1.9.2011 | 15:37
Undarleg elska
Þegar trúmenn reyna að koma á samræmi á milli hinna ýmsu trúarkenninga sem þeir aðhyllast þá verður útkoman oft frekar óhugnaleg.
Nýlega var ég að rökræða við nýjasta trúvarnarmanninn hérna á Moggablogginu um hugmyndir hans um að aðeins trúmenn gætu aðhyllst algildar siðareglur, það er að segja siðareglur sem gilda alltaf, alveg óháð ástæðum.
Í umræðunum sagði hann að ein þessara reglna væri sú að maður ætti að elska náungann eins og sjálfan sig.
Allt í lagi. Ég spurði þá hvort að það hafi ekki verið rangt af Jósúa og hans mönnum að ráðast inn í Kanaanland og drepa alla þá íbúa landsins sem þeir gátu, konur, menn og börn.
Honum fannst það ekki vera rangt (sjá athugasemd 136). Þannig að það fellur undir að "elska náungann eins og sjálfan sig" að drepa hann og alla fjölskyldu hans. Þetta finnst mér vera mjög óhugnalegt.
Svona tal í anda 1984 minnir mig á þegar ríkiskirkjuprestur talaði um að guðinn hans hefði sent Nóaflóðið og eytt Sódómu og Gómorru "með kærleikann að vopni".
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
Athugasemdir
Ég sé að það eina sem ég hef ekki svarað hér skilmerkilega það er sagan af því þegar Jósúa tók Jeríkó.
Nú gæti ég farið í langar guðfræðilegar útskýringar á þessum atburði en það væri ekki til neins þar sem fáir myndu skilja þær. Í stað þess ætla ég að útskýra þetta með stuttu dæmi:
Setjum sem svo að Hjalti Rúnar sé 8 ára og eigi bróðir sem 10 ára sé. Eldri bróðir Hjalta hefur á engan hátt sýnt föður þeirra þá virðungu sem hann á skilið og hagað sér illa undanfarið. Hjalti á hinn bóginn hefur hagað sér af stakri prýði og sýnt föður sýnum virðingu og hlýhug. Faðir hans ákveður að verðlauna Hjalta Rúnar og kaupir handa honum leikfang, nánar tiltekið Fálkann (sem Han Solo notaði í Star Wars). Þegar Hjalti Rúnar og bróðir hans koma heim þá sjá þeir Fálkann en bróðir Hjalta hrifsar hann strax til sín.
Ímyndum okkur nú tvenns konar atburðarrás, annars vegar atburðarrás þar sem faðir drengjanna hjálpar yngri drengnum að endurheimta það sem er hans og hins vegar atburðarrás þar sem faðirinn er hlutlaus og leyfir drengjunum að slást um hina nýju gjöf.
Með inngripi sínu þá tryggir faðirinn sársaukalaus málalok fyrir yngri drenginn þó svo að eldri drengurinn þurfi að kveljast og með inngripi sínu þá tryggir faðirinn að réttlætinu verði fullnægt. Ef faðirinn hins vegar velur að skipta sér ekki af þá tekur hann svo sannarlega skelfilega afstöðu í máli þessu.
Valur Arnarson, 1.9.2011 kl. 15:44
Valur, þetta er skemmtileg saga, en ef við vildum hafa hana á einhvern örlítinn hátt sambærilega við þjóðarmorð, þá ætti faðirinn að láta yngri drenginn drepa eldri drenginn. Svo er ekki eins og að íbúar Kanaan hafi stolið landinu frá Ísraelsmönnum.
En finnst þér það í alvöru ekki vera brot á þeirri meintu algildu siðferðisreglu um að elska náungann að drepa hann og alla fjölskyldu hans?
[og ég fjarlægði fyrri athugasemd Vals, þar sem hún hefur lítið sem ekkert með efni færslunnar að gera, en forvitnir lesendur geta lesið nánast sama hlut í athugasemd 145 í færslunni sem ég vísaði á]
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.9.2011 kl. 16:02
Stundum er maður "hræddur" við Hjalta....
..skortur hans á röklegri sýn er á köflum ekki bara skuggaleg, heldur jafnvel pínleg.
Hann nennir ekki einu að íhuga rök annarra, en telur sig sjálfan getað komið með hvaða bull sem er.
...Hjalti..Ertu orðinn latur karlinn? Það var meiri kraftur í þér áður fyrr á þessari síðu ;-)
Valur (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 16:19
"Skortur á röklegri sýn..."
Þvílíkur brandari! Hvaða rök? Það að guðfræðilegar útskýringar væru of flóknar? Þessi saga sem er ekki á nokkurn hátt sambærileg við það sem um ræðir?
Ég held að þú leggir ekki sama skilning í orðið "rök" og t.d. Hjalti eða ég.
Sveinn Þórhallsson, 1.9.2011 kl. 16:24
Hjalti,
Það geta allir lesið Jósúabók fyrir sig og metið hvor dæmisagan er nær lagi. Ég er engin trúarvarnarmaður, ég er verkfræðinemi og ætla að snúa mér að því.
Ef þú ætlar að halda þessu áfram þá mundi ég ráðleggja þér að kynna þér betur sögu þeirra trúarbragða sem þú gagnrýnir svo þú verðir ekki uppvís af sömu fáfræði og í síðustu athugasemd þinni.
Leikurinn að snúa útúr þegar allt er komið í þrot er svo alltaf auðveldur, og mér sýnist þú vera orðin nokkuð fær í því
En nú ætla ég að snúa mér að náminu. Þið getið baktalað mig hérna á meðan og gert það í friði.
Valur Arnarson, 1.9.2011 kl. 17:10
...í síðustu færlsunni þinni.
Átti þetta að vera og þá er ég að tala um þegar þú skrifar um Orðskviðina eins og það hvíli á þeim lögmálsskylda. En nú er ég hættur þessu.
Valur Arnarson, 1.9.2011 kl. 17:16
Mér finnst að alvöru pabbi Vals ætti nú að grípa inn í áður en Valur rústar fyrir sér framtíðarmöguleikum með þessu galdrabókarþvaðri og vonlausum afsökunum fyrir ofbeldi og morðum galdrapabba.
DoctorE (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 17:34
Valur, finnst þér það í alvöru ekki vera brot á þeirri meintu algildu siðferðisreglu um að elska náungann að drepa hann og alla fjölskyldu hans?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.9.2011 kl. 17:41
Það dettur væntanlega engum í hug að spyrja hvernig þessi tilbúni faðir hins tilbúna Hjalta (sem einhverra hluta vegna ber sama nafn og bloggritari), og uppgerða bróður, hans elur þá upp. Hvort hann sýni Hjalta meiri athygli og alúð heldur en bróður hans sem lætur illa. Getur það ekki verið að ástæða þess að bróðurinn hafi verið að haga sér illa undanfarið sé einmitt það að faðir þeirra sýni augljóslega að hann hafi meiri mætur á Hjalta(kaupir handa honum fálkann úr star wars og allt, eingin smá gjöf)? Og ef við gefum okkur að faðirinn sé gríða gáfaður og sjái margt og mikið (kannski ekki allt, ekki eins og við séum að persónugera einhvern guð hérna :P), væri þá ekki sniðugra hjá honum að reyna að komast að rót vandans? Hvers vegna hagar sonur hans sér illa? Líður syni hans kannski illa?
Svo ef við göngum lengra og stækkum leikvanginn í hina útvöldu(eftirlætis) þjóð guðs og Kaananþjóðina óþekku. Þá ef faðir sonanna tveggja úr umræddu dæmi gæti hagað uppeldisaðferðum sínum betur(sem hann sem mannlegur veit kannski ekki, en getur lært), að þá held ég nú að alsjáandi og alvitandi guð hljóti nú að geta hagað sínum manneldisaðferðum betur. Í það minnsta betur en morð á heilli þjóð.
Ef þessu uppgerði faðir vill virkilega halda fram þeirri siðareglu að elska náungann eins og sjálfann sig, þá myndi ég gera ráð fyrir að hann hefði kennt strákunum að leika saman, í stað þess að leika eftirlætisleikinn og velja á milli.
Sigurgeir Örn (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 12:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.