Efasemdapresturinn

Í Fréttatímanum var nýlega viðtal ríkiskirkjuprestinn Sigríðu Guðmarsdóttur. Í viðtalinu var áhugaverð efnisgrein:

Sigríður fór í guðfræðideild Háskólans úr úr MR, alveg bandbrjáluð. Hún var tvítug og tilfinningarík. Hún grét yfir fréttum af hungursneyð í Eþíópíu og fannst eins og barnatrúin væri að svíkja sig. Þessar myndir í sjónvarpinu sögðu henni að heimurinn væri einn stór skítur. Allt sem hún hafði lært um þennan almáttuga og góða Guð í KFUM og KFUK virtist vera hræsni. Þessi efi lét fyrst á sér kræla í menntaskóla, þar sem hún skartaði svörtu naglalakki og hermannajakka, og efinn hefur elt hana æ síðan.

Þetta eru mjög skiljanlegar efasemdir, enda passa augljósar staðreyndir engan veginn við tilvist algóðs og almáttugs guðs. Það hefði verið gaman að reyna að fá einhvers konar svar frá Sigríði við þessum rökum.

En hún ákvað að gerast ríkiskirkjuprestur þrátt fyrir efasemdirnar, en sem prestur, þá þarf hún að gangast undir játningar ríkiskirkjunnar, og þar stendur meðal annars þetta í aðaljátningunni: "[guð er] ómælanlegur að mætti, visku og gæsku" # Ef hún trúir þessu ekki, og ég efast stórlega um að hún geri það, þá finnst mér það vera mjög mikil hræsni að gerast samt prestur.

Ástæðan fyrir því að ég geti vel trúað því að hún trúi þessu ekki er að þegar ég og Biggi tókum viðtal við hana fyrir nokkrum árum [fyrri og seinni hluti] þá fannst mér nokkuð ljóst að hún trúir engan veginn játningum kirkjunnar þegar það kemur að fórnardauða Jesú (ef ég man rétt þá fannst henni þær kenningar eiginlega fáránlegar).

En hver veit, kannski trúir hún þessu í alvörunni (ég efast stórlega um það), og ef svo er, þá hefði verið gaman að fá svar hjá henni, prestar virðast nefnilega hafa afar fá svör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að vera prestur, það hlýtur að vera eitt óheiðarlegast hlutverk sem til er; Prófessional lygari og hræsnari; Ganga að fólki í sorg og hreinlega ljúga að því.. taka peninga fyrir; Standa fyrir framan hóp barna og ljúga að þeim.
Sitja og lesa biblíu, sjá hinar augljósu lygar, sjá að guðinn er fáráðlingur og fjöldamorðingi, myrðir ungabörn til að ná sínu fram; Ljúga að sjálfum sér að þetta sé allt satt, að guðinn sé æðislega ástríkur, megi ekkert aumt sjá.... skipta yfir á fréttir, sjá að tugir þúsunda barna láta lífið úr hungri og vosbúð á hverjum degi... Fara í himnaleikfimi, ljúga að sjálfum sér að við séum vesæl, of heimsk til að skilja planið hans gudda; Standa upp og halda áfram að ljúga að fólki, að börnum.

Sorglega aumt líf að vera prestur.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 22:58

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er nú meiri óþverrasíðan orðin hjá þér, Hjalti.

Jón Valur Jensson, 22.7.2011 kl. 00:52

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekki vera svona dónalegur Jón Valur og reyndu að koma með málefnalegar athugasemdir.

DoctorE, þótt svo að það sé heilmikið til í því sem þú skrifar, þá er sumt þarna ýkt, t.d. held ég að fæstir ríkiskirkjuprestar telji sjálfum sér trú um að guð hafi í alvörunni drepið öll ungabörnin í biblíunni (en þeir neita því varla að hann geri það með því að skapa sýkla).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.7.2011 kl. 01:23

4 identicon

Þú meinar það Hjalti, morðin á börnunum voru bara myndlíkingar, heimsmorðið og annar hryllingur líka. Og sýklarnir, þeir voru góðir áður fyrr, borðuðu bara grænmeti, allt þar til illska okkar þvingaði þá til að ráðast á okkur; Og Guddi grét, hann var hágrátandi í hásætinu sínu; Sjáið sköpunarverkið, meistaraverið mitt, búið til og hannað eftir sjálfum mér; Það er totally fucked, ég verð að þykjast drepa son minn, sem er ég sjálfur; Til að fyrirgefa þeim erfðarsyndina

Ég veit ekki en þegar ég sé fólk á Omega, ríkiskirkjupresta, konur og karla; Þau sitja þarna brosandi, tala um ást og kærleika; Væmnin lekur út úr þeim; Þá fallast manni hendur, hvaða bók er þetta fólk eiginlega að lesa, hvað er eignlega að þessu liði mar;
Algerlega fyrir neðan minn skilning að nokkur maður trúi þessu bulli :)

doctore (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 08:50

5 identicon

Þú ert orðin grátbroslegur Hjalti.

Ég vona bara að þú endir ekki eins og doctore!!!

Samt ótrúlegt umburðarlyndi sem fólk sýnir þér. Skil það reyndar ekki.....

Hilmir (IP-tala skráð) 22.7.2011 kl. 12:21

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Hilmir", hvað segirðu, finnst þér það ekki vera hræsni að vera prestur og trúa ekki því sem stendur í játningum kirkjunnar?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.7.2011 kl. 15:13

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég vil biðja dónann sem var með svo mikla óþverrasíðu hér á Moggablogginu að það þurfti að loka henni (og þeim síðum sem hann reyndi síðan að opna) að gera ekki athugasemdir hérna. Þess vegna (og vegna innihaldsins) fjarlægði ég síðustu athugasemd hans.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.7.2011 kl. 07:18

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað í ósköpunum veldur því að Jón Valur segir að þetta sé "óþverrasíða"?

Matthías Ásgeirsson, 28.7.2011 kl. 11:36

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var að vísa til 1. guðlastsinnleggsins hér, sem Hjalti leyfði óáreitt.

Ég tek eftir, að Hjalti fjarlægði athugasemd sem tók undir með orðum mínum.

Jón Valur Jensson, 28.7.2011 kl. 12:15

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðlast? Hvar er guðlastið Jón Valur? Svo var sú athugasemd sem tók undir með orðum þínum skrifuð af manni sem var rekinn af Moggablogginu fyrir persónuníð og dónaskap og hann hefur ítrekað komið með dónaskap hingað á bloggið mitt, oft undir gervinöfnum, þannig að það er lítil huggun í því að hann taki undir þessa skoðun þína.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.7.2011 kl. 15:50

11 identicon

Hjalti

Efi fylgir alltaf trú eins og skyggja. Ef þú efast ekki, þá ertu ekki trúaðir. Ef þú trúir ekki, þá efast þú ekki. Og þá er stutt í hroka, vantrú og Breivik.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 22:46

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Yes, master Yoda.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.7.2011 kl. 05:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband