Eru þetta fordómar?

Mig langar að fá að vita hvort að lesendur telji eftirfarandi fullyrðingar vera fordómafullar (þetta eru auðvitað ekki skoðanir mínar):

1. Múslímar eru heimskir.

2. Gyðingar eru illir.

3. Kristnir eru heimskir og illir.

4. Trúleysingjar eru heimskir og illir.

Eru þetta allt fordómafullar staðhæfingar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ASE (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 23:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 23:53

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

En af því að þú ert nú verðandi lögfræðingur....kallast þetta ekki að leiða vitnið?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 23:54

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

:D

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.4.2011 kl. 23:55

5 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Já, þetta eru hreinir fordómar! En hver er tilgangur þinn með þessari færslu?

Guðmundur Júlíusson, 9.4.2011 kl. 00:11

6 identicon

Þú ert fordómafullur gegn fordómafullum. Þeir eiga sínar ástæður. Hinir yfirborðslegu og dómhörðu komast aldrei að þeim. Þeir fara mikils á mis. Því í sorpinu er gullið falið.

K (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 02:34

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðmundur; Tilgangurinn er auðsjáanlega að reyna að setja trúlausa á sama stall og trúaða.

Svanur Gísli Þorkelsson, 9.4.2011 kl. 09:34

8 Smámynd: Egill Óskarsson

Áhugaverð athugasemd Svanur. Telur þú trúaða vera stalli ofar en trúlausa?

Egill Óskarsson, 9.4.2011 kl. 11:13

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jú, helvítið ef þú ert ekki að mismunua gyðingum og múslímum, Halti litli.

Múslímar eru náttúrlega líka illir (brenna brátt blogg þitt) og gyðingar eru að sjálfsögðu heimskir (að hafa fundið upp bloggið). Halda kristnir og trúleysingar að þeir geti verið bæði illir og heimskir, meðan að gyðingar og múslímar fá bara einn fordóm á sig?

ÞETTA ER AUÐVITAÐ MISMUNUN og ALGJÖRT ÓRÉTTLÆTI og verður að hálshöggva Hjalta Rúnar sem fyrst fyrir þetta óréttlæti og öfgafulla fordóma.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.4.2011 kl. 14:28

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Alhæfingar um að ákveðinn hópur manna sé illur eða heimskur aðeins vegna trúar-eða trúleysisskoðana eru fordómar að mínu mati.  Hver og ein manneskja er einstök. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.4.2011 kl. 14:50

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, hvað áttu eiginlega við Svanur?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2011 kl. 16:15

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Andskotans fífl og hálfvitar eru að gjöra athugasemdir við þessa færslu! Alveg nautheimskir! Guði sé lof fyrir að ég skuli ekki  vera það líka!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.4.2011 kl. 19:29

13 identicon

Fullyrðingin "trúleysingjar eru illur og heimskir" er fordómar en fullyrðingin "sumir trúleysingjar eru illir og heimskir" er klárlega sannleikur.

Higgins (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 03:22

14 identicon

Egill: Telur þú trúlausa vera á sama stalli og trúaðir?

Higgins (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 03:29

15 identicon

Biblían/kóran segja einmitt að allir sem trúa þeim ekki séu heimsk illmenni, sem eigi að myrða.

Krissar og múslímar sjá ekki heimskulegu fordóma illskuna í bókunum sínum; Eru þeir heimskir eða illir; Eða hvortveggja; Spurning.

Doctore (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:35

16 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég skipti fólki ekki upp á stalla eftir trúar- og lífsskoðunum Guðbergur.

Egill Óskarsson, 10.4.2011 kl. 13:18

17 identicon

O, jú, það gerir þú Egill. Það skín í gegnum allan þinn málflutning í gegnum árin að þú telur trúaða vera fávita, en trúleysingja hina einu sönnu vitibornu menn. Sama blinda hrjáir nánast alla í Vantrú og flesta vantrúaða sem blogga um trú.

Higgins (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 14:20

18 Smámynd: Egill Óskarsson

Nei Guðbergur, þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Og ég nenni ekki einu sinni að biðja þig um dæmi því að ég veit að þau sýnir þú aldrei (enda eru þau ekki til).

Ég á trúaða foreldra, flestir í stórfjölskyldunni eru trúaðir, besti vinur minn er mjög trúaður og margir í vina- og félaghópnum er trúað fólk, ég vinn með trúuði fólki, er í skóla þar sem ég vinn verkefni með trúuðu fólki og ég gæti ekki sinnt því starfi sem ég er að mennta mig til ef ég teldi alla trúaða vera fávita og óæðri mér. Allavega ekki á sómasamlegan hátt.

Þú ert hins vegar siðblindur hræsnari Guðbergur. Þú vælir og vælir yfir meintri illgirni mín og annara í garð trúaðra en leyfir þér svo að skrifa álíka hatursfullt sorp og þú gerir hér kl. 14:20. 

Ég held ekki að þú sért svona vegna þess að þú ert trúaður, þú værir alveg sama hreinræktaða fíflið ef þú værir trúlaus. 

Egill Óskarsson, 10.4.2011 kl. 14:27

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sá sem kallar í bergið "þú ert heimskur" .. fær það í andlitið aftur. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 14:36

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég skil ekki af hverju Guðbergur getur ekki bara skrifað undir nafni. Viltu segja okkur ástæðuna Guðbergur?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.4.2011 kl. 16:07

21 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mér finnst þið klárir að fatta alltaf hver Guðbergur er!

Jóhanna Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 16:36

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er alltaf sama ruglið í honum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.4.2011 kl. 16:40

23 identicon

Ég er margbúinn að segja þér ástæðuna Hjalti. Árni Matt og hans fólk er búið að loka á mig meira en 20 sinnum og blokkerar líka ip-tölur svo ég geti ekki einu sinni skrifað athugasemdir. Um leið og og hann fréttir af mér hér inni á blog.is kemur hann valhoppandi og lokar.

Þess vegna nota ég ný og ný nöfn ... svo það taki hann lengri tíma að blanda sér í málið og loka á mig.

En hvaða andskotans máli skiptir það annars undir hvaða nafni ég skrifa? Af hverju eruð þið trúlausu alltaf uppteknari af manninum en málefninu?

Hvaða málefni?

Nú ... Hjalti spyr í sinni færslu hvort ákveðnar staðhæfingar séu fordómafullar.

Svarið er augljóslega "já" við öllum spurningunum.

Það er einfaldlega aldrei hægt að staðhæfa svona um alla sem eiga eitthvað sameiginlegt.

Ég bendi hins vegar á að ef maður breytir "öllum" í "suma" þá er hægt að snúa þessu við og fordómarnir breytast í óvéfengjanlegan sannleika.

Ekki satt?

En ... nei, nei ... ekkert verið að pæla í því sem verið er að segja, bara pælt í hver er að segja það.

Og svo má ég alltaf eiga von á að Hjhalti loki á mig. Hann er búinn að gera það nokkrum sinnum. Nú, eða stroki út athugasemdir frá mér. Hann er líka búinn að gera það nokkrum sinnum.

Finnst ykkur þetta eðlileg framkoma?

Er vonlaust að ræða við ykkur um málefni án þess að PERSÓNA mín verði alltaf, alltaf, ALLTAF að aðalatriðinu hjá ykkur?

Hjalti, útskýrðu þetta fyrir mér.

Higgins (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 18:08

24 Smámynd: Egill Óskarsson

Persóna þín verður ótrúlega oft að umræðuefni vegna þess hvernig þú hagar þér Guðbergur.

Egill Óskarsson, 10.4.2011 kl. 18:22

25 Smámynd: Egill Óskarsson

En taktu samt eftir því að hér hefur þér hingað til verið svarað. Þannig að þú getur ekki vælt því að persóna þín hafi verið eitthvað aðalatriði.

Egill Óskarsson, 10.4.2011 kl. 19:20

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðbergur, ég skil ekki alveg. Ertu að segja að Árni Matt stundi það að t.d. leita að "Guðbergur" á moggabloggin og stroki allt út sem þú skrifar?

Þetta er svona svipað og að fá gest sem skítur á gólfið manns. Þegar maður rekur hann út, þá reynir hann alltaf að koma aftur inn á fölskum forsendum.

Ef þú ætlar að vera með kjaft hérna, þá skaltu að minnsta kosti vera maður að gera það undir nafni. Ef þú getur það ekki, þá samhryggist ég þér.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.4.2011 kl. 19:25

27 identicon

Ótrúlegt. En sannar mitt mál. Það eru menn en ekki málefni sem eiga hug ykkar allan. Hjalti, aðrir skrifa hér undir dulnefni. Af hverju má ég það ekki? Af hverju lætur þú aðrar reglur gilda um mig en aðra? Og af hverju ertu að hafa opið fyrir að menn geti skrifað undir dulnefni ef þeir mega það svo ekki?

Geturðu útskýrt þetta fyrir mér?

Higgins (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 19:49

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, aðrir skrifa hér undir dulnefni. Af hverju má ég það ekki? Af hverju lætur þú aðrar reglur gilda um mig en aðra?

Ég hef þá almennu reglu að fólk sem skrifar undir dulnefni og uppnefnir mig eða gerir eitthvað álíka er ekki velkomið.

Og af hverju ertu að hafa opið fyrir að menn geti skrifað undir dulnefni ef þeir

Ég vil að fólk, sem getur tekið þátt í málefnalegum umræðum, en treystir sér af einhverjum ástæðum ekki að skrifa undir nafni, geti tekið þátt í umræðunni.

Vonandi verður næsta athugasemd frá þér merkt með nafninu þínu, Guðbergur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.4.2011 kl. 20:09

29 identicon

Trúaðir þurfa bara að skilja eitt, öll trúarbrögðin sem þeir horfa á sem heimsku og fáránleika.. ykkar trú er nákvæmlega það sama; Heimska og fáránleiki kryddað með græðgi.

Þetta er eins og með fíknisjúkdóma, sá sem er með þá er síðastur til að sjá heimskuna og ruglið í sjálfum sér, stundar það að ljúga að sjálfum sér og um ágæti fíknarinnar; Stundar það að forðast alla sem benda á að ekki er allt með felldu hjá viðkomandi.. já og ritskoðar alla sem mögulega opna augu viðkomandi fyrir sannleikanum.
Þannig er guðhólismi... ert þú Guddhólisti?

doctore (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband