Gjöf Rauða kversins ekki brot á mannréttindum

Alveg óháð því hvort það séu brot á mannréttindum eða ekki að stunda trúboð í skólum, þá er ljóst að trúboð á ekki heima í opinberum skólum.

Það er nefnilega eitt atriði sem stuðningsmenn trúboðs vilja oft gleyma: Það að eitthvað sé ekki mannréttindabrot, þýðir ekki að við eigum að leyfa það í skólum.

Væri það til dæmis mannréttindabrot ef kennari dreifði áróðursbæklingum frá stjórnmálaflokknum sínum til barna? Eflaust ekki. En finnst nokkrum manni að það ætti að vera leyft? 


mbl.is Gjöf NT ekki brot á mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"„Finnst þér það vera brot á mannréttindum að grunnskólanemendur fái gefins eitt eintak af Nýja testamentinu?“

Þetta er spurningin í þessari könnun.  Ég hef varla séð betra skólabókardæmi um Strámann. 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2011 kl. 11:16

2 Smámynd: Mofi

Ég er að minnsta kosti sammála þér Hjalti.

Mofi, 18.11.2011 kl. 11:30

3 identicon

Ég hvet krissa til að hamast meira í þessu ofbeldi gegn börnum og foreldrum. Því meira, því fyrr getum við öll verið laus við kristni.

DoctorE (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 11:47

4 Smámynd: Arnar

Auðvitað hafa trúboðar full mannréttindi til að boða sína trú, þeir verða bara að sætta sig við að aðrir hafa full mannréttindi til þess að þurfa ekki að hlusta á þá (taka við boðskapnum).

Annars vill ég fá nýja könnun með spurningunni:

"Finnst þér það vera brot á mannréttindum að grunnskólanemendur þurfi sjálfir að mæta í næstu kirkju til að sækja sér gefins eintak af Nýja testamentinu, hafi þeir áhuga?"

Arnar, 18.11.2011 kl. 12:38

5 identicon

Hvað um trúboðastellingu í kynfræðslu ?

spritti (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 05:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband