Kjarnaatriði kristinnar trúar

Það er hætt að koma mér á óvart hvað prestar eru duglegir við það að skálda hluti þegar það kemur að kristinni trú. Jesús var víst femínisti og baráttumaður réttinda samkynhneigðra. Það var víst grundvallarboðun Jesú að allir væru börn guðs.

Nýjasta dæmið um þetta eru ummæli ríkiskirkjuprestsins Baldurs Kristjánssonar. Þar segir Baldur meðal annars þetta: "boðskapur Jesú Krists snýr að því að allir menn séu jafnir" og bætir síðan við að "menn eru ekki flokkaðir þar [í boðskapi Jesú] heldur er maður tekinn á þeim grunni sem maður er sjálfur".

Nú veit ég ekki hvaða guðspjöll Baldur hefur verið að lesa, en hvergi segir Jesús eitthvað í likingu við "Allir menn eru jafnir." Baldur er bara að skapa Jesú í sinni eigin mynd. Svo veit ég ekki hvað hann á við með að menn séu ekki flokkaðir samkvæmt boðskapi Jesú, þar sem að stór hluti þess sem Jesú talar um í guðspjöllunum fjallar einmitt um að flokka mannkyninu í tvo hópa. Ef að Baldur ætlar svo að vera trúr sínum játningum, þá er fólk þar flokkað eftir því hvort það trúir á Jesú eða ekki. Þannig að búddistar, múhameðstrúarmenn og trúleysingjar munu allir verða flokkaðir frá þeim kristnu.

Baldur var ekki hættur heldur fullyrti hann síðan að það væri "kjarnaatriði í kristinni trú að meta alla menn jafnt". Hvaðan fékk hann þessa hugmynd? Nú hafa kristnir almennt í gegnum söguna ekki metið konur jafnt á við karla. Þú finnur ekki eitt einasta orð eignað Jesú um jafnrétti kynjanna. Í nokkrum bréfum í Nýja testamentinu er sérstaklega tekið fram að menn séu æðri konum. Þetta meinta kjarnaatriði er í beinni mótstöðu við helgirit kristinnar trúar. Í einni af játningum ríkiskirkjunnar stendur meira að segja að eiginkonur eigi að vera undirgefnar eiginmannönum sínum "eins og það væri drottinn".

Prestar eru annað hvort svo miklir áróðursmenn að þeir eigna kristinni trú allt gott sem þeim dettur í hug, eða þá að þeir gera það vegna þess að þeir eru gjörsamlega sannfærðir um að allt gott sé í raun og veru kjarnaatriði kristinnar trúar. Ef við færum 100 ár fram í tímann, þá eigum við örugglega eftir að sjá prest eins og Baldur Kristjánsson tala um að það sé "kjarnaatriði" kristinnar trúar að samkynhneigðir eigi að hafa sömu réttindi og gagnkynhneigðir og að "boðskapur Jesú Krists snýr að því að allir eigi að vera grænmetisætur." (ef við gerum ráð fyrir því að allir veðri grænmetisætur eftir 100 ár).

Prestar eru eins og verstu sölumenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svo er það auðvitað efni í sér-færslu að presturinn virðist geta flokkað eitthvað sem "kjarnaatriði" kristinnar trúar. Ég sé ekki hvers vegna hans fullyrðing um "kjarnaatriði" sé eitthvað réttari en t.d. fullyrðing einhvers íhaldssams trúmanns um að það sé "kjarnaatriði" í kristinni trú að konur eigi að vera undirgefnar körlum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2011 kl. 20:46

2 Smámynd: ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE

Þú hefur lesið guðspjöllin illa, Hjalti – eða kannski bara á hvolfi?

Sérðu ekki, ef þú tekur þau fram aftur, virðingu Jesú fyrir konum?

ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE, 23.3.2011 kl. 01:59

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ó, ó! Var áðan að blogga fyrir Þjóðarheiður! Þetta átti að vera í mínu nafni!

Bið trúlausa, sem vera kunna í Þjóðarheiðri, afsökunar!

Jón Valur Jensson, 23.3.2011 kl. 02:01

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Valur, ef við gefum okkur það að Jesús hafi borið virðingu fyrir konum í guðspjöllunum, hvað í ósköpunum telur þú það sýna fram á?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2011 kl. 09:08

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margt og mikið, Hjalti minn. þetta var mjög óvenjulegt í Mið-Austurlöndum og víða við Miðjarðarhaf á þeim tímum.

Jón Valur Jensson, 23.3.2011 kl. 12:21

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og? Jón Valur, þú getur ekki stokkið frá því að bera virðingum fyrir konum og að aðhyllast jafnrétti kynjanna.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2011 kl. 12:55

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég held þú sért eitthvað að misskilja mig, Hjalti. Virðing Jesú, sem er okkar æðsti fræðari, fyrir konum í guðspjöllunum sýnir okkur margt gott og mikið gott.

Jón Valur Jensson, 23.3.2011 kl. 13:00

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Valur, og hvernig tengist þessi fullyrðing þín, að Jesús hafi sýnt konum virðingu, efni bloggfærslunnar?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2011 kl. 13:02

9 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Skemmtilega sett fram hjá þér. Ég get ekki séð að þetta sé öðruvís en þú segir. Menn ákveða fyrirfram að trúin standi fyrir það sem er gott og svo fær tíðarandinn að ráða því hvað það er sem er gott.

Merkingarlaust auðvitað, en mörgum virðist finnast þetta mjög gott fyrirkomulag.

Kristinn Theódórsson, 23.3.2011 kl. 15:00

10 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Það er óneitanlega afar hentugt fyrirkomulag þegar markmiðið er að fá sem flesta í lið með þér.

Sveinn Þórhallsson, 23.3.2011 kl. 15:45

11 Smámynd: Dexter Morgan

Síðueigandi: Er myndin af þér PhotoShop-uð, eða ertu í alvöru með svona skegg og augnabrúnir ?

Dexter Morgan, 23.3.2011 kl. 17:43

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Myndin er ekki PhotoShop-uð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2011 kl. 17:52

13 identicon

En af hverju Hjalti, eru með einhver ör eða eitthvað svoleiðis sem þú vildir fela með tússinu?

Hlíf (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 22:51

14 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ekki að ég sjálfur telji konur neitt síðri körlum, nema siður sé. Hins vegar er skrifað:

(114) Simon Peter said to him, "Let Mary leave us, for women are not worthy of life."
Jesus said, "I myself shall lead her in order to make her male, so that she too may become a living spirit resembling you males. For every woman who will make herself male will enter the kingdom of heaven." 

Símon Pétur tekur stórt upp í sig, en greinileg vil Jesú gera karla og konur jafna.

Annars staðar segir Jesú:

"Jesus said to them, "When you make the two one, and when you make the inside like the outside and the outside like the inside, and the above like the below, and when you make the male and the female one and the same, so that the male not be male nor the female female; and when you fashion eyes in the place of an eye, and a hand in place of a hand, and a foot in place of a foot, and a likeness in place of a likeness; then will you enter the kingdom.""

Sem sýnir væntanlega að kynin eru í raun blekking. Þegar þú skilur að þau eru eitt og hið sama, þá....

Ég veit ekki svo mikið um nákvæma túlkun nýja testamentisins á boðskap krists svo ég skal láta vera að úttala mig um skáldskap eða ekki skáldskap...

Hörður Þórðarson, 24.3.2011 kl. 04:25

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjalti, hver sagði hér í 1. innleggi: "Ég sé ekki hvers vegna hans fullyrðing um "kjarnaatriði" sé eitthvað réttari en t.d. fullyrðing einhvers íhaldssams trúmanns um að það sé "kjarnaatriði" í kristinni trú að konur eigi að vera undirgefnar körlum"?

Jón Valur Jensson, 24.3.2011 kl. 04:38

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hlíf, nei.

Jón Valur, ég nenni ekki að eltast við þig ef þú hefur ekkert efnislegt að segja. Segðu bara hreint út hvað þér finnst í staðinn fyrir að vera með svona innihaldslausar athugasemdir.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.3.2011 kl. 08:40

17 identicon

Sæll Hjalti!  Takk fyrir að láta mig vita af þessum skoðanaskiptum.  Þú segir ,,prestar eru eins og verstu sölumenn".  Ég geri athugasemd við þetta:  ,,prestar eru eins og bestu sölumenn" a.m. út frá markaðsfræðum.  Ég veit að þú tekur undir það með mér að við erum góðir í því að ,,selja" fagnaðarerindið.

Annars hvílir kristin heimspeki á því að allir séu skapaðir í Guðs mynd og þar með allir jafnverðmætir. Ég bakka ekki með það.  Þessi hugmynd er afskaplega mikilvæg en kristnir hafa því miður ekki alltaf áttað sig á henni.

Ég nota tækifærið og vek athygli á fyrirlestri mínum sem kominn er inn á heimasíðu mina. Bkv.  Baldur

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 11:45

18 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þannig að Páll postuli "áttaði sig ekki" á "kristinni heimspeki"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.3.2011 kl. 18:13

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég nenni ekki að ræða við þig á þessum nótum, Hjalti.

Spurning mín hér ofar, 24.3., var fullkomlega réttmæt.

Jón Valur Jensson, 1.4.2011 kl. 14:24

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Valur, hver sagði hér í nýjustu athugasemdinni: "Ég nenni ekki að ræða við þig á þessum nótum,..."?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.4.2011 kl. 14:30

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tafs er þetta, Hjalti minn, ég hélt við gætum rætt saman.

Jón Valur Jensson, 2.4.2011 kl. 22:29

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jú Jón, við getum rætt saman. Ég bara bið þig um að segja hreint út hvað þú vilt segja, í staðinn fyrir að spyrja að því hver hafi skrifað athugasemd sem er klárlega merkt mér.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.4.2011 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband