7.4.2011 | 13:11
Fallegt trúboð
Tveir trúboðar hvítasunnukirkjunnar voru í útvarpinu í dag að ræða um hvernig þau voru að hjálpa fólkinu í Afríku, meðal annars fólst hjálpin í því að "segja frá trúnni". Þetta er einn af tólf atriðum í trúarjátningu íslensku hvítasunnukirkjunnar:
Við trúum á eilífa blessun hinna endurleystu á himni og eilífa refsingu hinna óendurfæddu í eldsdíki (Matteus 25:46)
Versið sem þau vísa í eru ummæli Jesú: "Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs."
Það hlýtur að vera gaman að heyra það frá íslenskum trúboðum að eins slæmt og lífið virðist vera þarna í Afríku, þá verður það bara dropi í endalaust haf miðað við þjáningarnar sem það mun upplifa ef það tekur ekki trú þeirra. En fallegt.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það þarf að fara að stoppa þessa trúarvitleysinga af með að fara í vanþróuð lönd með fáránlega galdrakarlinn sinn.
Hvað ef þessu fólki er ekkert sagt frá þessum galdragaur.. well, þá er ekki hægt að dæma fólkið, vegna þess að það vissi ekki um ógnirnar.
Þegar krissi segir þér frá Sússa, þá er þessi sami krissi að setja þig vitsvitandi í hættu á að verða pyntaður að eilífu.. Þegar litlum börnum er sagt frá Sússa, þá er verið að leggja þau í hættu með að þau verði pyntuð
P.S.
When the missionaries came to Africa they had the Bible and we had the land.
They said, 'Let us pray.'
We closed our eyes.
When we opened them we had the Bible and they had the land.
Desmond Tutu
Takið líka eftir hversu mikill hræsnari Tutu varð þegar hann sagði þetta.. .hann er jú sjálfur að boða þessa handbók þrælahaldara.
doctore (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:40
Jamm, DoctorE, ef maður trúir því að fólk sem hefur ekki heyrt af Jesú fari til himna, þá er það illvirki að segja þeim fagnaðarerindið.
Ef maður hugsar sér þetta þannig að aðeins gott fólk sem hefur ekki heyrt af Jesú fari til himna þá er staðan svona:
Þeir sem hafa ekki heyrt af Jesú: Gott fólk fer til himna, vont fólk fer til helvítis.
Þeir sem hafa heyrt af Jesú: Gott og vont fólk sem trúir fer til himna, gott og vont fólk sem trúir ekki fer til helvítis.
Hvers vegna er hið síðara eitthvað eftirsóknarverðara heldur en hið fyrra?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.4.2011 kl. 13:43
Hjalti, vertu nú kátur, það þarf ekkert að dissa þetta fólk sem fór til Afríku :)
Ég veit ekkert hvaða fólk þú ert að tala um, en ég geri ráð fyrir að þetta sé fólk sem trúir því sem það er að segja. Þá skiptir engu máli hvort þú trúir því, en það trúir því að það sé betra fyrir fólkið að heyra um Jesú. Ég trúi því líka af því ég sé hvað Jesús hefur gert í lífi mínu og vil endilega að aðrir fái að upplifa það sama.
Annars eru þetta áhugaverð vers úr Esekíel 18. 26-28:
og þetta er kannski ennþá áhugaverðara (frá 31. versi sama kafla):
Ég veit að þú hefur eflaust heyrt allar kenningarnar um það hvernig fólk kemst til himna. Ég líka...
Sú sem mér huggnast best þessa stundina (ég vona að ég sé ekki að gleyma einhverjum versum sem koma í veg fyrir að það geti passað) er sú að (eins og segir í Esekíel) sá maður sem iðrast synda sinna og breytir rétt fái inngöngu í himnaríki (haldi lífi).
Jesús sagði að hann væri vegurinn, sannleikurinn og lífið og að enginn kæmist til föðurins nema fyrir hann. En ég skil það sem svo að hann hafi dáið fyrir syndir allra þeirra sem snúa sér frá syndinni og reyna að breyta rétt. Sumir segja að það verði að trúa á hann til þess að eignast eilífa lífið, en ég er að velta því fyrir mér hvort að (skv. Esekíel) þá sé það ekki frekar nauðsynlegt fyrir manninn að snúa sér frá því illa og fara að breyta rétt. Ég held reyndar að raunveruleg trú á Jesú breyti manni þannig að maður vill snúa sér frá syndinni (ég veit að það eru engan veginn allir sem segjast vera trúaðir sem gera það, en það eru heldur ekki allir trúaðir sem segjast vera það).
Jæja... vona að eitthvað af þessu hafi komist til skila.
Andri (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 18:23
Andri, til að byrja með máttu sleppa því að fullyrða svona um andlegt ástand mitt (að ég sé ekki "kátur").
Svo er ekkert talað um í Esekíel að fólk muni fara til himnaríkis. Rit biblíunnar eru einfaldlega með mismunandi hugmyndir um bæði hvernig og hvort það er líf eftir dauðann og síðan hvað þurfi að gera til að enda í himnaríki eða helvíti.
Sannleikurinn er auðvitað sá að það er ekki líf eftir dauðann.
Heldurðu samt ekki að fólkið í Afríku verði ánægt með að heyra að þegar það deyr muni það kveljast að eilífu nema það gerist kristið? Þvílíkar gleðifréttir!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 7.4.2011 kl. 19:16
Ég skal passa mig á þessu í framtíðinni. :) Hafðu það gott Hjalti !
Andri (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 20:38
Fyrir mér er þetta alveg eins og að segja við mann sem er með sjúkdóm sem gerir hann fárveikan ef hann tekur ekki meðal innan einhvers tíma: "Hérna er meðal sem læknar þig. Ef þú tekur ekki meðalið þá áttu eftir að kveljast mikið."
Það er auðvitað ekki gleðifréttir að sjúklingurinn muni kveljast. Gleðifréttirnar eru þær að sjúklingurinn læknast.
En með þessu er ég ekki að segja að ég sé endilega sammála kenningu Hvítasunnukirkjunnar, en ég held hins vegar að þetta sé hugsun trúboðanna.
Fyrir þeim sem "verður fyrir" trúboðinu þá heyra þeir "trúðu og þú munt ekki kveljast". Annaðhvort taka þeir því trúanlega og telja þetta gleðifréttir eða þeir taka þessu ekki trúanlega og þá telja þeir þetta bullfréttir.
Andri (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 20:46
Þeir sem ljúga að sjálfum sér og öðru fólki uppskera ekki annað en þjáningu. Takk Hjalti.
"(6) His disciples questioned him and said to him, "Do you want us to fast? How shall we pray? Shall we give alms? What diet shall we observe?"
Jesus said, "Do not tell lies, and do not do what you hate, for all things are plain in the sight of heaven. For nothing hidden will not become manifest, and nothing covered will remain without being uncovered.""
ennfremur:
"(14) Jesus said to them, "If you fast, you will give rise to sin for yourselves; and if you pray, you will be condemned; and if you give alms, you will do harm to your spirits. When you go into any land and walk about in the districts, if they receive you, eat what they will set before you, and heal the sick among them. For what goes into your mouth will not defile you, but that which issues from your mouth - it is that which will defile you.""
Hörður Þórðarson, 7.4.2011 kl. 22:19
Biblían er til á Íslensku á netinu Hörður minn. Miklu nær að nota hana til að staðfesta sannindi hennar með að vitna í hana sjálfa.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2011 kl. 23:41
Er þetta úr biblíunni? Er biblían sönn? Ég vissi ekki að guðspjall Tómasar væri þar. Takk fyrir ábendinguna, og afsakið að ég skyldi ekki taka það fram í upphafi.
Hörður Þórðarson, 7.4.2011 kl. 23:52
Ja, hvur skollinn! Biblían bara komin á netið!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.4.2011 kl. 00:10
Afsakaðu það, ég nennti ekki að lesa þennan lopa. Ég undra mig þó á hvert samhengið er í þessu copy peisti við grein Hjalta, nema þá að nota textann til að hreyta ónotum í hann. Þú gætir kannski hjálpað mér að ná því?
Merkilegt þykir mér líka að þú skulir vitna í þessa bók, sem er abokrýfa og dæmt af Eusebiusi sjálfum sem skáldskapur guðlastara sem bæri að kasta í ystu myrkur.
Hann var líklega fúll yfir því að ekki er minnst á að hann sé Messías og ekki eitt orð um krossfestingu og upprisu m.a. Bara svona snappy gæi með fullt af þokukenndum frösum og speki, rétt eins og spákonan Klingenberg.
Þú ert kannski kominn í guðlastið líka?
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 05:17
Já Siggi...hvergi friður fyrir þessum andskota.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 05:20
Er Biblían ekki sönn Hörður?
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2011 kl. 05:22
Ég verð að viðurkenna að mér stekkur bros á vör þegar ég sé hversu skemmtilega Jón hefur miskilið mig. Ég skil það ósköp vel, ég er líka oft leslatur.
Ég hef ekki hugmynd um það hvort biblían er sönn, en ég hallast að því að trúa því sem hljómsveitin maus segur í texta sínum: "allt sem þú lest er lýgi".
Er ég í guðlastinu? Syndu mér þennan Guð og ég skal segja þér hvort ég lasta hann eða ekki.
Hreytti ég ónotum í Hjalta? Nei, síður en svo. Ég benti einfaldlega á að það er ekki gott að ljúga, rétt eins og Jesú virðist hafa bent á. Ég benti á þetta vegna þess að í mínum huga er þetta: "Við trúum á eilífa blessun hinna endurleystu á himni og eilífa refsingu hinna óendurfæddu í eldsdíki" lýgi. Það getur ekki verið gott að ferðast um heiminn og ljúga að illa menntuðu fólki. Það er það sem ég skil með færslu Hjalta og ég tek undir hana, afsakið ef ég hef misskilið hana.
Hörður Þórðarson, 8.4.2011 kl. 07:07
Biblían er að mestu lygar... það er tekið örlítið af sannleika og svo er vafið utan um hann galdrasögum og gylliboðum í glópabulls stíl.
Hver sá sem hefur lesið biblíu og segist samt trúa, sá hinn sami er andlega fatlaður, á marga vegu; Bara sorry, þannig er þetta bara.
doctore (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 10:54
Krúttlega einfaldur þessi doctore
Karma (IP-tala skráð) 8.4.2011 kl. 11:59
Andri, af hverju líturðu svo á að þeir sem ekki eru kristnir hljóti að vera "sjúkir"? Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að ókristið fólk sé sjúkara, vansælla, eða á nokkurn hátt verra en þeir sem eru kristnir. Ég lít svo á að þetta viðhorf sé einungis notað sem n.k. afsökun eða útskýring fyrir að kristnir verði að breiða út sitt "fagnaðar" erindi og að þeir séu að gera gott með því.
Rebekka, 8.4.2011 kl. 15:50
Hjalti, minn samverkamaður þegar kemur að þessari vitleysu, vel gert! :)
Mofi, 8.4.2011 kl. 22:44
Ég horfði í gærkvöldi á heimildarmynd um mannætur á Nýju Gíneu, eða réttara sagt fyrrverandi mannætur. Þær hafa verið kristnaðar og eru hættar að éta fólk.
Fréttamaðurinn, sem var að forvitnast um mannæturnar, fór mjög varlega að fólkinu, vegna þess að fyrir honum var tabú að tala um mannát. Hann nálgaðist málefnið af varúð og var tilbúinn að slá af ef eitthvað færi að hitna í kolunum. En frumbyggjunum fannst þetta ekkert óþægilegt og sögðu honum allt sem hann vildi vita, rétt eins og hann hefði verið forvitnast um matarvenjur, eða búskaparhætti. Þeir voru reyndar hættir þessu, en muna alveg eftir mannáti og tóku sumir þátt í því. Þeir sögðust ekki hafa étið fólk vegna þess að þeir hafi verið svangir, eða hungrað í kjöt, heldur hefðu þeir étið þá sem stunduðu galdra, og líka til að hefna sín. Þetta var eiginlega meira meira pólitískt, heldur en spurning um næringu.
Svo spurði fréttamaðurinn hvort þeir gætu ímyndað sér að þetta gæti byrjað aftur. Þeir svöruðu að ef trúboðarnir færu, og ef fólk kastaði kristninni, þá myndu hinir myrku dagar hefjast aftur og mannát líka. Kanski gerir trúin gagn, þó að það sé asnalegt. Það gerir það auðvitað ekki satt að Guð sé góður, eða að Jesús hafi dáið fyrir syndir okkar, en stundum er hvít lygi betri en sannleikurinn.
Eða er mannát hugsanlega bara alveg í lagi?
Theódór Gunnarsson, 9.4.2011 kl. 00:11
Theódór, ég sé í sjálfu sér ekkert siðferðilega að því beint að éta mannakjöt (nema kannski það séu einhverjar slæmar afleiðingar, t.d. sjúkdómar eða að fólk reyni að redda sér kjöt!). Sjálfum langar mig ekki að prófa það :P
En það slæma við mannakjötið þarna var líklega það að þeir drápu fólkið sem þeir átu síðan. Það er ekki eins og kristnir mann hafi ekki drepið fólk, t.d. nornir!
Það er kannski fínt að kristnir fari um allan heim og kristni einhverja frumbyggja. Síðan þegar þeir fá að lifa við nútímalegar aðstæður er síðan hæg að afkristna þá, og gera þá trúlausa! :P
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2011 kl. 00:17
Jamm, eins ósammála og við erum, þá held ég að víð séum 100% sammála um að kenningin um helvíti er viðbjóðsleg.
Mofi, ég er forvitinn um skoðun þína á einu, nú trúa örugglega fæstir prestar ríkiskirkjunnar á helvíti. Fyndist þér það góð tilraun að reyna að fá ríkiskirkjuna til að breyta játningunum sínum og taka helvíti úr þeim?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2011 kl. 00:21
Það er best að taka gyðinglegu afstöðuna á þetta mál. Gyðingar hafa jú best vit á sinni eigin bók. Samkvæmt Gyðingdóm skiptir ENGU máli hverju þú trúir að gerist eftir dauðan, og þetta gildir jafnt um klassískan orthodox Gyðingdóm sem nýmóðins, rabbíar rífast um það að gamni sínu, og sumir boðuðu jafnvel það væri ekkert eftirlíf, en boða að í reynd skipti það ekki máli, það er þetta líf sem skiptir máli, og hér verður aldrei neitt himnaríki án hjálpar mannkynsins. Við erum verkfæri Guðs og hann getur ekki klárað jobbið einn. Himnaríki verður til fyrir verk mannanna. Flestir heittrúaðir gyðingar trúa þó á ýmsar aðrar kenningar, svo sem endurholdgun, sem hefur alltaf lifað með Gyðingdómi, sem hefur alltaf fyrst og fremst verið munnmælahefð, Biblían er ekki einu sinni 2% af trúarritum Gyðingdóms, og Talmud hefur forgang yfir Biblíuna, meðan andlegri rit en bæði tvö stíra í reynd trúarlífi flestra trúaðra gyðinga (sem ekki eru allir, Ísrael státar af fleiri trúlausum íbúum en nokkuð annað ókommúnískt ríki jarðarinnar, og fleirum hlutfallslega en öll Vesturlönd, en þessir hinir sömu halda þó margir upp á gyðinglegar hefðir, þar með talið trúarlega siði, af tómri þjóðrækni og virðingu.
xtremeist tolerance (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 06:00
Mofi tilheyrir ekki þjóðkirkjunni og það væri jafn óeðlilegt að hann hefði sérstakar skoðanir á þeirra málum eins og ef Sjálfstæðismaður ætlaði sér að breyta infrastrúktúrnum hjá Vinstri Grænum eða kjósa formann Hreyfingarinnar. Það væri bara abnormal og yfirgangur. To each their own. Sjöunda dags aðventistar eins og Mofi eru um flest algjörlega sér á báti, hafa algjöra sérstöðu, og ég hef jafnvel heyrt suma halda þeirri skoðun fram þeir séu hreint ekki kristnir, svo mjög greinir þá á í afstöðu sinni við aðrar kirkjudeildir. Sem kemur mér svo ekkert við. Ég tilheyri engum þessara söfnuða. Og þetta kemur þér ekki heldur við frekar en hvað kvenfélagið á Bíldudal er að fást við eða hvað bókaklúbbur Árnesinga hefur á dagskrá, sama hvað þér kynni nú að mislíka það.
xtremist tolerance (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 06:04
helvíti skv flestum þjóðkirkjuprestum er ástand sem VIRÐIST eilíft, og er það því á vissan hátt. Allir sem hafa ekki lifað ofvernduðu lífi þekkja það löngu áður en þeir deyja. Og himnaríki þekkja allir strax hér á jörðu sem ekki lifa lífindu sem lifandi dauðir væru. Himnaríki er þegar líðandi stund verður sem eilíf væri.
. (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 06:07
xtremist: Á meðan Þjóðkirkjan er ríkiskirkja og á meðan prestar hennar eru að fara í skóla og boða trú sína, þá finnst mér þessi "To each their own." Bara ekki gilda um hana. Ef ríkiskirkjuprestar vilja vera í friði með trú sína þá skulu þeir: fara fram á það að trúin þeirra verði ekki lengur í forréttindastöð. Og: Láta börn annars fólks í friði.
Svo skil ég ekki af hverju þú skrifar síðustu athugasemdina bara sem "." (en ætli ástæðan sé ekki að þú sért einstaklingur sem hefur skrifað undir mjög mörgum nöfnum). En sú hugmynd að helvíti sé einhvers konar neikvætt ástand í þessu lífi hefur ekkert með Nýja testamentið, né játningar ríkiskirkjunnar að gera. Þar er helvíti sá staður sem ókristið (amk samkvæmt játningnunum þeirra) endar eftir dauðann og mun kveljast að eilífu. Og ég veit ekki hvaðan þú færð þá hugdettu þeir telji að helvíti bara "virðist" eilíft. Mér finnst mjög líklegt að þú sért bara að bullaa eitthvað.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.4.2011 kl. 12:17
Ríkis kirkjan virðist sveiflast með hvaða vindum vinsæla sem blása á hana og fæstir prestar hennar aðhyllast raunverulagan eld og líkamlegar pyntingar svo ég sé ekki af hverju það ætti ekki að vera hægt. Aftur á móti eru svona játningar eitthvað svo inngrónar og byrja að fá sinn eigin heilagleika stofnana stimpil sem má ekki breyta svo...
Mofi, 11.4.2011 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.