Dómsdagur er vondur dagur

Í tilefni af endurkomu Jesú, þá skrifaði ég grein á Vantrú: Tvö þúsund ára mistök.

Ég var ekki sá eini sem skrifaði grein af þessu tilefni, ríkiskirkjupresturinn Bjarni Karlsson skrifaði líka grein, Dómsdagur er góður dagur. Mér fannst greinin hans ekkert sérstaklega merkileg, en mér fannst þessi ummæli hans í athugasemd eftirtektarverð:

Sannleikurinn er sá ef maður les Biblíuna með augum þess sem vill vera í námi hjá Jesú Kristi, þá sér maður ekki hótandi skilaboð í heimsendaspádómum hennar. Hann hvetur fólk til að vera vakandi fyrir hverfulleika heimsins til þess að sársaukinn sem fylgir aðskilnaði, missi og sorg komi okkur ekki í opna skjöldu.

Sannleikurinn er sá að ef maður les guðspjöllin, þá sér maður að heimsendaspádómarnir voru meðal annars hótanir.

Tökum sem dæmi eina af dæmisögum Jesú, í 19. kafla Lúkasarguðspjalls. Þar er talað um mann sem fer burt úr landi til þess að taka við konungdómi. Það er augljóslega verið að tala um heimsendi, og þar er sagt að konungurinn muni segja þetta þegar hann kemur aftur:

En þessa óvini mína, sem vildu ekki að ég yrði konungur yfir sér, færið þá hingað og höggvið þá frammi fyrir mér.

Jesús kemur með fleiri svipuð dæmi. Hvernig í ósköpunum getur tal um að henda fólki í eldsofn og eilífar refsingar ekki verið "hótanir"?

Ég held að það sé augljóst hvað er í gangi. Bjarni Karlsson er of mikið ljúfmenni til þess að geta horfst í augu við ljótu hliðar Jesú og Nýja testamentisins. Þess vegna kemur hann með svona fáránlegar fullyrðingar.

Endum á lýsingu Jesú á því sem er "góður dagur" samkvæmt Bjarna:

Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. (Mt 13.40-42)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er meiri vitleysingur, maður sem tekur alla bókina sem heilagan sannleika, eða maður sem velur sér setningar.. segir að morð sé félagsmálaúrræði,.. og annað í þeim dúr.

Nú, hver er meiri vitleysingur, sá sem kvittar undir að trúa á Sússa.. án þess að hafa lesið bókina, eða að hafa lesið hana og skrifa samt undir.

doctore (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband