Endurtekin "trúvilla"

Ríkiskirkjupresturinn Þóhallur Heimisson hefur birt aftur pistil sinn um heimsendi sem ég hef áður skrifað um. Enn og aftur afneitar Þórhallur grundvallarkenningu lútherskrar trúar:

Sérhver dæmist samkvæmt verkunum.

Lokadómurinn mun skilja milli þeirra sem fylgja Kristi í sannleika og hinna.

Hinn réttláti fær að dvelja hjá Guði, hinn fordæmdi er án Guðs.

Til samanburðar má sjá svar æðsta biskups ríkiskirkjunnar, við spurningu minni um það hvað þurfi til þess að enda í himnaríki:

Þjóðkirkjan kennir með Páli postula að við réttlætumst af trú en ekki verkum. Það er trúin á Krist sem gildir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef Pósturinn Páll trompar allt í NT og þetta gildir sem biskup nefnir, hvað er þá Jakobsbréf að gera þarna í bókinni?  Það fjallar í heild sinni um akkúrat hið gagnstæða.

"Eins og líkaminn er dauður án anda, eins er og trúin dauð án verka."

Jak. 2:26.

Það er þó ekki þetta sem Þórhallur segir, sem er beint meining Jakobs, heldu það að það er göfugra að gera en gapspra.

"Fávísi maður! Vilt þú láta þér skiljast, að trúin er ónýt án verkanna?"

Er það að furða þótt fólk sé svolítið áttavillt?  Er komið tæm á að menn samræmi álit sitt þarna hjá hinni (rán)dýru stofnun?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 18:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Páll hitti Jakob þennan í Jerúsalem og segir hann bróður drottins (Gal 1:19) hvorki meira né minna! 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.5.2011 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband