16.5.2011 | 09:51
Fordómatalið
Ég spurði nýlega hérna á blogginu hvort það væru fordómar að segja eitthvað eins og "Gyðingar/kristnir/múslímar/trúleysingjar eru heimskir og illir."
Flestir tóku undir þetta. Ástæðan fyrir því að ég spurði að þessu var sú að ég var að hugsa um að skrifa Vantrúar-grein, og nú hefur hún birst á Vantrú: Kynþáttafordómar Þjóðkirkjunnar.
Maður hlýtur að spyrja sig að því hvað fólk sem ásakar okkur í Vantrú ranglega um að boða það að allir trúmenn séu fífl segi um Þjóðkirkjuna, í ljósi þess að hún stundar nákvæmlega þannig málflutning.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ef ég segði þér að Harry Potter væri raunverulegur, vildi frelsa þig frá illu og gefa þér eilíft líf í lúxus... værir þú fífl ef þú tækir þetta trúanlegt?
Nákvæmlega sama á við um Sússa og Alla, og allt hitt; Menn hljóta að vera fífl eða veikir á geði til að trúa svona rugli.
P.S. Gef séns á heilaþotti
doctore (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 10:08
Ég held að fólk sem að lendir í sértrúrasöfnuðum sem trúa alveg ótrúlega undarlegum hlutum sé ekki fífl. Svarar þetta spurningunni þinni?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.5.2011 kl. 12:43
Nú þurfum við að faraaðskilgreina hvað felst í hugtakinu fífl.
Fann ekkert lýsandi í íslenskum orðabókum en enska skilgreiningin dugir vel.
Ég held að skilgreining þrjú eigi oft við en læt hinar vera ef við erum að tala um ginningarfífl trúarbragðanna. Verum bara heiðarlegir með þetta Hjalti. Tökum heldur þann pólinn í hæðinna að fyrst trúaðir vilja troða þessari vegtyllu á trúlausa með tilvitnun í sálmana, þá er nokkuð ljóst að allr skilgreiningar eiga betur við þá.
Ég skil að þú sért að reyna að vera PC og diplo, en það dugir bara ekki í öllum tilfellum.
Ég er ekki að segja að allir trúaðir séu fífl, en það er nokkuð víst að fólk lætur hafa sig að fíflum. Sérstaklega af því að boðskapurinn ýtir undir óskhyggju þeirra og leiðir fólk, rétt eins og í öðru svindli.
Hvort þetta er gott eða slæmt í tilfelli trúarbragðanna er vafalaust umdeilanlegt og máske er þetta hvort tveggja eftir atvikum.
Það eru verri hlutir sagðir um trúlausa, sem ég tel ómengaða fordóma og lögbrot, en það er sú árátta að halda því fram beint og óbeint að þeir séu siðlausir og illir. Það hefur enginn getað rökstutt og auðvitað eru það fordómar. Ég tel mig þó geta rökstutt að trúaðir eru ginningarfífl í mörgum tilfellum rétt eins og trúlausir geta látið hafa sig að fíflum í öðru samhengi. Fíflskapurinn er allavega ekki trúleysið sjálft, rökhyggja eða gagnrýnin hugsun. Ef trúlausir eru fífl á þeim grunni, þá þarf að biðja vinsamlega um annan rökstuðning en tilvitnun í sálmana, sem er ábyrgðarlaust heigulsbragð.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2011 kl. 07:59
Og til að undirstrika að þetta eru fordómar, þá má nefna að í þessum tilvitnunum, er átt við einn og afmarkaðan guð. Biblían hæðist ekki bara að trúleysi heldur fordæmir alla sem ekki trúa nákæmlega því sem fyrirskipað er. Þú skalt ekki aðra guði hafa... og allt það. Þar liggja sömu viðurlög við ef ekki verri.
Þarna er þröngur hópur að dæma meirihluta mannkyns af heift og sérgæsku. Þetta má svo heimfæra upp á öll Judeo kristnu trúarbrögðin og brellurnar. Í tilfelli trúlausra, er verið að fordæma minnihlutahóp og oft í krafti rökvillunnar argumentum ad populum, svo heimskulegt og fíflalegt, sem það er.
Ég get ekki haft umburðalyndi fyrir slíku, enda er umburðarlyndi ekki án skilyrða frekar en nokkrar þumalfingursreglur mannlífsins.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2011 kl. 08:10
Jón Steinar, ég held að fæstir þeir sem noti orðið fífl séu að hugsa um einhverja merkingu eins og "einhver sem lét blekkjast" og því held ég að það sé einfaldlega rangt að nota það, hvort sem maður vill vera "dipló" eða ekki.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.5.2011 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.