömlum fordómum, þjösnast á hommum og gætt þess að konur verði ekki biskupar og helst ekki prestar.

 

Baldur segir þarna að hin ýmsu trúaratriði, eins og meyfæðing Jesú og upprisu mannsins sé ekki við hæfi upplýsts fólks, heldur sé það vitleysa á borð við trú á sex daga sköpun, fordóma gegn samkynhneigðum og andstöðu við prestvígslu kvenna. 

Hvað ætli Baldur geri þegar hann fer með postullegu trúarjátninguna í messum? Er hann með krosslagða fingur þegar hann fer með hana? Þegir hann bara á meðan fólkið sem mætir segir "getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu mey", "mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða" og "upprisu mannsins"? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það má kannski bæta því við að Baldur er alls ekki einn um það að afneita meyfæðingunni, annar ríkiskirkjuprestur, Sigríður Guðmarsdóttir, skrifaði nýlega þetta:

Ég geng út frá því að Jesús frá Nasaret hafi orðið til á sama hátt og önnur börn og að í honum hafi verið jafnmörg DNA sett og í öðrum manneskjum, 23 frá hvoru foreldri.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.4.2012 kl. 12:41

2 identicon

Ætli flestir afneiti ekki næstum öllu í biblíu...amk í huga sér;  Það getur ekki nokkur maður með fullu viti lagt trú á biblíu árið 2012..
Við erum að tala um fólk sem trúir á og elskar gaur sem hótar að pynta næstum alla íslendinga að eilífu.. ekki bara okkur og börnin okkar, heldur allan heiminn... allur heimurinn á að brenna í ofnum hægri-handar Gudda..
Svo talar fólk um kærleika.. púra geggjun, fólk sem tengir biblíu við kærleika.. er fólk sem er of ástfangið af sjálfu sér og að deyja úr ótta við dauðann

DoctorE (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 12:56

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ætli flestir afneiti ekki næstum öllu í biblíu...amk í huga sér;

Ég þori varla að fullyrða um þetta, en ég þykist vita það að stór hluti prestanna afneitar þeim hlutum sem ég taldi upp í greininni sem ég vísaði á (t.d. meyfæðingunni), og ég þori að veðja að nánast allir þeirra afneita helvítiskenningunni.

Og já, sú klassíska kristni (sem birtist m.a. í játningum Þjóðkirkjunnar) að algóð vera muni kvelja fólk að eilífu er alger klikkun.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.4.2012 kl. 13:07

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

En prestarnir segjast trúa því að tiltekin manneskja hafi dáið, legið dáin í tvo sólarhringa og þá lifnað við, gengið svo um ljóslifandi í nokkrar vikur en að lokum tekist á loft og flögrað bókstaflega til himna.

En kannski á ekki að trúa þessu bókstaflega, heldur líta á þetta meira táknrænt. ...

en táknrænt um hvað?

Ef við gefum okkur að Jesús frá Nasaret var til, var maður, getinn eins og venjulegt fólk eins og sr. Sigríður trúir, bara MANNESKJA, hvað táknar þá páskafrásögnin?

Páskarnir geta varla táknað annað en að Jesús sé - amk. skv goðsögninni - EKKI venjulegur maður, heldur einhverskonar guðleg vera.

Skeggi Skaftason, 10.4.2012 kl. 14:27

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Skeggi, jamm, oftar en ekki er þetta tal um "táknræna merkinga" bara "bragð" svo að trúmennirnir (prestar í þessu tilfelli) komist hjá því að segja beint út að þeir trúi einfaldlega ekki því sem um ræðir.

Hérna er umorðun á nýlegy dæmi sem ég sá: "Óh, talaði Jesús um að henda fólki í helvíti? Auðvitað trúi ég því, en þetta þýðir í raun og veru að við eigum að kasta slæmum siðum frá okkur! Ekki túlka þetta svona bókstaflega!"

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.4.2012 kl. 15:16

6 Smámynd: Óskar Sigurðsson

Sæll Hjalti. Þetta eru því miður grátlegar staðreyndir um Baldur og félaga sem þú ert að fara með. Þeir ættu frekar að láta af hræsni sinni og ganga í Vantrú, en þiggja fé af skattgreiðendum fyrir guðlast sitt. Gott að fá þessar upplýsingar.

Óskar Sigurðsson, 10.4.2012 kl. 15:42

7 identicon

Ótrúlegt að menn þiggi laun fyrir að boða hluti sem þeir trúa ekki á. 

Ef menn ætla að breyta megininntaki kristindómsins eiga þeir að gera það í sínum frítíma.

Baldur er aftur á móti pólítískt rétttrúaður.  Allir sem ekki eru sammála hinum rétttrúðu eru sagðir fordómafullir, illa upplýstir rasistar.  Söfnuðurinn skirrist heldur ekki við að beita ofbeldi eins og ljóst varð í Danmörku fyrir skömmu.

Hinir pólítískt rétttrúuðu, eins og aðrir fasistar, telja málstað sinn svo réttan að allir sem ekki hafa sömu trú eru varla mennskir.

Þettar kunnuglegt.  Sama mentalítetið er ekki erfitt að finna meðal fylgjenda kommúnisma og nasisma.

ocram (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 20:09

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ocram...þú gleymdir Kristindómnum, Islam og Gyðingtrú í upptalningunni þarna í lokin.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.4.2012 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband