Maðurinn sem vildi ekki leika

Í nýjustu predikuninni sinni, Satan, endursegir ríkiskirkjupresturinn Bjarni Karlsson þriðja boðorðið ("Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.") svona:

Þá hljómar þriðja boðorðið: „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.” Gleymdu ekki að leika þér er Guð að segja. Já, karlar og konur, börn og fullorðnir, ekki gleyma leiknum og gleðinni. Ég gef þér lífið af því að það er gott og þú skalt þiggja það með fögnuði. Hvíldin og endurnæringin er forsenda allra starfa. „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.”

Stuttu seinna segir hann líka: "Mundu að leika þér, segir það þriðja.".

Mér finnst það frekar undarlegt að halda að hugmyndin á bak við þetta boðorð hafi verið áhugi þess sem samdi það (Bjarni virðist halda að það sé ósýilegi vinur hans guð) á leik. Annars staðar í bókinni tekið fram að ef einhver "gleymir að leika sér" þá eigi að drepa hann [1, 2]. Í annarri Mósebók er meira að segja saga af manni sem vildi ekki leika á hvíldardeginum:

Meðan Ísraelsmenn voru í eyðimörkinni, stóðu þeir mann að því að bera saman við á hvíldardegi. Og þeir sem hittu hann, þar sem hann var að bera saman viðinn, færðu hann fyrir Móse og Aron og fyrir allan söfnuðinn. Og þeir settu hann í varðhald, því að enginn úrskurður var til um það, hversu með hann skyldi fara. En Drottinn sagði við Móse: "Manninn skal af lífi taka. Allur söfnuðurinn skal berja hann grjóti fyrir utan herbúðirnar." Þá færði allur söfnuðurinn hann út fyrir herbúðirnar og barði hann grjóti til bana, eins og Drottinn hafði boðið Móse. #

Við skulum búa til heiðarlega útgáfu af endursögn Bjarna á þessu boðorði:

Gleymdu ekki að leika þér, því annars læt ég grýta þig, er Guð að segja. Já, karlar og konur, börn og fullorðnir, ekki gleyma leiknum og gleðinni, því annars áttu skilið að deyja. Ég gef þér lífið af því að það er gott og þú skalt þiggja það með fögnuði, því annars drep ég þig. Hvíldin og endurnæringin er forsenda allra starfa, því annars drep ég þig.

Voðalega fallegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Traustur, Hjalti.

En bendir eitthvað til þess að menn hafi átt eða mátt leika sér? Það kæmi mér allavega ekki á óvart að söngur og leikir hafi alls ekki verið vinsæl iðja á þessum degi hjá höfundum biblíunnar.

Kristinn Theódórsson, 27.3.2011 kl. 20:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

>Rétt að benda á að hvíldardagurinn er samkvæmt bókinni á laugardegi, sem er mesti partýdagurinn hér, svo ekki eru menn að gleyma því að leika sér. Annars þýðir Sabbath að hætta eða láta af, þ.e. daglegu amstri og þá einvörðungu til tilbeiðslu, hreinsunnar og iðrunnar.  Ekkert sérsatklega uppörvandi skemmtun.

Alla tíð hefur Sunnudagurinn, sem er okkar hentugi sabbatsdagur átt að vera dagur leiðinda og alvöru, iðjuleysis og depurðar.  Menn áttu og eiga að sækja kirkju og eyða deginum við hugleiðslu og lestur guðsorðsins. 

Að leggja Guði orð í munn er reginsynd hjá þessum presti, eða gera honum upp meiningar. Að "halda heilagan" getur ekki með nokkru móti falið í sér að það þýði skemmtun og húllumhæ. Það er alveg ný túlkun á þessu að halda öðru fram, en ég verð að segja að hún er til bóta, þótt ég sé viss um að tréhestar fagleysunnar guðfræði, séu ekki sammála. 

Það er eðliegt að menn taki ekki fram refsingarákvæðin við smásmugulgum skipunum guðs. Það hefur verið falið alla tíð, rétt eins og flest af þessum 20-70 boðorðum eru falin. Enn heldur fólk að boðorðin séu tíu og að þau talin upp sem slík einhverstaðar þarna í Mósebókum. Svo er náttúrlega ekki.

Æðsta boðorðið er samkvæmt Jesú að elska náungann eins og sjálfan sig, en það merkilega er að það er ekki meðal hinna 10, þótt vissulega sé það þarna í 3ju Mósebók.

Maður veltir fyrir sér hvort þessir prestligar hafi það svo náðugt í náminu að þeir þurfi ekki að lesa heima, eða þa hvort þeir eru virkilega svona óheiðarlegir, (sem ætti nú ekki að geta verið hjá deildastjórum himnaríkisendurskoðunnarinnar)

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2011 kl. 00:00

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Karlinn meinar vafalaust vel og heilræðið er gott og gilt, en það hefði verið miklu þrifalegra, einfaldara og auðskiljanlegra ef hann hefði sleppt allri tengingu við bókina "góðu", sem segir ekkert um efnið og forbýður raunar allan slíkan hégóma. 

Hér á landi var söngur, dans og hljóðfæraleikur einfaldlega bannaður fram undir síðustu öld, sem skýrir jú menningasögulega fátækt okkar á þeim sviðum. Enn er þessu viðhaldið á helstu helgidögum þótt að undanhald sé. Bingóið á Föstudaginn langa er líklega einmitt haldið til að stöðva þessi leiðindi.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2011 kl. 00:06

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

ég hélt, miðað við fyrirsögnina,  að þú ætlaðir að fara að opna þig Hjalti!

Biblían er andlegt rit, ekki bókstafsrit -  hún lesist með eigin innblæstri en ekki innblæstri höfunda hennar. Hana má lesa sem ljóð.  Ef að einhver prestur upplifir þaðan að það  megi leika sér á hvíldardaginn, af hverju ekki? ..   Er það ekki bara gott mál að vera hætt þessu helgislepjudæmi?  "Hvíldardagurinn var gerður mannsins vegna en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins" .. við aðlögum því daginn að okkur, og að núinu og í nútímanum leikum við okkur.  

Annað er bara að hanga á bókstafnum.  

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.3.2011 kl. 08:30

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mikill orðhengill ertu Hjalti. Eru ekki svona stúdíur kallaðar bókstafstrú. 

Já, þessi grýting er djöfull leiðinlegur leikur, enda fyrir löngu hættur (í frumgerðinni) og í staðinn tóku menn upp nöfn sem enda á -stein. Adonai fann síðar upp Rokkið. 

En það var víst að sönnu svaka fjör við grýtingar. Eins og við bowling. Ég held reyndar að herrann sé enn að. Ég heyrði um mann sem fór að gera við á hvíldardaginn og fékk raflost. Hrunið á Íslandi er hins vegar ekki Guði að kenna. Íslendingar eiga alla sök á því. Hroki og hrun.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.3.2011 kl. 08:53

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kristinn, ég veit það ekki.

Jóhanna:

 Biblían er andlegt rit, ekki bókstafsrit -  hún lesist með eigin innblæstri en ekki innblæstri höfunda hennar.

Hvað á þetta að þýða? Það má bulla eins og maður vill þegar maður fjallar um efni biblíunnar?

Annað er bara að hanga á bókstafnum.

Jóhanna, í gvuðanna bænum, hættu þessu endalausa blaðri um bókstafstrú. Síðast þegar þú varst hérna þá var það orðið bókstafstrú að trúa á almáttugan guð sem skapaði heiminn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.3.2011 kl. 09:10

7 Smámynd: Mofi

Textinn segir að halda daginn heilagann og ekki vinna. Að leika getur vel passað inn í það en ekki á þann hátt að það skemmir þetta með að halda daginn heilagan. Það er í rauninni fer eftir samvisku hvers og eins. Jesú gaf gott fordæmi varðandi hvernig á að halda hvíldardaginn.

Mofi, 28.3.2011 kl. 11:13

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ég les það út úr textanum um hvíldardaginn að Jesús er að gefa fólki þá fyrirmynd að fylgja hjarta sínu/skynsemi en ekki lögmáli. 

Það getur falist mikil hvíld í því að leika sér, gleyma daglegu amstri.

Það er aðeins ein fígúra sem er lokað á á mínu bloggi, og það er sú sem kallar sig doctore.  Ég hef valið mér mínar leiðir varðandi trúmál, það er ekki eftir uppskrift eins né neins. 

Öðru svara ég síðar þegar ég hef tíma.

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.3.2011 kl. 12:09

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. þegar að maðurinn á bak við doctore þorir að horfast í augu við mig á jafningjagrundvelli verður honum frjálst að tjá sig á mínu bloggi.  Að uppnefna fólk, hæðast að því og alhæfa um það á bak við dulnefni er að mínu mati heigulsháttur.

Við erum svo sannarlega ritstjórar í eigin lífi og þá á eigin bloggi ekkert síður. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.3.2011 kl. 12:18

10 Smámynd: Mofi

Þessi andúð á lögmáli Guðs er ekki að finna hjá Jesú, þetta að láta alltaf sem svo að lögmálið er slæmt er mjög undarlegt að mínu mati.

Mofi, 28.3.2011 kl. 12:32

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er í sjálfsögðu í lagi að fylgja lögmáli þegar að það er í takt við skynsemi - ég er ekki endilega að tala um að þarna sé andúð á lögmáli, heldur að mikilvægi þess að velja það sem á við.

Ef það stendur í uppskriftarbókinni að það eigi að baka bollurnar í 20 mínútur en þær eru ekki fullbakaðar að þeim tíma liðnum, þá notum við hyggjuvitið og bökum þær aðeins lengur. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.3.2011 kl. 12:58

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Væl um að aðrir hérna séu að ritskoða síðurnar sínar og að það sé rosalega aumingjalegt er ritskoðað hérna

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.3.2011 kl. 13:15

13 Smámynd: Mofi

Jóhanna, langar að auglýsa blog vinar míns þar sem hann var að stofna það og vill svo til að fyrsta færslan passar við þetta umræðuefni, sjá: http://ritkistan.blog.is/blog/ritkistan/entry/1154089/

Mofi, 28.3.2011 kl. 15:03

14 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei sko, Jón Hjörleifur kominn aftur! Halelújah!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.3.2011 kl. 18:38

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hó, hó, var búin að segjast ætla að svara meiru síðar. Ég verð að viðurkenna að ég veigra mér svolítið við því, þar sem ég hugsa mjög abstrakt um Guð.  Þó ég verji mikið af því góða fólki sem innan þjóðkirkjunnar starfar, þá er ég ekki að segja að ég fari með sömu játningar og það af sömu innlifun. En fyrir mér skipta orðin minnstu máli í raun. 

Ef við segjum eitthvað án þess að meina það eru orðin bara orð og það er eins hægt að tala klingónsku eða hvað sem það nú heitir.  

Við manneskjurnar erum skaparar himins og jarðar fyrir börnin okkar, þ.e.a.s.  móðir (og faðir)  tekur ákvörðun um að fæða barn í heiminn, þrátt fyrir vitneskjuna um baráttu góðs og ills, allar hætturnar sem steðja að o.s.frv.  Enginn segir að móðirin sé vond að bjóða barninu þennan heim.  Að sama skapi getum við ekki áfellst Guð fyrir að bjóða upp á þennan heim. 

Guðsmynd mín er ekki hefðbundin, þannig að það þýðir ekki að hugsa um stóra karlinn með skeggið sem var að leira kúlu með vötnum, fjöllum, sól o.s.frv.  

Við erum öll eitt í Guði og Guð er í okkur. - Það er MÍN mynd, og byggð á því sem ég hef lært, þekkt, séð, upplifað, eðli mínu, frumum .. o.s.frv.  Engir tveir einstaklingar hafa nákvæmlega sama bakgrunn eða forsendur. 

Þetta hljómar eflaust sem sápa, bæði fyrir öðru vísi trúaða og trúlausa. Alveg eins og margt hljómar sem sápa eða tóm fyrir mér sem aðrir upplifa eða segja.  En ég virði manneskjuna. 

Þegar við erum að biðja, myndum við góðan anda - eftir því fleiri sem biðja saman kemur meiri jákvæðni.  Við þurfum á jákvæðni að halda. Við stöðvum engin flóð eða náttúruhamfarir með því, en lífið verður bærilegra og stundum bara býsna gott  - a.m.k. fyrir þá sem biðja,  en margir trúa að við séum eitt. Ein heild.  Því fleirum sem liður betur í veröldinni þess betri heimur.  Leyfið okkur að trúa því að við getum sent góða strauma með bæn, getum sent jákvæða orku o.s.frv.  Það getur ekki skaðað nokkurn mann - er það? 

Það þýðir ekki að allir eigi að liggja og biðja og ekki gera neitt, góð verk eru alltaf vel þegin,  og kannski verðum við bara færari um góðverkin þegar að við höfum byggt okkur upp með bæn. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.3.2011 kl. 12:57

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. varðandi að lesa með eigin innblæstri en ekki annarra.  Orð í bók eru dauð þar til að lifandi vera les þau og samþykkir þau eða neitar þeim. Þegar við lesum, þá þarf að lesa með kærleikann að leiðarljósi, sumir segja Krist kærleikann og þá með Krist að leiðarljósi.  Þeirra er valið. 

Að samþykkja eitthvað "bullshit" um náungann segir meira um þann sem les en þann sem skrifaði bókina. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.3.2011 kl. 13:00

17 Smámynd: Egill Óskarsson

Ef Jóhanna, Vilhjálmur Örn og aðrir sem hafa tjáð sig á sömu nótum um meinta bókstafstrú þeirra sem vilja ræða það sem stendur í bókum hafa rétt fyrir sér þá eru bókmenntafræðingar líklega mesta bókstafstrúarfólk í heiminum. Sjáið þið virkilega ekki hvað þetta eru aulalegar uppnefningar?

Egill Óskarsson, 29.3.2011 kl. 16:21

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna, ég get ekki séð hvernig hvað þér persónulega finnst um ósýnilega manninn hefur með málið að gera. Var ég eitthvað að ræða um þína trú á hinum þræðinum?

Umræðan snérist um kristna trú, eins og hún er t.d. játuð á hverjum sunnudegi í kirkjum ríkiskirkjunnar. Samkvæmt því er guð almáttugur og samkvæmt því skapaði hann heiminn. Það væri skref í rétta átt ef þú gæti að minnsta kosti viðurkennt að þetta sé rétt. Næsta skref væri síðan að viðurkenna að samkvæmt þeirri trú ber guð ábyrgð á því sem gerðist.

Við manneskjurnar erum skaparar himins og jarðar fyrir börnin okkar, þ.e.a.s.  móðir (og faðir)  tekur ákvörðun um að fæða barn í heiminn, þrátt fyrir vitneskjuna um baráttu góðs og ills, allar hætturnar sem steðja að o.s.frv.  Enginn segir að móðirin sé vond að bjóða barninu þennan heim.  Að sama skapi getum við ekki áfellst Guð fyrir að bjóða upp á þennan heim. 

Þetta er ekki sambærilegt. Að ákveða að eignast barn er ekki það sama og að ákveða hvernig heimurinn sjálfur á að vera. Þú hlýtur að sjá hversu fáránlegur þessi samanburður er.

Leyfið okkur að trúa því að við getum sent góða strauma með bæn, getum sent jákvæða orku o.s.frv.  Það getur ekki skaðað nokkurn mann - er það? 

Hvað í ósköpunum á þetta að þýða? Hver er ekki að "leyfa" þér að trúa þessu?

p.s. varðandi að lesa með eigin innblæstri en ekki annarra.  Orð í bók eru dauð þar til að lifandi vera les þau og samþykkir þau eða neitar þeim. Þegar við lesum, þá þarf að lesa með kærleikann að leiðarljósi, sumir segja Krist kærleikann og þá með Krist að leiðarljósi.  Þeirra er valið. 

Jóhanna, hvað í ósköpunum áttu við með þessu: "Þegar við lesum þarf að lesa með kærleikann að leiðarljósi,..."? Þýðir þetta að það sé allt í lagi að snúa gjörsamlega úr merkingu texta og hunsa samhengi, bara svo lengi sem við getum fengið eitthvað úr því sem okkur líkarvið?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.3.2011 kl. 18:04

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

I rest my case. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 29.3.2011 kl. 23:31

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jahá.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.3.2011 kl. 00:21

21 Smámynd: Rebekka

Ég held að nútíma túlkanir á textum Biblíunnar endurspegli vel þetta frjálslega og húmaníska samfélag sem við lifum í.

Ég styð það heilshugar að fólk snúi sem mest út úr Biblíutextunum til að gera þá fallegri.  Að lokum verða þeir merkingarlausir og Biblían túlkuð sem eitt allsherjar kærleiksrit.

Þetta er byrjað nú þegar því flestir kristnir afneita Gamla Testamentinu og segja að það gildi ekki því Jesú gerði nýjan sáttmála sem sagt er frá í Nýja Testamentinu.  Samt sagði Jesú alltaf að hann ætlaði ekki að breyta gömlu lögunum.  Auk þess má finna boðorðin 10 í Gamla Testamentinu.  Gilda þau þá ekki heldur?

Ég tel að húmanísk (siðræn? mannleg?) gildi hafi einfaldlega sigrað trúarkreddur í gegnum aldirnar og eru enn að því. 

Rebekka, 31.3.2011 kl. 07:05

22 Smámynd: Arnar

Tekur undir með Rebekku, annað hvort tekurðu biblíuna bókstaflega.. eða þú trúir ekki á það sem stendur þar.

Það er gengur ekki að velja að trúa bara á góðan jesú sem læknaði blinda og halta en hafna því að trúa á guð sem sendir birni til að drepa óþekk börn.  Það gengur reyndar engan veginn upp að trúa á alvitran og algóðan guð sem skapaði samt þennann heim sem við búum með öllum þessum göllum í sköpunninni.

Það eru nú þegar +30.000 kristnir söfnuðir í heiminum, hver með sína eigin túlkun á hinu og þessu úr biblíunni.  Það eitt og sér ætti að duga til að sýna að þessi bók er algerlega hand ónýt sem einhverskonar leiðarvísir að lífinu.

Arnar, 31.3.2011 kl. 12:02

23 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Rebekka, að vissu leyti er það jákvætt að þetta fólk geti ekki tekið alvöru túlkun á biblíunni trúanlegan. En ég tel að svona "frjálsleg" túlkun á biblíunni sé trúvörn til að halda fólki enn í þá trú að það sé eitthvað gott við hana og kristni, til að halda fólki í kirkjunni og kristni. 

Þannig að ég held að það sé mjög verðugt verkefni að benda á þennan lygaáróður hjá prestunum og benda fólki á að þeir eru að blekkja fólk.

Arnar, ég hef alveg rosalega miklar efasemdir um þessa tölu, 30.000, sem ég hef reyndar oft heyrt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.3.2011 kl. 23:37

24 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Christian_denominations

Í Association of Vineyard Churches eru yfir 1500 kirkjur, í Baptist World Alliance eru 177.198 kirkjur.

Þannig að talan er líklega ansi mikið hærri en 30.000.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.4.2011 kl. 12:43

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Tinna, þegar þessi tala er nefnd, þá held ég að það sé verið að vísa til kristina safnaða sem er mismuandi hvað trúaratriði varðar.

Þetta sem þú vísar á væri eins og að telja hinar einstöku sóknir innan Þjóðkirkjunnar sem mismunandi "kirkjur". Mig grunar að nánast allar kirkjurnar þarna trúa í grundvallaratriðum því sama.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.4.2011 kl. 13:10

26 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skrollaðu niður þetta Hjalti.

Til viðbótar eru allskyns heimsendakölt og afsprengi og í mörgum tilfellum kristin költ, sem eru runnin saman við hjátrúar og galdrakölt, sem fyrir voru eins og t.d. í Afríku, Indlandi og víðar.

Ég held að 30.000 séu bara nærri lagi. Hef heyrt þessa tölu bæði frá Hitchens og Harris.

Annar vildi ég kommentera á brekkuna hann Mófa. Hann segir að Jesú hafi verið til fyrirmyndar hvað varðar að halda hvíldardaginn heilagann. Ó, nei segi ég. Ekki samkvæmt bókinni. Hann fór mikið í taugarnar á prestaelítunni fyrir að gera það ekki.  Mófi er kannski svona eins og Jóhanna, hefur ekki lesið bókina en skáldar upp inihald og merkingu eftir geðþótta.

Jóhanna er væntalega að reyna að gera einhverja aðgreiningu á Bóstafstrú og svo geðþóttatrú. Ég fæ ekki annað lesið í gengdarlaust bullið. Hvort skyldi nú vera Guði þóknanlegra...eða er guð kannski bara svona allskonar fyrir aumingja og ekki endilega til?

Stjarnfræðileg guðfræði hér á ferð, sem ég ætla að leyfa mér að segja pass við.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2011 kl. 03:58

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Steinar, þessi listi nær ekki einu sinni upp í 1000, og þó væri hægt að minnka hann mikið, t.d. eru "þjóðkirkjurnar" á Norðurlöndunum taldar sem mismunandi kirkjur (en þær trúa nákvæmlega því sama), sama á við um margt annað þarna, t.d. er anglíkanska kirkjan í Englandi, Wales, Skotlandi.

Svo held ég að það sé rétt hjá Mofa að Jesús brýtur hvergi hvíldardaginn í guðspjöllunum, hann brýtur gegn honum að röngu mati faríseanna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.4.2011 kl. 12:44

28 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En ég bara skil ekki Jóhönnu. Ég býst einhvern veginn við að fólk sem hefur stundað nám í guðfræði ætti að geta sett skoðanir sínar skýrt fram og tekið þátt í gagnrýninni umræðu um trúarbrögð. Svo virðist ekki vera.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.4.2011 kl. 12:45

29 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Eitt enn varðandi hvíldardaginn: Það er reyndar spurning hvort Jesús brjóti hann ekki í Jóhannesarguðspjalli, enn hann gerir það ekki í hinum guðspjöllunum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.4.2011 kl. 14:40

30 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Mér finnst Jóhanna alltaf segja það berum orðum að hún sé einmitt trúuð á eitthvað óljóst góðsmennsku-dæmi sem trúin sé bara notuð til að ramma inn, frekar en að það sé beinlínis að finna í trúnni. Svo hennar afstaða verður alltaf sú sama: að merking textans sé sú sem hún þarf að vera til að hann sé til góðs. Frekar einföld afstaða ef þú spyrð mig.

Hún virðist hinsvegar stundum gefa sér að það sé þannig sem margir aðrir hugsa, sem þarf jú ekki endilega að vera tilfellið og margur trúmaðurinn gefur einmitt allt annað í skyn um þá hluti en Jóhanna gerir.

En hún feitletraði líka "minn" svo hún verður kannski ekki vænd um að vera að tala fyrir aðra en sjálfa sig.

Kristinn Theódórsson, 3.4.2011 kl. 16:41

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kristinn, þetta er eflaust allt rétt hjá þér. En í umræðunni sem ég vísaði á sagði hún t.d. þetta: "við erum (flest) orðin það vel upplýst í dag að við vitum að það er ekki neitt/neinn/nein Guð sem veldur jarðskjálftum". Þegar ég síðan vísaði í það að fólk sem að játar postullegu trúarjátninguna er ekki svona upplýst, þá kemur ekkert svar við því þar. Og síðan kemur þessi langa athugasemd frá henni hér, og enn kemur ekki neitt frá henni um þetta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.4.2011 kl. 16:50

32 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Nei, ég skil ekki heldur hvernig hún nennir að taka þátt í svona umræðum með þetta merkingarleysu-viðhorf til hlutanna. En mér finnst ekki flókið að staðsetja hana í þeim.

Kristinn Theódórsson, 3.4.2011 kl. 16:59

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér.

Hér

Held að þetta sé úr World Christian Encyclopedia, þar sem talan er raunar 33.000.  Ég sé þetta hvergi hrakið, þótt það sé fullkomlega skiljanlegt að þú viljir efast um eitthvað, sem þú hefur ekki fengið staðfest. Þetta er ekki bara einhvað internet meme samkvæmt minni eftirgrennslan.  

Jamm og Kristur er sagður af prestum brjóta hvíldardaginn, þótt hann reyni að snúa út úr því með einhverju hringli, sem réttlætir ekkert. Annars fer vinur vor Robert Price vel ofan í þetta í The incredible Srinking son of man og einnig í Deconstructing Jesus. Þú hefur bara ekki tekið vel eftir. 

Annars er það skemmtilegt að minnast þess að Rabbínískir Farísear voru ekki stétt á tímum Krists og urðu ekki fyrr en eftir Bar Kochba að mig minnir, svo þetta er eins og annað í þessum ritum. Guðspjallahöfundarnir höfðu ansi litla þekkingu á siðareglum gyðinga, sögu og landafræði sögusviðsins. Flest í þessum bókum er svo stolið lánað og stílfært, eins og Price og fleiri hafa bent svo skemmtilega á.

Hér er einn skemmtilegur náungi og margfróður, sem fer yfir eitthvað af þessu. (Prestsonur raunar).

Prófaðu að senda kalli fyrirspurn á podkastið hans (The Bible geek) eins og þú gerir stundum.

Ég er ekki að þrátta við þig. Bara að undirstrika minn skilning og á hverju hann byggir.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2011 kl. 00:52

34 Smámynd: Arnar

Ef talan sem ég nefndi er röng, þá biðst ég auðvitað velvirðingar á því.  Hef bara séð hana nefnda víða.

Arnar, 4.4.2011 kl. 10:24

35 Smámynd: Arnar

Og, í grundvallar atriðum er trúin náttúrúlega alltaf eins; "Guð gerði það" og "Jesú var rosalega góður gaur".  Hinsvegar sér maður það td. mjög greinilega á íslenskum trúarbloggurum að ef þeir fara út fyrir hin 'almenna boðskap trúarinnar' að þá er engin sammála um neitt.  Og virðist oftar en ekki byggja á persónulegum skoðunum hvers og eins.

Arnar, 4.4.2011 kl. 10:26

36 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Steinar, þessar tölur sem þú vísar á eru enn sama marki brenndar. Þarna bara flokkað eftir því hvort að kirkjunum sé stjórnað af sama aðila, en ekki flokkað eftir því hvort þau trúi því sama. S.s. íslensku og dönsku ríkiskirkjurnar væru taldar sem tvær þarna, þrátt fyrir að þær trúi nákvæmlega því sama.

Annars er það skemmtilegt að minnast þess að Rabbínískir Farísear voru ekki stétt á tímum Krists og urðu ekki fyrr en eftir Bar Kochba að mig minnir, svo þetta er eins og annað í þessum ritum.

Hmmm....ég efast stórlega um að þetta sé rétt.

Ég er ekki að þrátta við þig. Bara að undirstrika minn skilning og á hverju hann byggir.

Það er allt í lagi að rökræða um svona dót. Ég tek "rökrildum" um þessi efni alls ekki illa.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.4.2011 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband