Enn um meintu bókstafstrú mína

Hérna er nýjasta (og líklega síðasta) útskýring ríkiskirkjuprestsins Bjarna Karlssonar á því hvers vegna hann telur mig stunda "bókstafstúlkun" 

Það sem ég á við þegar ég saka þig um bókstafstúlkun er ekki í því fólgið að þú hafir rangt fyrir þér um það að margir hafi einmitt túlkað guðspjöllin þannig að tal Jesú um dóm og eilífa refsingu væri þannig meint að Guð ætli að taka suma, henda þeim í helvíti og láta þá kveljast að eilífu, bara vegna þess að hann meti það svo að þeir eigi það skilið. Sumir skilja þetta þeim skilningi vegna þess að samkvæmt orðanna hljóðan er verið að segja það og ekkert annað. En það sem ég er að benda á er það að í samhengi guðspjallanna megi glöggt sjá að sá dómur sem Jesús talar um er ekki einhver einn atburður í endi tímanna, jafnvel þótt frásögnin sé sett þannig upp, heldur sé Jesús að vísa til þess að hver dagur sé dómsdagur og að það sem maður geri og segi fel í raun alltaf í sér val. #

Sem sagt, ég stunda víst bókstafstúlkun af því að ég samþykki ekki þá skoðun Bjarna að "í samhengi guðspjallanna" má "glöggt sjá" að þessar endalausu dómsdagspredikanir Jesú fjalli ekki um einhvern dóm í enda tímanna, heldur þess að "hver dagur sé dómsdagur".

Enn og aftur, þá hlýt ég að spyrja mig að því, hvort þeir fræðimenn ég hef lesið, og halda að það sé verið að tala um "alvöru" dómsdag, séu þá líka að stunda "bókstafstúlkun" af því að þeir samþykkja ekki þessa frumlegu túlkun Bjarna.

Kíkjum aðeins á hvað stendur annars staðar í Matteusarguðspjalli:

Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. Mt 13.40-42

Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. Mt 13 .49-50

Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir skilur sauði frá höfrum. Mt 25.31-32

Nú á ég afskaplega erfitt með að skilja hvernig Bjarni ætlar að telja nokkrum manni trú um að "endir veraldar" eigi í raun og veru að túlka sem "hvern einasta dag".

Ég hef oft heyrt presta segja að það sé rosalega mikilvægt að skoða sögulegt samhengi biblíunnar (ég held að það sé satt, en ég held ekki að prestar geri það), og ef við gerum það, þá vitum við að á þessum tíma (eins og núna!) trúði sumt fólk því virkilega að heimurinn væri að fara að enda og þá myndi guð refsa "vondu fólki".

Það sem stendur í Matteusarguðspjalli smellpassar við þær hugmyndir.

Flestir sjá vonandi Bjarni Karlsson er einfaldlega að mistúlka Matteusarguðspjall illilega, svo að það passi betur við hans skoðanir. Síðan sakar hann alla þá sem fallast ekki á fjarstæðukenndar fegrunaraðgerðir hans og benda á að raunverulega merkingin er ekki beint falleg, um að vera bókstafstrúarmenn. Mér finnst það svolítið sorglegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Smá viðbót, það birtist góð grein með svipaða pælingu á Vantrú í dag: Túlkunaráráttan

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.5.2011 kl. 19:20

2 identicon

Þetta er semsagt bara staðfesting á því að prestar einsog Bjarni Karlsson nota þetta bara sem uppnefni til að komast hjá því að ræða í alvöru málin.

Er þá ekki í lagi að segja að Bjarni Karlsson notast við Pollýönnutúlkun á biblíið?

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 19:58

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er sem ég segi...hin hliðin á bókstafstúlkunarpeningnum er geðþóttatúlkunin. Ég auglýsi allavega eftir "gráa svæðinu þarna.

Það sem Bjarni gerist sekur um hér er það sama og vinur vor í hafnarfirði, en það er að túlka að geðþótta og eftir kringumstæðum, hvað stendur í bókinni. Ekki í sögulegu né biblíulegu samhengi heldur bara svona liggaliggalá og afþvíbara samhengi.

Ég hef aldrei í öllu mínu grúski rekist á þessa túlkun, sem Bjarni fer með hér og ég er nokkuð viss um að það verður ekki hlaupið að því að finna fordæmi né hliðstæðu í réttlætingarfræðunum. Hvað þá að það megi "gloggt sjá" þessa meiningu.

Maðurinn kann bara ekki að skammast sín og viðurkenna hrokafullt frumhlaup sitt og vefur gamla lygi í aðra til að bjarga sér í stað þess að sýna heiæarleika eins og honum er víst uppálagt og játa á sig rangindin og rembinginn.

Maður gapir andaktugur yfir ómerkilegheitunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2011 kl. 21:58

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þórður: Bjarni er náttúrulega ofur-frjáslyndur nútímamaður og þegar hann túlkar biblíuna í sinni eigin mynd, þá má alveg kalla það "Pollýönnutúlkun".

Jón Steinar: Það er engin furða að þú finnir þetta ekki í grúskinu þínu, efast um að nema örfáum frjálslyndum prestum í afneitum detti í huga að segja að það sé ekki verið að tala um "alvöru" dómsdag þarna.

Og já, það að hann skuli segja að þetta sé alveg augljóst er hreint ótrúlegt.

Annars held ég alls ekki að Bjarni sé eitthvað óheiðarlegur hénra (sbr það að þú talar um "lygi"), heldur er hann bara svona ruglaður í ríminu að mínu mati.

En það er alveg ótrúlegt að sjá mann sem þykist standa fyrir fræðilegri og ábyrgri túlkun á biblíunni flengja svona rugli fram, og bara af því að trúin hans er að blinda fyrir honum sýn. Sorglegt. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.5.2011 kl. 22:28

5 identicon

Hef lesið sex bækur eftir Bart Ehrman, kunnan Biblíusérfræðing, um frumkristni. Í þeim öllum kemur fram að meirihluti fræðimanna telji að Jesús hafi verið heimsendaspámaður í þeim skilningi sem Bjarni hafnar. Þeir eru því  Bókstafstrúar! En sá brandari.

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 04:01

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Steindór, ekki bara þeir. Jafnvel þó að einhverjir nt-fræðingar telji ekki að Jesús hafi verið heimsendaspámaður, þá eru þeir alveg örugglega sammála því að Matteusarguðspjall lýsi alvöru dómsdegi!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.5.2011 kl. 13:18

7 identicon

Ég get bara tekið undir með Barna:

"Hjalti Rúnar

Það sem ég meina með bókstafstrúartúlkun er það þegar Biblían er lesin eins og símaskráin, þ.e.a.s. með þeim gleraugum að bókstafirnir tjái merkingu sem ekki þurfi að túlka nema eftir orðanna hljóðan. Það er þannig með allan texta að það þarf að setja hann í samhengi. Það er ekki að ástæðulausu að til er heil fræðigrein sem heitir hermenautik – túlkunarfræði."

Svo biðum við bara eftir að Hjalti fatti það. En samt - ég hélt það ekki - viljan er ekki tilstaða hjá honum.

Taktík Hjalta sjást líka hjá anstæðingum múslima. White Pride og t.d. Stop the Islamification of Europe. Hér sjáum við bókstafatúlkun á Koranin og hún er svo notað til hamra á múslíma.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 21:14

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jakob, þú áttir þig vonandi á því að Bjarni er í raun búinn að taka undir þessa túlkun mína í síðustu athugasemdinni hans.

Gætirðu reynt að útskýra að hvaða leyti ég er að lesa biblíuna eins og símaskrá en ekki ljóðabók? Þá kannski sérðu hvað þetta er fáránleg ásökun.

Og þú áttar þig kannski á því að þetta er ekki einhver einkatúlkun hjá mér, í síðustu færslu vitnaði ég í fræðirit frá einu virtasta félaginu í Nt-fræðum. Prófessorinn sem skrifaði það aðhyllist stundar þá líka "bókstafstúlkun", er það ekki? Steindór bendir á bandaríska fræðimanninn Bart Ehrman, stunar hann líka bókstafstúlkun? 

Í guðanna bænum Jakob, hættu þessari vitleysu.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.5.2011 kl. 14:33

9 identicon

Nei Hjalti.

Þú lest bíluna eins og simaskrá. Svo Hjalti, Í guðanna bænum, hættu þeessari vitleysu. Þetta er taktík hjá þér, viðurkenndu það bara. Ekki heiðarleg tilraun til samtals eða gagngrýnis. Markmið þitt er að koma högg á kristið fólk. Mér finnst það ógeðfellt.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 16:58

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jakob, enn og aftur: "Gætirðu reynt að útskýra að hvaða leyti ég er að lesa biblíuna eins og símaskrá en ekki ljóðabók?" Ef þú hefur ekkert málefnalegt að segja, segðu þá frekar ekki neitt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.5.2011 kl. 17:46

11 identicon

Ha, ha. Hjalti

Stutt í ritskoðun eða hvað?

Skil samt ekki málið. Það er allt í lagi að lesa bílíuna eins og símaskrá. Það er ein túlkun. Að lesa hana eins og Bjarni gerir það er önnur túlkun. Ertu að segja að þú sert með rétta túlkun, Hjalti?

Málið er að þú lesir bíblíuna eins og raunvísindamaður (og það er jó í takt við vísindahyggjuna, sem þú aðhyllist).

Ég endurtek bara með Bjarna: "Það er ekki að ástæðulausu að til er heil fræðigrein sem heitir hermenautik – túlkunarfræði." Að þér finnst þessi fræði tilgangslaus og út í hött, er svo bara þitt mál.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 00:56

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jakob, ef þú hefur engan áhuga á vitrænum umræðum, þá skil ég ekki af hverju ég ætti að leyfa þér að gera athugasemdir hérna.

Umræður eiga ekki að virka svona:

A: "Þú ert X."

B: "Ha? Útskýrðu hvað þú átt við."

A: "Þú ert  X."

B: "Geturðu útskýrt hvers vegna þú segir að ég sé X?"

A: "Þú ert X... og Y."

B: "Viltu ekki rökstyðja þessar fullyrðingar þínar?"

A "Þú ert X."

Þannig að ég spyr enn og aftur: Hvað í ósköpunum áttu við þegar þú segir að ég lesi biblíuna eins og símaskrá? Í þessari umræðu túlkaði ég dæmisögu Jesú, og ég veit ekki hvernig maður ætti að lesa dæmisögu eins og maður les símaskrá.

Svo manstu vonandi að túlkunin sem ég kom með er mjög algeng hjá fræðimönnum (þú veist, mennirnir sem hafa lært "túlkunarfræði"!), eru þeir líka að lesa biblíuna eins og símaskrá?

Svo hef ég ekki hugmynd hvað þú átt við þegar þú segir að ég lesi biblíuna eins og "raunvísindamaður", vissi ekki að þeir hefðu einhverja sérstaka lestraraðferð.

Og hvað í ósköpunum áttu við með að ég aðhyllist vísindahyggju?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.5.2011 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband