Meira bókstafstrúarrugl

Ég hef áður talað um það hve mikið orðið "bókstafstrú" er misnotað. Í gær rakst ég á besta dæmið um þetta í langan tíma í umræðum við ríkiskirkjuprestinn Bjarna Karlsson.

Umræðan er að miklu leyti um eina af dæmisögum Jesú, sögunni af pyntaða þjóninum. Í stuttu máli er Jesús að fjalla um fyrirgefningu.

Svona er dæmisagan: Þjónn fær skrilljón krónur "afskrifaðar" hjá konungi, en afkskrifar ekki smáskuld sjálfur. Þegar konungurinn fréttir þetta þá "varð konungur reiður og afhenti hann pynturunum, þar til hann hefði borgað all, sem hann skuldaði honum."

Eftir að hafa sagt þessa sögu þá segir Jesús: "Þannig mun faðir minn himneskjur gera við ykkur, nema hver og einn ykkar fyrirgefi af hjarta bróður sínum."

Konungurinn er, eins og oft í dæmisögum Jesú, guð og viðbrögð konungsins eru sambærileg við viðbrögð guðs ef maður fyrirgefur ekki öðrum. Til að byrja með mun hann ekki fyrirgefa þeim sem fyrirgefur ekki. En auk þess er talið reiði guðs og að afhenda honum pynturunum vísun til þess sem bíður þeim sem guði líkar ekki við, helvíti.

Þetta sagði ég í umræðunum, og það er ekki eins og þetta sé eitthvað sem ég fann upp á. Ef maður skoðar ritskýringarrit, þá getur maður lesið þessa útskýringu. Þetta er almenn skoðun hjá fræðimönnum

En hvernig bregst Bjarni Karlsson við? Jú, hann segir að þetta sé bókstafstrú!

Það sem þú ert að segja við mig hér í þessu samtali fellur allt undir það sem jafnan er kallað bókstafstúlkun. Prófaðu að taka ljóðabók og lesa hana með sömu augum og þú ætlast til að ég lesi Biblíuna. Prófaðu að fara með Hafið bláa hafið eða Nú andar suðrið og horfðu á það frá sjónarhóli bókstafsins. Frá þessum sjónarhóli eru þessi ljóð tómt kjaftæði og fásinna.

Það sem er auðvitað það fyndnasta við þessa ásökun er að ég er einmitt ekki að taka söguna bókstaflega (hvernig í ósköpunum á maður annars að taka dæmisögu bókstaflega?). Samkvæmt mér þá er að vera hent í fangelsi og vera pyntaður þar er vísun í að vera hent í helvíti.

Þegar ég benti á þetta og bað um útskýringu á því hvernig þetta ætti við mig, þá svaraði Bjarni engu. Heldur ásakaði mig aftur um að stunda bókstafstrúarlestur, en í þetta skiptið af því að ég skoða víst ekki samhengið:

Það að horfa bara á niðurlagsorðin í kaflanum en lesa hann ekki í samhengi sínu er gott dæmi um bókstafstrúarlestur á Biblíunni, sem er besta aðferin til þess að fara á mis við inntak hennar.

Maður á auðvitað að lesa hlutina í samhengi (og ekki bara í samhengi kaflans), en ekkert í samhenginu bendir til þess að þessi túlkun sem ég lagði fram sé röng. Enda bendir Bjarni ekki á neitt sem breytir þessu.

Eins og hefur verið bent á áður, þá virðist það eitt að benda á ljótu kafla biblíunnar flokkast sem "bókstafstrú" í augum sumra trúmanna. Í þessu tilviki er það sérstaklega ljóst, þar sem að Bjarni virðist kalla viðtekna túlkun innan fræðanna "bókstafstúlkun" út af síbreytilegum ástæðum.

----

Sem bónus, þá kemur hérna tilvitnun í þessa fræðibók, sem er gefin út af Society for New Testament Studies, sem gefur meðal annars út eitt af aðaltímaritunum í Nt-fræðum, New Testament Studies.

At the conclusion of the parable of the unforgiving servant (Matt. 18:23-35), he who was forgiven his devt but failed to do likewise to other is ultimately handed over by his master to the torturers. Matthew's own application of this parable in verse 35, 'So also my heavenly father will do to every one of you, if you do not forgive your brother from your heart,' puts this reference in an eschatological context. Most scholars interpret the motif of the torturers in the context of the gospel in terms of hte horrible punishment which awits the wicked [14]. The consigning of the wicked to the fires of Gehenna can thus be compared favourably with the handing over of a wayward servant to the torturers. (bls 138)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég hef oft velt fyrir mér hverskonar trú þeir telja rétta ef svoköluð bókstafstrú er ekki málið.  Er það geðþóttatrú? Það er allavega hin hliðin á peningnum fyrir mér. Er einhver meðalvegur?

Auðvitað er kristur að koma því til skila, sem þú segir hér. Hann er ekki bara að segja sögu af rosa grimmum kalli og óheiðarlegum bjána. Er það merkingin, sem við eigum að leggja í þetta?  Jesús talar í dæmisögum til að árétta meiningu sína, ef sírann telur þetta bara vera það sem auganu mætir, svona huggulegt ævintýr við varðeldinn, er hann þá ekki miklu frekar sekur úm bókstafstrú?

Nú andar suðrið er annars frekar bókstaflegt kvæði með eilitlu af rómantískum myndlíkingum. Það getur hver maður sér að bárur kyssa ekki né kveða fuglar kvæði, en líkingin er ótvíræð. 

Sírann er alveg búinn að snúa þessu á haus. Hann segir þig lesa þetta hrátt en ekki hina myndhverfðu meiningu og tilgang textans, en þú ert einmitt að gera það en ekki lesa þetta eins og það kemur af kúni. (afsakið myndhverfuna)

Er hann svona andlega latur að hann getur ekki beitt minnstu rökhugsun á umræðuefnið?  Gott kaup og fríðindi plús smá vald yfir einföldum búiða að svæfa í honum hafragrautinn. (afsakið enn myndhverfurnar)

Rukkaðu hann endilega um hvað hann vill að lesið verði úr þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 18:14

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Einmitt. Hann ásakar mig um að taka hluti bókstaflega en átta mig ekki á myndlíkingum, einmitt þegar ég er ekki að taka söguna bókstaflega. Ég get meira að segja ekki skilið hvernig maður á að geta tekið dæmisögu bókstaflega.

Það er svo augljóst af þessu að maðurinn er gjörsamlega úti að aka í þessum umræðum, en samt vogar hann sér að segja að aðeins hann viti eitthvað um þetta út af guðfræðináminu sínu.

Mikið finnst mér ríkiskirkjuprestar vera ömurlegir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.5.2011 kl. 18:36

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Allavega er ég viss um að þeir kæmust ekki í gegnum nokkuð annað háskólanám.  Raunar er því haldið fram að í guðfræði sæki fallistar úr öðrum fræðum.  Ef maður nær ekki fyrsta ári í einhverri fræðinni þá er bara að skrá sig í ekkifræði.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2011 kl. 01:13

4 identicon

Ummæli Bjarna benda til þess að hann sé í gríðarlegri vörn. Eða kannski afneitun. Hvernig getur frjálslyndur guðfræðingur boðað trú sem er í grunninn heimsendakölt? Jú,  hann neitar að horfast í augu við staðreyndir og klínir bókstafstúlkunar stimplinum á þá sem benda á sannleikann.

Steindór J. Erlingsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 07:49

5 Smámynd: Arnar

Það er orðið voðalega vinsælt að troða bókstafstrúarstimplinum upp á trúleysingja nú orðið.  Er þetta einhver ný taktík hjá ríkisprestum?

Arnar, 25.5.2011 kl. 08:59

6 identicon

Á leið heim úr vinnu í gær þá var ég óvart að hlusta á útvarpsögu; Voru einhverjar "dömur" að tala ú stjórnlagaþing og aðskilnaði ríkis og kirkju; Þær voru með kvenkyns prest í símanum frá Norge; Hún sagði hreint út: Sko ef ríki og kirkja verða aðskilin þá skal ríkið sko afhenda kirkjunni allar jaðir og eignir, kirkjan á þetta allt og menn munu þurfa að borga.

Mar bara gapti,.. fucking biatch is just like the lard

doctore (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 11:28

7 identicon

Doctore - vera heiðarlegur: "óvart að hlusta á útvapsögu" .. hahahaha..

Samviskan (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 11:47

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón: Ég veit nú ekki hvað er til í þessu hjá þér.

Steindór: Ég held að þetta sé einhvers konar afneitun. Hann neitar að horfast í augu við boðskap sumra rita biblíunnar og kemur með ótrúlegt rugl til að reyna að láta það passa við sínar eigin skoðanir, og auðvitað líka fáránlegar ásakanir.

Arnar: Ég veit ekki hversu ný þessi taktík er. Ég hef séð hana notaða þau tíu ár sem ég hef staðið í trúmálarökrildum.

Doctore: Ég tek undir með Samviskunni, viðurkenndu bara að þú hlustir á Útvarp Sögu  En manstu í hvaða þætti þetta var eðe klukkan hvað? Það væri gaman að hlusta á þetta aftur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.5.2011 kl. 14:50

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og Bjarni skrifar athugasemd þar sem hann rökstyður ekki ásökun sína um að ég hafi ekki horft á samhengið, en skrifar þess í stað um sinn afar "væmna" skilning á helvíti (sem hefur verið afar framandi höfundi Matteusarguðspjalls),

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.5.2011 kl. 14:52

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svona til gamans: Þá var ég að velta því fyrir mér hvort að það mætti ekki kalla þessa hegðun Bjarna, að reyna að forðast það með öllum ráðum að vera ósammála biblíunni, sem einhvers konar "bókstafstrú". Hann virðist amk líta á biblíuna sem einhvers konar kennivald, því annars veit ég ekki hvers vegna hann gæti ekki bara viðurkennt að hann sé ósammála biblíunni.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.5.2011 kl. 15:05

11 identicon

Damn, náðist við að hlusta á útvarpsögu :P

Þetta var á milli 16-17 í gær.. kerlingarpresturinn hreinlega hótaði öllum íslendigum, með frekju og alles.
Enjoy :)

doctore (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 15:55

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jamm, þegar prestarnir halda að það sé hætta á að kirkjan missi peningana, þá hóta þau öllu illu. Ég man eftir því að einhver kirkjunnar maður (biskupinn kannski?) minntist einmitt á Þingvelli einu sinni. Hann taldi s.s. að ríkiskirkjan ætti að fá Þingvelli ef hún hætti á ríkisspenanum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.5.2011 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband